Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. Menning Menning „Tíminn stendur kyrr en klukkan gengur” Sverrir Stormsker. Mynd: G.E.O. Sverrir Stormsker: KVEÐIÐ í KÚTNUM Fjölvaútgáfan 1982. Bókaútgáfan Fjölvi hefur á undan- fömum árum gefið út flokk ljóðabóka undir samnefninu Ljóðasafn Fjölva. I því safni hafa verið rosknir og ráðsett- ir ljóðasmiðir og engir angurgapar, dyggir riddarar hefðar og ljóðstafa flestir hverjir. Tíu ljóðabækur hafa áður komið út í flokki þessum, en nú er sem bregði til annarrar áttar með hinni elleftu, þar sem tekinn er í hópinn unglingur sem hefur ekki einu sinni fengið atkvæðisrétt. En þessi ungi maður stendur fyrir sínu og fer vel af stað í upphafi annars tugar þessarar ljóðaaldar Fjölva. Sverrir Stormsker nefnir kver sitt Kveðið í kútnum, en þó gerist hann svo djarfur að „ljóða á þjóöina” úr þessum stað. Þaö má mikið vera ef þessi ungi maður á ekki eftir að kveða sig úr kútnum og vel það, og raunar finnst mér hann hafa gert það í þessari fyrstu atrennu, svo fimur er hann í beitingu vopna sinna, orðanna, en það er fyrsta þroskaþrep ungs skálds að kunna með þauaöfara. Sverrir Stormsker úthýsir engan veginn stuðlum og ljóðstöfum og beitir þeim töluvert en er ekki þræll þeirra og rýfur þann fjötur — eða vébönd — í flestum vísum að einhverju leyti. Sverrir er ísmeygilegur í þeirri list að koma úr óvæntri átt að hversdags- legum hlutum og spurningum svo að mann rekur sem snöggvast í stans. Orðaleikur hans er líka oft og einatt bráðsnjall. Stundum minnir hann örlítiö á Stein Steinarr. Ég horfi í augu augu sem horfa í augu min. Ég horfi í augun ogeygiþar augu min. Og um tímann (en ekki vatnið): Ungur drengur. — Þá aldurhniginn. Augnabliksævi sem er ei lengur. Timinn stendur kyrr en klukkan gengur. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Og um jörðina og böm hennar er þessi vísa: Flestir virðast feta sama stig, fæstir vilja að náunganum hyggja. Jörðin snýst í kringum sjálfa sig, sömuleiðis þeir sem hana byggja. Og þessi þversögn lýsir lífi manna mætavel: Allt vort líf er ólánspuö að elta og krækja i hamingjuna. Svo tilbið jum við góðan guð sem gaf oss lifið—þjáninguna. Þannig mætti tína til allmarga staði þar sem hnyttilega er að orði komist, bent á þverstæður, andstæður látnar vegast á, orðtök leyst upp og skeytt saman aftur af nokkurri hugkvæmni. Að vísu er kaldhæðnin allhranaleg eins og þessum aldri hættir til, og ekki rennir hann vonaraugum til kirkju eða klerka: Klerk einn tek ég tali og spyr úr nokkrum spjörum. Undir óráðshjali sit ég sviptur von. Hið eina sem hann segir: „Drottins eru vegir órannsakanlegir.” Tómleiki og fánýtiskennd er allrík í þessum smáljóðum, víöa vonbrigða- hreimur, jafnvel hneiging til ömur- leika eins og gjarnan hæfir tímanum og aldri skáldsins: Öljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífið fært í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg, en það er gleðin ekki. Þess verður auðvitað víða vart, að fágun, hnitmiðun og umburðarlyndi lífsreynslunnar vantar í þennan ljóða- leik. En þetta kemur allt saman með aldri og viðleitni. Þessi ungi höfundur hefur vísinn að öðru meira til að bera. Og þá er ekki annað eftir en spyrja: Hvað verður okkur nú úr þessu skáld- efni? Ég spái því að hann kveði sig úr kútnum áður en varir. Þess er vert að geta, að Guðrún E. Olafsdóttir hefur gert nokkrar bráð- fallegar dráttmyndir í kverið. Þessar myndir auka því staöfestu og sumum stefjum inntak og blæ. Þær eru bókar- prýði. Andrés Kristjánsson. Sprunguviðgerðir - Múrviðgerðir Bárujárnsþéttingar - Þakpappaviðgerðir Stöðvið alkalískemmdir Múr- og steypuviðgerðir Steypuviðgerðir Sprunguviðgerðir Bárujárnsþéttingar SPRUIMGUVIÐGERÐIR: med efni sem stenst vel alkalí, sýrur og seltuskemmdir og hefur góða vidloöun. 10 ára frábœr reynsla. Höfum skriflega yfirlýsingu margra ánœgdra verkkaupenda. Látið fagmennina leysa leka- vandamálið í eitt skipti fyrir öll Upplýsingar veittar í síma: 91-20623 eftirkl. 18. -------------------VIDEO .................... OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 KVIKMYNDAMARKADURINN , VIDEOKLUBBURINN Skólavörðustíg 18 Rvik. Stórholti 1. S. 15480. s- 35450■ Kirkjuvegi 19 Vestm. í Vestmeyjum er opiö kl. 14—20 en um helgar kl. 14—18. 19 .VIDEO, háfell HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN Leigjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum að okkur alla jarövinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tilboðs- og tímavinna. HÁFELL SF. Bíldshöfða 14 - Simi 82616 AMERISK TIMARIT Yfir 200 tegundir af ameriskum tímaritum um ótrúlegasta efni. Viö tökum öll okkar amerísku timarit meö f lugi svo þau koma 1 Bókabúðir Braga á sama tíma og í verslanir 1 New York. Vorum að taka upp stóra sendingu af april- og jafnvel maiblöð- um. Bílar— Golf— Mótorhjól— Bátar—lúdó Húsbúnaður—Tölvur Léttmeti — Sögur Kvikmyndir—Grín Karate —Video Myndasögur— Likamsrækt- Wrestling— Stjörnuspá- Tíska — Tækni —Flug Ljósmyndir— o.fl. o.fl. Það borgar sig að versla hjá Braga, urvalið af erlendum blöðum og timaritum er hreint ótrulegt. ENSK - AMERISK - DÖNSK - SÆNSK - NORSK - FRÖNSK — ITÖLSK Bókabúð Braga Laugavegur 118 v. Hlemm S:29311 Lækjargata 2 S:15597 Arnarbakki 2, Breiöholti S:71360 Blaöas. biöskýli SVR Hiemmi S:15600 Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal HótelSögu mánudaginn 21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP * ■i 1 Gl U li CD GAI ÞVI 01 n r i ji R [ ÞRIFILLSF. 1 Sími 82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.