Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983.
Spurningin
Ætlar þú á skíði
um páskana?
(unnið af Huldu Gísladóttur úr
Vogaskóla)
Þ6r Dan Viðarsson neml: Já, í Bláf jöll
eða Hveradali og kannski á Akureyri.
Bryngeir Jónsson nemi: Já, ég stunda
mikið skíði og ætla í Bláfjöll eða Skála-.
fell.
Einar Baldvin Þorsteinsson nemi: Nei,
ég fer ekki á skíði og fjölskylda mín
ekki heldur.
Margrét Benediktsdóttir húsmóðir:
Nei, ég á fullt í fangi með að hugsa um
bömin.
Ingibjörg Baldursdóttir nemi: Nei ég
stunda ekki skíði.
Árni Steinar Jóhannsson garðyrkju-
stjóri á Akureyri: Já, ég fer í Kjama--
skógágönguskíði.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Auöbrekka —
Hjallabrekka:
Hættu-
leg skil
í vegi
1825—0918 skrifar:
I Auðbrekku-Hjallabrekku verða
skil þar sem mætast malbik og möL Á
þessum slóðum hefur orðið alvarlegt
slys. Eg braut bílinn minn að framan á
þessum stað í október. Staðurinn er
auk þess aö vera hættulegur mjög illa
upplýstur.
Stendur ekki til að ráða bót á þessu?
Bæjarverkfræðingur Kópavogs, Sig-
urður Björasson, svarar:
Lagt var bundið slitlag á lóðina
framan við og vestur af verslunarhús-
inu að Hjallabrekku 2 í ágúst síðastlið-
ið sumar. Jafnframt var sett upp lýsing
á svæðinu. Vestan þessa svæðis er um
25 m kafli af Auðbrekku ennþá malar-
gata.
Þar sem svo hagar til að malar-
vegur tekur við af malbikuöum vegi
myndast oft slæmar holur í rigningar-
tíð, eins og allir þekkja, og þótt menn
séu allir af vilja gerðir að fylla ja&ióð-
um í holurnar þá getur vissulega skap-
ast sly sahætta á slíkum stööum.
Til athugunar er að endurbæta
bráðabirgðalýsingu á umræddum
kafla Auðbrekku en varanleg lausn
fæst ekki á þessum vanda fyrr en þessi
malargata veröur lögð bundnu slitlagi,
gagnstéttir gerðar og endanleg lýsing.
Á fjárhagsáætlun Kópavogskaup-
staöar, fyrir árið 1983, sem lögð var
fram í bæjarráði hinn 8. mars sl, er
ekki gert ráð fyrir að framkvæma það
verk á yfirstandandi ári.
/s/ensku ma/arvegirnir hafa farið
i//a með margan bi/inn.
1825—0918 er sérlega óánægður
með ákveðin
vegaskili Kópavogi.
Finnum aðr
ar leiðir
en fóstur-
eyðingu
6908-9941 skrifar:
Að undanfömu hefur mikið verið
talað og ritað um fóstureyðingar. Ég
er sammála Jóni Þorvarðarsyni kenn-
ara, sem ritað hefur grein í lesenda-
dálk DV, aö það ætti aö vera ítarleg
kynferðisfræðsla. Það hefur með and-
lega og félagslega heilsu komandi kyn-
slóðar að gera. Eg er alveg á móti
fóstureyðingum. Ég á sjö börn og er
ekki einstæð móðir. Það hefur aldrei
hvarflað að mér að láta eyða fóstri þó
að ég sé með stórt heimili og eigin-
maðurinn vinni bara fyrir heimilinu.
Við erum með sex börn heima núna.
Eg er ánægð með mitt hlutskipti að
vera sjö bama móðir.
Geta þingmennirnir okkar ekki
breytt fóstureyðingarlöggjöfinni?
Hvert líf á heimtingu á að fá að lifa
þegar það er komið í móðurkvið.
Fóstureyðing leysir engan vanda.
Konan er kannski fegin og finnst
hún vera laus þegar aðgerðin er búin.
Seinna sér hún svo eftir öllu saman,
kannski alla ævi. Fóstureyðing er
ekkert annaö en morð. Það ætti að
reyna að finna einhverjar aðrar leiðir
fyrir konurnar og ungu stúlkumar.
Hækka mæðralaun, barnabætur og
fleira.
Eg vona að fleiri konur og karlar
séu á sama máli og skrifi bréf um
þessi mál.
„Ég er alveg á móti fóstureyðing-
um," segir 6908—9941 meðal
annars.