Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983.
3
Kvennalistinn
í Norðurlands-
kjördæmi eystra
Skipan Kvennalistans í Norðurlands-
kjördæmi eystra var endanlega ákveð-
inn um helgina og mun Málmfríður
Sigurðardóttir, húsmóðir aö Jaðri í
Reykjadal, skipa þar fyrsta sætið.
Að öðru leyti er listinn þannig
skipaður: 2. Elín Antonsdóttir verka-
kona, Akureyri, 3. Þorgerður Hauks-
dóttir, kennari, Akureyri, 4. Hilda
Torfadóttir, kennari, Laugum í
Reykjadal, 5. Anna Guðjónsdóttir hús-
móðir, Raufarhöfn, 6. Hólmfríður
Jónsdóttir bókavörður, Akureyri, 7.
Jóhanna Helgadóttir húsmóðir, Dal-
vík, 8. Kristbjörg Sigurðardóttir
verkakona, Húsavík, 9. Jófríður
Traustadóttir fóstra, Grund í Eyja-
firði, 10. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir
kennari, Húsavík, 11. Valgerður
Bjarnadóttir félagsráðgjafi, Akureyri
og 12. Jóhanna Steingrímsdóttir bóndi,
Aðaldal. ÖEF
Á Hellisheiðinni:
Tuttugu mannlausir bflar
Mikil hálka og ófærð var á Hellis-
heiðinni á laugardag en að sögn
lögreglunnar í Árbæ voru engin telj-
andi óhöpp vegna ófærðarinnar. Um
tíma á laugardag stöðvaðist umferðin
og sumir voru fleiri tíma að komast
yf ir heiöina f rá Hveragerði og Selfossi.
Ein rúta rann út af veginum, rétt
fyrir neðan Skiðaskálann í Hvera-
dölum en engin slys urðu á fólki. Fram
eftir kvöldi á laugardag voru menn frá
Vegagerðinni á Hellisheiðinni öku-
mönnum til aðstoðar.
Frá Lögreglunni á Selfossi voru þær
fréttir af umferðinni að flestir hefðu
komist klakklaust leiðar sinnar þar um
slóðir. I gærmorgun voru þó um
tuttugu bílar á Hellisheiðinni sem
menn höfðu yf irgefið vegna ófæröar.
-ÞG.
Kominn vorhugur í Selfyssinga
Hér er sól og logn en ísing var á
götum í morgun, fimmtudag.
Vorhugur er kominn í fólk og eru sumir
byrjaöir að sá fyrir sumarblómum í
kössum í kjöllurum sínum til að verða
fljótt tilbúnir með blómin þegar hlýnar
og frost er komið úr jörðu.
Frambjóöendur sem voru efstir í
nýafstöðnu prófkjöri voru að halda
fundi víða hér í Suðurlandskjördæmi.
Á einum slíkum fundi kvartaði Eggert
Haukdal sáran yfir því að kjósendur
hefðu ekki kosið sig eins glæsilegri
kosningu og hann hefði vænst. Einum
fundarmanna leiddist þetta kvein í
Haukdal, stóö upp og fór meö eftirfar-
andi vísu:
Útskúfaður öllum frá
út ég lagðist f jöllin á
við mér taka vildi’ ei neinn
var svo nefndur Skugga-Sveinn.
Regina, Self ossi/ JBH.
fjöiskylduferð.
Hjón með 2 börn
aðeins kr. 8.600
fyrir manninn.
V
UM PASKANA
MALLORCA
PARADÍS Á JÖRÐ
Ferðaskrifstofan
Laugavegi 66
*
Camping ferðaviðtæki
m/segulbandi.
Verð kr. 3.470.— ST.GR.
eða greiðslukjör.
Touring 120. Stereo
ferðaviðtæki 2 x 6,5w
Verð kr. 7.295.— ST.GR.
eða greiðslukjör
TTT
gefðu góðar
grœiur
í fermingargjöf
□□t DOLBY SYSTEM~| $
Fjölmargar stærðir af ITT
hátölurum.
MTT 20 Stereo viðtæki
með segulbandi
Verð m/hátölurum.
Kr. 13.690.— ST.GR.
eða greiðslukjör
S.T. 20 Magnari 2 x 2,5w. Viðtæki FM stereo. Segulband metal
+ dolby. Sjálvirkur plötuspilari. Verð með hátölurum
Kr. 14.869.— ST.GR. eða greiðslukjör
ITT
Skipholti 7 símar 20080 — 26800
STORKOSTLEGT TILBOÐ!
2 x 30w viðtæki með LB, MB og FM STEREO verð
m/hátölurum aðeins Kr. 5.975.— ST.GR. eða gr. kj
m é m -