Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. Menning Menning Menning Menning hefja innreiö sína í borgunum, var aö mestu leyti í höndum útlendinga. Að lokinni seinni heimsstyrjöld, sem greiddi Póllandi þyngri högg en flestum öörum Evrópuríkjum, gat því tekist víötæk samstaöa milli kommúnista, sósíalista og stærsta flokksins, smábændaflokksins, um skiptingu stórjaröa meðal smá- bænda og þjóönýtingu erlendra fyrir- tækja. Samsteypustjórn undir forystu Gomulka komst á fót og Pólverjar voru skamma stund sameinaöir undir ákveðinni, kraft- mikilli og markvissri forystu. Viö þessar aöstæöur varö öllum skynsömum Pólverjum smám saman ljóst þaö sem þá og síðan hefur veriö nefnt raison d’état. Hiö nýja Pólland gat ekki staðið eitt milli Sovétríkjanna og Þýskalands. Náin samvinna viö Sovétríkin var óhjá- kvæmileg og óumflýjanleg nauösyn, hvert álit menn svo sem höföu á þeim og stjórnarfari þeirra. Spurningin, Bókmenntir Ólafur Hannibalsson sem þá var ósvaraö, var hvort slíku Póllandi tækist aö þræöa hiö mjóa öngstigi, sem leyföi því aö halda innra sjálfstæði sínu, líkt og Finn- um hefur tekist, eða hlaut það aö veröa leppríki? Ascherson rekur sundur þann flókna örlagavef, sem leiddi Pólland mjög nærri stööu þess síöarnefnda. Hann rekur fall Gómulkas 1948, valdatöku hans á ný 1956 í andstööu viö leiötoga Sovétríkjanna og meö nærri einhuga þjóö aö baki sér, hæg- fara hrörnun og hnignum álits hans, flokksins og stjórnarkerfisins til 1970, valdatöku Giereks, stóriöjuóra hans, sem á skömmum tíma áttu aö umbylta Póllandi í nútímalegt iön- veldi meö vestrænu fjarmagni og tækniþekkingu, og hvernig þeir runnu smám saman út í sandinn í meöförum gerspillts og þunglama- legs skriffinnskukerfis uns Pólland 10 árum seinna stóö uppi skuldum vafið og gat ekki lengur séö þegnum sínum fyrir einföldustu daglegum nauðsynjum til aö hafa í sig og á. Lech Walesa steig fram á sjónarsviðið Ascherson var sjálfur viöstaddur The Polish August Neal Ascherson Penguin Paperback Endurprentun 1982. Höfundurinn Neal Ascherson er skoskur blaöamaöur, rétt fimmtugur aö aldri, sem lengi hefur starfaö sem fréttaritarí 1' Miö-Evrópu fy rir Guardian, Scotsman og Observer. Honum hefur tekist aö gera þessa 300 bls. bók þannig úr garöi, að maöur les hana í gegn frá upphafi til enda eins og spennandi reyfara, en fær þó jafnframt á tilfinninguna, aö maöur viti allt, sem máli skiptir um at- buröina í Póllandi 1981—’82, söguleg- an aödraganda þeirra, alla megin- þræði, sem aö þeim liggja og hvers vegna svo hlaut að fara sem fór. Þetta er harmsaga einstaklinga og þjóöar, sögö af næmri samúö samfara skörpum skilningi, sem aldrei missir sjónar af meginatriöum, en gefur þó nægilegt svigrúm persónuleika þeirra, sem kallaöir hafa veriö til aö leika aðal- hlutverkin í pólskri sögu á þessari öld. Þannig tekst honum oft meö tilvísun í eina setningu, aö sýna persónueinkenni, sem hlutu aö hafa afdrifarík áhrif, þegarþau voru þess umkomin aö setja mark sitt á framvindu pólitískra atburöa. T.d. sjáum viö hiö stutta sjálfstæðistíma- bil Póllands milli heimsstyrjaldanna eins og í hnotskurn í þessari setningu Józefs Pilsdskís, sem hrifsaöi til sín einræðisvöld 1926: „Annaðhvort veröur Pólland stórveldi eöa það veröur ekki til.” Uppbólgnir þjóöernisórar af þessu tagi voru þaö, sem Pólverjar síst þörfnuöust á þessum árum. Höfundur rekur í örstuttu máli söguna frá síðustu skiptingu Póllands 1795, þegar Prússland, Rússland og Austurríki tóku höndum saman um aö afmá landiö af landa- bréfinu og gengu jafnframt hart fram í tilraunum til aö afmá pólskt þjóöerni og tungu — auövitað meö öfugum árangri. Ofsóknir prúss- nesku lútherskirkjunnar og rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar uröu til aö þjappa Pólverjum saman um kirkju sína og bræöa saman í eitt í vitund þeirra pólskt þjóöerni og kaþólska trú enda var kirkjan eina stofnunin sem þeir áttu sameigin- lega eftir sundurlimun þjóðrikisins. Frumstætt land- búnaðarland Hiö pólska þjóðríki, sem reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar var frumstætt landbúnaöarland. En landareignirnar voru aö mestu í eigu fámennrar yfirstéttar stórjaröeig- enda. Sá kapítalismi, sem var aö hina dramatísku viðburði í ágúst 1980, þegar rafvirkinn Iæch Walesa steig fram á sjónarsviöið í setuverk- fallinu í Lenin skipasmíöastööinni í Gdansk og tókst aö leiöa þaö inn í þann farveg sem leiddi til stofnunar Samstööu hálfum mánuöi síðar. A örskömmum tíma höföu hin opinberu verkalýössamtök hruniö gersamlega saman og Samstaöa haföi 10 milljón- ir meölima. En sigurinn reyndist of snöggur og of stór. Því aðeins var hugsanlegt að Samstaöa næöi árangri aö hún gæti sem nálega jafn- rétthár aöili samiö við Kommúnista- flokkinn um framgang mála meö því þó aö viðurkenna forræöi hans og forystuhlutverk í þjóölífinu. Þar hlutu Rússar aö draga línuna. En nú fór Kommúnistaflokkurinn einnig aö hrynja saman. Hundruðum þúsimda saman fóru verkamenn aö yfirgefa flokkinn. Sú milljón verkamanna, sem eftir var, tók jafnframt heilshugar þátt í Samstööu og tók nú höndum saman viö önnur óánægö öfl í flokknum imi aö gerbylta honiun og breyta meö því aö koma þar á virku lýöræöi og skipta um forystu. Flokkurinn leystist upp í klíkur, sem börðust hvor gegn annarri. Framkvæmdavaldið var gersam- lega lamaö: Samkomulagsatriöin viö Samstööu koðnuöu í þessari innbyrð- is styrjöld kerfisins og komust ekki til framkvæmda. Þaö geröi aftur meölimi Samstööu herskárri og gaf hinum róttækari og ógætnari öflum innan hennar byr undir báöa vængi. Mitt í upplausninni greip herinn í taumana og tók völdin. En enn vildu margir Pólverjar ekki trúa aðherinn mundi beita vopnum gegn eigin þjóö. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Lechs Walesas til aö halda aftur af fylgismönnum sinum héldu þeir öllu sínu til streitu gegn margítrekuðum ögrunum ýmissa stofnana flokks og stjórnvalda — og gáfu Jaruzelski loks átyllu til aö kæfa í blóöi alla ávinninga Samstööu og snúa klukkunni til baka um mörg ár,ef ekkiáratugi. Hugsun Ascliersons er skörp, frá- sögnin samþjöppuö og hnitmiöuð, hvergi teygöur lopinn, en auga hans þó næmt fyrir smáatriðum, sem opna víöari sýn yfir samhengi þeúr- ar sögu, sem hann er að leitast við aö segja. Omissandi bók öllum þeim, sem vilja kynna sér atburöina i Pól- landi Samstööuárið, og öllum þeim sem vilja auka skilning sinn á því kerfi, sem breitt hefur hramm sinn yfir allan austurhluta álfu vorrar og aö Kyrrahafi. ÓH. Olafur Hannibalsson segir pappírskiljuna, The Polish August, vera aflestrar sem spennandi reyfari, en samtímis finnst lesanda hann fá að vita „allt sem máli skiptir um atburöina í Póllandi 1981—’82”. Öngstigið milli „Finnlandiseringar•" og leppríkis zytlandi vornótt. g madur, sem gengur n bláa nóttina irsem hún nidar ígötunni, vefur lum síniim ístundina, birtir kyrröina igum hans. g í miðriþögninni ynjar hann þessi maður nhverja stund á einhverri annarri r.ótt: okunótt, — trén j laufin í skini lukta /rrlát ídansandi úðanum jþungur egur undirsláttur iftsins. Langt út um borgina heyrðist >e önduðu rakanum ufin. Og um perlaðar gangstéttir ingur niður og tónar írust utan úr nóttinni 'an úr dimmri íttinni sem var eins mjúk og grasið var júk eins og blóm m opnast hvíslandi regni, ilmur •m út í myrkrin leið... g maðurinn tekur eftir óhljóði sínu í morgunkyrrð strœtisins, sér n í auða garðana, aleinn nagnaðri kyrrðinni. (19—20) Hér sérö þú lesandi góöur hvaö ég við. Þessi ljóö rísa hátt yfir meöal- íennskuna. Unun aö eiga þau aö á ingum vetri. Rannveig • • Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466 Eigum enn bremsu/jós í afturgiugga á 463krónur * * %*•?>•><, ittMv •,,vt w.y>«,rs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.