Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 17
DV. MIDVIKUDAGUR 9. MARS1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur „Mér þætti vænt um ef þið gætuð birt mynd af liinum svokölluðu frúarbílum því að ímynduiiarafl mitt dugir ekki. til," segir 4391-9150 meðal annars. A myndinni má sjá bfla sem vafalaust mætti kalla herra- og frúarbfla. Hvað er frúarbfíl? —fyrirspurn út af smáauglýsingu 4391-9150 skrifar: Mánudaginn þann tuttugasta og áttunda febr. síðastliðinn renndi ég augunum lauslega yfir smáauglýs- ingasíðurnar. Þar rakst ég á ansi hreint furðulegt orð í dálki sem nefndur var „Bílar til sölu". Þar stóð nefnilega til sölu væri frúarbíll. Er það einhver ný tegund af bíl? Ef svo er langar mig gjarnan til þess að fá upplýsingar um hverrar þjóðar hann er. Tekið er fram í auglýsingunni að umræddur bíll sé árg. 77 svo að varla er um nýja tegund að ræða. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að bíllinn hafi verið keyptur erlendis og fluttur inn af eiganda og því eölilegt að fólk hafi ekki fyrr barið fyrirbrigðið augum. . Mér þætti vænt um ef þið gætuð birt mynd af hinum svokölluðu frúar- bílum því að ímyndunarafl mitt dugir ekki til. Einnig væri ánægju- legt ef einhver sem vit hefur á þessum málum treysti sér til þess að útskýra fyrir mér muninn á þessum bíium og öðrum. Athugasemd. Það er vafalaust fremur ætlun bréfritara að vekja athygh" á að orðið frúarbíll er niðrandi fyrir kvenþjóð- ina en að fá skýringu á merkingu þess. I Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál stendur undir „frúarbíll k," lítil bifreið;" „önnur bifreið heimilis". Flugvellirnir: Borgar sig að leggja snjóbræðslukerf i? Sigurður Grétar Guðmundsson skrif- ar: Snjóbræðslukerfi Fyrir skömmu birtist í lesenda- dálki DV bréf þar sem sett var fram hugmynd um að leggja snjóbræðslu- kerfi í Reykjavíkurflugvöll. Þar sem fyrirtæki mitt Pípulagnir sf. í Kópa- vogi er frumkvöðull að snjóbræðslu- kerfum hérlendis langar mig aö leggja orð í belg. Fyrstu kerf in Arið 1973 lögðum við fyrstu snjó- bræðslukerfin. Meðal stærri kerfa sem viö höfum lagt á þessum áratug má nefna Lækjartorg/Austurstræti, við sjúkramóttöku i Landspítalans, við bækistöð Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg og dælustöðina í Mosfellssveit, við hús Styrktarfélags lamaðra- og fatlaðra, Háaleitis- braut, viö nýbyggingar Málningar hf., Olg. Egils Skallagrimssonar hf. og Karnabæjar hf., aö ógleymdum Iþróttavellinum í Kópavogi, svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur það aukist geysimikið einkum á sl. fimm ártiiri að einstaklingar og húsfélög láti leggja slík kerfi við íbúðarhús. Ég fullyrði að fyrirtæki mitt hefur lagt yfir 95% allra snjóbræðslukerfa hér- lendis. Ef ni og tœkni Við notum eingöngu sænsk pexplaströr i snjóbræöslukerfin. Þessi rör uppfylla þau þrjú skilyrði sem nauðsynleg eru rörum til slíkrar notkunar þ.e. um þrýstiþol, hitaþol og þjálni. Engin önnur rör á mark- aðnum uppfylla öll þessi þrjú skil- yrði. Það er heldur ekki nóg að bjóöa plaströr í kerf in. Því verður að fylg ja tæknileg þekking og ráðgjöf. Þótt við fengjum í upphafi tækni- ráðgjöf framleiðenda í Svíþjóð og undirritaður sækti þangað fleiri en eitt námskeið i lögn snjóbræðslu- kerfa hefur samt orðiö að laga þessa tækni að íslenskum aðstæðum. Það hefur verið mikið verk og ekki einfalt. Engin innlend plaströr eru heppi- leg í snjóbræðslukerfi, en það er skammt í að á því verði breyting. Hálkan á f lugvöllum Að leggja snjóbræðslukerfi í flug- velli, gangstíga, brattar götur, gatnamót, tröppur og víðar er ekki aðeins til þæginda. Þetta getur bein- línis sparað f jármuni. Þetta er ekki síst öryggisatriði. Ég hef fengið nokkrar upplýsingar um hvað það kostar að strá kemískum efnum á Keflavíkurflugvöll til hálkueyðingar e.t.v. vegna einnar lendingar. Það er engin smáupphæð. Að leggja snjó- bræöslukerf i í heilan flugvóll er held- ur ekkert smámál. Það má reikna með 230 w orkuþörf á mVklst. og stofnkostnaður er talsverður. En er ekki hægt að fara millileið og leggja snjóbræðslukerfi á þá hluta flug- brautar þar sem nauðsyn er mest? Hér skortir mig þekkingu á flug- tækni. Svo mikið veit ég þó að þetta er svo mikilvægt atriði að rétt væri að menn með flugtækniþekkingu og aörir með hitatækniþekkingu, og þá sérstaklega á snjóbræðslukerfum, hittust og könnuðu möguleikana. Skipuð hefur verið starfsnefnd af minna tilefni. Þá værí rétt að tækni- menn viökomandi orkuveitu ættu þar hlutaðmáli. Að lokum þetta: Svo ör hefur þróunin verið í lögn snjóbræðslu- kerfa hérlendis að ég spái því að eftir 4—5 ár þyki það jafnsjálfsagt að setja snjóbræðslu í tröppur, gang- stiga og bilastæði við hvert hús á jarðhitasvæði, eins og að leggja í húsið frárennsliskerf i eða hitakerf i. ÖLAFSVÍK Umboðsmaður óskast frá og með 1. apríl. Upplýsingar gefur umboðsmaður Guðrún Karls- dóttir, Lindarholti 10, sími (931-6157. IVELKOMIN TILl ÍSAFJARÐAR Svefnpokapláss m/morgunveröi kr. 170,00 (í rúmgóðum herbergjum) Eins manns herb. m/morgunveröi kr. 300,00 2ja manna herb. m/morgunveröi kr. 425,00 Einsmannsherb. ímánuð kr. 2.500,00 2ja manna herb. í mánuð kr. 3.500,00 (gengil/1 '83) tu^ ^^ GISTIHEIMILIÐ ÍSAFIRÐI SÍMI94-3043. REYKJANESKJÖRDÆMI KVENNALISTI TILALÞINGIS Opinn fundur verður haldinn fyrir Suðurnes íkvöld, miðvikudaginn 9. mars, kl. 20.30 í Safnaðarheimil- inu Innri-Njarðvík. KONUR, FJÖLMENNIÐ ÁHUGAHÓPUR UM KVENNALISTA TIL ALÞINGIS Leiklistarskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda, sem hefja nám haustið 1983. Umsóknareyðublóð ásamt upplýsingum um inntökuna og námið í skólanum liggja frammi á skrifstofu skólans að Lækjargötu 14B, sími 25020. Skrifstofan er opin kl. 9—15 alla virka daga. Hægt er að f á öll gögn send í pósti ef óskað er. Umsækjendur komi með umsóknirnar á skrifstofu skólans eða sendi þær þangað í ábyrgðarpósti fyrir 20. apríl nk. SKOLASTJORI. GODIR NOTAÐIR BÍLAR: Mercedes Benz 280 SLC, 2ja dyra, 1976, ek. 52.000 km. Bill í algjörum sérflokki. Subaru 4X4 1981. Cilroen GSA Pallas 1981, ek. 35.000 km. Peugeot 505 1982, með öllu, ek. 12.000 km. S E\ r©^ GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Reykjavik Simar 19032 — 20070 Galant 2000 XL 1981, fallegur bíll, ek. 21.000 km. Daihatsu Charmant 1982, ek. 7.000 km. Toyota Cressida station 1981, ek. 20.000. Honda Civic 1980, fallegur bill, ek. 30.000 km. Mazda Sport 1981, ek. 16.000 km. Mercedes Benz 250 1979, einkabffl. Toyota Corolla 1981, ek. 22.000. Mitsubishi pick-up 4X4 1981. Mazda 626 1980, fallegur bíll. Datsun Cherry GL 1982, ek. 5.000 km. bila&qlq Siaukinsaia sannar öryggi þjónustunnar. PRIFILL SF. Sími 82205 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.