Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gamanleikarinn Bob Hope er í óiympíunefndinni, en mengunarvandinn verður ekkert gamanmál. borginni, hestanna vegna. Þetta var ekki hægt, en skipuleggjendur keppninnar reiða sig á það að haf- golan verði sterk hvem dag milli 28. júlí og 12. ágúst 1984. Innfæddir Los Angelesbúar eru ekki svo b jartsýnir. Þrjátíu áram eft- ir dauða Stalíns I síðustu viku voru þr játíu ár liðin frá því Stalín lést. Dauði hans, þann fimmta mars árið 1953, markaði tímamót í sovéskri sögu, en þó var hans í engu minnst við dánar- afmælið í þetta sinn frekar en fyrir tíu árum. En á hundrað ára ártíð hans, fyrir þrem árum, var hans minnst í Pravda, þar sem hann var kallaður „margbrotinn og þver- sagnakenndur sögulegur persónu- leiki”. Þegar einræðisherrann lést í húsi sínu í Kuntsevo utan við Moskvu, tuttugu og níu árum eftir að hann tók við völdum að Lenín látnum, skoruðu samstarfsmenn hans í stjómarnefnd Kommúnistaflokksins á íbúa Sovét- ríkjanna að hræðast ekki. „Eg hafði ekki stjóm á mér. Ég grét innilega þegar Stalín dó.” Þetta sagði Nikita Kmstjof, maðurinn sem tók við af Stalín. Þaö var svo hann, sem frægt er orðið, sem úthrópaöi Stalín sem morðóðan harðstjóra þrem ámm eftir dauðahans. Nú, þrjátíu ámm síðar, hefur andrúmsloft ógnarstjórnarinnar, sem Stalín byggði stjórn sína á, horfið. En margar undirstöður kerfisins, sem hann byggði, era enn ásínumstað. Þegar Brezhnef lést í nóvember á síðasta ári var útförin mjög svipuð þeirri útför sem Stalin var gerð. En áhrif valdbreytingarinnar vom gjör- ólík. Árið 1953 bmstu jafnvel böm vestrænna sendiráðsstarfsmanna í grát þegar þeim var sagt að Stalín „frændi” væri dáinn. En 1982 virtust flestir Moskvubúar láta sér dauöa Brezhnefs í léttu rúmi liggja. Hundingsháttur einkennir nú pólitísk viðhorf manna. Þegar Stalín dó voru landar hans dauðhræddir viö leynilögregluna og hver viö annan. Athugasemd sem varpað var fram í hugsunarleysi að nágranna heyrandi gat kostaö tuttugu og fimm ára vist í þrælkunarbúöum. Við dauða Stalíns er talið að fangar í þessum þrælkunarbúðum hafi skipt milljón- um. Flestir fengu frelsi að nýju á sjötta áratugnum. En fyrir eldra fólk gleymast gamlir siðir seint og enn lækkar fólk röddina skyndilega í samræðum og fólki er illa við að tala lengi í síma. Stundum fara samræður þannig fram að menn sitja saman og skrifast á á litla pappírsmiða sem jafnharðan em rifnir og þeim sturtað niður klósettið. En hinir yngri eru ekki svo hræddir. Þeir segja sín á milli gamansögur um Brezhnev og Andropov og stilla sér síðan upp og fara með slagorð fyrir flokkinn opinberlega. Það er ein þversagna sovéska ríkisins að það viröist traustara nú en það var fyrir þrjátíu árum þó nú sé erfiðara að finna sanntrúaða kommúnista meöal fólksins. Undir stjórn Stalins fór meira fyrir leyni- lögreglunni, sem hann treysti mest á, en fyrir flokknum. Miðstjórn flokksins fundaðisjaldan. Nú hefur flokksmaskinan traustari pólitísk tök á sovésku þjóðlífi en 1953, þó svo að valdastofnanir flokksins séu nú aö mestu skipaðar öldungum. Þrjátíu árum eftir dauða Stalíns stendur Kommúnistafiokkurinn traustum fótum iSovótrikjunum. Völdum flokksins er heldur ekki ógnað af samstöðu verkamanna og menntamanna eins og gerðist í Pól- landi 1980. Hinn tröllaukni flokkur er ennviö völd. Ef Stalín kæmi til Moskvu í dag væri margt sem hann kannaðist við. Til dæmis forsíðan á Prövdu. En margt annaö hefur breyst svo að það er óþekkjanlegt. Kuntsevo, þar sem Stalín hafði sveitasetur sitt, er nú út- hverfi Moskvu með háum íbúöar- blokkum. Árið 1953 þurftu flestir íbúar Sovét- ríkjanna að búa í sambýlisíbúðum, þ.e. þannig að nokkrar fjölskyldur voru saman um eina íbúð, jafnvel fleiri en ein fjölskylda í herbergi. Nú býr aðeins fimmtungur íbúa í þétt- býli við slík kjör. Flestir búa í einka- íbúðum, litlum og oft illa byggðum, en samt til mikilla bóta frá því sem áður var. Fatnaði hefur farið fram frá því á Stalínstímabilinu líka, þegarföt vom ljót, og skömmtuð aö auki. Og nú er nokkur bílaumferð um götur Moskvu sem var nánast óþekkt fyrir þrjátíu ámm þegar einu bílar á götunum voru í eigu ríkisins og haföir til afnota fyrir flokksgæðinga. En þótt húsnæðisvandinn hafi verið leystur að einhverjum hluta og meira framboð sé á ýmsum neyslu- vömm, svo sem fatnaði, kvarta margir yfir því að sífellt verði erfiðara að fá matvöru. „Meðan Stalín var við völd gátum við keypt kavíar í búðunum.” Þessi kvörtun heyrist oft. Og eftirsjá eftir Stalínstímanum finnst hjá ýmsum hópum. Verka- menn minnast hans sem leiðtogans sem barðist til sigurs í seinni heims- styrjöldinni, mannsins sem stjórnaði af ákveðni. Vömbílstjórar hafa sumir mynd af honum límda á framrúðuna íbílumsínum. Verkamennirnir minnast þess ekki að undir hans stjórn máttu verka- menn ekki skipta um vinnustað án leyfis og hegning viö því var fang- elsun. Bændur vom bundnir átthaga- f jötrum og menn sem komu of seint til vinnu þrisvar sinnum í sama mánuði áttu á hættu að vera reknir úr vinnu umsvifalaust. LosAngeles: Ólympskir erfiðleikar Þaö spáöu margir því að 5 lympíu- leikarnir í Los Angeles, sem haldnir verða næsta ár, yrðu harmsaga of- fjárfestingar og brostinna vona. Þetta byggðu menn á reynslu Kanadamanna af leikunum í Montreal en þeir kostuöu þrjá millj- arða dollara. Leikarnir í Moskvu kostuðu á aö giska níu milljarða dollara, og þar fór svo að Banda- rík jamenn og fleiri þjóðir mættu ekki til leiks. Hrakspámar fyrir leikana í Los Angeles byggðust á fjárhags- legum og pólitískum óföram sem leikarnir hafa orðið fyrir á síðustu ámm. En hingað til hefur fjármögnun leikanna í Los Angeles gengið vel, þó miðað sé við mun minni upphæðir þar. Það er ekki Los Angeles borg sem heldur l.ikana heldur hópur fyrirtæk ja sem óiympíunefndin í Los Angeles, undir stjórn Peter Ueber- roth, hefur fengið til þess að taka að sér fjármögnun einstakra keppnis- greina. Þannig byggir til dæmis bandaríska stórfyrirtækið Southland Corporation hjólreiðahöllina fyrir leikana og sér um keppnisundir- búning. I heild er gert ráö fyrir 500 milljón dollara útgjöldum við þessa keppni, sem er upphæð sem flestum fannst hlægileg þegar hún var fyrst nefnd. Fyrirtækið fær engan opinberan stuöning, en er gert út á hagnaðar- vonina eina, og á hagnaðurinn að koma af sölu aðgöngumiða og sjónvarpsréttinda. Eitt er það sem gæti valdiö vandræðum en ekki verður séð fyrir. Það em pólitísk vandræði. Þannig var ein ástæðan fyrir því hversu illa gekk að ná endum saman í Montreal að Afríkuþjóðir flestar mættu ekki til leiks svo að keppni í ýmsum greinum dró ekki að sér eins mikið af áhorfendum og gert var ráð fyrir. En Ueberroth hefur ekki trú á því, að slíktendurtakisig. Þá er eitt eftir, vandamál, sem gæti reynst erfiöasta vandamálið að eiga við fyrir framkvæmdanefnd- ina. Los Angeles á nefnilega heims- met í mengun. Nánar til tekið loft- mengun. Og þaö gæti haft afgerandi áhrif á leikana. Mengunin í Los Angeles er sú versta í heimi, segja menn. Og verstu daga mengunarinnar segja menn að keppni í íþróttum sé óhugs- andi. Þegar mengunin verður verst tilkynna fjölmiölar að öldruðum sé hollast að halda sig innan dyra og i skólum er íþróttum og allri starf- semi utanhúss aflýst á slíkum dögum. Samkvæmt skýrslu sem var lögð fram nýlega í Los Angeles kemur fram að bensín, klóróform og gas- innihald loftsins þar er mörg hundruð sinnum meira en leyfilegt er hvaö varöar drykkjarvatn, til dæmis. Og ýms efnasambönd sem finnast þar í lofti em talin krabba- meinsvaldandi. Líffræðingur nokkur, Steven Horvath að nafni, hefur gert til- raunir sem gefa nokkra hugmynd um hvemig ýmsir íþróttamenn komast af undir slíkum kringum- stæðum. Þessar niðurstöður gefa skýrt til kynna að til dæmis lang- hlauparar mega búast viö því að eiga í miklum erfiðleikum. Þegar mengunin er verst munu þeir eiga erfitt meö aö ná andanum eftir nokkum tíma. Læknar hafa þegar rætt þann möguleika að einstöku greinum verði að fresta, eöa flytja keppnir milli staöa, og réðist það þá af ástandi loftsins. Þetta kemur auðvitað ekki til greina því leikarnir verða að vera þaulskipulagðir svo að ekkert fari úrskeiðis. Því er rætt um að erfiðustu greinar, svo sem lang- hlaup, fari fram seint að kvöldi eða snemma morguns þegar minnstar líkur eru á mengun. Þegar Filippus drottningarmaður var á ferð í Bandaríkjunum nýlega skoöaði hann aðstæður fyrir keppni í hestaíþróttum og hann tók þá undir kröfur sem fram hafa komiö að keppnisstaöur verði færöur fjær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.