Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. 15 aö þau mynda flos á yfirborðinu en bakhliðin er þakin styrkjandi plastefni (polyuretan, polypropylen, polyester, latex (gúmmíkvoðu) o.s.frv. Fyrrnefnda gerðin er lek en hin síöari ekki. Eins og fyrr getur er gras- þekjan límd ofan á puntkfjaðrandi lag til þess að mýkja viðnám fóta og knatta. Þetta lag er framleitt og afgreitt í vafningum eða plötum göt- uðum eða þéttum, 10 mm á þykkt. Velja má milli þekja úr polyuretan, PVC-frauöi eöa gúmmíkurli. Helsta vandamál við lagningu er felling eða tenging jaðra þekjustrimla, þar sem á þessi samskeyti reynir kröftuglega við hitabreytingar, ákoma fóta iðkenda og umferð tækja t.d. við snjóýtingu. Límt er því með vatns- fælnu lími samhæföu efnunum og hin síðari ár hafa samskeytin einnig veriö rimpuð saman meö saumi. Hefur reynsla sýnt að sá háttur er hald- bestur. Stofnkostnaður og rekstrar- kostnaður hækka við að gervigras- völlur nýtur undirhitunar en reynsla Svía og Norðmanna sýnir að slíkir vellir hafa lengri nýtingartíma. Orku- þörf undirhitunar Jordalsvallar í Osló á einu ári samsvaraði að brennt hefði verið 170.000 lítrum olíu. Reynt að lækka stofnkostnað: Frá því 1980 hefur viðleitnin að leggja ódýrari gervigrasvelli leitt til tvenns: fyrst að fækka „stráum” en fylla upp milli þeirra með fínkom- óttum sandi (0.2—6 mm korn) og þá aö sleppa malbiki en leggja grasþekjuna á vel bundiö malarþaklag. Tveir vellir slíkir hafa þegar veriö gerðir á Englandi og Hollandi. Ef reynsla sýnir góðan árangur, opnast leið að ódýrari breytingu eldri malarvalla með góða undirbyggingu í gervigrasvelli. Slíkir vellir geta verið búnir undirhitun. I Svíþjóð munu nú vera rúmlega 100 malarvellir meö undirhitun. I Svíþjóð munu nú vera rúmlega 100 malarvellir með undirhitun. Aögerö sem hefur veitt knattspymuiðkendum mjúka, ísingar- og snjólausa velli. Fylgst með gervigrasvöllum: Skrifstofa sænska ríkisins, Naturvárdsverket, sem annast leið- beiningar um aðstöðu til íþróttaiöka og útilífs hefur gefið út ritið: Fotbollsplan med konstgras (Valhalla idrottsplads í Göteborg), er geymir álitsgerðir 3ja nefnda sem fylgdust með íþróttaiðk- endum, sem notuðu Valhallavöllinn, reksturskostnað vallarins og endingu gervigrassins. Þeir bám niðurstöður þessara þátta saman við þá sömu í starfsháttum ákveðinna malar- og náttúmgrasvalla. STUI í Noregi gaf út 1980 hliðstæða skýrslu þeirri sænsku um starfrækslu Jordalvallarins í Osló frá í des. 1977 til í okt. 1979. (Jordal Kunstgrasbane; 2- ársrapport). Niðurstöður nefnda þeirra sem þessar tvær skýrslur em samdar út f rá em fróðlegar fyrir þá sem hyggja á lagningu gervigrasvallar. Reynsla iðkenda af gervigrasi: Fyrir manninn er „íþrótt og íþrótta- aðstaðan”. Því er mikilvægast að skoöa heildamiðurstöðu svara þeirra í Osló og Gautaborg, sem höfðu varðað iðkendur eöa keppendur á gervigras- völlum borganna tveggja. Að meðal- tali svömðu 75% að þeir væm mjög eða sæmilega ánægðir að leika knatt- spyrnu á gervigrasi. Yfir 90% voru ánægöir með vellina tvo og létu sér- staklega í ljós gleði yfir þeim mögu- leika aðgeta nýtt þá að vetrarlagi. Frekar má lesa úr heildarniöur- stöðum: — leikurinn verður hraðari á gervi- grasi enánáttúmlegu grasi eða möl. — gervigrasið er hálla en gras eða möl. — best er að leika á þurm gervi- grasi. — gervigras er harðara undir fæti en gras, mýkra en möl. — leikur á gervigrasi skilur sig að ýmsu frá leik á grasi og því er mikil- vægt að æfa ákveðin leikviðbrögð sérstaklega, svo sem stöðvun, snúning og viðbragð. — þurrt gervigras eykur álag á hné- og ökklaliði vegna aukinnar snerti- mótstöðu. — sama gildir um gervi- sem náttúrugras að eiginleikar þaklaga- anna breytast í samræmi við raka- stig. Hvað um skó? Leitast er við að hanna skó, sem hæfa gervigrasi því að reynslan sýnir að hinar hefðbundnu skógerðir duga ekki. Kunnugt er meöal knattspyrnu- iðkenda að breytilegt veðurlag hefur í för með sér breyttar kröfur til gerða skóa. Hvað um slysahættu? — Reynsla 5—7 ára af iðkunum á gervigrasvöllum í Noregi og Svíþjóð sýnir, aö lítill eöa enginn munur er á slysum á gervigrasvelli og á gras- eöa malarvelli. Notkun vallanna á þessum ámm hefur afsannaö þá staðhæfingu að iðk- endur fengju hættuleg bmnasár við föll á gervigras. Sem varðandi aðrar íþróttir má lækka slysatíðnina með notkun réttra skógerða sem eru hannaðir samkv. eðli íþróttarinnar og gerð þaklags leiksvæðisins. Kostir grasvallar með undirhitun: 1) Þolir 2000—3000 nýtingarklst. á ári meðan náttúmgrasvöllur verður eftir tiðarfari ekki nýttur í meir en 150—200 klst. 2) Lágur starfrækslu- og viðhalds- kostnaður í samanburöi við náttúru-, gras-og malarvelli. Jordalvöllur: 1977/1979 kostaði hver nýtingarklst. n.kr. 64,- að sumri og 128,- að vetri, eða 100,- allt árið, á sama tíma kostaöi hver nýtingarklst. náttúrugrasvalla í Osló n.kr. 330,- 3) Meðaltalsnotkun Jordalsvallar daglega 8,1 klst. en Valsvalla 7,9 klst. Á sama tímabili var meöalnotkun náttúrugrasvalla 0,6 klst. og malar- valla 2,9 klst. Notagildi gervigras- vallanna 12—12,5 sinnum meiri en náttúrugrasvallanna eða eins og segir í fyrrnefndum skýrslum 1 gervigras- völlur á við 10—12 náttúrugrasvelli. 4) Notkun allt árið. Galli gervigrasvallar er einkum sá að stofnkostnaður hans (með undirhitun) er á viö kostnað 3 náttúm- grasvalla en sé þessum kostnaði deilt niður á nýtingarklst. lenda n.kr. 340 á gervigrasvöllinn en n.kr. 940 á náttúru- grasvöllinn. Staða gervigrassins hjá knatt- spyrnusamtökunum: Alþjóða Knatt- spyrnusambandið (FIFA) hefur viðurkennt notkun gervigrasvalla í al- þjóðlegri keppni en Evrópusambandið (UEFA) hefur eigi leyft slíkt. Sænska knattspymusambandið hefur frá 1. mars 1981 leyft leiki á öllum stigum á gervigrasi og sama hefur norska sam- bandiö samþykkt. Gervigrasvöllur ráðgerður í Reykjavík: Nú nýlega hefur borgarstjórn Reykjavíkur að tillögu íþróttaráðs samþykkt að hefja á þessu ári lagn- ingu gervigrasvallar, svo að knatt- spymumenn eygja nú ömgga aðstöðu óháða tíðarfari og árstíðum. Eg leyfi mér í lokin að gera þá athugasemd við væntanlega setningu gervigrassins á Hallarflötina í Laugar- dal, hvort eigi sé óráð að skera þá aðstöðu sem flötin þegar veitir en leggja heldur gervigrasið á fyrirhug- aðan iðkunar- og keppnisvöll í Mjódd- inni við Breiðholt, þar sem fátt er enn um velli í rúmlega 20 þús. íbúa borgar- hluta, sem samkvæmt alþjóöa við- miðun þarfnast 10—12 knattspymu- valla. Þorsteinn Einarsson fyrrv. íþróttafulltrúi. TÖLVUSÝNING TÖLVUR OG HUGBÚNAOUR Opin: Föstudag 4 - 10 Laugardag 1-10 Sunnudag 1-10 Tónabæ helgina 18-20 mars Félag tölvunarfrædinema Dn : \V; ' :(V 7p * & TILBOÐ PASKAEGG Nóa páskaegg Leyft verð Okkar verð nr. 2 40,- 31,40 nr. 3 79,- 62,- nr. 4 130,- 102,- nr. 5 189,- 148,30 nr. 6 336,- 263,60 Mónu páskaegg nr. 2 60,- 46,60 nr. 4 120,- 93,15 nr. 6 160,- 125,50 nr. 8 210,- 164,70 nr. 10 315,- 247,- MATVÖRUBUÐIR KRON KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Er lítið að gerast...? SÚLUTURNAEIGENDUR, VEITINGAHUS, VERSLUNAREIGENDUR, FÉLAGSHEIMILI: NÚ er tækifæríð að auka viðskiptin. Höfum til sölu eða leigu nú þegar hin geysivinsælu tölvuleikspil svo sem: Pacmann, Phoenix, Polaris, Scrambul og fleira. Sérstök spilamynd. Greiðslukjör við allra hæfi. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. HAGVAL S/F umboðs- og heildverslun, Hverfisgötu 50 — sími 22025.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.