Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Otgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður ogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. DV erað ná Morgunblaðinu Eftir áratuga útbreiösluyfirburöi Morgunblaösins meðal dagblaða er nú loksins kominn keppinautur á hæla þess. Það er DV, sem vantar aöeins 5—6 prósentustig í að vera jafnmikið lesiö og Morgunbiaðið, virka daga og helga. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs fyrir samtök auglýsingastofa, sem birt var á laugardag, er Morgun- blaöið lesið af 69,83% þjóðarinnar og DV af 64,17% virka daga, Morgunblaðið af 73,71% og DV af 68,36% í helgarút- gáfum. I könnuninni var ekki sérstaklega athugaður lestur mánudagsblaðs DV, sem prentað er í 8% stærra upplagi en aðra daga. Hún upplýsir því ekki, hvaða dagblað nær lestrarhæsta tölublaði vikunnar, Morgunblaðið eða DV. Niðurstaða þessi stafar ekki af rýrnandi lestri Morgun- blaösins, sem heldur stöðu sinni frá fyrri fjölmiðlakönn- unum. Hún stafar af sameiningu Dagblaösins og Vísis í eitt blað, sem getur veitt harða samkeppni. Samkvæmt könnuninni eru 46,3% áskrifenda DV ekki á- skrifendur að Morgunblaðinu og 58,6% áskrifenda Morgunblaðsins ekki áskrifendur að DV. Þessar háu tölur benda til, að töluverður munur sé á lesendahópum blaöanna. I grófum dráttum má lesa úr könnuninni, að skipta megi þjóðinni í þrjá stóra hluta, en ekki alveg jafnstóra. Þriðjungur les bæði blöðin, annar þriðjungur les Morgun- blaðið eingöngu og enn annar þriðjungur les DV eingöngu. Athyglisverð er greining könnunarinnar á lestri eftir aldursflokkum, atvinnustéttum og búsetu. Þar koma fram ýmsar sveiflur, sem ekki koma í ljós í niðurstöðu- tölunum sjálfum, en segja ýtarlegri sögu af raunveruleikanum. Morgunblaðiö er hlutfallslega meira lesiö af fólki, sem komið er yfir fimmtugt, af opinberum starfsmönnum og af íbúum Reykjavíkursvæðisins. A þessum þremur sviðum er munur blaöanna nokkru meiri en meöallags- tölurnar sýna. DV fær hins vegar hærri lestrartölur en Morgunblaðið hjá fólki á 20—34 ára aldri, hjá starfsfólki í sjávarútvegi og landbúnaði og hjá fólki, sem býr utan Reykjavíkur- svæöisins. A þessum þremur sviðum er DV hæst, bæði virka daga og um helgar. Upplýsingar af þessu tagi koma auglýsendum og aug- lýsingastofum að gagni. Til dæmis er ljóst, að fólk, sem er yfir 50 ára, kaupir sumpart aðrar vörur en það fólk, sem er 20—34 ára, nýbúið að stofna heimili. Meðan eldri hópurinn kaupir skrautmuni, dýra bíla og hús, kaupir yngri hópurinn tízkuvörur, húsbúnað, heimilistæki, ódýra bíla og íbúðir og sækir skemmtistaöi. Hvor hópurinn um sig hefur sitt uppáhaldsdagblað. Útbreiðslusamkeppni þessi nær ekki til annarra blaöa. Tíminn er samkvæmt könnuninni lesinn af 32,28% þjóðarinnar um helgar og af 29,03% virka daga. Helgar- pósturinn er lesinn af 29,69% þjóðarinnar. Þetta eru hálf- drættingarnir. Neðar eru svo Þjóðviljinn meö 19,99% um helgar og 16,26% virka daga og Alþýðublaðið með 3,7% lestur. Þessi tvö blöð eru á enn hraöara undanhaldi en Tíminn og Helg- arpósturinn, sem einnig hafa tapað frá fyrri könnunum. Sérstaklega er þó athyglisvert, að sjónvarpið er einnig á undanhaldi. A fréttir þess horfa að meðaltali nokkru færri en lesa Morgunblaðið og DV og aðeins tæplega þriðjungur þjóðarinnar horfir þar á auglýsingarnar. Jónas Kristjánsson. I sjónvarpsþættinum Á hraöbergi, þriðjudaginn 22. febr., þar semSvav- ar Gestsson sat fyrir svörum, lýsti hann því yfir, aö því er skilja mátti, að öll vandræöi ríkisstjómarinnar stöfuðu af því aö ég heföi hætt aö styöja stjómina í sumar. Ríkis- stjómin kæmi engu fram í þinginu. En er þetta nú alls kostar rétt? Vantar t.d. ríkisstjórnina eitt at- kvæði til að koma fram vísitölumál- inu, eöa vantar hana aöeins eitt at- kvæði til aö koma fram nýjustu til- lögum Hjörleifs varðandi Alusuisse svo aö dæmi séu tekin um „nýjustu stjómarfrumvörp ríkisstjórnarinn- ar”? Hægtsigft ígóðum byr Mein ríkisstjómarinnar er ekki að hana vanti atkvæöi í deild heldur er innanmein hennar þaö aö skortur er á samstööu í eigin liöi. Og þaö varö fljótlega eftir aö hún tók til starfa. Þessi ríkisstjóm fékk í upphafi síns ferils óvenjugóöan byr og ef hún heföi strax tekið efnahagsmálin föst- um tökum og fylgt eftir áformum sínum í stað þess aö teygja sífellt lop- ann, þá sigldi hún kannski enn þá í blásandi byr. Þjóðin vonaöi að tekiö yrði á hlutunum, aö menn þyrðu. En þaö var sofnað á verðinum, úrræðin jafnan of lítil og of seint fram komin, og kommamir drógu lappirnar. En skoðanakannanir sýndu aö í hvert sinn sem ríkisstjórnin hrökk upp af værum blundi og haföi uppi tilburði til þess aö draga aðeins úr veröbólgunni, þá jókst fylgi hennar. Þetta hefði átt aö sýna stjórninni að fólkið vonaöist eftir því að tekið yröi á hlutunum. Eg varð fljótt ekki sáttur við aö- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar varð- andi þjóðmálin, auk þess sem Suður- land var ekki á landakorti hennar. Steytt á skerjum Eg hætti þó ekki stuðningi við hana vegna margnefndra bráðabirgða- laga, sem stundum hefur komiö fram hjá fjölmiðlum, heldur vegna þess aö þau voru aðeins enn ein bráðabirgðaaðgeröin, skreytt meö alls kyns fyrirheitum um fögur áform, sem sýnt var aö gefnum til- efnum að ekki næðist nein samstaða um í ríkisstjórninni. Mér varö þaö ljóst aö þessi ríkisstjóm gæti ekki leyst vandann og ætti aö fara frá og mál aö stokkast upp aö nýju. Nú, nokkrum mánuðum síöar, hafa bæði alþýöubandaiagsmenn og Framsókn áttað sig á þessu og formennirnir, Svavar og Steingrímur, lýst því yfir aö kjósa hefði átt í haust. En þeim hefur einhverra hluta vegna þótt þægilegra aö sitja í stólunum sínum og horfa á allt fara í óefni án þess aö gera neitt til aö sigla hjá þeim boöum sem fyrir stafni voru. Ríkisstjórn, sem er sjálfri sér sundurþykk en sit- ur samt, getur lítiö gert nema helst aö horfa á vandamálin vaxa og hlaö- ast upp. Kjallarinn Eggert Haukdal og þeir haldiö sig við ákveðin atriði sem flestir eru sammála um að þurfi aðlagfæra. Ekki heilög kýr Framkvæmdastofnun ríkisins er ekki fyrir mér nein heilög kýr og sannarlega þarf þar ýmsu að breyta, m.a. yfirstjórninni, aö alþingismenn séu þar ekki forstjórar. En viö endurskoöun og breytingar á þeirri starfsemi sem rekin er í Fram- kvæmdastofnun ríkisins þarf að sjálfsögöu aö taka miö af heildar- stjórn efnahagsmála í landinu sem í mörgu er ábótavant. Á sama tíma og ríkisbáknið hefur þanist út, m.a. í stofnunum sem heyra undú- Svavar, þá hefur ekki fjölgað fólki í Framkvæmdastofnun É& ,,En skoöanakannanir sýndu aö í hvert ^ sinn sem ríkisstjórnin hrökk upp af vær- um blundi og hafði uppi tilburði til þess að draga aðeins úr verðbólgunni þá jókst fylgi hennar.” Neyðaráætlun Annars mátti þaö undarlegt heita í þessum þætti hve Svavar fékk að vaöa elginn og koma sér hjá að svara. Spyrlarnir voru daufir og fylgdu spurningunum lítið eftir. Þannig komst Svavar hjá því að út- skýra. hvers vegna Alþýðubandalag- ið flytur nú tillögu um 4 ára neyöar- áætlun eftir „langa og góöa stjórnar- setu Alþýðubandalagsins” en aö ööru leyti japlaöi hann á gömlu lummunni um aö sameina olíufélögin og skera heildsala niður við trog til að bjarga öllu. — Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert síðastliðin 4 ár? Sérstakur söku- dólgur fundinn Svavar fann í þessu samtali sér- stakan sökudólg sem þarf aö kála, ekki síður en heildsölunum. Þaö er Framkvæmdastofnun ríkisins. Hann haföi raunar síðastliöiö sumar, þeg- ar rætt var um efnahagsmálin, talaö þannig aö allur efnahagsvandi á Is- landi mundi lagast, eins og af sjálfu sér, ef Framkvæmdastofnun yrði lögð niöur. Og ef þetta ráð er svona gott. þá ætti vissulega ekki aö draga að leggja þessa stofnun niöur heldur gera þaö á stundinni. Aö vísu er Svavar ekki einn um aö kasta hnútum í Framkvæmdastofnun ríkisins. I þeim efnum hafa margir lagt honum lið, en sameiginleg flest- um þeirra er vanþekking á raun- verulegri starfsemi stofnunarinnar, ríkisins í mörg ár. Þetta er eina bankastofnunin í landinu sem birtir skrá yfir öll sín útlán í ársskýrslu. Stofnunin veröur hins vegar stund- um aö taka að sér miður vinsælar ráöstafanir fyrir ríkisstjóm á hverj- um tíma og súpa af því seyðið. Ekki skal því neitað að í skjóli byggða- stefnu hefur eitt og eitt mál gengiö fram sem kemur óoröi á hana, t.d. títtnefndur togari á Þórshöfn þar sem hefði veriö hægt aö leysa byggðavandamál með ódýrari hætti. En þama var farið aö óskum ríkis- stjórnarinnar, þ.á m. Svavars. Hins vegar þurfa menn aö gæta þess, þeg- ar rætt er um vandamál einstakra byggöarlaga og fyrirgreiðslu til þeirra, aö þaö er eitt af hlutverkum stofnunarinnar aö koma til móts þegar erfiðleikarsteðja aö og greiöa úr ef fært er. Tvískinnungur Tilburöir Svavars Gestssonar til aö skjóta sér undan ábyrgð í fyrr- nefndum Hraöbergsþætti koma í sjálfu sér ekki á óvart — kommun- um er um margt sýnna en aö axla ábyrgð. En það sem gerir málflutning hans sérstaklega athyglisveröan, svo aö ekki sé meira sagt, er sú staðreynd aö þaö er ekki síst tvískinnungur kommanna í ríkisstjóminni sem komið hefur í veg fyrir að nokkur árangur næöist í lausn efnahags- vanda okkar. Eggert Haukdal alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.