Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Slökkvi/iðsmenn sprauta á ullina. Eldurinn lifði enn góðu lifi inn undir ullinni þegar þessi mynd var tekin siðdegis i gær. DV-myndir: S. Álafossbruninn: Gaskútar teknir úr eldinum og drifnir undir sprengimottur stefnt að því að koma starfseminni í eðlilegt horf eftir hálfan mánuð Um 120 tonn af óunninni ull aö verömæti um níu milljónir króna eru ónýt eftir brunann á Álafossi í gær- morgun. 450 fermetra stórt húsnæöi er sömuleiöis ónýtt. Dýrar vélar og tæki eru hins vegar ekki talin mikið skemmd aö sögn Gunnlaugs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra fjármála hjá fyrirtækinu. Talið er aö eldurinn í húsnæði Ála- fossverksmiöjunnar í Mosfellssveit hafi komið upp laust fyrir klukkan sex í gærmorgun. Um hádegisbil hafði tekist aö slökkva eld í öllu nema uliinni. I allan gærdag og í nótt úöuöu slökkviliðsmenn vatni yfir háa ullarstafla. Eldurinn reyndist lif- seigurinn undirallri ullinni. Fljótlega eftir aö Slökkviliö Reykjavíkur kom á vettvang bjargaöi þaö tveimur gaskútum og einum súrefniskút úr eldinum. Kút- arnir voru þá orönir heitir. Þeim var komiö undir sprengimottur. Vatn var síöan stööugt látiö buna yfir motturnarígær. Þak verksmiöjuhússins hrundi um hálfníuleytið um morguninn. Ott- ast var að bitar kynnu einnig aö hrynja og var því engum, öörum en slökkviliðsmönnum, leyft aö fara inn írústirnarígær. Þaö var aöeins noröausturhorn hinnar stóru Álafossverksmiöju sem varð eldinum aö bráö. Vegna brun- ans liggur starfsemi niöri í spuna- deild, kembisal, ullarlitun og tæt- ingu. Alls hafa starfaö þar um eitt hundraö manns. Röskun ætti ekki aö veröa mikil í öörum deildum. Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstfóri stjórnaði á brunastað. Þarna gefur hann fyrirskipanir. i,Starfsmenn hefja hreinsun á húsnæðinu klukkan átta í fyrra- málið,” sagöi Gunnlaugur Jóhanns- son í gær. Þaö er ljóst aö forráöa- menn fyrirtækisins ætla aö láta hendur standa fram úr ermum. „Ef allt gengur að óskum verður starf- semin aftur komin í gang eftir hálfan mánuö,” sagöiGunnlaugur. Eldsupptök eru óljós. Talið er aö eldurinn hafi komið upp í ullar- geymslunni en ekki er vitað af hvaöa orsökum. Fyrir utan ull og þakpappa var ekki mikið um eldnæringu í hús- inu. -KMU. Fermingar og páskar nálgast Viltu spara? Komdu bara Afsláttur Niöursoðnir ávextir, einnig í 3 kg dósum Niðursoðið grænmeti, einnig í 3 kg dósum Þurrkaðir avextir Bökunarvörur Kjötvörur Matvörur Nýir ávextir Hreinlætisvö Tóbak Páskaegg ódýrust í borginni Sem sagt __AFSLÁTTUR af öllum vörum výWÖtp*.!. SPARIMARKAÐURINN AUSTURVERI föjfr. Wi neðra bílastæði — sunnan hússins. Breiðdælingar fá nýtt skip Hraðfrystihús Breiðdælinga, M. fékk í síöustu viku afhent nýtt skip, Hafnarey SU—110, sem smíðaö var hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Hafnarey er 249 lesta stálskip sem smíöaö er undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins og er sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Lengd þess er rúmir 35 metrar og breidd rúmir 8 metrar. Skipið var hannað sem alhiiða fiskiskip til veiða með línu, net og botntroll. Aðalvélin er 990 hestöfl, útbúin til brennslu á svartolíu. I lest er rými fyrir 2400 70 lítra fiskkassa. Hafnarey er fyrsta skipið í raðsmíöaverkefni sem undirbúið var af Félagi dráttarbrauta og skipasmiöja í samráði við stjórnvöld. DV-mynd BP/Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.