Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. * »k.*Æ SUÐUREYRI óskar eftír umboðsmanni á Suöureyri. Upplýsingar gefur Heiga Hóim i síma 94-6173 og afgreiðslan i sima 27022. Menning Menning Menning Hrútfirðlngar Okkar árlega skemmtun verður haldin föstudaginn 18. mars í Fóst- bræðraheimilinu. Hefst kl. 21. Mætið stundvíslega og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Sjóefnavinnslan hf. Utboð Oskað er eftir tilboðum í uppsetningu gufuveitu, 1. áfanga. Verkið felur í sér uppsetningu gufu- og jarðsjávariagna meö tilheyrandi tengingum og búnaði svo og uppsetningu 500 kíló- vatta gufuhverfilsamstæðu. Utboðsgögn verða afhent á Verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Laufásvegi 12,3. hæð, frá og með fimmtudeginum 17. mars gegn 750 kr. óafturkræfri greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 15. aprii. BARNAPÍAN Vorum að fá aftur tveggja stöðva kalltæki sem hlustar eftir barninu fyrir þig. D fxaaio i r ARMULA 38 (Selmúla megini - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHÓLF 1366 Ótrúlega hagstæðir greiðs/uskilmá/ar Afít niður i • FLISAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÚNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • > • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR •' • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN I. ÞAKRENNUR • '• SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. □1 ID mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12. D l Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). TRUNT, TRUNT 0G TRÖLLIN í FJÖLLUNUM TRÖLL: Haukur Halldórsson, Örn og Örlygur, 1982. Haukur Halldórsson hefur unnið sér sess í hugum margra landsmanna sem nokkurs konar sérfræðingur í gerð tröllamynda. Á síðustu árum hefur hann framleitt kynstrin öll af myndum úr íslenskri þjóðsagnaveröld, einkum teikningar af tröllum, og haldið sýn- ingar á þeim. Aö mig minnir hefur hann hlotið góðar viötökur og lof myndlistargagnrýnenda fyrir. Á nýliðnu áru sendi Haukur frá sér bókina Tröll, sögur og teikningar úr islenskri þjóösagnaveröld. Bókin er að meginuppistöðu teikningar af tröllum. Teikningarnar eru gerðar með ákveðnar tröllasögur í huga og/eða þjóðtrú tengda tröllum. Texti bókar- innar samanstendur af 14 tröllasögum auk skýrgreiningar á tröllum eftir Jón Ámason. Flestar sögumar eru líka fengnar úr safni Jóns og alkunnar. Má meðal þeirra nefna sögumar: Loppa og Jón Loppufóstri, Tmnt, trunt og tröllin í fjöllunum, Nátttröllið, Mjóa- fjarðarskessan og Móðólfur í Móðólfs- felli. Sagan um Jón í Heiðarhúsum og tröllkonuna er svo úr Gráskinnu Gísla . Konráðssonar. Nokkrar nýjar, íslenskar þjóðsögur Fjórar af sögunum í bókinni hefur Haukur samið sjálfur í anda hinna gömlu þjóðsagna og þá líklega kring- um ákveðnar hugmyndir um mynd- efni. Þursabit segir frá þursi einum sem ginnir til sín vinnukonur undan Eyja- fjöllum. Vinnumaðurinn Ingjaldur ræður niðurlögum óvættisins og í helli hans finnast likamsleifar margra kvenna. Einni tekst Ingjaldi þó að bjarga úr klóm hans. Með þessari sögu er mjög falleg heilsíðumynd af nöktum tröllkarli sem heldur í greipum sér íturvaxinni konu og læsir kjaftinum aftan í háls hennar. (Manni dettur bara í hug Cannibal holocaust). Tröllatryggð heitir önnur frásögn Hauks. Hún er örstutt og segir frá vin- áttu og samvinnu bónda nokkurs og trölls. Bæði sagan og tvær stórar myndir sem fylgja henni virðast gerðar í þeim tilgangi að leggja áherslu á merkingu orðsins trölla- tryggð. Myndirnar eru aö mínum dómi með þeim bestu í bókinni einkum hvað varðar samspil ljóss (frá tungli) og skugga. Þriðja sagan eftir Hauk er Tröllið í Drangey. Segir þar aftur frá tryggö tröUa og hve ríkulega þau launa velgjörðir. Þessi saga er töluvert kynngimögnuð og steinnökkvinn sem þeir féiagar Jón og DrangeyjartröUið róa á til fiskjar er alveg frábær enda eru myndir af honum á fjórum stöðum í bókinni. Tvær myndir lýsa söguna og prýðir önnur þeirra saurblöð bókar- innar. Sérlega skemmtUeg mynd er Uka með fjóröu sögu Hauks, Nýársnótt í HaUmundarhrauni. Sama mynd er á kápu og er af þremur skessum sem á nýársnótt í hlaupári Ufna af stemi og þylja þulur sínar. TU að geta skUið þær þarftu að standa þar hjá á tólf ára gamaUi tófu. „Muntu þá verða fjölvís og hinn mesti gæfumaður.”(26) ,Ekki trúöirþú orðum minum, Jón.' Teikning: Haukur Halldórsson. I „þjóðsögum” sínum tekst Hauki afbragðsvel að draga fram anda hinnar fomu þjóðtrúar og frásagnar- háttur hans er slíkur að vart má á miUi sjá hvað er gamalt og hvað nýtt af efni bókarinnar. Þó finnst mér ég greina einhvem nýjan anda, sérstaklega í sögunni Þursabit, þar sem þursabit (sem áður hefur bara verið tengt bak- verk að ég held) fær nýja merkingu. og grimmd, góðvUd og tryggð. I sumum myndunum er lögð áhersla á kynferðislega þætti og dregin skýrt fram erótík þeirra sagna sem bjóða upp á sUkt. Þetta er nýstárlegt vegna þess að hingað til hefur rUrt tiihneiging tU að breiöa yfir eða gleyma þessum þætti sem víða kemur þó fram í þjóð- sögum. Margar þessara erótisku mynda einkennast af meiri glettni og mýkt en aðrar myndir í bókinni. Bókmenntir .. Hildur Hermóösdóttir Nýársnótt í Hallmundarhrauni er Uka töluvert fersk. Sagan tengir saman hjátrú hvað varðar margvíslega töfra nýársnætur og fjölkynngi norna sem að sjálfsögðu eru hér íslenskar skessur og einkennist af glettni og gamansemi. Náttúra trölla I myndheimi þessarar bókar er ekki á ferðinni neitt prjál eða pempíuskap- ur heidur er Ustamaðurinn ófeiminn að draga fram stórbrotna náttúru trölla sem birtist í ýmsum myndum: græðgi Meira af slíku! Bókin Tröil er vönduð að allri gerð og í henni ermagnaður upp rammislensk- ur þjóðsagnaheimur. Haukur virðist þekkja þjóðsögurnar út og inn og túlk- ar þær á þann hátt að þær koma islenskum þjóðsagnaunnanda kunnug- lega fyrir sjónir. Hver hefur t.d. ekki séð fyrir sér á líkan hátt og sýnt er í þessari bók þegar Guðmundur góði semur við ókindina í Látrabjargi eða nátttröll verða að steini. Vonandi heldur Haukur Halldórsson áfram að gefa islenskum lesendum kost á að rif ja upp þjóðsögur á þennan hátt og vekja áhuga barna sinna á þeim. En einn besti kosturinn við þessa bók er sá að hún hæfir jafnt ungum semöldnum. Fleiri iistamenn mættu hafa í huga að ekkert listform er líklegt til að ná til eins margra og bókaskreytingar. HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.