Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. Útlönd Utlönd Heildaráætlunin, sem gengið var ut frá. Fyrst eru herir Varsjárbandaiagsins tryggðir fyrir árásum úr suðri og norðri. Siðan er haidið inn iÞýskaland. STRÍÐ í ÞÝSKALANDI — herráð Nato leikur stríðsleik — og líst ekki á niðurstöðuna Forsendumar fyrir átökunum eru trúlegar: spenna eykst í Miðaustur- löndum, áróöursstríö milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna vegna Irans og ástandsins við Persaflóa, sem veldur ótta um þaö aö Sovét- menn muni reyna aö loka olíuflutn- ingaleiöum til Evrópu, óvefengjan- leg merki þess, að Kremlverjar telji Vesturveldin róa undir meö ókyrrö í ríkjum Varsjárbandalagsins, og aö þeir hyggistnú taka haröar á því. Austan járntjaidsins leiðir þetta til aukinna herumsvifa, sem leiðir til þess, aö herir Nato í Vestur-Evrópu fá fyrstu viðvörun: 5 milljónir mann. ikallaðartil herstööva, öll leyfi afturkölluö og allar stjórnstöðvar mannaöar allan sólarhringmn. Spenna eykst enn, og önnur viðvörun er send út, og síðan lokaviövörun, og herir Nato eru tilbúnir til átaka, varaliö kallaö út, herskip og kafbát- ar, sem í höfnum eru, eru send út á haf, og flugvélar í öllum flugstöðvum vopnaöar, en þó ekki með kjarnorkuvopnum. Fjölskyidur breskra hermanna og annarra eru sendar heim. En Þjóö- verjar geta ekki fariö burtu. Innrás í Júgóslavíu Þessir atburöir gerast á nokkrum dögum um miöjan febrúarmánuö síðastliðinn. Þetta er æfing herráös og stjómkerfis Nato, æfing, sem köll- uð er Wintex. Hún fór aðeins fram á pappímum, en benti til þess aö hemaöaráætlanir Nato em nú í mikilli endurskoöun. Dagana 20. til 22. febrúar bætist herjum Nato í Evrópu liösauki. Breskar hersveitir halda til Þýska- lans og Noregs. Og bandarískar her- sveitirfljúga til Þýskalands. Samningaviðræöur milli stórveld- anna bera ekki árangur og sovésk innrás viröist óumflýjanleg. Svo virðist sem fyrst muni þeir halda suöur, því að eftirlits- og njósnaflug sovéskra flugvéla yfir Júgóslavíu stóreykst. Þann 26. febrúar ráðast ungverskar hersveitir yfú- júgó- slvanesku landamærin, ásamt sveit- um úr suðurherafla Sovétríkjanna. Tíu herdeildir, um 125 þús. manns, halda gegn Belgrað til aö tryggja heri Varsjárbandalagsins fyrir árás sunnan frá. Júgóslavneski herinn berst af mikilli hörku, en á viö ofur- efli aö etja. Hersveitir Nato skipta sér ekki af þessum átökum. Norðursvæðið tryggt Þann 28. febrúar ráðast átta her- deildir frá herstjómarsvæðinu um- hverfis Leningrad yfir landamærin viö Finnland. Samtímis eru tvær her- deildir sendar sjóleiðina til Noregs og taka land nærri Tromsö. Um leið berst þeim liösstyrkur, þegar fall- hlífarsveitir eru sendar til þeirra. Þær hafa það verkefni aö ráöast á flugstöövar Nato viö Evenes, Andoya og víöar. Leiöin út á Norður- Atlantshafiö er nú opin fyrir sovéska flotann. Og viö landamæri þýsku ríkjanna taka sovéskir hermenn landamæra- stöövar. Fáliöaðar sveitir Nato hafa ekki roö viö þeim. Innrás Sovétríkj- anna er aö hefjast, aö morgni 2. mars. Wintex Wintex er nafn á æfingu Nato, sem hófst 23. febrúar og lauk 9. mars. Þetta var æfing sem fór eingöngu fram á pappír. 250 þúsund hermenn, embættismenn og stjómmálamenn tóku þátt í æfingunni, en þeir fengust viö skeyti, ekki heri. Markmiðiö var þaö aö prófa skipulagningu og starf- semi herstjórnar Nato og boðleiöa- kerfiö, semsvo mikiö velturá. Leikurinn var engu aö síður mjög flókinn. Hópur manna samdi hemað- aráætlun Sovétmanna og fengu þátt- takendur í æfingunni ekkert að vita fyrirfram um hana, en urðu aö bregöast við eftir því sem atburöir leidduhanaíljós. Leikurinn var þó ekki meö öllu raunverulegur. Tilgangurinn var sá aö prófa allt stjórnkerfi Nato og því var látið sem Sovétmenn réöust til atlögu á mörgum vígstöðvum. En Sovétmenn gætu þess vegna ráöist fram á þrengra svæði og með minni fyrirvara en gefinn var. Þá þurftu leikendur aö líta fram hjá vissum óþægilegum staðreyndum, svo sem þeirri aö daginn sem innrás Sovét- manna í Noreg átti aö hefjast geisaöi þar ofsastormur, sem heföi alger- lega komið í veg fyrir allar hernað- araögeröir af beggja hálf u. Þá þurftu stjórnendur Wintex aö beita nokkrum blekkingum. Þaö er starfsregla Nato aö Sovétmenn fylg- ist vandlega meö öllum æfingum bandalagsins. Því voru skipanir, sem sendar voru á vígvöllinn, oft gerólíkar þeim, sem heföu verið sendar, hefði komiö til raunveru- legra átaka. En aö þessu frátöldu, var þess gætt í framkvæmd Wintex aö fram- kvæmdin kæmist sem næst raun- veruleikanum. Úrslitaorrustan hefst Sovésku herirnir halda yfir þýsku landamærin 3. mars og í fylkingar- broddi eru 19 sovéskar herdeildir og 6 austur-þýskar, samtals um 600 þús- und manns. Þeir eru búnir eldflaug- um, til varnar gegn skriðdrekum, stórkostaliöi og árásarþyrlum, (Mi- 24) sem búnar eru eldflaugum, sprengjum og vélbyssum. Þá styðja 7 þúsund skriðdrekar og orrustuþot- ur, sem halda uppi stööugum árás- um á flugvelli og önnur mikilvæg hemaöarmannvirki aö baki víglínu Nato. Breyttar fyrir- ætlanir IMato Fyrir einu og hálfu ári virtist geta Nato til þess aö verjast sovéskri inn- rás lítil. Áætlanir Nato gengu út á þaö aö verja vestur-þýskt landsvæöi allt, og samkvæmt því áttu úrslita- orrusturnar aö eiga sér staö á landa- mærunum. Þaö var skoöun yfir- manna Nato aö þau átök tækju lítinn tíma og aö Nato-ríkin, meö ósigur vofandi yfir, ættu ekki annarra kosta völ en grípa til kjamorkuvopna inn- an fárra daga. En nú hafa fyrirætlanir Nato breyst. I stuttu' máli er nú gert ráð fyrir því aö meginátökin fari fram fjær landamærunum, miösvæöis í Þýskalandi, til þess aö vinna tíma. Samkvæmt hinum nýju fyrirætlun- um, sem Bandaríkjamenn hafa beitt sér fyrir og Bretar hafa tekiö upp, er gert ráö fyrir þvi aö láta Sovétmönn- um eftir, um tíma aö minnsta kosti, hluta vestur-þýsks landsvæöis og takast á viö andstæöinginn þar sem ■ landslag og aðrar aöstæöur eru varn- arliðinu hagstæöari og þar sem hægt eraöskipuleggja gagnárásir. Auk þess aö velja sér hagstæöari vígvöll og auk þess að vinna sér tíma til aö skipuleggja gagnárásir, er það hugmynd herforingjanna aö meö þessu vinnist tími til þess aö samn- ingar takist, áöur en átökin færast uppíkjamorkustyrjöld. Þetta er pólitískt viökvæm fyrir- ætlan, því aö þau landsvæði, sem fyrirhugað er að gefa eftir, eru þétt- býl og íbúar þar eru ósveigjanlegir í þeirri skoöun sinni aö verja eigi þau. Ibúamir vilja skiljanlega ekki veröa fyrir því aö heimili þeirra veröi skyndilega á miðjum vígvellinum. Auk þessa leggja Þjóöverjar til helming þeirra hersveita, sem gæta landamæranna á vegum Nato. En yfirmenn þýska hersins munu hafa samþykkt þessar fyrirætlanir meö þögninni. Orrustan heldur áf ram Þegar Sovétmenn gera innrásina, er orrustan ekki tekin upp viö landa- mærin. Hersveitirnar í fremstu víg- línu eru vanbúnar til þess að stööva framrás sovésku herjanna, til þess eru þær búnar of léttum vopnum. Því halda þær undan þar til komiö er aö Saltsketter-skipaskuröinum, um þrjátíu mílur frá landamærunum. Þegar yfir hann er komið, eru allar brýr yfir hann sprengdar upp. Hersveitir Nato annars staöar í víglínunni bregöast viö á sama hátt. Þaö kom í ljós í Wintex aö þessi taf- araðferð gafst betur en menn höföu vonað. En engu aö síður er engin von til þess aö sveitir Nato geti stöövað framrás Sovétríkjanna. Til þess eru yfirburöirnir í mannafla og búnaöi of miklir. Og þegar komiö er fram aö 7. mars og undanhaldinu lokiö, hin nýja víglína dregin, eru önnur 600 þúsund hermanna Varsjárbanda- lagsins komin á vígvöllinn og fleiri búnir til að bætast viö, ef meö þarf. Hermdarverk Og handan víghnunnar, um alla Evrópu, starfa skemmdarverka- sveitir Sovétmanna, undir stjórn GRU, leyniþjónustusovéska hersins. Þessir hópar, sem vinna venjulega fimm manns saman í, valda upp- lausn, meö því aö veita leiöbeiningar og beina sovéskum sprengjuflugvél- um aö skotmörkum sínum meö leysi- geisla-miðunartækjum. Þessir hópar vinna einnig skemmdarverk, sprengja m.a. upp kjarnorkuver. (Eitt af því sem kom á óvart í Wintex var það aö einn hópur skemmdarverkamanna komst inn á Gatwickflugvöllinn). Og svo... Þaö veröur æ ljósara aö herafli Nato heldur ekki miklu lengur aftur af sovéska hemum. Stór svæöi í Vestur-Evrópu hafa veriö lögð í rúst og innrásarliðið er komiö 160 kíló- metra inn í V-Þýskaland. Herforingjar Nato standa nú frammi fyrir höröum valkostum. Annaðhvort aö gefast upp eöa aö grípa til kjarnorkuvopna. Ef til kjarnorkuvopna væri gripið, hvers konar vopna þá? Á aö beita smærri sprengjum á afmörkuöum svæöum á vígvellinum? Eða aö senda bylgju gereyöingarvopna yfir Sovétríkin? Hvernig myndu Sovét- menn bregðast viö? Gætu þeir hugs- anlega reynt aö veröa fyrstir til? Um þetta er rætt f ram og aftur. Þaö hefur veriö markmiö Nato síöan 1968 aö þurfa ekki aö reiða sig svo mjög á kjamorkuvopn. Þannig varð til kenningin um „Viöeigandi svörun” (Flexible Response). Kenn- ingin gengur út á þaö aö tröppugang- ur sé á átökum, sem seinki þeirri stundu aö Nato neyöist til aö grípa til kjamorkuvopna. En Sovétmenn hafa fleiri menn, fleiri skriödreka og fleiri orrustuþotur. Þannig aö þrepin veröa of veigalítil, þar til kemur aö kjamorkuþrepinu. Og herfræöingar Nato halda því nú fram, aö meira aö segja kjarnorkuþrepiö sé of veiga- lítiö og veröi þaö, þar til Cruise og Pershing 2 eldflaugum veröi komiö fyrir í Evrópu til mótvægis viö SS-20 eldflaugar Sovétmanna. Þaö leikur enginn vafi á því að friöarhreyfingar í Evrópu hafa mjög ýtt á stjómvöld aö draga úr mikil- vægi kjamorkuvopna fyrir Nato. Nú, þegar Helmut Kohl hefur veriö kjör- inn kanslari V-Þýskalands, má gera ráð fyrir því aö Cruise og Pershing eldflaugamar veröi settar upp í V- Þýskalandi að minnsta kosti. Þaö var skringileg tilviljun að einmitt þegar kjósendur í V-Þýskalandi gengu aö kjörboröinu, var pappírs- stríöi Nato, Wintex, aö ljúka. Wintex lauk meö því aö skipun var gefin um að varpa kjamorkusprengjum á heri Varsjárbandalagsins. Hversu mörg- um og hver skotmörkin yrðu, fékkst ekki upplýst. Og Wintex lauk, án þess aö gagn- aögeröir Sovétmanna kæmu í ljós. SCHLESWIG H0LSTEIN . Hanover^ yrnwm i RHEINDAHLEN & íájpBAOR HQ «S,í vs Helmsted)® ^ GFPfí, $ *................ ® r,r ■|n / Stuttgart ........ Frankfurt M0N SHAPE HQ Ný hernaðaráætiun Nato gerir ráð fyrir skipuiögðu undanhaldi, svo að timi vinnist tit gagnaðgerða og samninga. Ef allt um þrýtur, verður þá gripið tilkjarnorkuvopna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.