Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 14
14 Staða Sjálfstæðís- flokksins Kjallarinn Verkín tala svo, aö ráöandi menn sem stjórna Sjálfstæðisflokknum geri allt sem þeir geta, bæöi viljandi og óviljandi, aö kljúfa flokkinn í eins mörg brot og hægt er. Eg tel þetta illa farið fyrir stærsta stjórnmálaflokki landsins. Hvað hræddist kjörstjórn Vestfjarðakjördæmis að hafa ekki prófkjör þar eins og alstaðar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram? Ráðandi menn í Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík læra aldrei af reynslunni og þess vegna er nú komiö eins og komiö er f yrir flokknum. Þarna kemur sama hringavitleysan upp hjá þeim eins og með Jón Sólnes á Akureyri fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæöisflokkurinn tapaöi einum manni þá á því. Nú fara þeir eins með þá mikilhæf u konu, Sigurlaugu Bjarna- dóttur. Henni er ekki boöið sæti á listanum í Vestfjarðakjördæmi. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vildi ekki hafa Sigurlaugu á listanum þrátt fyrir það að hún sæti þá á Alþingi sem varamaður fyrir kjör- dæmið um það leyti sem kjördæmaráö var að raða á listann. Eg trúi alveg Halldóri Hermannssyni, þegar hann sagði í DV aö flokksmaskínan í Reykjavík hefði nú tekið í taumana og bannáð að hafa prófkjör og Sigurlaug mætti alls ekki vera á listanum. Er hægt að hugsa sér annað eins einræði og fyrirhyggjuleysi hjá stjórnendum Sjálfstæöisflokksins? „Stuttbuxnadrengir" Sigurlaug Bjarnadóttir er ekki uppalin í Heimdalli. Hún er alin upp á myndarheimili í sveit og þar af leiðandi gjörþekkir hún atvinnuvegi þjóöarinnar. Sigurlaug réttir ekki upp höndina þegar formaöur þingflokksins segir henni aö gera það, eins og þeir læröu í Heimdalli að gera — og er oröið allt of mikið af svoleiöis mönnum á Alþingi í dag, sem eru eins og páfa- gaukar, hlýða bara formanni þing- flokksins. Sigurlaug hefur efst í huga að hugsa um heill og heiður okkar þjóðar, þaö sem hún álítur þjóðinni fyrir bestu í nútíð og framtíö, og Sigurlaug á mikið persónufylgi í Vest- fjarðakjördæmi því að þar býr greint og fyrirhyggjusamt fólk. Mér líkar þetta vel af Vestfirðingum að fara í sérframboð, láta ekki stuttbuxna- drengi ráða sem eru uppaldir og hafa sína visku og brjóstvit þurrkaö út af Heimdalli. Þeir sjá aldrei neitt fram í tímann og þegar sjónin er best hjá þeim sjá þeir bara niður á stóru tá á sér. Verkin tala svo, að ráðandi menn í Sjálfstæöisflokknum vilja koma þessum blessuöum nefanöglum á þing. Þeir eru vanir og kunna að rétta upp höndina þegar formaður flokksins kallar. Ég verð nú bara að segja eins og er að ég vorkenni þessum bless- uðum súkkulaðidrengjum sem þekkja ekki neítt til atvinnuvega þjóðarinnar og eru kosnir af ofurkappi á Alþing og lagt mikið í kostnað af flokksvél Sjálf- stæðisflokksins. Hvernig eiga þeir að fara að því aö skipta þjóöarkökunni og það þegar hún er lítil eins og nú er sagt aðhúnsé? Úrslit á Suður- landi og Reykjanesi Eg f ór á f ramboösf und á Selfossi um miðjan janúar, þar voru 12 menn í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og allt heimamenn nema ekki Þorsteinn Pálsson. Brynleifur Steingrímsson talaði fyrstur, hann kynnti sig og sagði hvað hann hefði gert á sínum skóla- árum. Hann hefur verið í sveit og mikiö í vega- og brúargerð og orðið sjálfur að kosta sig til náms að öllu leyti. Allir frambjóðendur höfðu sömu sögu að segja og Brynleifur læknir, höfðu unnið bæði til sjós og lands. En þegar Þorsteinn Pálsson steig í ræöu- stól hafði hann ekkert að segja, hvaö hann hefði unnið, nema það að hann hefði verið eftir aö hann lauk námi framkvæmdastjóri hjá Vinnuveitenda- sambandi Islands. Eg gat nú vorkennt Þorsteini Pálssyni þegar hann var þarna innan um postulatöiuna aö geta ekki sagt nokkurn hlut um að hann hefði unnið, hvorki til sjávar né sveitar. Þessum manni setti flokkseig- endafélag Sjálfstæðisflokksins ofur- kapp á aö koma að í Suöurlandskjör- dæmi því aö þeir gátu ekki misst neitt þingsæti fyrir hann í Reykjavík og hann vann kosningasigurinn með glæsibrag enda gaf hann út blað og kosningaundirbúningur var langur hjá honum. Hinir frambjóöendurnir, sem eru allir í fastri vinnu, fóru á hvern stað síöustu dagana fyrir prófkjörið og notuðu kvöldin og helgarnar til þess og héldu fundi með kjósendum sínum á Regína Thorarensen kvöldin. En hrædd er ég um að sjálf- stæðisfólk í Suðurlandskjördæmi sé ekki ánægt, og ekki er ég viss um aö öll atkvæði Sjálfstæðisflokksins komi flokknum til góða í vorkosningunum (nema eitthvað óvænt komi fyrir). Eg er ánægð með úrslitin í Reykja- neskjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. Matthías stendur alltaf fyrir sínu og miklar vonir bind ég við þann mikla mann Gunnar Schram sem er traust- vekjandi og ábyrgur. Þaö er mín ósk að hann verði næsti formaður flokksins. Hann mun aldrei mana fólk hvorki í Vestfjarðakjördæmi né öðrumtil að fara í sérframboð. Gunnar G. Schram mun veröa sameiningar- tákn flokksins ef hann yrði kosinn formaöur ásamt öðrum góðum og sjá- andi sjálfstæðismönnum. Eg óska frambjóðendum í sérfram- boði sjálfstæöismanna á Vestfjörðum DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. allra heilla og ættu fleiri að taka þá sér til fyrirmyndar þegar ráðandi menn í Sjálfstæðisflokknum ráöast svona heiftarlega á ábyrga og mikilhæfa manneskju eins og Sigurlaugu Bjarna- dóttur, sem hefur sjálfstæðar skoðanir á stórmálum sem varða íslensku þjóöina til aö geta veriö áfram sjálf- stæö þjóð. Á lista hennar er fólk sem vinnur við atvinnuvegi þjóöarinnar og eru þeir gjörkunnugir atvinnuvegum. Svona fólk á að vera á Alþingi Islendinga, og ef svo væri þá myndi ganga fljótar að koma nauösynlegum málum í gegn um Alþingi. Sérframboð á Vestfjörðum býður ekki kjósendum sínum upp á neina súkkulaðidrengi eða stúlkur, eins og flokksvél Sjálfstæðis- flokksins býður kjósendum hér á Suðurlandi og víðar um landið. Olafur G. Einarsson alþingismaður segir í DV. „Úrslitin urðu mér auðvitað vonbrigði. Arangurinn varð furðu rýr miðað við þá miklu vinnu sem hinir fjölmörgu stuðningsmenn minir inntu af hendi." Ég verð nú bara að segja eins og er að þessi úrslit glöddu mig því að þarna var flokksvélin sett á mesta gang því að Olafur G.E. hefur alltaf verið neikvæður sem formaður þingflokksins í nauösynlegu og ábyrgu stórmáli sem ríkisstjórnin hefur þurft að koma fram. Hann hefur sýnt það bæði í oröi og verki og reýnt aö koma núverandi ríkisstjórn frá. Mér hefur fundist gegnum árin að fólk sé ábyrgðarlaust og fylgist ekki með þjóðmálum síðan fólk fór að geta étið áhyggjulaust. En nú sé ég að kjós- endur í Reykjaneskjördæmi eru ábyrgir menn og hefðu mátt vera fleiri. Og hafa ekki líka þau ábyröar- lausu verk Olafs G.E. sem hann hefur staöið fyrir allt síðasta kjörtímabil sést best á því hvað Olafur lýsir sjálf ur í DV? Það er alltaf leitt til þess að vita með skynsama menn ef þeir láta reið- ina stjórna sínum verkum og ekki síst þegar þeir eru í ábyrgðarstöðu eins og Olafur G.E. hefur verið sl. þrjú ár. Regina Thorarensen Selfossi. skófludekk eða bara „muddera" 8 cylindra vél, þá feröu nú flest. Kannski áttu Unimog, en hann fer heilt helvíti yf ir drullu og stórgrýti. Svona bíla eiga landveröirnir líka, en þaö er sjálfsagt bara til að komast að þeim sem eru að skemma landið, þ.e.-rallbílunum! Túristarnir Og svo koma túristarnir, tökum Þjóðverjana sem dæmi. Þeir koma __ _ með bílana, bensínið og matinn. Hvað fáum við tslendingar? Fargjaldið? Nei. Aura fyrir bensíniö? Nei. Aura fyrir matinn? Nei — Viö fáum rusliö eftir þessa mjög svo velkomna túrista — gott upp úr því að hafa. Staðreyndin er sú að Náttúruverndarráð er náttúrulaust, þ.e. steingelt ráð sem fylgist ekki meö þegar því er boðið að hafa samstarf um stjórnun á rall- keppni, þar sem þeir gætu sagt til um Beinið kröftum ykkar f rek- ar að þeim sem skemma Það hefur veriö átakanlegt að hlusta á forsvarsmenn Náttúruvernd- arráðs og Félags leiðsögumanna i út- varpi og öðrum fjölmiölum undan- farið. Þar hefur mátt heyra að þessir menn telja sig ákaflega fylgjandi land- verndun og að rall væri aö þeirra dómi það versta sem yfir landsmenn gætí duniö. Maður gæti haldið aö hlustirnar á þessum mönnum væru kolstíflaðar. Það er búið aö marglýsa því yfir, að rall er ekki torfærukeppni. Rall fer ekki fram utan vega. Rall er skipulagt hvern einasta kílómetra keppninnar. Haldiö þið að keppandi sem kemur frá t.d. Italíu með bifreið, aðstoðarfólk o. fl. o. fl., taki þá áhættu að vera vísaö frá keppni vegna aksturs utan vega sem hann græðir ekkert á? Hvers konar þykkskinnungar eruð þið? Torfærutröll landans Við vitum að þið eruð á móti ralli, eins og yfirlýsing formanns Náttúru- verndarráðs viöformenn i.IA flands- samband akstursíþrótta), þegar þeir vildu ræða hugsanlegt samstarf þess- ara aðila ber vitni: „Eg skal bara segjaykkurþaðstrax.að ég erámóti ralli og mun gera allt seméggettilað stoppa ykkur." Það varð víst lítið úr frekari viðræöum. Þarna mátti ekki ræða það sem máli skiptir: hvernig fara mætti bil beggja. Þetta var fulltrúi hóps, sem telur sig vita allt um rall, en veit ekki hætishót um hvað það snýst'eða gengur út á. Það væri nær aö þiö sneruð ykkur aö öllu meira vanda- máli, sem eru jeppar og torfærutröll landans. Þar er bara ein regla: að fara þangað sem nefið snýr hvað sem það kostar. Því erfiöara því betra. Ef þú kemst ekki í dag, ferðu aftur seinna, þá betur útbúinn, 10 tomma breið dekk, hvaða leiðir þeir teldu hæfar og hverjar ekki. Þá er bara settur upp merkissvipur og gefnar út yfirlýsingar sem halda mætti aö væru komnar frá börnum. Ein setningin í útvarpinu fyrir skömmu fól í sér að þetta væri „móðgun við Islendínga". Þaö var út af því að skipuleggjandi keppninnar var búinn að senda út kynningar- bækling og plaköt um þetta fyrirhug- aöa rall. Gott og vel, þetta er kannski atriði sem betur hefði mátt fara. En það heyrðist ekki orð frá þessum mönnum þegar auglýstar voru safari- Kjallarinn ÆvarSigdórsson og ævintýraferöir til Islands erlendis. Þá vorum viö tslendingar ekki móðgaðir. Allir þátttakendur í þessum safari-ferðum voru himinlifandi, þeir lentu í alveg frábærum ævintýrum, þurftu næstum að ýta rútunni yfir allt hálendið! Sökumófæröar! Eg hitti fyrir 2 árum eða svo hóp af Islendingum á 6—8 jeppum uppi á Öxi, uppi af Berufirði. Jú, þeir voru kampa- kátir og hressir, bílarnir vel útbúnir og vel birgir af bensíni. Hvert þeir voru að fara? Jú, þvert yfir hálendið skyldi leiðin liggja. Ég spurði hvort þetta væri ekki illfært? Jú, þetta var sko illfært en það var mest gaman. Eg vil aö lokum gefa þeim mönnum, sem töluöu svo fjálglega um hvað rall væri hræðileg keppni nokkur heilræði: Reyniö að stuðla að verndun landsins meö því að beina kröftum ykkar að þeim sem skemma gróðurinn, t.d. rollunni sem er á góðri leið með að éta upp allt sem grær. Þið mættuð einnig fylgjast með útlendingum sem ganga um með axir og meitla og plokka fá- gæta steina úr klettum (skipulagðar feröir?). Eg hef horft á þetta gert. Þar stjórnaði ferðum íslenskur fararstjóri og skeði þetta í Berufirði 1980. Þessu skuluð þiö reyna að stjórna. Við stjórnum rallkeppnum. Ævar Sigdórsson, Mosfellssveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.