Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 10
Ifi DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stærsta þriöja heims-ráöstefna mannkynssögunnar var pólitísk blanda róttækni og hófsemi þar sem efnahagslegar þarfir snauöari ríkja heims voru settar á oddinn. Sjöunda ráöstefna samtaka óháöu ríkjanna var haldin í Nýju Delhí í síðustu viku og veröur hennar senni- lega minnst meira fyrir háværar kröfur um bættan hlut þriöja heims- ríkja í efnahagslífinu en árangurs- leysiö viö að leysa innbyröis deilur aöildarrikjanna. Hnýttu oft í Washington 1 höfuöborgum Vesturlanda gjóa menn þó jafnframt augum aö þeim pólitísku geirum sem ráöstefnan beindi aö Bandaríkjunum — þá einkanlega fyrir stuöninginn viö Israel — en þeir þykja heldur draga úr þeirri „hlutleysis- og óháöu-” ímynd samtakanna sem þau vilja sjálf draga upp af sér. Þótt skoðanir leiötoga þessa 101 ríkis Asíu, Afríku, latnesku Ameríku og Evrópu hafi allar heyrst áöur, og þessar mörgu raddir þar hvergi fariö út af laginu, verður sá söngur naumast ýkja vinsæll í Washington. Jafnframt gera þó samtökin sér vonir um aö geta brýntVesturlöndtil aögeröa til úrlausnar efnahags- legum vandræðum þriðja heimsins og hinir hófsamari innan samtakanna vonast til aö Bandaríkin leiöi allar títuprjónsstungur hjá sér þótt fylgt hafi í leiöinni. — Sumar ályktanirnar þóttu hófsamar í oröalagi, en aðrar lítiö breyttar frá fyrri ráðstefnum óháöu rikjanna, sem eru orðnar sjö talsins. Samt má kalla nokkra bjart- sýni aö ætla aö gagnrýni á Banda- ríkin sé líkleg til þess aö vinna Washingtonstjómina á band þriöja heimsins, sem vilja koma skriöi á „norður-suður viöræöumar” svonefndu milli allsnægtarríkjanna og snauðari landanna. Gandhi, hinnnýi formaður samtaka óháðu rikjanna, kann að stýra þeim inn á ögn hlutlausari braut milli austurs og vesturs. Castro, fráfarandi formaður óháðu rikjanna, sem vildi fá Sovétmenn yfirlýsta „eðlilega samherja" hlutlausra samtaka. Aðalþunginn á efnahagslegu vandamálunum konar stuöpúöi milli heimsvaldapól- anna í austri og vestri, hefur megin- áherslan aukist á róttækari sjónar- miðin í málflutningi samtaka óháöu ríkjanna. Hann reis hæst á ráöstefn- unni í Havana þegar Fidel Castró, forseti Kúbu, varö formaður samtak- anna. Hafa Kúba, Líbýa og Nica- ragua veriö hávæmst á þessum vett- vangi og haldið hæst á lofti skoö- unum sínum. Þó var hafnaö tillögu Castros um aö ráöstefnan lýsti Moskvu „eðlilegan samherja” óháðu landanna en Gandhihafnaði aö þessu sinni tillögu um aö Bandaríkin yröu lýst „eðlilegur fjandmaður”. — „Þetta er ekki spurning um náttúr- legan óvin eöa eðlilegan samherja,” sagði hún. — Margt þykir því benda til þess að Indland, sem stigið hefur í vænginn viö bæði risaveldin, muni beina samtökunum inn á hófsamari hlutleysisbrautá næstu þremárum. Efnahagslegar þarfir í brennidepli Undir forystu hennar verður aö líkindum lögö áhersla á þarfir snauöari þróunarlandanna til efna- hagslegrar úrlausnar í viðleitni til þess aö gera hinar fátækari þjóöir efnahagslega sjálfstæöari. Viö ráöstefríuslitin dró hún þaö saman í stutta málsgrein sem aö líkindum veröur henni efst í huga í þessu sambandi: „Viö höfum markaðina, en ef viö höfum ekki kaupgetuna, hvernig ætla þá þróuöu ríkin aö selja okkurvöru sína?” Þessum oröum hefur hún vafalítiö fyrst og fremst viljað beina til leiðtoga iðnstórveldanna sjö sem koma saman til sinnar árlegu ráö- stefnu í maímánuöi í Virginíu. Sjálf- sagt jafnframt til viöskipta- og þró- unarráöstefnu Sameinuöu þjóöanna (UNCTAD) sem haldin veröur í Belgrad í júní í sumar. Boöskapurinn er skýr og blátt áfram. Þróunarlöndin, og þá alveg sérstaklega 36 þau snauðustu, eiga í miklum erfiöleikum vegna skulda- byröanna, staönaörar verslunar, stöðvunar hagvaxtar (og jafnvel afturkipps), dræmrar aðstoðar og lélegs markaðsverös á útflutnings- vörum þeirra. Þau vilja aðstoö Vesturheims og þá ekki aðeins tafarlausa bráða- birgöahjálp heldur einnig fram- búðarendurskoöun á „úreltu og óréttlátu” efnahags- og markaðs- kerfi heimsins eins og þaö hefur veriðtilþessa. Ráðstefnan hvetur til alþjóða- viðræðna á vettvangi Sameinuöu þjóðanna næsta ár um milliríkja- aðstoö, verslun og fjármál yfirleitt, þar sem byrjað yrði á auöleystari viöfangsefnum, en síöan snúið sér að endurskipulagningu Alþjóöagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Einnig var hvatt tÚ alheimsráö- stefnu um f járfestingar til þróunar. Leiötogar Vesturlanda hafa að vísu ljáö málefnum þriðja heimsins samúöareyra, en djúp gjá skilur að stefnuna eftir sem áður. Verður heldur ekki á tali þeirra heyrt aö þeir séu sama sinnis og þróunarþjóðimar um aö hér bráðliggi á lausn. Þurfahvor annars með Hinn nýi formaður samtakanna, Indira Gandhi forsætisráöherra Ind- lands, Iagöi samt á þaö áherslu aö leiötogar vestrænna ríkja yröu aö láta sér skiljast aö það væri þeim sjálfum í hag aö taka tillit til efna- hagsþarfa þróunarlandanna. — „Viö teljum aö iönaöarrikin í vestri þarfnist okkar jafrimikiö og viö þörfnumst þeirra. Viö erum ekki aö i betla um samúö eöa ölmusu,” sagöi hún á blaðmannafundi eftir ráðstefn- ■ una. ) En hún sagöi ennfremur: „Viö leit- uðumst viö að vera ekki yfirmáta i gagnrýnin eöa óvægin í oröavali.” —. — Hvernig það þótti takast skal ósagt látið en hitt þótti mönnum sem nokkuö heföi hallast á með val ráö-: stefnumanna á skotspónum. Menn' töldu átján ályktanir, flestar mjög gagnrýnar, sem beindust gegn Bandaríkjunum (nafngreindum) en ■ aðcins eina sem beindist aö Sovét- ríkjunum. • —á ráðstefnu samtaka óháðu ríkjanna, sem eins og fyrr eru aðeins meira „óháð” til vinstri Persaf lóa stríðið og fleira Erjur Irans og Iraks höföu sett mikinn svip á undirbúning ráöstefn- unnar. Þegar sjötta ráðstefna óháðu- ríkjanna var haldin íHavanaá Kúbu fyrir þrem árumhafoi veiiö ákveöiö aö sú sjöunda skyidi haldin í Bagdad og Iraksstjóm átti aö öllu forfalla- lausu formanninn núna. En þrjátíu mánaöa langt Persaflóastríöiö þótti útiloka þaö. I staöinn varð Indland og Indíra Gandhi fyrir valinu. Þessar væringar Irana og Iraka héldu áfram aö marka baktjalda- samninga og nefndarstörf ráðstefn- unnar og leiddu til þess að ályktun hennar varðandi Persaflóastríðið þynntist út í nýjar áskoranir á deilu- aöila um aö stööva bardagana. Leiðtogar óháðu ríkjanna hvetja til stofnunar sjálfstæös Palestínuríkis. Þeir hvetja til samningaviöræðna milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um aö friðlýsa Indlandshaf fyrir öllu brölti vígdreka þeirra. Þeir leggja til aö gengiö verði til samn- inga um yfirráö Argentínu yfir Falk- Mikin viðbúnaður var i Nýju Delhí vegna ráðstefnunnar sem halda átti i Bagdad en var færð til Indlands vegna Persaflóastriðs írana og iraka. landseyjum. Og þeir hvetja til þess að Namibía, sem lýtur Suður-Afríku, fái hiö bráðasta sjálfstæði. — Þeir vísa á bug, sem óviðkomandi málinu, tillögu Bandaríkjastjórnar og S- Afríkustjómar um aö sjálfstæöi Namibíu verði tengt brottflutningi kúbanska herliðsins frá Angóla. Aöeins meira „hlutlaus" til vinstri Sovétríkin sluppu meö eitt tiltal, eina óljósa áskomn um brottflutning herliös þeirra frá Afghanistan (sem var hlutlaust og eitt af óháðu ríkj- unum upphaflegu 25 talsins, sem stofnuðu samtökin 1961, en þau hafa fjórfaldast síöan). — Víetnam var ekki einu sinni nafngreint í áskomn ráðstefnunnar um brottkvaðningu alls erlends herliös frá Kampútsíu. Eftir því sem fleiri ný sjálfstæö ríki hafa gengið í samtökin, sem upphaflega voru stofnuð sem eins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.