Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 21
20 DV. MIDVIKUDAGUR9. MARS1983. DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Keppni heímsbikarsins íalpagreinum: Phil Mahre sigurvegari 3ja árið í röð — sigraði í stórsvigi í Aspen, USA Phil Mahre, USA, tryggði sér sigur samanlagt í alpagreinum heimsbik- arsins, þegar hann sigraði í stórsvigi á mánudag i Aspen í Colorado, USA. Hann hefur nú 250 stig og aðrir kepp- endur geta ekki náð þeirri stigatölu. Þriðja árið i röð, sem Phil sigrar saman- lagt. Tími hans í gær í stórsviginu var 2:31,49 mín. Marc Girardelli, Luxem- borg, varð annar á 2:31,73 mín. og Ingemar Stenmark, Svíþjóð, þriöji á 2:32,09 mín. Bætti stigatölu sína ekki Anders-Dahl Nielsen á veldisdögum síiium sem fyr- irliðl danska landsliðsins í handkna ttleik. Mahre sigr- aði aftur Phil Mahre er kominn í mik- inn ham. I Vail í Colorado í Bandaríkjunum í gær sigraði hann af tur í stórsvigi heimsbik- arsins eins og í Aspen. Þetta eru fyrstu sigrar hans í stór- svigi heimsbikarsins í vetur. Phil Mahre keyrði í gær á 3:03,00 mínútum. Ingemar Stenmark varö annar á 3:03,14 mín. og Max Julen, Sviss, þriðji á 3:03,14mín. hsim IÍU1. Ilblill ( ANDERS-DAHL GETUR VALIÐ MILLIFÉLAGA — hann mun enga ákvörðun taka f yrr en keppnistímabilinu er lokið hér á landi „Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég verð þjálfari eða leik- maður næsta leiktímabil. Ég hef mikla löngun til að verða eingöngu leikmaður eftir keppnistímabil þar sem ég hef ekki haft „yfirfrakka" í hverj- um leik. Þjálfari get ég síðan alltaf orðið. En við skulum ljuka þessu leiktímabili fyrst. Síðan mun ég hringja til þess félags sem ég vel," segir Anders Dahl Nielsen, fyrrum landsliðsfyrirliði Dana í hand- knattleiknum, sem leikið hefur með KR og þjálfað KR-inga við góðan orðstír i vetur. Dönsku blöðin skrifa nú mik- ið um þennan snjalla leikmann og segja að hann geti valið úr félögum í Danmörku, hvort heldur sem leikmaður eða þjálfari, þegar hann kemur heim frá Islandi hinn 1. maí næstkomandi. Mörg félög hafa hringt til hans — til Reykjavíkur, segja dönsku blöðin og Ribe HK, sem hann yfirgaf til að verða spil- andi þjálfari á eldfjallaeyjunni, getur ekki verið öruggt að fá hann til sín næsta keppnistíma- bil. Kolding HK vill fá hann til að taka við af Jörgen Heide- mann og þýska Bundeslígufé- lagiö TSB Flensburg hefur sýnt áhuga á að fá Anders-Dahl til sín. hsim Knattspyrnufélagið Fram 75 ára 1. maí: Stórkarlar á fjölskyldu hátíð í Laugardalshöll — verður á fimmtudagskvöld en afmælishof aðHótelSögu22.apríl Knattspyrnufélagið Fram, eitt merkasta íþróttafélag landsins, verður 75 ára hinn 1. maí næstkomandi. Vegna af- mælisársins verður ýmislegt gert til hátiðabrigða og þegar hefur eitt mót verið háð. Innan- húss-knattspyrnumót, sem háð var í Laugardalshöll í janúar. Á fimmtudagskvöld, 10. mars, gengst Fram fyrir fjöl- skylduhátíð í Laugardalshöll. Þar verður viðamikil dagskrá. Stjórnarmenn KSI, sem fengið hafa Albert Guðmunds- son, fyrrum formann KSI, til liðs við sig, munu leika við stjörnulið Omars Ragnarsson- ar. Dómari verður Jörundur Guðmundsson, fv. formaður KDI. Þá leika „gullaldariið" Fram og FH í handbolta, sem á árunum 1958—1972, eða 14 ár- um, unnu sjö Islandsmeistara- titla hvort félag. Þar verða kunnir kappar eins og Björgvin Björgvinsson, Fram, og Geir Hallsteinsson, FH. tlrvalslið úr yngri flokkum Fram leika knattspyrnu og kvennalið Fram og Vals leika í handbolta. Skemmtunin hefst kl. 20 meö tónlist fyrsta hálf- tímann meöan fólk er að koma sér fyrir og mun Pétur W. Krístjánsson, hinn kunní söng- vari og hljómlistarmaður, sjá umhana. Afmælisfagnaður Fram verður haldinn í Súlnasal föstu- daginn 22. apríl og afmælisdag- inn 1. maí verður opið hús í Átt- hagasal Hótels Sögu milli kl. 16 oglfl. hsím. nema um 10 stig og er annar með 207 stig. Girardelli þriðji með 168 stig. Andreas Wenzel, Lichtenstein, fjórði með 166 stig. Phil Mahre náöi bestum brautar- tima í báöum umferðum i Aspen. Fyrsti sigur hans í stórsvigi á keppnis- tímabili. Þrjú svigmót eftir og þó Sten- mark sigri í þeim öllum fengi hann ekki nema 41 stig yfir það. Aðeins fimm bestu mótin telja í hverri grein hjá skíðamönnum. -hsim. IR-ingar borguðu dómaranum Það hefur komið alltof oft fyrir í vet- ur að leikir í yngri flokkunum hafa taf- ist um lengri tima eða hreinlega verið frestað vegna þess að dómarar hafa ekki verið til staðar. Jim Dooley, þjálfari ÍR, er orðinn mjb'g þreyttur á þessum kúnstum og fyrir úrslitaleikinn í Reykjavíkurmót- inu i 3. flokki um daginn slógu ÍR-ingar saman í púkk og greiddu úrvalsdeild- ardómara 200 krónur fyrir að mæta og dæma umræddan leik. Er nú ástandið orðið vægast sagt bágborið þegar hafa þarf slikar aðferðir í f ramiui. -SK. Reykjavíkur- mótið verður öllum opið! Reykjavíkurmótið i badminton fer fram um næstu helgi i TBR-húsinu við Gnoðarvog. Reykjavikurmótið er annað stærsta badmintonmót landsins — á eftir sjálfu íslandsmótinu — og hefur nú verið ákveðið að hafa það opið. Fá utanbæjarmenn þar með að taka þátt i þvi, en keppa þar sem gestir. Getur utanbæjarmaður að sjálfsögðu ekki orðið Reykiavíkurmeistari, en ef svo skyldi fara að utanbæjarmaður sigraði í meistaraflokki yrði sá Reyk- víkingur sem kæmi næst honuin meistari. -klp- Hamborg efst Hamburger SV komst i efsta sætið í l.deildinni þýsku i gærkvöld með 2—0 sigri á Fortuna Diisseldorf. Thomas van Heesen og Holger Hieronymus skoruðu. Hamborg hefur nú 34 stíg, tveimur stigum meira en Bayern og Dortmund. í 8—liða úrslitum bikarkeppninnar sigraði Fortuna Köln úr 2. deild, liðið, sem Janus Guðlaugsson lék með, Borussia Mönchengladbach 2—1 i Köln. Borussia Dortmund vann Bochum 2—1. hsím. Stórsigur KA á Þór KA vann stórsigur á Þór, 31—51, í síð- ari lelk liðanna í meistaraflokki á Akurey rarmótinu i gærkvöldi. Staðan í hálfleik 18-«. Flest mörk KA skoruðu Kjell Mauritsen og Jakob Jónsson 6 hvor, Guðmundur Guðmundsson 5, Er- lendur Hermannsson 4 og Þorleifur Anuaníasson 4. Flest mörk Þórs skor- uðu Gunnar Gunnarsson 5, Sigtryggur Guðlaugsson og Einar Arason 3 hvor. AB/Akurcyri. Fylkir íefsta sæti — stigataf lan leiðrétt — vantaði leik Fylkis og Skallagríms Strákarnir úr Reyni i Sandgerði fengu ekki að halda lengi ef sta sætinu i 3. deild islandsmótsins i handknattleik karla. Samkvæmt töflunni sem birtist í blaðinu á mánudaginn voru þeir í efsta sæti — ciuu stigi á undan Fylki. Við höfum nú fengið fregnir af því að á töfluna hafi vantað leik Fylkis og Skallagríms, sem var settur á án þess að tilkynna neinum nema Iiðunum nú fyrir nokkrum dögum. I þeim leik s graðiFylkir33-6,17- 2 yfir í hálflcik. Þar með er Fylkir ef st- ur og verður varla breyting á því fram að mótslokum Staöan i 3. deild er þessi: Fylkir 12 11 0 1 268-171 22 ReynirS 14 10 1 3 360—281 21 Akranes 11 7 1 3 305—208 15 ÞórAk. 11 6 2 3 284-213 14 TýrVe 10 5 1 4 225-192 11 Keflavik 13 5 1 7 294-269 11 Dalvík 9 3 0 6 207—215 6 Skallagrimur 13 2 0 11 208-328 4 ögri . 11 0 0 11 111-325 0 Um 20 leikir eru enn eftir í 3. deild, þar af fjöldi frestaðra leikja frá í vetur. Fara þeir fram á næstunni en síðasti leikurinn í deildinni á sam- kvæmt skrá að vera um miðjan næsta mánuð. -klp- Þelr keppa á Evrópumótinu í júdó. Fremri röð t.v. Kolbeinn Gíslason, Bjarni Asg. Friðriksson. Aftari röð t.v.: Sigurður Hauksson, Krlstján Valdimarsson og iiall- dór Guðbjörnsson. DV-mynd Friðþjófur. FIMM Á EVRÓPU- MÓTIÐ í JÚDÓ Júdósamband íslands hefur valið fimm menn til æfinga og keppni fyrir Evrópumeistaramótið í júdó, sem haldið verður i Paris Frakklandi um miðjan april nk. Þeir sem keppa fyrir Islands hönd eru þeir Kolbeinn Gislason, Armanni, Bjarni Ásg. Friðriksson, Ármanni, Kristján Valdimarsson, Ármanni, Sigurður Hauksson, Keflavík, og Hall- dór Guðbjörnsson, JFR. Eftir keppnina er þeim öllum boðið að vera i æfingabúðum á vegum ólympíunefndarinnar í júdó og verða þæríParís. Munu þeir allir ætla að fara í þær, enda fá þeir þar gullið tækifæri til æf- inga með þeim bestu i íþróttinni í Evrópu. -klp- Islan eistarar Breiðabliks Breiðablik varð á sunnudag Islandsmeistari í innanhússknattspyrnu annað árið í röð, þegar liðið sigraði Þrótt, Reykjavik, í úrslitaleik. Hér eru meistaramir. Efri röð frá vinstri: Magnús Jónatansson þjálfari, Jón Ingi Ragnarsson, formaður knattspyrnudeildar, Þorsteinn Hilmarsson, Hákon Gunnarsson, Sigurður Grét- arsson, Björn Þór Egilsson, Helgi Helgason og Pétur Omar Agústsson. Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn Geirsson, Trausti Ómarsson, Vignir Baldursson fyrir- liði, Sigurjón Kristjánsson og Ingvaldur Gústafsson. DV-mynd G. Svansson. Nicklaus og Millerað komast íform Kapparnir frægu Johny Millcr og Jack Nicklaus röðuðu sér í tvö efstu sætin i Honda Inverary Classic golf- keppni atvínnumanna, sem haldin var í Lauger Hill í Florida og Iauk um helg- ina. Johny Miller, sem lítið hefur farið fyrir í golfkeppni meðal hinna bestu að undanförnu, varÖÆÍgurvegari í keppn- inni. Lék hann á samtals 278 höggum, sem er 10 höggum undir pari. Nicklaus varð annar á 280 höggum, en hann lék síöustu 18 holurnar á 66 höggum, eða 6 undir pari. Nicklaus fékk um 40 þúsund dollara fyrir annað sætið en Miller 72 þúsund dollara — eða um 1,4 milljónir ís- lenskra króna fyrir fyrsta sætið. Þriðja til fimmta sætið í keppninni skiptist á milli Fred Couples, Mike Sullivan og Míke HoIIand, en þeir voru allir á 281 höggi. Aftur á móti varð sigurvegarinn í atvinnumannakeppn- inni þar á undan, Gary Koch, í 10. sæti. Hann hafði þó forustu í þessari keppni eftir 54 holur — var þá á 209 höggum. Lék hann síðasta hringinn á 76 höggum á meðan þeir Miller og Nicklaus léku samahringá69og66höggum. klp Aston Villa ífjórðasætið — vann Notts County í gærkvöld Evrópumeistarar Aston Viila skut- ust upp í fjórða sætið í 1. deildinni ensku í gærkvöld, þegar þeir sigruðu Notts County 2—0 á Villa Park. Áhorf- endur voru aðeins 17.452 og er það minnsta aðsókn hjá Aston Villa á leik- tímabilinu. Fyrirliði Villa, Dennis Mortimer, slasaðist í leiknum og vaía- samt er að hann geti leikið í bikarleikn- um gegn Arsenal á laugardag. Leikmenn Vttla höfðu gifurlega yfir- burði í leiknum gærkvöldi og hefðu átt að skora miklu fleiri mörk. Til dæmis misnotaði Gordon Cowans vítaspyrnu, þriðja vítaspyrnan í röð hjá honum sem ekki ratar rétta leiö. Peter Withe skoraði fyrir Villa í fyrri hálfleiknum. Gary Shaw bætti við öðru marki í þeim síöari. Villa hef ur nú 48 stig. Tveimur meira en Nottingham Forest, sem er í fimmta sæti en 18 stig- um á eftir efsta liðinu, Liverpool. Hef- ur leikiö 30 leiki eða einum leik meira enefstuliðinþrjú. Þetta var eini leikurinn í 1. deUd. Þá var líka einn leikur í 2. deUd. Middles- brough sigraði Shrewsbury 2—1 á heimavelli og komst við sigurinn úr næstneðsta sætinu í það f jórða neðsta. Það er að segja úr fallsæti. Þeir Kennedy og Hankin skoruöu mörk Middlesbrough í gær. Ross MacLaren fyrir Shrewsbury.______ McKinney efst Roswitha Steiner, Austurríki, vann sinn fyrsta sigur i keppni heimsbikars kvenna í alpagreinum i Walerville VaUey í USA í gær. Það var í svigi og tími hennar var 1:33,84 mín. Tainara McKinney, USA, varð önnur á 1:34;21 mín. og náði við það forustu saman- lagt.Hefurl82stig. John Lukic, ungi markvörðurinn snjaUi hjá Leeds, fór fram á það í gær að vera settur á sölulista. ViU komast tU Uðsins í 1. deUd. Vel yfir 1,90 m á hæð og í hópi bestu markvarða Englands. Þá eru Ulfarnir að reyna að fá Gary Owens tU sín frá West Bromwich Albion. hsím Flokkakeppnin íborðtennis: KR-ingar meistarar íáttunda skiptid! KR-ingar unnu sigur í 1. deUdinni í flokkakeppni karla i borðtennis i gær þegar þeir sigruðu A-lið Arnarius 6—4 í mjög spennandi leik. KR-ingarnir höfðu sigrað i 1. deild karla 7 sinnum í röð og var þetta þvi Nóg að gera hjá Þórsurum — leika þrjá leiki á þrem dögum Peter Withe — skoraði fyrir Aston VUlaá28.mín.ígær. Körfuknattleiksmenn Þórs á Akur- eyri fá heldur betur að reyna á sig nú í lok vikunnar. Þeir eiga að leika við Val í undanúrslitum bikarkeppuiuuar á Akureyri á fimmtudaginn og svo tvo leiki í 1. dettdinni við Borgarnes á f östudag og laugardag. Þetta gerir prjá leiki hjá þeim á þrem dögum. Verður það erfitt og ekki bætir úr skák að þeir verða án Banda- rikjamannsins sem lék meö þeim í vet- ur, Robert McField, sem stakk þá af í siðustu viku eins og við sögðum frá og leikur bví ekki meira með þeim. Leikirnir í 1. deUdinni skipta Þór litlu máU, þar hafa Haukar þegar tryggt sér sigur og útlit er fyrir að SkaUagrímur faUi í 2. deild. Staöan í 1. deUdinni er nú þessi: 26 22 16 6 0 Leikirnir sem eftir eru í dettdinni eru þessir: Þór—Borgarnes og Þór—Borg- arnes, Borgarnes—Grindavík, Grinda- vík—ÞórogHaukar—Þór. -klp Haukar 15 13 2 1444- -1082 IS 16 11 5 1408- -1132 Þór Ak. 12 8 4 m- -945 Grindav. 14 3 11 966- -1181 Borgarnes 13 0 13 807- -1284 þeirra 8. sigur á 8 árum. Ehui leikur er enn eftir i karlakeppninni. Víkingur A og Örninn A. Skiptir sá leikur máU um aimað sætið en tU þess að Víkingarnir nái því verða þeir að sigra i leiknum 6—2 eða meir. 1 keppni kvenfólksins stendur slag- urinn á mttU A-liðs Arnarins og A-Iiðs UMSB. Er staðan hjá Erninum betri en bæði liðin eiga eftir eitthvað af leikj- um. -klp- HM i Brasilíu? Giulitc Coutinho, formaður knatt- spyrnusambands Brasiliu, vann stór- an sigur í gær i baráttu sinni að Brasilia fái að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu 1986. Brasiliska þingið samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta tttlögu Coutinho að leggja til við ríkisstjórnina að hún veiti ábyrgð fyrir fjárhagsstuðningi við HM. Ríkisstjórnin mun taka ákvörðun nk. föstudag. Coutinho telur að ágðði af HM gæti orðið 197 mttljónir doUara. Samt er rikisstjórnin á báðum áttum vegna hinnar slæmu fjárhags- stöðuríkissjóðsBrasUíu. hsim. 75 1983 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ í LAUGARDALSHÖLL FIMMTUDAG 10. MARS KL.20 Dagskrá: Fram-FH 1960-70 - handbolti old boys. Stjörnulið Ömars Ragnarssonar — Stjórn KSÍ + Albert Guðmundsson. Ironheads í fyrsta sinn á íslandi. old girls í handbolta. Vítakeppni áhorfenda, Val Brazy og Kristinn Jörundsson. Hljómlist: Pétur Kristjánsson. Jfek MPJ Ömar Albert Geir Þórhallur Ragnarsson, Guðmundsson, Hallsteinsson, (Laddi) Sigurðsson, Hermann Gunnarsson, Magnús Ólafsson, Ellert Schram. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.