Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS 1983.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
SAMTAL VIÐ
BÓNDANN
ÁBAKKA
Fyrir sjö áratugum réttum fóru
ung hjón byggöum frá Möðruvöllum
aö bænum Bakka, þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla. Þau lifðu af
gæðum landsins, eignuðust fimm
syni og fjórir þeirra komust yfir
jarðir í dalnum, juku kyn sitt og
stofninn breiddi lim sitt um dalinn
endilangan, eins og sterkleg eik í
fegursta sumarskrúða.
En svo fór fólkið að flýja úr
sveitunum. Fyrst hvarf einn til Akur-
eyrar, síðan annar til Reykjavíkur.
Borgin heillaði, heilu ættirnar hurfu
eins og dögg fyrir sólu, þaðan sem
feðumir höfðu nærst af frjómagni
jarðarinnar frá ómunatíð. Hjónin á
Bakka lifa ennþá í hárri elli, en
afkomendur þeirra hafa horfið úr
dalnum, nema hvað Þorsteinn Rútur
býr á Þverá og Olöf Steinunn
Þórsdóttir, sonardóttir þeirra, veitir
forstöðu búskapnum á Bákka. Olöf
stýrir þar stóru búi; það eru fimm
manns í heimili, 25 mjólkandi kýr, 15
kálfar og geldneyti og 90 kindur.
Hjálparhella Olafar er sonur hennar
frumvaxta, en sjálf gengur hún til
allra þeirra verka sem vinna þarf á
stóru búi, og þau eru hvorki létt né
fá.
Olöf Steinunn er sérlega fríð
sýnum, vaskleg og mikil festa í
svipnum og þó að hún sé bæði grann-
vaxin og allt aö því fíngerð, þá leynir
sér ekki að þar fer kona sem er því
alvön að standa á eigin fótum,
stjórna og skipa fyrir og taka til
hendinni rösklega þegar á þarf að
halda.
Eg hitti Olöfu á Hótel Sögu, rétt í
þann mund er hún var að tygja sig til
leikhúsferðar, og spurði hvort ég
mætti ekki aka henni niður í Iðnó og
rabba við hana á leiðinni.
— Ég ætla nú ekki aö gera lítið úr
dugnaði kvenna, Olöf, en er það samt
ekki mjög erfitt fyrir konu að reka
svona stórt bú? spurði ég, ræsti
bilinn og bakkaði varlega út úr
stæðinu.
„Jú, maður vinnur óhemju mikið
og stundum alveg tvöfaldan
vinnudag, sérstaklega á vorin og
sumrin. En mér finnst gaman að
hafa mikið aö gera, svo framarlega
sem maður sér einhvemtíma út úr
því — og allt er þetta hægt, ef bara
viljinn er fyrir hendi, ” sagði Olöf.
— Nú hafa konur sótt mjög á til
jafnréttis í þéttbýli, en er sömu sögu
aðsegja úr dreifbýlinu?
„Að vissu marki hafa konur unnið
þar á, til dæmis er farið að kjósa
mun fleiri konur í sveitarstjórnir en
áður var. Ég held nú reyndar að
konur hafi löngum notið meira jafn-
réttis í sveitum heldur en tíðkast
hefur í borgum. En mér finnst sárt
að sjá hvað konur eru latar að sækja
sveitarstj ómarfundi. ’ ’
— Sækir þú slíka fundi?
„Já, ég sæki alla þesskonar fundi
ef ég get komið því við, Búnaðar-
félagsfundi, deildarfundi og hrepps-
nefndarfundi’.’
— Kemur það aldrei fyrir að
stéttarbræður þínir af sterkara kyn-
inu gefi þér hornauga á þessum
fundum?
„Nei, þvert á móti. Mér finnst þeir
yfirleitt taka mér mjög vel! ”
— Hefur aldrei flögrað að þér að
láta nú gott heita og flytja í þægindi
þéttbýlisins, eins og hinir?
„Nei!”
— Hvað er það eiginlega, sem
Bakki í öxnadal hefur fram yfir
Bakkana íBreiðholtshverfi?
„I sveitinni er maður sjálfs sín
húsbóndi og ekki eins háöur klukk-
unni. Svo finnst mér gaman að
standa í þessu ati sem sveitabúskap-
ur er frá morgni til kvölds. Eg er
alltaf innan um lifandi skepnur og
það er mikils virði. Bóndinn á sína
jörð og það sem henni fylgir, hann
nýtur þess að sjá um þaö allt, koma
því áfram og láta búskapinn ganga
sómasamlega.”
— En nú er það staðreynd að ung-
ar konur í þéttbýli veigra sér við því
að búa í sveit og vilja þarafleiðandi
síður giftast sveitapiltum.
„Já, þetta er ákaflega leiðinleg
þróun og það er líka mikið um það að
unga fólkið flytji úr sveitinni og
aðeins það eldra sitji eftir. Það blæs
„Það er hæqt að að/agast ýmsu hér i Reykjavik, en ekki öl/u," segir
Ólöf Steinunn Þórsdóttir, bóndi á Bakka i Öxnadai.
MyndBH.
heldur ekki byrlega fyrir búskapnum
þessa stundina, en vonandi er það
bara lægð sem gengur yfir. ”
— Hvað finnst þér um þetta
styrjaldarástand sem ríkir á milli
dreifbýlisfólks og borgarbúa ?
„Mér finnst það ósköp hvimleitt og
svona ætti ekki að eiga sér stað í svo
litlu þjóðfélagi. En ég er hrædd um
aö þessari misklíð muni ekki linna í
bráð, því miður. Eg held að Reykja-
vík muni halda áfram að einangr-
ast. Andinn er hér svo mikið öðruvísi
og ég held að hann muni þróast
áframburt.”
— En væri þá ekki ráð að sveita-
fólkið reyndi aö laga sig meir að
höfuðborgarmenningunni?
„Af hverju gæti þá ekki höfuðborg-
in alveg eins aðlagaö sig sveita-
menningunni? ”
— Égspurðifyrst!
„Ég held að það sé hægt að aðlag-
ast ýmsu hér, en aldrei öllu,” sagði
Olöf og þar með renndum við inn á
bílastæðið við Iðnó. Konan steig út úr
bílnum og kvaddi, en ég ók áleiðis inn
í töfraljóma borgarljósanna, sem þó
eru alls óiík þeirri stjörnu, er eitt
sinn skein yfir Hraundranga.
Hjartsláttur á þorra
— samtal við Jón Jónsson, skáld og bónda á Fremstafelli
„Ég kom fyrst til Reykjavíkur eftir
tveggja daga rútuferð stranga norðan
úr landi 1935. Þá var þetta, í mínu
minni og fyrir minum áhorfsaugum,
nærri eins og nú er ég fer til Húsavík-
ur. Þá gekk ég hér um, sem mér fannst
kallaður Laugavegur aðallega og fór
mcst fótgangandi. Þá var nú ekki
dyrabjalla á stafni hjá Guðbrandi
Magnússyni, er ég þurfti aö ná tali af
honum. Þegar ég bankaöi á dyrastaf-
inn og hann kemur til dyra, þá verður
það úr að ég geng með honum á sól-
skinsmorgni og hann á erindi endilega
í einhverju stóru, háu timburhúsi, þrr
sem býr ekki ómerkari maður en
Jóhannes Kjarval. Fyrir vikið er þessi
heppni með mér, að ég geng upp alla
þessa stiga og upp undir súð. Þá bank-
ar Guðbrandur í stafinn, það bylur í og
einhver svarar dimmri rödd. Svo fer
hann þar inn. Þá liggur þar maður á
rúmbálki — þetta man ég svo f jarska
vel — hann var ber að beltisstað og
hann sest upp við dogg. Þeir voru
kunnugir og Guöbrandur kynnti okkur.
Svo tóku þeir tal saman, og ég var
áheyrandi. Guðbrandur biður hann að
fara á Þingvöll og mála fyrir sig vissa
mynd frá vissum kletti. Og þetta var
svo hversdagslegt, því líkast sem til
mín kemur í dag einhver maður og bið-
ur mig að skreppa til sín í steypu. Svo
kemur þarna unglingsstúlka bústin, ég
giska á 12 ára stúlka; hún kemur með
rjúkandi kaffibolla og lummur á diski
að færa listamanninumá sængina.”
Þannig fórust honum orð, Jóni
bónda Jónssyni frá Fremstafelli í
Ljósavatnshreppi, þegar ég bað hann
að rifja upp fyrir mig hans fjrstu ferð
til Reykjavíkur. Jón bóndi er fæddur 5.
apríl 1908 og verður því áttræður í
næsta mánuði. Kvæntur er hann Frið-
riku Kristjánsdóttur, sem er bróður-
dóttir Jónasar frá Hriflu. Þeir Jón
bóndi og Jónas voru samherjar í þjóð-
félagsorrustum fyrri tíma, og Jón var
einn þeirra sem ekki slógu undan þótt
forysta Framsóknarflokksins brygðist
höfundi sínum heldur smánarlega. Á
síðustu árum sinum kom Jónas oft í
Fremstafell. Þá rakaöi Jón gamla
þjóöskörunginn meö nýju rafmagns-
rakvélinni sinni og höfðu margs að
minnast.
Jón bóndi er lítill maður vexti, en
ótrúlega kvikur og snaggaraiegur í
allri framgöngu, þótt eitthvað séu
fætumir famir að bila eftir langa
notkun. Skáldmæltur er hann og þarf
engan að undra það, sem þekkir eitt-
hvað'til Þingeyinga, því að þeir lepja í
sig ljóölistina og allt hið göfugasta úr
Islandsmenningunni með blessaðri
móðurmjólkinni, og hafi einhverjir lög-
gilta ástæðu til þess aö finna til sín, þá
em það einmitt Þingeyingar.
„Ég hef haft þetta framhjá eigin-
lega, má heita, síðan ég var ungur
maður, en ég gaf því ekkert eftir,”
sagði Jón um kveðskap sinn. „Ég
byrjaði aö bauka þetta mér til hugar-
léttis strax upp úr tvítugsaldri, en ég
hef aldrei flíkað því, bara hlaðið því
upp!’
Sem betur fer fannst samt Jóni
bónda tími til kominn í fyrra að leyfa
okkur hinum að skyggnast ofurlítið í
ljóðahirslurnar hjá sér. Þá gaf hann út
bók með einum 50 kvæðum,
„Hjartsláttur á þorra” heitir hún, og
þar mega allir finna sér fró, sem á
annað borð unna fögmm kveðskap og
fomum bragarháttum.
Það fór vel á með okkur Jóni, þar
sem fundum okkar bar saman á
heimilí dótturdóttur þeirra hjóna í
Reykjavík, og hann leyfði mér að birta
eitt ljóðanna úr bókinni. Sum þeirra
eru nútimaleg, broddur í þeim og á-
deila, þótt heiðríkjan sé yfir þeim öll-
um, en ég kýs mér þaö kvæði sem höfð-
ar mest til mín sjálfs, en það heitir
„Tíbrá”.
Tíbrá
Bylgjast akur í bleikum öldum,
blessun hins nýja dags.
Fer um sveitina ú kyrrum kvöldum
klidmýkt hins gljáda fax,
landnámskvedjan, í verki vakin,
med veriild í nýjum sið;
ekki verdur sá undan hrakinn.
Kornid bylgjast. íbleikum föxum
birtist einn draumur manns. —
Rennur kjarninn úrrofnum öxum. —
Rcetist hluti af vonum hans.
Þó valt sé bóndans veraldargcngi,
vidsjáll ísinn og kalt í straum,
lengi eru grös um hans óskaengi,
uppskeruvon eftir lidinn draum.
Þótt hugsjónagledin hiti lengi,
hleypt sé klárnum med lausan taum,
hljódlega vex upp haustsins gengi.