Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Síða 4
4 DV. MANUDAGUR10. JANtJAR 1983. Nýrslökkvibfll: KostarlJ milljónir Á fundi borgarráðs síöastliðinn þriðjudag var samþykkt að kaupa nýjan bíl fyrir slökkviliöið í Reykja- vík. Undirvagninn er keyptur í Þýskalandi og er af MAN-gerð, en yfirbyggingin er smíðuð í Danmörku. Talið er að kostnaður við bílinn verði 1,7 milljónir króna hingaðkominn. I viðtali við DV sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri að veröið á bilnum væri eðlilegt miðað við kröfur sem til hans væru gerðar. Hrólfur sagöi að þessi bíll hefði það fram yfir þá bíla sem fyrir væru hjá slökkviliðinu að hann hefði betri út- búnaö varðandi fjórhjóladrif, en slökkviliðið hugsar nú til þess aö losa sig við f jórhjóladrifinn bíl sem það á fyrir, en hefur ekki reynst nógu vel. Einnig mun vera betri aðstaöa fyrir mannskapinn í bílnum, en pláss er fyrirsexmanns. Síðast fékk slökkviliöið nýjan bíl um áramótin 1979—1980, en þessi nýi bíll ætti að verða kominn hingað til landsins fullbúinn um mitt sumar. -óbg. Snjórinn gerir blaðburðarbömum erfitt fyrir: Betra að vera í sveit en að bera út blööin W ■mmammm ■'—mrl-ftliiilí, ■ ■ •». Það verður nú að stytta sér leið mlill húsa svo þetta gangi betur. Maður er orðinn vanur hundum og öðru sem kemur á móti manni. DV-mynd Bj. Bj. þetta í tveggja tíma vinnu,” sagði pilturinn og fannst það ekki miður. Þá er það innheimtan sem ekki er til að hrópa húrra fyrir. „Það er óþægilegt að þurfa að fara margar rukkunarferðir. Sumir segjast ekki hafa peninga og biðja mig ekki að koma aftur. Halda sennilega að meö því séu þeir lausir við að greiöa mánaðargjaldið,” sagði Helgi Jóhannesson að lokum. Hann stytti sér leið á milli húsa og lét snjóinn ekkihindra förina. -RR. Snjóhólar á Selfossi Rafmagnsla’.ist var á Selfossi sem og víða annars staðar, en þar komst hitinn fyrst aftur á um miðjan dag. Að sögn Regínu fréttaritara DV á Selfossi, hefur snjómokstur þar kostaö bæjarfélagið einhver reiö- innar býsn. Hefur snjónum verið ýtt upp í hóla og segja sumir að þeir séu nú eins margir og Vatnsdalshólar í Húnavatnssýslu, sem eru taldir óteljandi. Að vanda eru það börnin sem kunna vel að meta snjókomuna, þau grafa holur í skaflana og sitja þar inni með kertaljós. Þrettándinn fór vel fram á Selfossi að sögn fréttaritara, þá var hangi- kjötssala í algeru hámarki um þessi jól og áramót. Verslunarstjórarnir á Höfn og KÁ segjast aldrei hafa selt eins mikið hangikjöt. Bætti frétta- ritari því við að fólk kæmi langt að til slíkra kaupa,” enda ekta fram- sóknarbragð af kjötinu,” eins og Regina oröaði það. -Rcgína/rr. „Ég hef þurft að vaða í gegnum snjóskafla sem ná mér upp aö mitti,” sagöi Helgi Jóhannesson sem er eitt af blaöburðarbömum DV. Hann hefur um tíma gengiö austur- bæ Kópavogs og boriö út dagblöð í fáeinar götur þar. ,,Ekki hef ég yfir miklu að kvarta, en kunningjar mínir hafa lent í ýmsu. Sumar bréfa- lúgur eru stífar, póstkassamir litlir eða jafnvel engir. Þá eru blöðin aðgengileg fyrir hvern sem er og berast ekki alltaf í hendur áskrif- enda,”sagöiHelgi. „Það þarf ekki annað en snjókomu til þess að veruleg seinkun verði eða rigningu sem veldur því að áskrif- endur fá sumir bleytu á blööin sín. Þá eru þeir ekki hressir með það og hafa jafnvel beðið mig að stinga þeim inn um lúgu hjá öðrum,” sagði Helgi og kvaöst hann fá samviskubit þegar svona lagaö kæmi fyrir. Algengast er að blaðburðarböm séu ásökuð þegar eitthvað fer úrskeiðis en ekki er alltaf viö þau að sakast. Berist kvörtun um að blað hafi ekki borist áskrifanda er haft samband viö þann sem ber út í við- komandi götu. Hvert blaðburðarbam fær aukablöð sem em ætluö til þessara nota en berist ekki kvartanir mega þau selja blöðin sem ganga af. Blaðburður ekki öfundsvert starf ,,Sala á aukablööum heldur manni við þetta,” sagði Helgi. ..Stundum er þetta ósköp leiðinlegt en það koma góðir dagar. Nú er rraður oröinn vanur hundum og öðru sem kemur á móti manni. En ég ætla að hætta í vor ef ég kemst einhvers staöar í sveit,” sagði Helgi og hljóp niöur snjóþunga brekku með 60 blöö í töskunni. Þegar ekki er hægt að njóla, kvaöst hann ferðast með strætis- vagni og á tveimur jafnfljótum. Að öllum hkindum hefur hann ekki viljað takajjósmyndara og aðra öku- menn séftil fyrirmyndar cg spóla á snjóþungum spottum. Hann þeytist upp og niður tröppur að loknum skóladegi sem og aðrir starfsbræöur hans. „Þetta tekur um klukkutíma hjá mér en þegar verst er veður fer Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Lögbann til að tryggja meira tap Övenjulegt mun þykja aö opinber stofnun skuli setja lögbann á aðra opinbera stofnun. En undirbúningur að þessu er nú haiinn, þar sem verð- lagsstjóri hefur hótað Strætisvögn- um Reykjavíkur hörðu fyrir að hækka fargjöld með vögnunum. Hafa umræður um þetta byrjað held- ur faglega og í samræmi við tíðar- andann, því samkvæmt áliti verð- lagsyfirvalda ber Strætisvögnum Reykjavíkur að reka vagnana árið 1983 með yfir sextíu milljón króna tapi, sem greiöist af öllum borgarbú- um, hvort sem þeir aka í einkabílum og greiða þar af leiöandi bensínverö, sem er með þvi hæsta í heimi, eða fara gangandi til vinnu sinnar. Verð- lagsstjóri nýtur f ulltingis ríkisstjórn- arinnar við að koma sextíu milljón kr. skatti á borgarbúa, vegna þess að einhverjar óskýrðar þarfir og óskýrður ójöfnuður skal gilda fyrir þá, sem ekki ferðast með vögnunum, og auk þess þarf að beita núverandi meirihluta borgarstjórnar póli- tískum harðræðum. Einhver helsta slaufa fyrrverandi meirihluta var rekstur strætisvagna. Virtist eins og öll pólitísk athafna- semi þess meirihluta samansafn- aðist í strætó, en yfir þau mál var sett einskonar súpcrkona, sem miöaði starf sitt við, að einungis fá- tæklingar ferðuðust með strætó. Sjálf hafði hún haft lítil kynni af þeim þangað til hún lenti í Alþýðu- bandalaginu. Stefnan þá var að tryggja að strætó mætti aUs ekki bera sig, en tugmilljónafé skyldi tekið af almenningi í borginni tii að greiða niður strætómiða. Fannst þó sem aldrei væri nóg að gert. Fjár- hagur strætó varð heldur bágborinn af þessum ástæðum, en þeir sem borguðu bensínskattinn sinn eða áttu stutt í vinnu og létu ganglimina duga voru rukkaðir um stöðugt hærri upp- hæðir til að borga farþegum strætis- vagnanna. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur nú tekið af skarið og lýst yfir að hann telji nóg að greiða fimmtíu miUjónir með strætó árið 1983. Fimmtíu mUlj- ónir eru vel frambærUegur sósíal- ismi, hvernig sem á þær er litið. í hvaða fyrirtæki sem er teldust þær hrikalegur taprekstur. En við Ufum á sérkennUegum timum. Ríkisvaldið hefur komið því þannig fyrir, að vel- flest fyrirtæki i landinu eru rekin með bullandi tapi. í opinberri þjónustu mun ekki finnast eitt fyrirtæki, ef undan er skUið fjármálaráðuneytið sjálft, sem ekkl kemur út á hausnum um hver einustu áramót. Nú býr Reykjavíkurborg við sjáU- stæðan efnahag og lýtur sérstakri stjórn, og ætti því aö vera sjálfráð um meðferð fjármuna sinna, sem teknlr eru af borgarbúum i útsvör- um. Hún ákveður að tapa fimmtíu mUljónum á strætó á árinu, en neitar að bæta við mUIjónartug í þágu heUsugæslu stjórnvalda og verðlags- ráðs. En hið opinbera vUl að tap borgarinnar verði meira. Nú hótar það lögbanni tU aö knýja fram hærri skattheimtu af Reykvíkingum, svo fólk upp og ofan þurfi ekki að greiða hærri fargjöld, þótt þau kosti okkur nú þegar fimmtíu mUljónir króna. Það er ljóst að aUir þurfa aö greiða töluvert fé tU að komast leiðar sinn- ar. FÍB upplýsti að rekstur á bU kost- aði rúmar fimmtíu þúsund krónur á ári. Nú er fólk misjafnlega efnað, sem á bU, en þarf af ýmsum ástæðum að reka slíkt farartæki. Al- þýðubandalagið heldur að einungis þeir ríku eigi bUa. Sem betur fer er svo ekki. Varla þarf annað en koma þar, sem Dagsbrúnarfundur er hald- inn, tU að sjá að bUaeign verka- manna er almenn. Áreiöanlega kæmi þeim vel, ef borgin vUdi borga þeim fimmtíu mUljónir á ári upp í bUa- kostnað. En því er ekki aö heUsa. Hitt tekur í hnúkana, þegar þessum bUaeigendum, styrkjalausum, er skipað að borga fyrir strætisvagna- farþegana stórfé á hverju ári. Borg- arstjórnarmeirihlutinn nú samþykk- ir fimmtíu mUljónir með strætó. Það er ekkert smáræði. En það skal kosta lögbann verði almenningur ekki lát- inn borga meira. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.