Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983.
1
DV-mynd SV.Þ.
Listin er
nauðsynleg
í lífi okkar
— segir Jóhanna Bogadóttir
„Þessar myndir hef ég unnið á síð-
astliðnum þrem árum, að mestu, og
hluta þeirra hef ég veriö með á sýning-
um erlendis, þá aðallega grafíkina og
teikningamar. Þær myndir hafa verið
á sýningum í Finnlandi, Noregi og
Bandaríkjunum — San Francisco” —
sagöi Jóhanna Bogadóttir myndlistar-
maður, sem um þessar mundir sýnir í
kjallara Norræna hússins.
Nafn Jóhönnu tengja flestir við
grafík en að þessu sinni lætur sú listr
grein heldur betur í minni pokann fyrir
olíulitunum. Er stefnubreyting hér á
ferðinni?
„Það er erfitt að segja um þaö. .. ,
hef bætt málverkunum við. Þau eru
unnin á undanfömum tveim ámm. En
maður vUl kannski snúa sér að vissu
efni um tíma og nú hefur það verið
olían. Mig langar til þess að halda
áfram með málverkið, en ég veit ekki
. .. , það getur komið grafíktímabil
aftur. Mér finnst þó erfitt að vinna
hvort tveggja á sama tíma.”
Jóhanna tekur fyrir ákveðin stef er
hún síöan vinnur að árum saman. Þar
má nefna tum, hymdan dýrshaus,
engil, grímu og sitthvað fleira. Hvað er
tU dæmis turninn henni?
„Hann táknar kannske leit manns-
ins aö hinu stórfenglega, tilraunir hans
til menningar, tilraunir sem geta
jafnvelsnúistíhendihans: Vissmynd-
efni sækja á mig, verða mér þörf, og ég
vinn að þeim á meðan ég finn þá þörf.
Þannig byrja ég á einhverri hugmynd
og það getur tekið mig eitt—tvö ár þar
til ég fuUgeri myndir út frá henni.
Eg byrjaði aö vinna með turninn
sumarið áttatíu og hann hefur veriö að
breytast smám saman og þróast.
Sömuleiðis með gæruna, sem ég fór að
nota beint inn á myr.dir, og síðan fór ég
að mála og teikna þegar mér fannst ég
vera tUbúin tU þess. Dýrshausinn í
ýmsum útfærslum og gríman eru mér
tákn þátta í mannlegum samskiptum;
hvernig hegðun mannsins birtist mér.
Gríman er mér mikilvæg og stund-
um er hún hymd. Ef til vUl tákna hom-
in vopn. Þau em jú vopn dýrsins. I
táknunum felast spurningar mínar um
manninn og hversvegna í ósköpunum
hegöun hans er á þennan veginn eða
hinn. Dýrin geta líka einfaldlega
táknað náttúruna. Eg reyni að fjalla
um tengsl og tengslaleysi mannsins viö
náttúruna.
1 sumar fer ég tU Finnlands. Þar er
mér boöið að vera meö námskeiö fyrir
finnska grafíkera. Þar verð ég líka
með sýningu á graföt og málverkum.
Þetta verður í Jyvaskyla. Þar fer
fram mUíU menningarstarfsemi. Finn-
ar eru mjög duglegir við að halda uppi
menningarlífi utan höfuðborgarsvæð-
isins.
I Jyvaskyla er meðal annars stórt
listasafn sem stendur einnig fyrir al-
þjóðlegri grafíksýningu. Og þarna hef-
ur veriö sett upp stórt grafíkverkstæöi
og þar er listamaður á fuUum launum
við það að hvetja til menningarstarf-
semi á borgarsvæðinu og í nágrenni
þess. Reynslan í Finnlandi hefur sýnt
að það ber mjög góðan árangur að
veita fé tU menningarstarfsemi og
aukastyrkitU Ustamanna. Eftir aöþað
var gert hefur ÖU listastarfsemi
blómstrað.
Hér heima verður okkur of oft star-
sýnt á hið „hagnýta”. Við gleymum
því oft að á slíku eru margar hUðar.
Margt, sem er á bak við og liggur
dýpra, er nauösynlegur jarðvegur þess
að beinn hagnaöur skUi sér. Ástandið
hér finnst mér vera slæmt, miðað við
hvað tíðkast í dag hjá öörum Norður-
landaþjóðum. Það vUl gleymast að list-
sköpun er mikilvæg og nauðsynleg.
Það er ekki eðUlegt aö markaðssjónar-
miðið ráöi.
Hið opinbera þyrfti að vera hlynnt
því að nýta starfskrafta yngra Usta-
fólks. Sýna þeirri list skilning, sem
kannske getur ekki gengið kaupum og
sölum, ef um alvarlega vinnu er að
ræða. Þá er styrkjakerfið og öll hvatn-
ing undirstaöan.
Tengslaleysið á mUU almennings og
listamanna er síðan stórt vandamál.
Það er ekki auðleyst fyrir einstakl-
inga. Þannig þyrfti að reyna að finna
vettvang innan skólakerfisins þar sem
Ustamenn gætu kynnt sínar hugmynd-
ir; myndUstarmenn sem aðrir. Og
skólarnir þyrftu að sækja hrnar ýmsu
sýningar. Á þessu sviði er gloppa í
skólakerfmu. Listin er nauðsynleg í lífi
okkar.”
Þess má geta að Jóhönnu hefur bor-
ist athygUsvert boð um fyrirgreiðslu í
New York og mun hún huga nánar að
því. Hún hefur haldið fjölda einkasýn-
inga hér og erlendis og tekið þátt í
mörgum alþjóölegum sýningum.
Listasafn Islands á auövitaö myndU-
eftir hana og sömu sögu er að segja
um stór erlend söfn, svo sem: Athene-
um Ustasafnið í Helsinki, Alvar Alto
Ustasafnið, Statens Konstrád í Svíþjóð,
söfn í Bergen, Þrándheimi og víðar í
Noregi, Svíþjóö, Finnlandi og Þýska-
landi. Ekki má gleyma The Minnea-
poUs Institute of Arts í Minnesota né
The Museum of Modern Art í New
York.
SMÁAUGLÝSINGAR
sem birtast eiga í
LAUGARDAGSBLAÐI
verða að vera komnar fyrir
kl. 17 á föstudögum
UKID I mánud.-miðvikud. til kl. 18
Q||ij|U| fimmtudaga til kl. 20
föstudaga til kl. 22
UfclLDUIVI laugardaga frá kl. 9-12
RAUTT - BLÁTT
BRÚNT - BEIGE
HAGSTÆÐIR
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR
Jón Loftsson hf
HRINGBRAUT 121.
SÍMI 10600 já
SÉRVERSLUN
MEÐ FINNSKAN
BARNAFATNAÐ|
LÆKJARGÖTU 2
SÍMI22201
A finnwear ■
nnnska
Stórkostleg
verðlækkun
• NÁTTFÖT
NATTKJOLAR
NÁTTSLOPPAR
VELOUR TRIMMGALLAR
BOMULLAR TRIMMGALLAR
VELOUR KJOLAR
UNGBARNAFATNAÐUR
OG MARGT FLEIRA
UTSALAIM STENDUR AÐEINS YFIR í NOKKRA DAGA
SENDUM
IPOSTKRÖFU
-FG.