Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. ÖLAFSVÍK Umboðsmaður óskast frá og með 1. apríl. Upplýsingar gefur umboðsmaður, Guðrún Karls- dóttir, Lindarholti 10, sími 93-6157, og afgreiðslan i sima 27022. TIL SÖLU Á HVAMMSTANGA Ibuöarhusiö Lækjargata 8 a Hvammstanga er tii sölu. Tilboöum skal skila til Ingolfs Guðnasonar, Hvammstanga, fyrir 27. mars og gefur hann nanari upplýsingar i simum 95- 1395 og 95-1310. Nauðungaruppboð Aö kröfu Kranaþjónustu Júiíusar Ingvarssonar, Melabraut 26 Hafn- arfiröi, fer fram opinbert uppboð á bifreiöunum G-14609 og Þ-1435 fimmtudaginn 24. mars 1983 og hefst það kl. 14 aö Melabraut 26 Hafnarfiröi. Greiðsla viö hamarshiigg. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Borgartún 33 Til ieigu er að Borgartúni 33 efsta hæð (austurendi), ca 300 m2. Til greina kemur leiga a helmingi hæðarinnar. Upplysing- ar a skrifstofutíma á Vörubílastöðinni Þrótti fyrir 23. þ.m. Aðalfundur Fiugfreyjutélags Islands veröur haldinn í Artuni, Vagnhöfða 11, fimmtudaginn 24. mars kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJORNIN. Tímarít f yrir alla VERD 65 KR. 3. HEFTI MARS Nauðlending á norðurheimskauti Bls. 8 Erfð konunnar II Bls. 81 Skop ........................... 2 Gerviglæponar Fleetsie.......... 3 Nauðlending á norðurheimskauti . 8 Ferðapakkar á sovéska vísu......15 Hundurinn sem drukknaði ekki . . 21 Snjóflóð........................26 Mesti ógnvaldur íslandsbyggðar? . 32 100 þúsund börn týnast árlega ... 35 Starfsemi Alkirkjuráðsins.......41 Hvunndagshetjur.................47 Börnin okkar....................52 Gullvon Lapplands lokkar........54 Úrvalsljóð......................60 Velkomin til Althorp............64 Eiturlyfjasmyglsambandið í Havana....................... 72 Erfð konunnar II................81 Ahrif lyktar á hegðun mannsins .107 Úr heimi læknavísindanna......113 Lygn streymir Shannon ........ 115 Bara venjuleg hetja....... 123 Álverið i Straumsvik íbaksýn. Ráðherra sagt margt villandi — segir í at hugasemdum Ingólfs Jónssonar, Jóhannesar Nordals og Steingríms Hermannssonar um fyrri samninga við Alusuisse „I umræðum um álsamningana að undanförnu hefur af hálfu iðnaöar- ráðherra verið vegið aö þeim, sem áður fyrr hafa staðið að samningum um álbræðsluna við Straumsvík, bæði upphaflega og við endurskoðun þeirra 1975. Margt er athugavert og villandi í því, sem haldið hefur verið fram í þessu máli, auk þess sem vandséð er hverju það þjónar málstað Islendinga eöa samstööu þeirra í samningum viö Alusuisse aö reynt sé að stofna til illdeilna um allt sem aðhafst hefur verið í þessu máli áöur en núverandi iðnaðarráðherra tók við völdum. ” Þetta er upphafiö á athugasemdum sem Ingólfur Jónsson, Jóhannes Nordal og Steingrímur Hermannsson, sem allir tóku þátt í fyrri samninga- gerö við Alusuisse, hafa sent fjöl- miðlum. I athugasemdunum segir að upphaflegu álsamningamir frá árinu 1966, hafi verið gerðir á tímabili mjög lítillar verðbólgu og hafði verð á orku og áli þá verið stöðugt um langt árabil. Hafi því ekki verið skilyrði til að ná viðunandi hækkunarákvæðum í þeim samningum. En eftir hinar miklu olíuverðshækkanir á árunum 1973 til 1974 og vaxandi veröbólgu er ljóst að leita yrði eftir endurskoðun samninganna og voru nýir samningar undirritaöirí desember 1975. 1 þeim samningum var í fyrsta lagi samið um vemlega hækkun á orkuverði og sett ákvæöi um það aö orkuverö skyldi breytast í ákveönu hlutfalli við hækkun verðs á áli. I öðm lagi var samið um breytingar á skatta- ákvæðum sem leiddi til jafnari og öraggari skattlagningar, jafnframt því sem komist yröi hjá geysilegri aukningu á skattinneign Isal hjá ríkis- sjóði. I þriðja lagi var samið um sölu á orku til stækkunar álversins um 20 MW og var 60% af þeirri orku afgangsorka. I athugasemdunum segir að samningur þessi hafi tryggt jafnari tekjur og meira öryggi á erfrðleika- og samdráttartímum. Það sé því rangt, sem nú sé haldiö fram af iðnaðar- ráöherra, að samningurinn hafi haft í för með sér fjárhagslegt tjón fyrir Is- lendinga. I athugasemdum þremenninganna segir ennfremur að eins og tölur liggi nú fyrir hafi tekjuaukning af raforkusölu vegna þessara samninga orðið 24,9 milljónir dollara fram til árs- loka 1982, en lækkun skatttekna 18,4 milljónir dollara, svo að nettó- hagnaöur íslendinga í beinum greiðsl- um hefur numið 6,5 milljónum dollara. Þá séu nýju samningarnir miklu hag- stæðari þegar á móti blæs eins og verið hafi undanfarin tvö ár. Þannig hafi samanlagðar skatttekjur og tekjur af raforkusölu orðið meira en 9 milljón- um doiiara hærri á árunum 1981 og 1982 en þær hefðu orðið samkvæmt upphaflegu samningunum og er allt útht fyrir að niðurstaöan verði svipuð á þessu ári. Að lokum segir í athugasemdunum að einn mikiivægasti ávinningur samninganna 1975 hafi verið aö þá var viðurkennt af hálfu Alusuisse að breyttar aðstæður í umheiminum, svo sem veraleg hækkun orkuverðs, gætu verið tilefni til endurskoöunar samninganna. Sé enginn vafi á því að þetta hafi verulega þýð'.igu fyrir Is- lendinga ef til málaferia komi við Alu- suisse út af endurskoðun samning- anna. -ÓEF. Ráðuneytið svarar þremenningunum Iðnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna athugasemda þeirra Ingólfs Jónssonar, Jóhannesar Nordals og Steingríms Hermannsson- ar, aöalsamningamanna ríkisins við ISAL1975. Þarsegir: „Allar tölur varðandi orkuverð og skattgreiðslur, sem iðnaðarráðherra greindi frá og fengnar vora frá Lands- virkjun og Ríkisendurskoðun eru ágreiningslausar, eins og fram k.;mur í yfirlýsingu samningamannanna. Af þessum tölum er ljóst, aö lækkun á skattgreiðslum vegna samninganna 1975 nemur alls 26,7 milljónum dollara á tímabilinu 1975 til 1982, enhækkuná raforkuverði á þessu sama tímabili nemur hins vegar 26,2 milijónum doll- ara. Af þessu er ljóst að töluleg niður- staða af þeirri endurskoöun álsamn- inganna, sem fram fór 1975 varðandi skatta og raforkuverð er sú, að ríkis- sjóður hefur tapað að heita má sömu upphæð í lækkuöum skattgreiðslum, eins og Landsvirkjun hefur fengiö greitt meö hærra raforkuverði á tíma- bilinu 1975 til ársloka 1982.” Tekið er fram að niðurstööur Ríkis- endurskoðunar varöandi skattgreiðsl- ur ISAL séu miöaðar við endurskoðun Coopers & Lybrand. „I greinargerö samningamannanna er hins vegar í engu tekið tillit til þeirrar leiörétting- ar, sem framkvæmd hefur verið á árs- reikningum ísal og endurálagningar framleiðslugjalds á fyrirtækiö. Með því komast þeir að þeirri niöurstöðu aö heildarávinningur Islendinga af endur- skoðuninni hafi numið um 6,5 milljón- um dollara eða sem svarar til hækkun- ar á raforkuverði um 0,7 mill á kíló- vattstund að meðaltali á umræddu tímabili.” Síðansegir iðnaðarráðuneytið: „Samanburður sem ekki tekur miö af endurálagningu fjármálaráðuneyt- isins á grundvelli niðurstaðna Coopers ogLybrand ervillandi, þvísamkvæmt almennum reglum íslensks skattarétt- ar er endurálagning skatts bindandi fyrir skattþegninn, nema álagningunni sé breytt meö kæra til úrskuröar- aöila.” Ráðuneyti telur það á misskilningi byggt að það sé galii á eldra skattkerfi að veruleg skattinneign ísal myndaöist hjá ríkissjóði. „Skattinnstæðan sem myndaðist hjá ríkissjóði samkvæmt upphaflegum samningi var engan veginn okkur Isiendingum í óhag en hins vegar mjög íþyngjandi fyrir Alusuisse og það í vaxandi mæli,” segir ráðuneytiö. „Isal gat einungis notað innstæðuna til greiðslu framleiðslugjalds en að öðram kosti varö hún eign ríkissjóðs í lok tímabilsins.” Ráðuneytið segir að í greinargerö samningamannanna sé það talinn einn mikilvægasti ávinningur samninganna 1975 að með þeim hafi verið staðfestur endurskoðunarréttur samningsaðila. „Meginatriðið er hins vegar það aö Alusuisse neitaði að setja inn í aðal- samninginn ákvæöi um endurskoðun hans og frá þeirri kröfugerö var fallið af íslands hálfu. I skjóli þessa hefur Alusuisse skákað í tvö ár og segist hafa samning viö Islendinga sem sé bind- andi og Islendingar eigi ekki rétt til breytingaá.” Iðnaðarráðuneytiö segir aö íslenska samninganefndin hafi árið 1975 haft undir höndum endurskoðun Coopers og Lybrand fyrir árið 1974 sem sýndi veralegt yfirverð á súráli og vantaldar tekjur þaö ár, sem- námu um 3,1 milljón dollara. Coopers og Lybrand hafi verið falið að reikna út viðbótar- skatta á grundvelli endurskoöunar- innar. „Skattkrafa íslenska ríkisins aö fjárhæð 550 þúsund bandaríkjadala var gefin eftir. Hvorki alþingi né almenningur vissi um þessar samningsaðstæöur. ” Loks vefengir iðnaðarráðuneytiö þá niðurstöðu samningamannanna aö 60% af þeirri orku, sem samið hafi verið um sölu á vegna 20 megavatta stækkunar álversins, hafi verið afgangsorka. „Hér var ekki um að ræða raunverulega afgangsorku og hefur Landsvirkjun staöfest það í skýrslu.” Ráðuneytið segir einnig: „Aöalatriði þessa máls er að þaö meðalorkuverö, sem samið var um vegna stækkunarinnar, er nú 6,5 mill/kwh en kostnaöur fyrir Lands- virkjun aö afhenda þessa orku nemur allt að þrisvar sinnum hærri upphæö.” -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.