Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Videovandinn Þaö var ein stétt manna sem kunni sjónvarpssending- unni frá eldhúsdagsumræð- unum á Alþingi bara vel. Þaö voru eigendur myndbanda- leiga. Myndbandaleigur allar munu hafa fyllst af fólki og svo mikil var eftirspurnin eftir skemmtiefni af öilu tagi að ekki var von til þess aö anna henni aUri. Þó gripu margir myndbandaleigusal- ar til þess ráös aö kalia inn í snarhasti kassettur sem höfðu lengi verið í leigu. Það er af sem áður var Virðulegur biskup í Banda- ríkjunum kvartaði fyrir nokkru yfir siöspUlingunni í nútimanum. Hann sagði: „Nú á dögum er ekki um annað meira talað en kynlíf. Á Viktoríutímabilinu létu menn sem kynlif væri ekki til. Nú láta menn sem ekkert annað sétU.” Þessi sprengi- hreyfill... Eftirfarandi frásögn er að finna í hinu ágæta blaðl, Þing- múla, sem sjálfstæðismenn á Austfjörðum gefa út: „Eins og flestum er kunnugt eru EgUsstaðir vaxandí versl- unar- og þjónustumiðstöð. Af sjálfu sér leiðir að þar er margt opinberra fyrirtækja. Um sumarmál fyrir all- nokkru bauö forstjóri eins ríkisfyrirtækisins þar starfs- mönnum sínum — sem raun- ar voru ekki margir að tUtölu, tU hádegisverðar á Sumar- hótelinu á Hallormsstað. Sett- ist starfsfólkið nú hýrt í bragði upp í ameríska glæsi- bifreið forstjórans og baldið var af stað. Þegar nær dró Hallormsstaðaskógi vUdi það óhapp tU að annað afturhjól bifreiðarinnar losnaði og rann fram með og fram fyrir bifreiðina. Þá varð forstjór- anum að orði: „Hvur and- skotinn! Nú hefur eltthvað fariðí vélinni!” Það er víða pottur brotinn í menntunarmálum okkar og mikið kvartað yfir því. Það er kannski ekki að furða þó að blessaður ungdómurinn tali vonda íslensku þegar það er nánast orðið lenska í sjón- varpi að stjórnmálamenn komi þar í viðtöl og hefji mál sitt á því að segja: „Mér langar. .. ” En ungdómurinn er ekki aðcins viðkvæmur fyrir slæmu fordæmi í meðferð móðurmálsins. Sagt cr að kennari nokkur úti á landi hafi gefist upp á því að kenna nemendum sínum nöfn viku- daganna á ensku því að þeir nemendur sem horfðu reglu- lega á „enska fótboltann” heföu vanist á undarlegan framburð og ekki von til þess að fá blessuð börnin til þess að hverfa frá þessari villu. Bessastöðum Því hefur heyrst hvíslað að nú sé búið að teikna hlið, rammgert, sem reisa skuli við heimriðina að Bessastöð- um. Og á hliöinu mun eiga að vera traustur lás. Vinsældir forsetans munu vera slikar að það er orðið ónæði af fólki, sem leggur leið sína um hlað- ið á Bessastöðum í þeirri von að sjá þjóðhöföingjann. En hvernig verður aðgangi háttað fyrir kirkjurækna íbúa á Álftanesi? Umsjón: ÓlafurB. Guðnason Kafbátar Þau eru mörg vandamálin sem hrjá herforingjana og við, friöelskandi íslendingar, þekkjum ekki. Þannig var til dæmis með sænska flotafor- ingjann sem sagði að hans vandræði væru þau að um sænskt hafsvæðí sigldu nú sextán kafbátar af hverjum aðeins tólf væru undir sænskri stjórn. Aðgát skal höfð Atroðsla á I Kvikmyndir ; Kvikmyndir i Kvikmyndir ; Kvikmyndir Harkan sex (Sharky's Machine). Leikstjóri: Burt Reynolds. Handrit: Gerald De Pego eftir bók William Diehl. Kvikmyndun: William F. Fraker. Aðalleikendur: Burt Reynolds, Rachel Ward, Vittorio Gassman, Brian Keith og Henry Silva. Sú borg í Bandaríkjunum sem ör- ‘ust fólksfjölgun hefur orðið í er Atlanta í Georgíufylki. Er sú borg á góðri leið með að taka við af Las Vegas sem mesta skemmtiborg Bandaríkjanna og sem dæmi um þessa öru þróun borgarinnar má nefna að mesta flugumferð um flug- völl í Bandaríkjunum á síðasta ári var einmitt í Atlanta. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu haft þau áhrif á kvikmyndaframleið- endur í Bandaríkjunum aö fleiri my ndir eru nú látnar gerast í Atlanta en áður var og hefur Burt Reynolds fylgt í kjölfarið, en hann er bæði leik- stjóri og aöalleikari Sharky’s Machine, sem gerist í Atlanta og fjallar um glæpi og spillingu þar í borg. Sharky er lögreglumaður í fíkni- efnadeild lögreglunnar. Hann hefur um tíma unniö að því að hafa uppi á stórum fíkniefnamiðlurum, en loka- atlagan klúðrast, að því er virðist óvart, og saklaus maöur lætur lífið. Þetta verður til þess aö Sharky er færöur milli deilda. Hann er settur í lastadeild þar sem aðalverkefnin eru að handtaka og fylgjast með hórum og útigangsfólki. En fljótlega komast Sharky og fé- lagar hans yfir vasabók melludólgs sem hefur að geyma símanúmer hjá mörgum dýrum vændiskonum og ákveða þeir að hlera síma þeirra. Fljótlega kemur í ljós aö tilvonandi fylkisstjóri er viðskiptavinur einnar og ákveöur Sharky að fylgjast með henni dag og nótt og leigir sér her- bergi beint á móti íbúð hennar. Kemur í ljós að samband er þarna á milli og eiturlyfjamálsins sem hann hafði áður með höndum. Þeir félagar þykjast hafa himin höndum tekið og ákveða að taka málið í sínar hendur þótt aðrar deildir lögreglunn- ar ættu aö hafa máliö undir höndum. En máliö fer að taka aðra stefnu þegar ein gleðikonan er myrt fyrir framan nefið á þeim án þess aö þeir geti nokkuö að gert og einnig hefur það áhrif á framgang málsins að Sharky verður hrifinn af fómar- lambi sínu. I ljós kemur aö þeir fé- lagar hafa komist að tilveru glæpa- hrings sem ætlar sér að stjórna borg- inni í skjóli fy lkisst jórans. Að efni til er lítið nýtt við myndina, en útfærslan á efninu er mjög góö og Burt Reynolds til sóma. Að mörgu leyti fetar hann í fótspor Clint East- wood í gerð myndarinnar. En East- wood hefur einmitt leikið í og stjórn- aö lögreglumyndum af þessari gerð, þar sem lögreglan er ekki gerð að neinum súpermönnum, em einungis menn sem em að vinna fyrir kaupinu sínu. Burt Reynolds hefur fitnað og klippir sig snöggt þannig að mikil kollvik koma í ljós en er um leið miklu mannlegri en maöur á að venj- ast honum í öðmm myndum og skU- ar hlutverki sínu með mikUU prýði. Einnig hefur honum tekist mjög vel í vali aukaleikara. Brian Keith, Charles Duming og Richard Libertini em virkUega skemmtilegir í hlutverkum lögreglumannanna sem eru Sharky tU aðstoöar og ekki síðri eru Vittorio Gassman og Henry SUva í hlutverkum glæpamannanna. Ung leikkona, Rachel Ward, leikur eina kvenhlutverkið sem eitthvað kveður að í myndinni, gleðikonuna Dominoe sem Sharky fellur fyrir og gerir hún því eins góð skil og hægt er, fyrir utan að vera virkilega faUeg á að líta. Burt Reynolds hefur hér gert ágæt- is afþreyingarmynd, þrUler sem gamanerað. HUmar Karlsson. Sharky (Burt Reynolds) í kröppum dansi. Austurbæjar- bíó: Harkan sex Spennumynd af betri gerðinni BREIÐHOLTI SÍMI76225 MIKLATORGI SÍMI 22822 Fersk blóm daqlega stereotæki í bíla. 59 hljómtæki, Technico vasatölvur. Týsgötu 1, simi 10450 Reykjavik. M.tflflW Slmi (96)23626 VS/Glwárflotu 32 Akurayri margt til gjafa á fermingardaginn: Rakvél með rafhlöðum - kr. 1.100.00 Einnig skartgripakassar. Fermingarklæðnaður á stúlkur og allt tilheyrandi eins og hanska, blúnduvasaklúta, sjöl og slæður og blóm í hárið. - „Manicure“-sett og margt, margt fleira prýðir verslun okkar. Snyrtivörur fyrir dömur og herra. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Strandgötu 34 220 Hafnarfirði Sími 50080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.