Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Ingólfur leiðir göngumenn Ljóst er aö Ingólfur Guönason al- þingismaöur mun skipa efsta sæti göngumannalistans í Noröurlandskjör- dæmi vestra. Líklegt er aö Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blönduósi, veröi í ööru sæti. Gengið veröur frá framboðslistanum væntanlega í miöri þessari viku. Göngumenn héldu tvo stuönings- mannafundi um helgina. Á Blönduósi mættu um eitt hundraö manns en á Hvammstanga um áttatíu manns. Skoðanakönnun um skipan listans fór framáfundunum. -KMU. Páll í 1. sæti Listi Framsóknarflokksins í Noröur- landskjördæmi vestra hefur veriö ákveðinn. Fimm efstu sætin skipa: 1. Páll Pétursson, Höllustöðum. 2. Stefán Guömundsson, Sauöárkróki. 3. Sverrir Sveinsson, Siglufiröi. 4. Brynjólfur Sveinbergsson, Hvammstanga. 5. Pét- ur Arnar Pétursson, Blönduósi. -KMU. Skákmótið íTallin: Vaganjan efstur r — Jón L. Arnason með 2v. og betri stöðu > Í2 biðskákum 9. umferö skákmótsins í Tallin, Eist- landi, var tefld fyrir helgi og er þá staða efstu manna sú aö Vaganjan er í 1. sæti meö 6 v.f 2. Psakhis meö 5,5 v. og biöskák, 3. Tal meö 5,5 v., 4. Jansa meö 4,5 v. og 2 biðskákir. Alls eru þátttakendur 16 og ekki af lakari endanum, því aö styrkleiki mótsins reiknast 11 stig. Allir eru keppendur austantjaldsmenn, utan Harry Schiissler frá Svíþjóö og Jón L. Árnason. Jón hefur tapað fyrir Tal og Jansa, gert jafntefli viö Schiissler, Nei, Weingold og Bönsch frá Austur-Þýska- landi. Hann átti lakari biöstööu gegn Psakhis, en betri gegn Suba og Ehl- vest. Erfiölega hefur gengiö aö afla frétta af móti þessu því aö símasam- band viö Tallin er ekki auðfengið, en mótinu lýkur 13. mars. ~r LOKI Slagorð Karvels um helg- ina var: Herinn burt! FRÁBÆRT UPPHAF — segir tíðindamaður DV um fyrstu tónleika Mezzoforte í London „Þetta var frábært upphaf á kynn- ingu hljómsveitarinnar hér í Bret- landi. Þeir léku lög af nýjustu plötu sinni, sem veriö hefur á hraöri leið upp vinsældalistann, og kynntu nokk- ur ný lög. Þeir héldu áhuga áhorf- enda allan þann hálfan annan tíma sem þeir spiluöu en þegar kom aö laginu Garden Party þá dansaöi ali- ur salurinn meö.” Þannig lýsti Ric- hard Barlow tónieikum sem hann sótti fyrir hönd DV, er Mezzoforte spilaði í djassklúbbnum The Venue í London á laugardagskvöld fyrir um þúsund áhorfendur. Barlow taldi augljóst að tónleik- arnir myndu örva enn frekar söluna á plötum Mezzoforte. Þeir heföu sýnt aö hver hljómsveitarmeðlúna heföi gott vald á hljóöfæri sínu og tónlist þeirra væri sambærileg viö þaö besta á þessu sviöi. „Meö aukinni kynningu gætu þeir fyllt eina af stærstu hljómleikahöll- unum í London og þaö kæmi mér ekki á óvart þótt þaö gerðist á næstu vikum. Þegar ljóst er að plötur þeirra ná vinsældum þá ætti þeim aö gefast mörg tækifæri til frekari kynningar. Þeir gætu náö til mun breiðari hóps hlustenda miöaö við þann aukna áhuga sem er á þessari tegund tónlistar um þessarmundir,” sagöi Barlow. Tónlist Mezzoforte er nú mikið spiluö í útvarpsstöðvum í Bretlandi. Lítil plata þeirra meö lögunum Garden Party og Funk Suite no. 1 var komin í 61. sæti vinsældalistans í síö- ustu viku og breiðskífan Surprise Surprise haföi stokkið úr 154. sæti 1 78. Heimkomu hljómsveitarinnar hefur veriö frestað fram á fimmtu- dag. ÓEF HAHYRNINGAR í LANGFERD Tveir háhyrningar úr Sædýra- safninu héldu í Frakklandsför síödegis í gær. Hin nýju heimkynni þeirra veröa í sædýrasafni í Nice í Suður-Frakklandi. Að sögn Jóns Kr. Gunnarssonar, forstjóra Sædýrasafnsins, eru háhyrningarnir tveggja til þriggja ára gamlir og voru veiddir hér viö land í októbersíöastliðnum. Eftir eru nú þrír í safninu. Þaö er bandarískur aöili sem kaupir þá en endurselur þá síöan til Frakklands. Aö sögn Jóns Gunnarssonar eru þessir tveir númer 31 og 32 í rööinni frá því háhyrningaveiöar safnsins hófust áriö 1976. Vél frá Flugleiöum flutti skepn- urnar suður til Frakklands. Hélt vélin af staö um hálffjögurleytiö í gær. Jón Gunnarsson sagöi í morgun aö ferðin heföi gengiö að óskum og háhyrningunum ekki orðiö meint af feröalaginu. -pA. Hér sést hvernig háhyrningarnir voru hifðir út úr húsi sínu i sérstakri rólu og látnir siga ofan i bás á vöru- bilspalli. Þeir voru smurðir sérstakri feiti tH að varna því að húð þeirra þornaði um of. Á minni myndinni má sjá hvar öðrum básnum er komið fyrir um borð i Flugleiðaþot- unni. DV-myndir: E. Sáralítill munur á Karvel og Sighvati sérframboðið fengi um 300 atkvæði Alþýðuflokkurinn og sérframboð sjálfstæðismanna á Vestfjöröum höföu prófkjör sín þar um helgina. Á10. hundraö kusu í prófkjöri krat- anna. Til samanburðar má geta þess aö í síðustu kosningum fékk Alþýöu- flokkurinn 1188 atkvæði og í próf- kjörinu á undan þeim 680 atkvæði. Á Isafirði kusu nú milli 340 og 350 á kjörstaö og utankjörstaðar. A Bolungarvík kusu um 235 á kjörstað og 50—60 utankjörstaðar. Er það um helmingi meiri þátttaka hjá flokkn- um en síöast. Bolungarvík sker sig einnig úr ef bornar eru saman tölur í prófkjörinu nú og atkvæöatölur krata í síðustu sveitarstjómar- kosningum í kjördæminu. Prófkjörs- tölumar eru yfirleitt nokkm lægri en í Bolungarvík er prófkjörstalan stór- iega hærri. Bendir þetta ótvírætt til þess aö Karvel Pálmason komi sterkur út þar sem Bolungarvík er höfuðvígi hans. Samkvæmt heimildum DV er taliö aö örfá atkvæði muni ráöa úrslitum í próf- kjörinu og skera úr um hvort Karvel eöa Sighvatur Björgvinsson hreppir 1. sætiö. Reynt veröur aö telja atkvæði annaö kvöld. Prófkjöri sérframboös sjálfstæöis- manna er ekki lokið. Eftir er aö kjósa í nokkrum sveitarhreppum í Djúpinu og einnig verður sjómönn- um á skuttogurum sem koma inn á morgun gefinn kostur á aö kjósa. Að sögn Halldórs Hermannssonar, eins forsvarsmanns framboösins, hafa um 3 hundrað manns kosið. Stefnt er aðtalningunæstkomandi laugardag. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.