Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIDVIKUDAGUR 16. MARS1983. '
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Hvað ertannkrem?
Ekkert tannkrem
kemur í veg fyrir
tannskemmdir
— stiklað á stóru í grein eftir Ólaf Höskuldsson
„Hvaö er tannkrem” heitir grein stiklaðhérástóruígreinOlafs. Fægiefni 25—60%
eftir Ölaf Höskuldsson tannlækni og „Tannkrem er efni sem ásamt tann- Hreinsiefni allt aö 2%
lektor viö Háskóla íslands í nýjasta bursta er notaðtil þess aö hreinsa hina Vætiefni 20—40%
hefti ritsins Heilbrigðismál. í þeirri aögengilegu fleti tannanna. Þaö er Bindiefni alltaö2%
grein bendir hann á aö meöalskammt- gert af mörgum efnum sem hvert og Bragðefni alltaöl,5%
ur af tannkremi, sem hvert manns- eitt þjónar ákveönum tilgangi. I’ Vatn 15—50%
bam á landinu notar, sé um 1 gramm á mörgum tilfellum er hin endanlega Litur, rotvamarefni o.fl.
dag. Sá skammtur kosti 20—50 aura. uppskrift vandlega varöveitt leyndar- alltaö3%
Ljóst er því aö um stórar fjárhæöir er mál framleiöandans. Þó er vel Virkefni alltaö2%”
aö ræöa þegar tannkremskaup þjóöar- kunnugt aö hiö dæmigeröa tannkrem
innar eru skoðuð í heild. Veröur því inniheldureftirtalinefni: I greininni eru þessi efni síðan
Nokkrar af þeim mörgu tannkremstegundum sem fást hér á Iandi. Dag-
skammturinn kostar20—50aura. Myndin er úr tímaritinu Heilbrigðismál.
skilgreind nánar. Segir meðal annars
aö fægiefnin gegni þeim tilgangi aö
fjarlægja matarleifar, lit og sýkla af
yfirborði tannanna og fægja þær. Geti
slík efni valdiö slitskaöa a tönnum en
án þeirra yrðu þær fljótt gular.
Hreinsiefnin losi um óhreinindin og
geri auðveldara að ná þeim af.
Vætiefnin haldi kreminu röku, jafnvel
þó aö gleymist að skrúfa tappann á
túpuna. Bindiefnin haldi kreminú
saman og bragðefnin bæti eins og
nafnið bendir til bragö kremsins. 1
tannkrem er notaö eimaö og afjónaö
vatn. Virk efni eru síöan flór, klórhexi-
dín, strontium og hvatamir amyló-
glúkósídasi og glúkósfosídasi.
Mismunandi magn þessara efna er í
tannkreminu og þau stuöla hvert á sinn
hátt aö því aö draga úr tannskemmd-
um.
„Enn sem komiö er hefur ekkert
tannkrem á markaönum fengiö viður-
kenningu fyrir að hindra myndun
sýklu og tannvegsbólgu og jafnframt
aö vera óskaðlegt við eðlilega notkun.
Hafa mörg efni verið könnuö 1 þessu
augnamiði og sum þótt lofa góðu,”
segir í greininni. Jafnframt er bent á
að tannkrem er ekki ómissandi við
tannhreinsun. Mikilvægust sé hreinsun
með bursta, tannstönglum og tann-
þræði. En óneitanlega veröi
tannhreinsunin ljúfari með tilkomu
þess.
DS
Matseðill ástarinnar?
Leiðin frá magan-
um til hjartans
— aðsögn enskra
Ástin er hverful, svo mikið er'
víst. I gegnum aldirnar hafa menn
reynt aö finna ráö til þess aö kveikja
hana meö fólki eða halda henni viö.
Hafa hvers kyns töframeðul ekki veriö
spöruð í þeim tilgangi. Nýlega rák-
umst viö á uppskriftir af mat í bresku
blaði. 1 grein meö uppskriftun-
um sagði að þetta skyldu menn gefa
elskunni sinni ef þeim þætti ást hennar
vera farin að kólna. Ekki seljum viö
þetta dýrara en viö keyptum þaö. En
réttimir líta út fýrir aö vera góöir,
hvaö sem ástinni líöur. Og ekki sakar
ef þeir glæöa kulnuð hjartabál.
Aioli
3 dl ma jónes
2 lauf hvítlaukur, afhýddur
saltogpipar
örlítið sinnepsduft
1 tsk. nýkreistur sítrónusafi.
Kreistiö hvítlaukinn og blandiö öllu
saman. Berið fram með rækjum, þar
af nokkrum óskelflettum til skrauts.
Kebab (kjöt á teini) og
pílaff hrísgrjón með
ýmsu góðgæti saman við
450 g kjöt. I upphaflegu uppskrift-
inni er mælt meö kalkúnakjöti. En
harla litlar líkur em á því að hægt sé aö
fá það hér. Kjúklingakjöt er ágætt í
staðinn en vel má nota kindakjöt eða
nautakjöt, jafnvel folaldakjöt.
soja-sósa
sinnep
örlítið vín (hvítt eöa rautt) eöa
vermúth
2 paprikur (rauö og græn)
100 g sveppir
100 g laukur
100 g beikon í sneiðum
olía.
Skeriö kjötiö í passlega munnbita.
Hræriö örlitlu sinnepi, soja-sósu og
vínslettu saman. Blandiö síðan kjötbit-
unum saman viö. Látiö liggja í nokkra
klukkutíma svo að kjötið drekki vel í
sig bragöið. Skerið paprikumar 1
sneiðar og fjarlægiö kjamann. Fjar-
lægið leggina af sveppunum. Skræliö
laukinn og skeriö í sneiðar. Þræöiö nú
til skiptis upp á tein kjötbita, lauk,
papriku, sveppi og beikon. Penslið meö
olíu. Grillið viö meöalhita og snúiö
ööru hverju. Misjafnt er hversu vel
menn vilja hafa matinn grillaöan
en ef þiö notið kjúklingakjöt er ráölegt
aö grilla það vel í gegn. Saltið og pipriö
aö smekk. Haldið heitu.
Rúsínu pílaff
Þegar suörænar þjóöir búa til pílaff
steikja þær hrísgrjónin fyrst. En þaö
er meira fitandi og erfiöara,auk þess
sem höfundur uppskriftanna segir að
bragðmunur sé sáralítill.
100 g hrísgrjón. Hér er mælt með
basmati eöa patnagrjónum. Ekki veit
ég hins vegar hvort þau fást hér 1
búöum. Venjuleg hrísgrjón ættu líka að
geta komiö í staö þeirra.
1 tsk. turmerik (fæst meðal annars í
Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg).
salt ogpipar
4 tsk. rúsínur eöa kúrennur
4 tsk. hnetur eða möndlur
olia.
Hitiö lítra af vatni aö suöu. Setjið
hrísgrjónin út í þaö, turmerikið, salt og
pipar einnig ef þiö viljiö. Sjóðiö hrís-
grjónin í 12 mínútur frá því suöan
kemur upp. Helliö öllu í sigti til þess aö
sía vatn frá grjónunum. Ef þau loöa
saman er gott aö hella svolitlu heitu
vatni yfir þau. Látiö kólna. Brúniö
möndlumar á djúpri, þykkbotna
pönnu, viö lágan hita. Leggiö rúsínum-
ar í bleyti í vatn, vín eöa te og látið þær
drekka vel í sig. Hálftíma áður en
borðað er hitið þá lítilsháttar oliu á
stórri pönnu yfir lágum hita. Setjiö
hrísgrjónin út í olíuna og hræriö rólega
í. Notið gaffal, það kemur í veg fyrir aö
grjónin hlaupi í kekki. Þegar grjónin
eru orðin heit bætiö þá hnetunum út í
og rúsínunum. Saltið og pipriö aö
smekk.
Sírópsterta
200 g smjördeig (bútterdeig). Fæst hjá
sumumbökurum.
6 tsk. brauörasp (helst heimatilbúiö úr
hveitibrauöi)
4—6 tsk. síróp
safi og rifinn börkur af einnisítrónu
Heimilisbókhald DV:
Verðlaun janúarmánaðar
fara til Ólafsvíkur
Verðlaun fyrir þátttöku í heimilis-
bókhaldi DV eru þrjú þúsund krónur
mánaðarlega.
Hver sá áskrifandi, sem sendir
okkur útfylltan upplýsingaseöil meö
tölum um matarkostnaö heimilisins,
á von á vinningi. Sá háttur hefur
verið á aö undanförnu að vinnings-
hafar hafa valið sjálfir einhver
heimilistæki fyrir vinningsupphæð-
ina. Seðlar fyrir janúarmánuö voru
óvenju margir og vonum viö sannar-
lega aö framhald verði á góðri þátt-
töku.
Við drógum einn seöii úr
bunkanum og á þeim er nafn
Hilmars Gunnarssonar, Hábrekku 6,
Ólafsvík. Þaö er fjögurra manna
fjölskylda, samkvæmt upplýsingum
á seölinum, sem aö þessu sinni getur
nú farið á stúfana og valið sér
heimilistæki fyrir þrjú þúsund krón-
ur. Við óskum Hilmari Gunnarssyni
og fjölskyldu til hamingju 'með
verðlaunin. Þess má geta að þetta
var fyrsti upplýsingaseðillinn sem
okkur hefur borist frá þessari fjöl-
skyldu í Olafsvík.
-ÞG
Hræriö saman raspi, sírópi, sítrónu-
safa og berki. Fletjið smjördeigiö
þunnt út á bökunarform sem er um 20
sentimetrar í þvermál. Klæöiö hliöar
formsins einnig með útflöttu deiginu.
Stingið nokkur göt í þaö meö gaffli.
Leggiö alla deigafganga til hliðar.
Hellið nú raspi og sírópsblöndunni yfir
deigiö. Skerið deigafgangana í þunnar
ræmur og leggiö yfir fyllinguna í
fallegu mynstri. Penslið yfir meö vatni
eöa mjólk. Bakiö í 10 mínútur í 220
gráöa heitum ofni. Lækkiö þá hitann í
190 og bakið áfram í 20 mínútur. Ef
ykkur sýnist kakan ætla aö fara aö
brenna efst má breiða álpappir yfir
hana.
Rjómabúðingur
225gkotasæla
1 peli r jómi
1 eggjahvíta
1/2 tsk. vanilluessens
1 kúfuö tsk. steytturmolasykur
Þeytið kotasæluna eöa stáppiö hana í
gegn um sigti til þess aö minnka í
henni kekkina. Hún á að verða alveg
jöfn áferðar. Þeytið rjómann vel. Þeyt-
iö eggjahvíturnar þar til þær eru stíf-
ar. Blandið rjómanum saman viö kota-
sæluna meö málskeiö, varlega. Bætið í
vanilluessensinum og sykrinum og
síðan eggjahvítunum. Helliö þessu í
jógúrt-bauka eöa bauka undan kota-
sælu, sem áður hefur veriö stungið gat
á botninn á með bandprjóni (nokkur
göt ef um stærra ílát er aö ræða). Látiö
standa á köldum staö yfir nótt og þá
lekur aukasafi úr búöingnum. Hvolfiö
honum á fallegan disk og beriö fram.
DS
Dagsetning á súr-
mjólk og jógúrt
Okkur hefur borist fyrirspurn frá
Hnífsdal um dagstimplun á súrmjólk
og jógúrt. Segist bréfritari hafa keypt
hvort tveggja þann 4. mars og var súr-
mjólkin siimpluö meö síöasata sölu-
degi 13. mars og jógúrtin 14. mars.
Hvort tveggja er frá Mjólkurstöö
Isafjarðar.
Pétur Sigurösson mjólkurbússtjóri
hjá Mjólkurbúi Isafjaröar sagöi aö
leyfi heföi verið veitt fyrir því aö
stimpla þessar vörur 10 daga fram í
tímann. Er það vegna þess aö oft geng-
ur erfiðlega aö koma þeim til neyt-
enda. Enda eigi aö vera í lagi meö vör-
una eftir þann tíma.
Neytendur
Dóra Stefánsdóttir
°g
Þórunn Gestsdóttir
DS