Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 17
DV. MIÐVHÍUDAGUR16. MARS1983.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Niðurfelling
tekiuskatts
mvndi mnna
ÖLAFSVIK
Umboðsmaður óskastfrá og með 1. apríl.
Upplýsingar gefur umboðsmaður, Guðrún Karls-
dóttir, Lindarholti 10, sími 93-6157, og afgreiðslan í
síma 27022.
1 X 2- l X 2-1 X 2
Hvaða áhrif hefði það á verðbólguna?
Eyþór Þórðarson, Neskaupstað,
skrifar:
Stjórnmálamenn okkar keppa nú
hver við annan um að sýna fram á þá
hættu sem þjóðinni stafi af síhækkandi
verðbólgu og hækkandi söfnun er-
lendra eyðsluskulda. Þeir virðast þó
ekki geta fundiö ráð við hættunni né
heldur komiö sér saman um hvernig úr
megi bæta. Jafnvel Hjörleifi hefir ekki
hugkvæmst að skipa nefnd í málið. En
væri nú einmitt ekki ráð aö skipa nefnd
mætra manna sem falið væri að
athuga hvaöa áhrif það heföi á verð-
bólguna og alla afkomu ríkis og
atvinnuvega ef tekjuskatturinn væri
felldur niður. Skattur þessi mun nú,
vera um 1,6 milljarðar eöa nálægt 1/9
ríkistekna.
Margt myndi vinnast við niðurfell-
inguna og ekki auöséð hversu miklu
Ósmekklegt nafn
á menntaskólablaöi
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Siðgæðisvitund mannskepnunnar fer
víst ávallt hrakandi og sannast þaö
meöal annars á því að nemendur í
Menntaskólanum við Sund hafa gefið
út skólablað sem ber heitið Perkele
Sahtana.
Orð þessi eru finnsk og þýða djöfull
og satan. Það er ekki fallegt að setja
siíkt á prent eöa gefa einhverju nafn af
sjálfum myrkrahöfðingjanum. Því
finnst mér nauðsynlegt aö vekja at-
hygli á þessu. Þessi nöfn þótti nemend-
um svo skopleg og fyndin aö þeir grenj-
uðu yfir þeim af hlátri og bitu í handar-
bök sín af æsingi.
Þetta segir einnig aðra sögu. Þessir
nemendur eru meðal þeirra sem krefj-
ast þess að kosningaaldur veröi lækk-
aður. Þeir hafa rétt á því samkvæmt
lögum aö gifta sig og ala upp börn. En í
raun sitja þeir á leikvelli æskunnar og
henda gaman aö dónalegum orðum og
ljótum. Þó að tíðarandinn ali á alls
kyns ómyndum í mannlegu samfélagi
og talið sé veikleikamerki að bera á
borð ómengaða fegurð í orði og verki
finnst mér að þeir eldri verði að reyna
að vera fyrirmynd og leiðbeinendur.
Skora ég á skólastjórn Menntaskólans
við Sund aö hafa vit fyrir bömunum og
skipta um nafn á skólablaðinu strax í
dag. Meö vinsemd og þökk.
ÁratugurÓlafs:
4 þessu tíma-
bili hefur verö-
bólgan vaxið
0067—8058 hringdi:
1 DV í gær, þriðjudaginn 8. mars, er
talað um sjötugsafmæli Olafs Jóhann-
essonar og hann meðal annars kallað-
ur einn litríkasti stjórnmálamaöur Is-
lands í mörg ár. Þá er einnig sagt að
áratugurinn 1970—1980 sé kenndur við
hann eöa kallaður áratugur Olafs.
Á þessu tímabili hefur verðbólgan
farið upp úr öllu valdi og við síðustu
stjórnarmyndun lofuöu framsóknar-
menn að telja niöur verðbólguna.
Efndimar hafa látið á sér standa. Ef
fullt siöferði væri í stjórnmálum ættu
framsóknarmenn fyrir löngu að vera
búnir að segja sig úr stjórninni.
Þá langar mig að koma að öðm. I
fjölmiðlum er oft minnst á aðstoð
Bandaríkjamanna við þróunarlönd.
Þessi aöstoð er ekki nefnd í tengslum
viö Austur-Evrópuþjóðir sem byggja
hagkerfi sitt á sósíalsima. Það er eins
og enginn ætlist til að þær séu aflögu-
færar á einn eða annan hátt.
Ólafur Jóhannesson
myndi muna á ríkisreikningi þegar allt
kæmitilalls.
Kostnaður við álagningu og inn-
heimtu skattsins myndi sparast. Kaup
mætti lækka um 20—40% og spöruðust
þar þá margir tugir milljóna hjá ríkis-
sjóði og ríkisfyrirtækjum. Ef samt
hallaðist á mætti sjálfsagt bæta svo
sem 1—2 stigum viö söluskattinn, án
þess að vömverö þyrfti að hækka.
Vegna kauplækkunarinnar 20—40%
gæti vöruverð allt lækkað og hagur
launþega f rekar batnað en versnað.
Eins og nú er þurfa atvinnurekend-
ur og aðrir launagreiðendur að greiða
20—40% meira í vinnulaun en ella ef
skattinum væri sleppt, en launþegam-
ir f engju jafnmikið í sinn hlut og áður.
Við þetta lækkaöi framleiöslukostn-
aðurinn sem skattinum næmi og þá
myndu útflutningsvörur okkar verða
miklu auðseljanlegri, þar eð þær
mættu eitthvað lækka í veröi og þó
skila hagnaði.
Að lítt athuguðu máli sýnist mér
því að niðurfelling á skatti þessum sé
þjóðráö og auðveldasta leiðin til þess
að rétta við fjárhag atvinnuveganna
og slá á verðbólguna svo um munaði,
og það án þess að til aukins atvinnu-
leysis þyrfti að koma.
28. leikvika — leikir 12. mars 1983
Vinningsröð: 221 — 111 — 111— x 11
1. vinningur: 12 réttir — kr. 50.355,—
66
2207
5345
9905
9939
10379
11851
13291
14680
14837
14840
18040
23704+
40013+
42519+
43833
46343
47408+
47656+
48384
49765
60184
10231
48302(4/11)
2. vinningur:
61445
62948
63695
64205
64522
65888+
65942+
66311
66957 +
67064
67065
67066(4/11)
91193(6/111
11 réttir — kr. 1.188,-
68123
68368
70776
71090
73873
75147
76065
78091
78286+
90496
91101
91113
91127
91130
91179
91194
91196
91204
92363+
93232
93597 +
93628+
93801
94177+
94820
94826
95249
95695+
96035
98446+
98567
99568+
100007+
98160(6(11)
101350(6/11)
160350
160634
Úi 26. viku:
18134
3380(2/11)
11808(3/11)
66391(2/11)
69159(2/11)+
77311(2/11)+
77677(2/11)
Kærufrestur er til 5. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðubiöð fást hjá
umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík.
Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að fram-
vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing-
ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok
kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
Hin sívinsœla og myndarlega
FERMINGAR
GJAFAHANDBÓK
kemur út á morgun.
ÞÚ
getur verid viss um ad finna réttu
gjöfina handa fermingarharninu í henni.
SÓLUBÖRN!
Vinnid ykkur inn vasapeninga
og seljid | afgreiðslan er
í ÞVERHOLT111
SÍMI 27022
GLUGGAÞVOTTUR
ÞRIFILL SF.
Sími 82205