Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983, 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Yul Brynner og eiginkonan Jacqueline á góðri stundu. Hún er þriðja konan hans, en nú bendir allt til þess að hjónabandið sé búið. Yul er fluttur að heiman og byrjaður að búa með 28 ára gamalli dansmey, Cathy Lee. ,, Við elskum hvort annað innilega. Og Yul er mér meira virði en starf mitt sem dansmær," segir Cathy Lee, nýjasta ástin hans Yul Brynner. Yul hefur umfelgað Yul Brynner og dansmærin Cathy Lee hafa átt í leynilegu ástarsambandi í rúm þrjú ár. Þetta komst í hámæli fyrir stuttu og hefur komið geysilega á óvart. Brynner er nú 65 ára aö aldri, en Cathy er aðeins 28 ára. Sem sé aöeins 37 ára aldursmunur. Þau hafa bæöi leikið í leikritinu „King and I” og þar kynntust þau. Þaö var ást viö fyrstu sýn, en mestall- an tímann hefur þeim tekist aö halda sambandinu leyndu. Sagt er að Brynner sé kóngurinn bæöi í leikritinu og í einkalífinu. Hann er þrígiftur, en þar sem þau Cathy eru sögö óaðskiljanleg núna, hriktir verulega í hjónabandinu. Cathy á ættir sínar aö rekja til Malasíu og Kína. Og hún hefur starfað í nokkur ár sem dansari í London. Eiginkona Brynners, Jacqueline, sem er 49 ára, er sögö enn þá mjög hrifin af Brynner og hefur ekki gefið upp vonina um aö hann snúi aftur. Þau Brynner eiga tvær dætur sam- an, þær Melody 8 ára og Mia 9 ára. En þau ættleiddu þær báöar frá Víetnam. En viö sjáum hvaö setur, og hver veit nema Brynner komi aftur. Þaö er aö minnsta kosti von eiginkonu hans, Jacqueline. Ýttá hnappinn Senn koma páskar meö eggjaátmu mikla. Fátt er betra en aö vakna á páskadag og taka til viö súkkulaðið og sætindin. Og eitt er víst að hún Connie Peter- sen er á sömu skoöun og viö hvaö eggjaátiö varöar. „Þau hafa góö áhrif,” segir hún meö sönnum páska- svip. Connie veít líka hvaö hún syngur. Hún er 20 ára og starfar sem hjúkrunarkona í Kaupmannahöfn. Það veröur aö viöurkennast að Connie hlýtur aö hafa góö áhrif á sjúklingana, sérstaklega þá karl- kyns. Eöa getur einhverjum dottið annaö í hug þegar þeir sjá hínn spengilega líkama hennar? I hvert skipti sem sjúklingarnir „ýta á hnappinn” kemur Connie aö vörmu spori og segir: „Hvaö viltu, vinur?” „Geturöu ekki bjargaö handa mér nokkrum eggjum?” veröur örugg- lega svariö sem Connie fær um pásk- ana. „Nei, vinur minn, þú veist nú einu sinni aö mikið eggjaát hefur áhrif á kirtlastarfsemina og þaö er tæplegast hollt, svona rétt á meðan þú ert á sjúkrahúsinu.” Viö óskum Connie alls hins besta á páskunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.