Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. BREIÐHOLTI SÍMI76225 \ MIKLÁTORGI SÍMI 22822 Fersk blóm daglega. Vogar — Vatnsleysuströnd Til sölu gamalt timburhús á tveimur hæöum. Húsiö er bárujárnsklætt. Getur losnaö fljótlega. Verökr. 650.000. Líppl. í síma 92-6637. I Skipulagsstörf Hafnarfjaröarbær auglýsir til umsóknar starf skipulags- manns er hafi sérþekkingu á undirbúningi bæjarskipulags. I starfinu felst aðallega að finna gerð skipulagsuppdrátta, ásamt óðrum skipulagsverkefnum og málum tengdum þeim. Starf ið heyrir undir embætti bæjarverkfræðings og veitir hann nánari upplýsingar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu berast undirrituðum eigi síðar en 30. mars nk. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Laus staða hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjór skv. kjarasamningum. • Staða forstöðumanns félagsmiðstöövarinnar Arsels er laus til umsóknar. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æski- leg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykja- víkur, Fríkirkjuvegi 11, s. 21769. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Fríkirkjuvegi 11. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 fóstudaginn 25. mars 1983. YAMAHA- SKEMMTARI Tilsölu árs gamall Yamaha-skemmtarí. Teg. B35N. Semnýr. Upplýsingar isíma 31206 eftír kl. 19. Smáauglýsinga og áskriftarsími ANÆSTA BLABSÖUISTAÐ Fremur skoðana- könnun en fagleg umfjöllun — segir Jóhann Guðmundsson, f orst jóri Framleiðsluef tirlitsins, um skýrslu Fiskmatsráðs „Ég lit á skýrsluna fremur sem skoöanakönnun en faglega umfjöll- un. Erfiðleikar Framleiöslueftirlits- ins eru þegar kunnir og stafa að verulegu leyti af stórauknum verk- efnum, án þess að aukið rekstrarfé hafi fengist. Að mínu áliti eru niður- stöður túlkunar Fiskmatsráðs allt aðrar en skoðanakönnunin gefur til- efnitil." Svo segir meðal annars í athuga- semdum sem Jóhann Guðmundsson, forstjóri Framleiðslueftirlits sjávar- afurða, hef ur sent DV vegna fréttar í blaðinu á miövikudag í síðustu viku um að Framleiðslueftirlitið hafi brugðist skyldum sínum. Var þar vitnaö í skýrslu sem unnin var á veg- um Fiskmatsráös. En Fiskmatsráð er ekki eitt um þessa skoðun. 1 september 1979 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að endurskoða lög um Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða til ein- . földunar og sparnaðar í rekstri stofn- unarinnar. Nefndin skilaði áfanga- skýrslu i janúar 1980. Þar segir að gagmýni hafi borist á starfsemi stofnunarinnar frá hagsmunaaðil- um, hinu opinbera og frá starfs- mönnum. Hagsmunaaðilar hafi gagnrýnt fiskmatið fyrir ófagleg vinnubrögð, stífni og stirðleika og jafnvel hlutdrægni, ennfremur mis- ræmi á milli landshluta og milli manna á sama stað. Einnig segir þar að kvartað hafi verið yfir ósam- ræmdum innheimtuaðgerðum ein- stakra matsmanna. Gagnrýni hins opinbera hefur beinst að f jármálum stofnunarinnar og kostnaði við f ersk- fiskmat sem hefur numið nærri helmingi af heildarkostnaði við Framleiðslueftirlitið. I skýrslu nefndarinnar segir enn- fremur: „Virðist sem innanhúss- ósætti hafi átt talsverðan þátt í því að minnka veg þessarar stofnunar og komi það bæði niður á þeirri þjón- ustu sem stofnunin á að veita og kostnaði við rekstur Framleiðslueft- irlitsins." Niðurstaða af starfi nefndarinnar var sú að Framleiðslueftirlit sjávar- afurða verður lagt niður og stofnað Ríkismat sjávarafurða og hefur sjávarútvegsráðherra boðað að frumvarp þess efhis verði lagt fram ánæstaþingi. ÖEF Frá námstefnu framkvœmdastjóra málmiðnaðarfyrirtækja í Borgarnesi. Læra að reka betur málmiðnfyrirtæki Þriggja daga námstema fyrir fram- kvæmdastjóra málmiðnaðarfyrir- tækja var nýlega haldin á Hótel Borg- arnesi. Samband málm- og skipa- smiðja og Iðnþróunarverkefni SMS gengust f yrir námstef nunni. Fjallað var í fyrirlestrum og starfs- hópum um stjórnunarlegt hlutverk og viðfangsefni framkvæmdastjóra. Dæmigert meöalstórt íslenskt málm- iðnaðarfyrirtæki var krufið. Viðfangs- efni þátttakenda var að skilgreina helstu vandamái fyrirtækisins, sem átti við verulega fjárhagsörðugleika að stríða, og leggja fram tillögur um endurbætur í rekstrinum. Að loknu endurmati á markmiðum fyrirtækisins var fjallað skipulega um stjórnun þess, fjármál, framleiöni og markaðsmál með sérstöku tilliti til hlutverks og stöðu framkvæmdastjór- ans. Námstefna þessi þótti velheppnuð. Þátttakendur voru á einu máli um að slík námstefna fyrir framkvæmda- stjóra málmiðnaðarfyrirtækja væri ákaflega þýðingarmikill liður fyrir hvern einstakan í að ná betri tökum á starfi sínu. -KMU. Fyrirlestrar á vegum heimspekideildar Heimspekideild Háskóla Islands gengst fyrir opinberum fyrirlestrum á vormisseri til að kynna almenningi rannsóknir sem deildarmenn eru að vinna að. Fyrirlestrarnir verða fluttir á laugardögum í mars og apríl í stofu 201 i Arnagarði og byrja klukkan 14 alladagana. Næstkomandi laugardag flytur Arnór Hannibalsson fyrirlestur sem nefnist Heimspeki og saga, laugardag- inn 19. mars flytur Gísli Kristjánsson sagnfræðinemi fyrirlestur um verslun- arsvæði Isafjarðar á siðari hluta 19. aldar. Að loknum þessum fyrirlestrum verður tveggja vikna hlé, en laugar- daginn 9. apríl flytur Kristján Arnason stundakennari fyrirlestur er hann nefnir Heimspeki og skáldskapur. 16. apríl flytur Ingi Sigurðsson lektor fyrirlestur um íslenska sagnfræði frá miðri 19. öld til samtímans í erlendu samhengi, Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján Arnason flytja saman fyrirlestur 23. apríl um málfar Vestur-Skaftfellinga og síðasti fyrir- lesturinn verður 30. apríl en þá ræðir Julian Meldon D'Arcy lektor um tál- myndir og átrúnaðargoð í Tess of the dlJrbanvilles eftir Thomas Hardy. Heimspekideild hefur áður gengist fyrirfyrirlestraröðenþað er nú nýmæli að stundakennarar og stúdentar taki þátt í fyrirlestrarhaldi. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.