Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 15
DV. M ANUDAGUR 7. MARS1983. 15 Frumvarp um hækkun orkuverðs til ISAL: ///a fariö með gott málefni Nýlega hefur veriö lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um hækkun orkuverðs til Islenska álfélagsins h/f. Þótt undirritaöur sé eins og flest- ir, og vonandi allir aörir Islendingar, sammála flutningsmönnum um þaö, aö orkuverð til ISAL sé nú orðið alltof lágt, finnst honum eftir lestur greinar- geröar og fylgiskjala frumvarpsins, aö undirbúningur þess og málsmeð- ferö öll sé með þeim hætti, aö fram- lagning frumvarpsins á Alþingi skaöi viröingu þingsins, álit og traust Islendinga út á viö og framtíöar- möguleika Islendinga til aö gera hagkvæma orkusölusamninga viö er- lenda aöila í framtíöinni, nema Alþingi sýni afstööu sína til frum- varpsins meö því aö vísa því frá. Strangar kröfur Viö lestur fylgiskjala frumvarps- ins, sérstaklega fylgisk jals X, sem er greinargerð Þorgeirs Örlygssonar lögfræðings, kemst óhlutdrægur les- andi óhjákvæmilega að þeirri niður- stööu, að þar sem ríkiö er aöili aö samningnum, beri aö gera strangari kröfur og túlka lagaákvæöi þrengra en ella, ef breyta á samningnum með löggjöf. Má í þessu sambandi vitna til m .a. kafla 4.1, en þar stendur: „Hitt er jafnljóst, aö heimild lög- g jafans til þess aö grípa inn í gerða . samninga meö lagasetningu, verö- ur að setja þröngarskoröur af rétt- aröryggissjónarmiöum. Rúm heimild í þessa átt er opinn vegur til misbeitingar löggjafarvaldsins og á það sérstaklega viö þegar rík- iö sjálft er aöili aö þeim samning- um, sem lagasetningunni er ætlað aötakatil.” Þettaþarf að sanna Sami lesandi mundi og komast aö þeirri niöurstööu, aö áöur en til slíkr- Kjallarinn Elías Elfasson ar löggjafar, sem hér um ræöir, komi, þurfi aö sanna ótvírætt eftirtalin fjöguratriöi: 1) Aö hinn upphaflegi orkusölu- samningur hafi faliö í sér eðlilega og sanngjarna skiptingu þess arös sem vænta mátti af hinni nýttu auðlind. Þ.e. aö þarna hafi veriö um eðlilegan viðskipta- samning aö ræöa. 2) Aö skipting arösins hafi, vegna óviöráðanlegra og ófyrirsjáan- legra atvika eöa þróunar, raskast svo mikið, aö bersýnilega sé óréttmætt, eða umsamin skipting, arðsins sé af öörum ástæöum orö- in bersýnilega óréttmæt. 3) Aö óvefengjanlega réttmæt skipt- ing arðsins hafi verið skilgreind í samræmi við þær áhættur sem eðlilegt er aö hvor aðili um sig beri. 4) Að allar tiltækar samningaleiðir hafi veriö reyndartil þrautar. I greinargeröinni meö frumvarp- inu er ekki færö fullnægjandi sönnun fyrir neinu ööru en því, að sú leið, aö breyta samningunum einhliða, er fær aö ofangreindum fjórum skilyrö- um uppfylltum. Skal nú nokkuö vikiö aö hverju þessara skily röa fyrir sig. Atriði 1 I greinargeröinni hafa flutnings- menn nær algerlega sneitt hjá f yrsta skilyröinu, því að upphaflegi samn- ingurinn hafi veriö eðlilegur og sann- gjam viöskiptasamningur. Enda hafa þeir og flokksbræöur þeirra sí- fellt hamraö á því á.undanfömum ár- um, aö samningurinn hafi frá upp- hafi veriö óeðlilegur og hin mestu mistök. Einnig hafa þeir notaö hvert tækifæri, sem þeim hefur gefist, til aö kasta rýrð á störf þeirra manna sem önnuöust samningsgeröina fyrir Islands hönd. Meö þessu hafa þeir ekki aðeins lagt spihn upp í hendum- ar á Alusuisse, heldur einnig í verki hafnað þeirri þjóðarsátt sem nauö- synleg er til aö ná góðum árangri í viöræöum og þeir sóttust sjálfir eftir í oröi. Flutningsmönnum er þó greinilega ljós hagkvæmni hins upphaflega samnings, því í tíunda kafla greinar- geröarinnar stendur orðrétt: „Raforkuveröið var ekki óeölilegt árið 1966 þegar um þaö var samiö, hvort sem miöaö var viö raforku- verö sem þá var algengt eöa annan mælikvarða.” Þessu er hinsvegar aöeins slegið fram sem fullyrðingu og engin til- raun gerö til að skýra hver hin raun- verulega skipting arösins átti að vera. Þá er og ástæöa í þessu sambandi til að benda sérstaklega á lokaoröin í greinargerö C.J. Lipton, sem hann ritar 10. sept. sl. eftir aö hafa kynnt sér m.a. greinargerö starfshóps iðnaöarráöuneytis um raforkuverð til ISAL, en hann segir: „Til þess aö unnt sé aö rannsaka vandlega úrskuröi, rit og venjur sem hér skipta máli, þyrfti aö skoöa frekar efnahagslega þætti sem hér skipta máli, kringumstæö- ur viö upphaflega samningsgerð við Alusuisse og samband aðila og aögerðir eftir þá samningsgerö til þess aö frekari lögfræöileg grein- argeröverðigerö.” Atriði 2 I fylgiskjölum meö frumvarpinu er gerö grein fyrir því, aö orkuveröiö sé nú of lágt ef tekið er mið af orkuverði annarsstaöar í heiminum, orkuveröi til almenningsveitna og hæfilegt miö af kostnaði viö öflun viöbótarorku. I sjálfri greinargerðinni er hinsvegar valið að leggja einna mesta áherslu á þaö, að forsendur varöandi bygg- ingarkostnað viö Búrfell hafi brostið, en það er ein sísta röksemdin sem Is- lendingar hafa fyrir sínum málstaö. Sem meginröksemd stendur hún ekki undir kröfu um þá lágmarks- hækkun sem þörf er á. Þaö veröur því aö teljast, aö umf jöllun flutnings- manna um röker varöa annan töluliö hér á undan, þann um aö skipting arðs af auölindinni sé óréttmæt orö- in, sé mjög ábótavant. Atriði 3 Sömu sögu er aö segja er kemur aö umfjöllun um þau atriði er varða þriðja liðinn, þ.e. hver réttmæt skipt- ing arös væri nú. Sérstaklega vantar umfjöllun um þá erfiöleika sem áliðnaðurinn býr viö um þessar mundir og í því sambandi greinar- gerö um þaö, hvaöa áhættur eölilegt sé aö hvor aðili um sig beri. Þetta er mun alvarlegra þegar þess er gætt, aö bæði í greinargerð og fylgiskjöl- um er minnst á atriöi og samnings- greinar sem miða aö því að firra Is- lendinga áhættu, án þess þó aö nokk- ursstaöar sé gerö heildstæö úttekt á áhrifum þessara atriöa og greina. Síðast en ekki síst Þá er þaö skilyröiö um aö allar samningaleiöir þurfi aö hafa veriö reyndar. Af umræöum á opinberum vettvangi undanfariö má ráöa, aö engar alvörusamningaviöræöur hafa fariö fram um orkuverö. Allar viö- ræður viröast hafa strandað á ásök- unum um sviksamlegt athæfi í sam- bandi viö uppgjör bókhalds og skatta. Þá verður og aö teljast form- galli á meöferö iönaöarráöherra á málinu, samanber eftirfarandi, í áöurnefndri greinargerð Þorgeirs Örlygssonar: „Þegar framantalin laga- og samningsákvæöi eru virt, veröur aö telja, aö stjórn Landsvirkjunar sé hinn formlega rétti aðili til þess aö bera fram kröfu um leiöréttingu orkuverðsins, þar sem það er_ Landsvirkjun sem er seljandi ork- unnar. Hins vegar veröur aö telja, aö ákvöröunarvaldiö sé í höndum iðnaðarráöherra og sjálfstæöar ákvaröanir í þessum efnum án at- beina iönaöarráöherra geti stjórn Landsvirk junar ekki tekið. ’ ’ Þó ekki komi annað til en það, aö stjóm Landsvirkjunar hefur hvorki fengið leyfi né beiöni frá iönaöaráð- herra þess efnis, að hún sem hinn formlega rétti aöili krefjist leiörétt- ingar á orkuveröinu til ISAL, þá á Alþingi vart annarra kosta völ en vísa málinu frá meö rökstuddri dag- skrá, næst þegar frumvarpiö kemur til umræðu. Elias Elíasson verkfræðingur. BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferö fyrir eldriborgara í fylgd hjúkrunarfræðings. Dvalið í góðum íbúð- um eða á hótelum með fæði. Vorið er sannar- lega komið á þessum tíma og hitinn ákaflega þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. maí (28 dagar) Verð frá 12.900. í íbúðum Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu ferðir til BENIDORM í sum- ar, flogið er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verðflokkar. Gerið sjálf- stæðan samanburð á verói og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl, 11. maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG í SÓISKINH) BWT PflfiFIUG ISOUKIMIÐ A PÁSKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áður býóur FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu feró á suðurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Það vorar snemma á Hvítu ströndinni og meóalhitinn á þessum árstíma er um 34 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinda nýtur þessi staður mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn með dvöl um Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótið þess í fimmtán daga feró 30. marz. Dvalió í íbúóum eða hótelum með fæði. Verð frá: 11.900 í íbúðum. Dagflug PANTIÐ TIMANLEGA FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.