Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. 7 Neyfendur Neyfendur Gestir virða fyrir sér meO athygli nautakjötsskrokkana sem til sýnis voru. Mynd Agnar Guðnason. Nefnd sú sem ráðherra skipaði í fyrra til endurskoðunar á kjötmati stóð nýlega fyrir mikilli sýningu á nautakjöti í Afurðasölu SlS við Kirkju- sand. Var sýning þessi opin almenn- ingi og þótti hún takast vel. Nefndin samdi við Sláturfélag Suðurlands um að slátra gripunum sem fyrirfram voru valdir til slátrunar vegna sýningarinnar. Þarna var sýnt kjöt af mismunandi gerð — kjöt af ís- lenskum kvígum, kálfum, uxum og nautum og einnig var gerður saman- burður á kjöti af holdanautablending- um undan nautum úr Hrísey. Voru þarna sýndir samtals 24 skrokkar. Sýninguna sóttu um 2500 manns og fór fram skoðanakönnun meöal sýn- ingargesta á því hvernig þeir vildu hafa sitt nautakjöt. Kom þar fram að flestir sýningargestir vildu fá 1/2 skrokk eöa 1/4 af skrokk í einu og vinna úr því kjöti eftir eigin geðþótta. Það sem vakti einna mesta athygli á sýningunni voru tveir úrbeinaöir skrokkar. Annar var af 20 mánaöa gömlum uxa — 3/4 íslenskum og 1/4 Galloway, en hinn af 26 mánaða göml- um uxa. Kom þar fram mikill munur á skrokkunum tveim. Sýndist blending- urinn miklum mun betri en Islending- urinn. Kemur það glöggt fram á meðfylgjanditöflu: Blendingur 20 mána&a uxi Þyngdaraukning á dag .. 565g íslendingur 26 mánaða uxi 425 g Blendingur íslendingur Samsetning skrokks skv. útbeiningu VöOvar 62,7% 67,1% Bein 14,4% 17,6% Fita 19,7% 11,9% Samtals nýtanlegt kjöt. . 79% 82,4% Hlutfall vöðvar/bein . .. 4,34 3,81 Sýningá nautakjöti: Blendingurínn vex hraðar en íslendingurinn Óviökomandi aöili með lykil: Lyklasmiðir eru í vanda íbúi í f jölbýlishúsi hringdi. Kvartaði hann yfir því að unnt væri aö fá lykla sem gengju að útidyrum og geymsludyrum fjölbýlishúsa keypta án þess að sýna nokkur skilriki um það aö maður byggi sjálfur í viðkomandi húsi. Nefndi maðurinn sem dæmi að í Byggingavörum í Ármúla væri hægt að fá afhenta slíka lykla með því einu að gefa upp númer þeirra. Taldi hann þetta mjög slæmt. Mörg fjölbýlishús eru með svona lyklakerfi. Það er al- mennt nefnt upp á enska tungu Master- kerfi. Þá gengur sami lykill að útidyr- um, dyrum að geymslugöngum, hjóla- geymslu og hugsanlega fleiri herbergj- um í húsinu. Er slæmt ef slíkur lykill berst í hendur óvandaðra manna. Oddur Össurarson, verslunarstjóri í Byggingarvörum, sagði að líklega gerði sér enginn grein fyrir því hversu miklum vanda svona lyklar yllu. Fólk væri sífellt að koma og biðja um lykla og segðist þá hafa týnt þeim gömlu. Reglan væri sú að biðja alltaf um per- sónuskilríki. En hann viðurkenndi að í örfá skipti hefði þaö ekki veriö gert. En sérstök rannsókn heföi verið gerð af sjálfri Rannsóknarlögreglu ríkisins á kerfi því sem Byggingarvörur nota og lokið lofsorði á öryggi þess. Hitt væri verra að fólk sem kæmi og vildi fá lykla skildi ekki alltaf þær varúðar- ráðstafanir sem gera þyrfti og til dæmis í framkvæmdanefndarhúsun- um í Breiðholti eru íbúaskipti mjög tíð og því gæti verið að lykill væri í hönd- um fyrrverandi íbúa. Oddur sagði að í sumum verslunum hér í bænum væri hægt að fá afsteypur af svona lyklum með því einfaldlega að koma með aðra eins. Slíkt væri líka slæmt í höndum óvandaðra manna. Ekki er svo gott að segja hvað skal til ráða í þessu sambandi. Eins og nafnið gefur til kynna eru íbúar fjöl- býlishúsa margir og allir þurfa þeir að komast inn. Að tryggja að lykillinn að útidyrahurðinni komist ekki í hendur óviökomandi manna er hins vegar erfiðara. SMÁAUGLÝSINGAR sem birtast eiga í LAUGARDAGSBLAÐI verða að vera komnar fyrir kl. 17 á föstudögum flAMC BÍLAR Á FRÁBÆRUM KJÖRUM JA % Eigum ávallt góðar, notaðar bifreiðar til sölu og sýnis. Líttu inn hjá okkur áður en þú leitar annað ÞAÐ BORGAR SIG. Höfum til sölu mjög fallegan Eagle árg. 1980, einnig mjög gott úrval af Fiat 127 ásamt öðrum gerðum. Líttu inn og gerðu tilboð ÞAÐ KOSTAR EKKERT. OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-18. OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-18. EGILL VILHJÁLMSS0N SIMAR 77200 - 77720. EINKAUMBOD Á ISLANDI SIGURÐSSON hf. BÍLEIGAND! GÓÐUR Tilboð sem þú getur ekki háfnað Bíltæki hinna kröfuhörðu er AUDIOLINE Verð áður: kr. 8.510,- 432 Verð nú: kr. 6.810,- Utvarp LW-MW-FM- stereo. Sjálfleitandi á öllum bylgjum. 18 stöðva minni. Segulband: spilar beggja megin (Auto reverse). Spólar fram og til baka. Klukka. Digital Quarts. Magnari 12 vött. MAC AUDIO hátalarar i hæsta gæðaflokki. — 40 gerðir. ML- 164 61/4 Niðurfelldir við afturglugga. Tiönisviö 30- 22000 Hz 35 vött. Verð kr. 1.685,- settið. ML 20241/4x61/4 Niðurfelldir viö afturglugga. Tiðnisvið 50-18000 Hz 20vött. Verð kr. 1.665,- settið SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2 — sími 39090. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.