Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 16
Hvernig finnst þér hljóm- sveitin Mezzoforte? (Unniö af Einari Þorsteinssyni úr Vogaskóla). Stefán Ingi Óskarsson lagermaöur: Mér finnst hún góð og alltaf veriö þaö frá því hún byrjaði. Hún á vinsældim- arskilið og velþað. Spurningin Ema Flygenring: Góð. Lagið Garden Party er gott og hljómsveitin líka. rPO r O CT > ú <t nr rrTTr\ ^ /'Trr»o»/rn/rrrnr ryrr DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983.. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Landleiðir: Vagnamir lélegir? 9525-4764 hringdi: Mig langar til að kvarta yfir þjón- ustu Landleiöa. Vagnamir eru af- ar lélegir. I gær fór ég inn í Reykja- vík frá Hafnarfirði. Ferðin tók einn og hálfan tima meöal annars vegna bilun- ar sem varð á leiðinni. I morgun þegar ég fór í vinnuna frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar þá þurfti að aðstoða öku- manninn við að opna framhurðina, hún opnaðist ekki sjálfkrafa. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri Landleiöa svarar: Síðasti vetur hefur vissulega verið með þeim allra erfiöustu sem við höfum haft. Þessi erfiða færð olli ýms- um skakkaföllum á vögnum, sérstak- lega yfirbyggingu. Eg þyrfti að hafa nákvæmari lýsing- ar á þessum einstöku tilvikum til að geta svarað þessu. Ég tel þó að það geti varla staðist að maður geti verið einn og hálfan klukkutíma á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þegar lengst Úður hálftími á milli ferða. Þannig ætti fólk að komast i næsta vagn á eftir í seinasta lagi. Það eru eft- ir atvikum 20 til 30 mínútur á milli vagna. Ég tel að það sé mjög fátítt að ferðir falli niöur vegna bilana. Jafnvel 9525-4764 telur Landleiðavagnana vera lólega. nú á þessum erfiða vetri. Okkur er þökk á að vita ef fólk telur sig hafa orðið fyrir óþægindum af töfum svo við getum kannað það nákvæmlega. Þá þurfum við hins vegar að vita ná- kvæmlega hvenær það gerist. Auðbjörg Lisa Gústafsdóttir neml: Mér hefur aldrei þótt hún neitt sér- stök, en lagið Garden Party er gott og það er gaman að henni skuli ganga svona vel. Hitaveituframkvæmdir hérá landi: „Eigum ekki að hrópa hátt um þekkingu okkar” Haraldur Kjartansson leigubílstjóri: Mér finnst hún góð. Tekur tíma að venjast henni. En lagið Garden Party erfínt. Hulda Gísladóttir nemi: Hún er ágæt, annars finnast mér bara tvö lög góð. 6755-7239 skrifar: Þegar maður les um það ástand sem ríkir í hitaveitumálunum á Hellu og Hvolsvelli vaknar maöur til um- hugsunar um aðrar hitaveitufram- kvæmdir hér á landi undanfarin ár. Það hefur verið skrifað að Islendingar séu fremstir í allri hitaveitutækni og gætu miölaö öörum þjóöum af visku sinni. Mér finnst þetta hljóma eins og aprílgabb. Ég þekki töluvert inn á þessi mál, hef starfað að þeim meira og minna í 30 ár. Mér finnst að við eig- um ekki að hrópa hátt um þekkingu okkar í þessum efnum. Mig langar að nefna nokkur dæmi sem koma í hug- 'ann: Tökum til dæmis hitaveitu Seltjam- amess. Hún var ekki búin að starfa lengi þegar göt fóru að koma á ofnana og kerfin að tærast. Þá var húseigend- um sent bréf um aö kaupa sér varma- skipti því það mætti ekki setja vatnið inn á kerfin. Það er óreiknað hversu mikið tjón þar hefur orðið fyrir húseig- endur. Tökum hitaveituna í Hrísey. Hvaö hefur orðið mikið tjón þar og hvers vegna? Ég hef mínar skýringar áþví. Tökum Hitaveitu Akureyrar og alla þá tilraunastarfsemi sem þar hefur farið fram. Hún hefur orðið þjóðinni dýr. Það sárgrætilega við þetta er að þau vandamál sem upp komu var löíigu vitað um fyrir og þau hafa flest komið upp og verið leyst fyrir mörgum árum hjá Hitaveitu Reykjavíkur og víðar. Ég minnist þess að auglýst var eftir starfsmanni hjá Hitaveitu Seltjamar- ness og ég spuröi um starfið. Mér var sagt að það þyrfti ekkert að kunna í pípulögnum en samt átti maðurinn að sinna viðgerðarþjónustu. Það er eitt- hvað bogið viö svona hugsunarhátt enda kemur það fram í verkunum. Það má telja upp fleiri hitaveitur þar sem allt hefur farið í handaskolum. Við skulum bíða með að flytja út þekkingu okkar á hitaveituvirkjunum. Ég vil að lokum taka fram að sums staðar hefur tekist vel til við lagningu hitaveitu. Þar má nefna Hitaveitu Akraness. Menn virðast þar hafa verið ófeimnir við að afla sér þeirrar ára- tugareynslu sem fyrir hendi var og sparaö sér og þjóöfélaginu ótaldar fjárfúlgur. Þaö mætti skrifa langa grein um þau sorglegu vinnubrögö sem viðgangast á þessu sviði en ég læt þetta nægja að sinni. „ Það hefur verið skrifað að islendingar séu fremstir i allri hitaveitutækni og gætu miðlað öðrum þjóðum af visku sinni. Mér finnstþetta hljóma eins og aprilgabb, "segir 6755-7239meðalannars ibréfisinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.