Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR | SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 1983. Kemur Sue Ellen? Svo kann aö fara aö bandaríska sjónvarpsstjaman Linda Gray, sem Islendingar þekkja best sem Sue Ellen úr Dallas, komi til Islands á næstunni. SÁÁ, Samtök áhugamanna um áfengisvandamáliö, vinna nú aö því aö fá þessa heimsþekktu leikkonu hingaö til lands í tengslum viö hina umfangs- miklu fjársöfnun samtakanna. Sjálf hefur leikkonan háð mikla baráttu viö áfengisvandann, bæöi í einkalífinu og Dallas-þáttunum. -KMU/KLP. Styðja lista göngumanna Stjórnir og trúnaöarmannaráö þriggja framsóknarfélaga í Noröurlandskjördæmi vestra samþykktu á sameiginlegum fundi á Blönduósi í gærkvöldi að styöja lista svonefndra göngumanna. Fulltrúar Framsóknarfélags Austur-Húnavatns- sýslu, Félags ungra framsóknar- manna í sýslunni og Framsóknar- félags Blönduóss samþykktu meö 22 atkvæðum gegn 3 stuöningsyfirlýsingu viö listann en fimm efstu sæti hans skipa: 1. Ingólfur Guðnason alþingis- maöur, Hvammstanga. 2. Hilmar Kristjánsson oddviti, Blönduósi. 3. Kristófer Kristjánsson bóndi, Köldu- kinn, A-Hún. 4. Bjöm Einarsson bóndi, Bessastööum, V-Hún. 5. Jón Ingi Ingvarsson rafvirki, Skagaströnd. Á fundinum var einnig samþykkt, meö 24 atkvæöum gegn 2, aö óska eftir því aö lfstinn fengi bókstafina BB. -KMU. Vaka tók mann af vinstrimönnum Vinstri menn í Háskólanum töpuöu einum manni yfir til Vöku, félags lýöræöissinnaöra stúdenta, í kosning- um til stúdentaráös. Kosningarnar fóru fram í gær. Hafa félögin nú jafn- marga fulltrúa í stúdentaráöinu, fimm hvort. Þriðji listinn, listi Umbóta- sinnaöra, hlaut þr já menn. Einnig var kosiö um tvo menn í Há- skólaráö. Fengu Vaka og vinstri menn þar sinn manninn hvort félag. Er það eins og veriö hefur. Kjörsókn var mjög dræm. Aðeins kusu 44,5% stúdenta við Háskóiann. -DS. LOKI Mér þætti nú DDT betra nafn. HLUTLAUST BELTIOG HAFT í GRANASKJÓU — deilt um hvort gatan eigi að vera lokuð „Þaö er komið hálfgert stríös- borgarinnar létu loka götunni fyrir meiningarmunur virtist vera milli Gatnamálastjóri túlkaði skipulag ástand í þetta gamla og rólega nokkrumdögum og erumargir íbúar gatnamálastjóra og skipulags- svæðisins þannig að í Granaskjóli hverfi,” sagði Júli Sæberg Olafsson, götunnar mjög óánægöir meö þaö og deildar hvort gatan eigi aö vera væri aðeins þrenging. Síöan geröist íbúi viö Granaskjól í Reykjavík, í hafa skrifaö borgarráði kvörtunar- lokuö algjörlega eða þrenging í henni það að íbúar i húsunum númer 66— samtaii við DV. Gatnayfirvöld bréf. Júii Sæberg sagöi að þarsemiéttumferðværileyfö. 88, sem eru vestustu húsin viö Granaskjól og tilheyra hinu nýja Eiðsgrandahverfi, skrifuöu borgar- ráði þar sem þeir fara fram á lokun götunnar. „Það birtist svo bara vinnuflokkur hér einn morguninn með bora, pressur og símastaura,” sagði Júlí Sæberg „stauramir voru boltaðir niður fyrir framan húsið númer66.” Helsta röksemd þeirra sem loka vilja götunni mun vera sú að þannig megi verulega draga úr umferð þar í gegn. Andstæðingar lokunarinnar benda hins vegar á aö á veturna sé leiöin út á Nesveg sú eina færa vegna snjóa. Nú verði þeir að fara út á Faxaskjól og þaðan á Kaplaskjóls- veginn. Þeir segja einnig aö báöar göturnar Grana- og Faxaskjól, hafi verið byggðar fýrir fáa íbúa. Nú sé komið heiit Eiðsgrandasvæði sem umferð frá sé beint inn á þessár götur. Átroðningur austan megin Granaskjóls og í Frostaskjóli muni aukast mikið vegna lokunarinn- ar. Ennfremur hafi ekki getað veriö ætlunin að hafa þessa götu lokaða í miöju. Hún heiti bó Grana- skjól beggja vegna haftsins og auk þess sé ekki gert ráö fyrir breikkun viö það til aö snúa farartækjum þar „Hátfgert striðsástand"! Granaskjólinu hefur verið skipt i tvennt með þessu hafti sem er gert úr við meö góðu móti. voldugum staurum og iokunarmerkjum. Eins og i raunveruiegu striði hefur þótt nauðsyniegt að hafa I morgun náðist ekki í þá sem fóru nokkurra metra biimiiiistauranna og skapaþannig„hlutlaust belti". framálokunGranaskjólsins. JBH Sjómaður sóttur a Selvogsbanka Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Rán, sótti slasaðan sjómann um borð í skuttogarann Jón Vídalín ÁR 1 frá Þorlákshöfn seinni partinn í gær, þar sem hann var staddur á Selvogs- banka. Skipverjinn haföi fengiö slæmt höfuöhögg og var því leitað til Slysa- vamafélags Islands um aðstoð. Haft var samband viö Landhelgis- gæsluna og hún beöin um aö senda þyrlu á staðinn og taka jafnframt lækni af Borgarspítalanum. Greiðlega gekk aö hífa hinn slasaöa um borð í þyrluna, enda var veöur hagstætt, sléttur sjór. Kómiö var aö Borgarspítalanum laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Þar kom í ljós að meiðsli skipverjans voru ekki eins mikil og haldiö haföi veriö í fyrstu. um. DV-myndS Amarflugsvél næstum lent í árekstri Litlu munaöi aö árekstur yrði miili Boeing-þotu Arnarflugs og Orion-her- flugvélar frá bandaríska hemum suður af landinu í gær. Atburöurinn átti sér staö um klukkan 13.15. Er flugmaöur Arnar- flugsþotunnar kemur niöur í 13 þúsund feta hæö sér hann Orion-herflugvélina, sem var aö því er virtist í sömu hæð. Þurfti hann að sveigja þotunni snöggt á hægri vænginn til aö forða árekstri. Flugmaöur þotunnar, Mekkínó B jöms- son, gaf skýrslu um atvikið en þotan hélt síöan aftur til Amsterdam. Skýrsla var síðan tekin af flugmanni hervélarinnar er hann lenti. Ekki er enn ljóst hvar þau mistök liggja aö báöar vélamar vom í sömu flughæð á sömu slóðum. Báöar vélamar voru í blindflugi. Máliö er nú í rannsókn hjá Loft- ferðaeftirlitinu. Engar upplýsingar fengust um þaö í morgun hvort mis- tökin liggja hjáflugumferöarstjórum eöa flugmönnum. Búist er viö að rannsókn málsins ljúki á inorgun.-öEF. Gunnar fær listana á morgun — „beinast að f ramboði innan flokksins” „Við stefnum aö því aö afhenda Gunnari listana á morgun og vonum aö hann geti gefið okkur svar fyrir helgi,” sagöi Benedikt Bogason verkfræöingur í morgun. Hann, ásamt fleiri nánum samstarfsmönnum dr. Gunnars Thor- oddsens, hefur undanfarið safnað undirskriftum undir áskorun til Gunnars um aö „leiöa sjálfstætt framboð í komandi kosningum”. „Þetta hefur ekki verið almenn undirskriftasöfnun, heldur aöeins í hópi trúnaöarmanna og í kring um þá. Við töldum í fyrstu gott ef undir- skriftirnar nálguðust þúsund. Þetta verður talsvert meira, áhuginn er meiri en við reiknuöum meö. Þaö hafa margir haft samband að fyrra bragði og viljað leggja okkur lið. Hugmyndir okkar hafa beinst aö framboöi innan Sjálfstæöisflokksins meö listamerkingu DD. Askorunin er þó orðuð þannig aö hún er opnari, enda er okkur ljóst aö flokksræðið er erfitt viöureignar. Þaö eitt dugir ekki aö sjálfstæðismenn standi aö þessum aögeröum, hundruöum saman. Það er illa séð aö þeir hlýði ekki hörðum flokksaga, hvemig sem hann er,” sagöi Benedikt Bogason í samtalinu viðDV. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.