Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. SELJUM I DAG OG NÆSTU DAGA af sérstökum ástæöum omega og TISSOT armbandsúr. fyrir stúlkur og drengi. Hentugar fermingargjafir. Sveinn Björnsson & Co., Austurstræti 6, Reykjavík (5. hæð). Útbod Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í gerö tJtnesvegar undir ölafsvíkurenni. Helstu magn- tölur eru eftirfarandi: Skering Fylling Grjót sía Grjótvörn Burðarlag Malarslitlag 167000 m3 176000 m3 28000 m3 105000 m3 8000 m3 18000 m3 Veguriim skal geta tekið við almennri umferð og grjótvöm lokið 1. desember 1983 en verkinu aö fuÚu lokið 1. mars 1984. Útboösgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 22. mars nk. gegn 2000 kr. skilatryggingu. Fyrirspumir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 30. mars nk. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi, merktu nafni útboðs, til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 hinn 8. apríl 1983 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Farið verður í kynnisferð á vinnusvæðið með þeim bjóðendum sem þess óska mánudaginn 28. mars nk. Lagt verður af stað frá Borgartúni 7 kl. 9.00. Reykjavík í mars 1983. VEGAMÁLASTJÓRI. Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1983 Samkvæmt f járveitingu á f járlögum 1983 verða á árínu veittir eftirf arandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka veröa veittir einn eöa fleiri styrkir en heUdarupphæö er kr. 24.000,00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 15.000,00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar aö list- grein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengiö sams konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár ganga öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til f ræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er heildarstyrkupphæð kr. 22.000,00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Mennta- málaráði, Skálholtsstíg 7 í Reykjavík, fyrir 15. apríl næstkom- andi. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningar- sjóðs að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Vélfákar, haróskeyttir knapar og áhugasamir áhorfendur á vólsleðakeppninni milli Húls og Karlsár, norðan Dalvikur. Sá sem ber númerið 8 á brjóstinu er Ingvar Grótarsson frá Akureyri. Hann var sigur- sæll i keppninni. DV-myndir: Ó.B. Th., Dalvik. Vélsleðar á fullri ferð: Rallað og spymt norðan Dalvíkur Vélsleðakeppni var haldin í nágrenni Dalvíkur 20. febrúar síðastliðinn. Keppendur voru 18 að tölu, úr Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslum og Reykjavík. Keppnin fór fram í ágætis veðri og að viðstöddu f jölmenni. Keppt var í tveim flokkum, á 65 hest- afla sleðum og stærri og minni en 65 hestafla. Famir vom tveir hringir og lagðir saman tímar úr báöum umferðum. I flokki stærri sleöa uröu úrslit þessi: 1. Ingvar Grétarsson, á Akureyri á Polaris Indi (7.43.8), 2. Karl Grand, Reykjavík á Skydoo Blizzard 9700 (7.51.8), 3. Bergsveinn Jónsson, Fnjóskadal á E1 Tiger (7.57.6). Urslit í minni flokki urðu þessi: 1. Árni Grand, Akúreyri á Polaris Indi 340 (8.23.8), 2. Jón R. Sigurjónsson, Mývatnssveit á Yamaha SRV 540 (8.27.0), 3. Gunnar Ingi Gunnarsson, Mývatnssveit á Polaris Indi 340 (8.28.0) Auk þessa var keppt í spyrnu 250 metrar á móti hallanum. Þar urðu úrslit þessi á stærri sleöunum: 1. Ingvar Grétarsson (11.7 sek), 2'. Björgvin Þórsson, Akureyri á Polaris Centron 500 (12.3), 3. Jón Ingi Sveins- son, Árskógsströnd á Polaris Indi 600 (12.4 sek). I flokki minni sleða urðu þessir knapar hlutskarpastir: 1. Viðar Eyþórsson, Akureyri á Polaris TX 440 (14.0), 2. Gunnar Ingi Gunnarsson (14.02), 3. Árni Grand (14.03). Ó.B.Th., Dalvík/JBH. Fyrstu skóflu- stungum fjölgar Mun fleiri tóku fyrstu skóflu- stungu að nýju íbúðarhúsnæði í Reykjavík í fyrra en mörg undan- farin ár. Hafin var bygging á 744 íbúðum í höfuöborginni árið 1982. Leita þarf aftur til ársins 1976 til að f inna svo mikinn f jölda. Á árunum 1977 til 1981, að báðum meðtöldum, var árlega hafin bygging á 527 íbúðum að meöaltali. Virðist því sem húsbyggjendur hafi í fyrra risið upp úr lægð. Fjöldi nýbygginga árið 1982 náði þó ekki f jöldanum á ámnum 1972 til 1976. Á þeim árum var árlega byrjaö á 862 íbúðum að meðaltali. Þessar upplýsingar er aö finna í yfirliti frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Þar kemur fram aö alls var lokið við um 41.500 fermetra íþúðarhúsnæðis í fyrra. Tæplega fimm hundrað íbúöir vora fuUgerðar í Reykjavík árið 1982. Það er svipaður f jöldi og árið á undan, 1981, en mun færri en var áárunum 1972 tU 1980. 497 íbúöir voru fullgerðar árið 1982. Árið 1981 voru fullgerðar 484 íbúðir. Á árunum 1972 tU 1980 voru hins vegar að meðaltali fullgerðar 737 íbúðir á hverju ári. -KMU. Urval býður upp á margt nýtt í sumar Ferðaskrifstofan Urval býður upp á ýmsar nýjungar í ferðum sínum í sumar. Má þar m.a. nefna Alcudia- ströndina á MaUorca og fastar ferðir tU Ermasundseyjunnar Jersey svo að eitthvaðsénefnt. Þetta kemur m.a. fram í hinum vandaöa feröabæklingi Urvals sem kom út fyrir nokkru. Þar er sagt frá þessum stöðum svo og fjölda annarra sem Urval býður viðskiptavinum sínum upp á. Finna þar vafalaust aUir eitthvað við sitt hæfi og á það jafnt við umungasémaldna. BækUnginn geta aUir fengið hjá umboðsmönnum Urvals um allt land og á aðalskrifstofunni við AusturvöH, sími 26900. Er mikUl fengur fyrir ferðamenn í þeim bæklingi því að hann er vel geröur og gefur góöar upplýs- ingar um það sem á boðstólum er hjá Urvaliísumar. -klp- TEPPAHREINGERNINGAR ÞRIFILL SF. Sími 82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.