Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 16
16'
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983.
Spurningin
Hvert er álit þitt á
vaxtarrækt?
Magnús Þór Magnússon viðgerðar-
maður: Mér finnst allt í lagi meö hana
ef hún fer ekki út í öfgar.
Sigríður Kristbjörnsdóttir húsmóðir:
Eg veit þaö ekki, ég hef ekki áhuga á
henni.
Guðlaug Lýðsdóttir skrifstofumaður:
Mér finnst þetta hálfógeöslegt, sér-
staklega hjá karlmönnum.
Ingvar Guðmundsson sölumaður: Mér
finnst þessi vöövarækt ekkert sérlega
falleg en líkamsrækt almennt hlýtur aö
vera til bóta fyrir þorra fólks.
Kristófer Gunnarsson vélstjóri: Mér
finnst sjálfsagt aö fólk þjálfi líkamann,
ef það hefur áhuga á því. ;
Sverrir Ulfsson lagermaður: Mér
finnst ósköp Íítiö til hennar koma,
þetta er ekki fyrir minn smekk.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Siguröur Orn Eiriksson, 12 óra, Kópavogi, skrrfar og skýrir frá þvi hvernig
kötturinn hans hvarf. Á myndinnimó sjé hoimiliskött isumarskapi.
Bam í Kópavogi:
„Gæfir heimiliskett
ir skotnir á færi”
Sigurður Öm Eiríksson, 12 ára, Fögru
brekku í Kópavogi skrifar:
Kisa min, tveggja ára, sérstaklega
gæf og góö, er horfin.
ADtaf má búast viö slíku en mér
finnst rétt aö vara fólk hér i grenndinni
við meö hvaöa hætti hún fór.
Laugardag 26. febrúar lá ég veikur
uppi í rúmi. Heyri ég þá einhver læti
úti í garði og lít út um gluggann. Sá ég
þá mér til mikillar furöu mann meö
byssu hlaupa hér fyrir gluggann, rétt á
eftir heyri ég og foreldrar mínir skot-
hvell. Nokkru seinna sáum við mann
fara upp í jeppa hér fyrir utan og fara
burt, koma aftur og fara. Okkur datt
nú ýmislegt í hug en kisa mín lá hin ró-
legasta hér inni í stofu og svaf. Næsta
dag, er ég einn heima smástund og má
ekki fara út, endurtekur sagan sig.
Jeppinn kemur, maöurinn veður hér
um með byssu, en nú var kisa úti í góða
veðrinu og hefur ekki sést síðan. I
skólanum heyrði ég aö fjórir kettir
heföu náöst þennan sunnudag.
Hver stendur fyrir þessu? Kisa mín
var áberandi merkt meö rauöa ól og
bjöllu, auk þess er búiö aö taka hana úr
sambandi svo aö ekki eru fressin á eft-
ir henni ef einhver héldi þaö. Kisa mín
var aldrei úti um nætur, bara nokkra
tíma á dag og fór þaö eftir veðri. Hér í
götunni er fulit af hundum og einn
þeirra gengur oft laus en enginn skiptir
sér af því. Samt er hér hundabann. Hér
eru gæfir heimiliskettir hinsvegar
skotnir á færi.
Hvers konar maður er þetta sem get-
ur verið að skjóta dýr og þaö á sunnu-
degi? Byssumaðurinn sást hér aftur í
götunni síðastliöinn sunnudag, 6.
mars, svo að ekki er hann enn ánægður
meö árangurinn. Eg held hann ætti aö
leita að villiköttum á öðrum tímum og
meö öðrum hætti.
Einar Sigurðsson, heilbrigðisfulltrúi i
Kópavogi, svarar:
Á okkar vegum vinnur starfsmaöur
að því aö halda niöri því fári sem villi-
kattaplágan er í Kópavogi. Þaö er alls
ekki ætlunin að heimiliskettir séu
aflífaðir.
Vissulega ber aö harma ef vel merkt-
ur heimilisköttur hefur veriö aflífaöur.
Ég vil þó ekki fullyrða neitt um hvers
eðlis þetta mál hefur verið. Eg vil þó
fullyrða aö starfsmaöur okkar er ekki
á höttunum eftir heimilisköttum held-
ur villiköttum og þaö er aöalmál hans
því aö margir Kópavogsbúar kvarta
sáran undan villiköttum umhverfis hús
sín. Hvaö snertir hunda þá er á næsta
leiti ný reglugerð um hundahald í
Kópavogi. En samkvæmt henni er
meiningin aö koma góðri skipan á þau
mál í Kópavogi í framtíðinni.
0
Jurtaneytandi í hegningarhúsinu Skólavörðustíg:
„Fæði sem hann fær út í hött”
Hilmar Sigurösson skrifar:
Það sem fær mig til að skrifa grein í
blaö þetta er ungur drengur sem situr í
hegningarhúsinu viö Skólavöröustíg.
Hann situr þar vegna brots síns sem ég
ætla ekki aö reyna aö réttlæta á nokk-
urn hátt. Mig langar hins vegar til að
benda á hvemig fæöi hann fær. Hann
er jurtaneytandi og fæðiö sem hann
fær er gjörsamlega út í hött fyrir jurta-
ætur.
Hann fær daglega brauð, jógúrt og
epli og fyrir kemur að hann fær grjóna-
graut. Ég spyr: Hvar eru öll mannrétt-
indin? Viö sem teljum okkur lifa í
nútímaþjóðfélagi: Á aö neyða menn til
aö brjóta niður líkama sinn og veröa
líkamlega og andlega veiklaöir? Eiga
stofnanir ekki að bæta menn? Er þetta
ekki brot á mannréttindum og
stjórnarskránni?
Mér skilst að menn megi lifa sam-
kvæmt hugsjón sinni eöa trúarbrögð-
um. Þess vegna spyr ég fangelsis-
stjóra: Hvers eiga jurtaneytendur að
gjalda? Ekki skaöa þeir neinn með
þessari hugsjón?
Mér finnst þetta vera mjög ómann-
úðlegt. Eg gæti skilið þaö ef þetta hefði
gerst fyrir hundrað árum en í nútíma-
þjóðfélagi þá finnst mér það hreint og
beint brjálæöi aö veita föngum ekki
heita og næringarríka fæöu samkvæmt
óskum þeirra. Þess vegna fer ég fram
á svar við þessari grein og vona aö fólk
geri sér grein fyrir því hversu mikil-
vægt þetta er jurtaætum.
Ef fangelsisstjóri eöa -stjórn treystir
sér ekki tU aö útbúa eina heita máltíö á
dag handa þessum manni, þá er ég
reiðubúinn til þess að færa honum
þetta fæöi sjálfur. Eg get ekki séð að
þaö geti skaðað neinn á nokkurn hátt.
Með þökk fyrir birtinguna, von um
skilning fólks og stjórnvalda og ósk um
svar og jákvæöar breytingar.
Haft var samband viö fangelsis-
stjóra en hann kvaöst ekki hafa áhuga
á aö svara bréfinu. -SGV
„í nútímaþjóðfólagi finnst mór það hreint og beint brjáiæði að veita föng-
um ekki heita og næringarríka fæðu samkvæmt óskum þeirra," segir
Hiimar Sigurðsson i bréfi sinu.
MYND Á SKJÁNUM
IDAGSKRÁRLOK
7245-3425 skrifar:
Sjónvarpið hefur tekiö upp þá
skemmtilegu nýjung að birta eina
landslagsmynd í dagskrárlok hverju
sinni. Reynir þá á greindarvísitölu
áhorfenda er þeir leggja sig alla fram
viö að finna út hvar á landinu myndin á
skjánum var tekin.
Kvöld eitt urðum viö hjónakornin
hins vegar fyrir vonbrigöum. Þar birt-
ist á skjánum mynd af ísbrjót og mátti
glöggt sjá landslag er horft var yfir
hafiö. Reyndum við aö finna bæöi nafn-
ið á skipinu og staðsetningu þess og viti
menn, textinn sem birtist var „I
hafís”? Þá var nú alveg eins hægt aö
birta: „Á sjó”. Þaö komst því aldrei á
hreint hvort okkar vann.
En þaö er mjög gaman að þessu,
enda myndirnar faUegar og vonum viö
/ hafis, já, en hvar er myndin tekin?
Það er skemmtiiegt að birta myndá
skjánum i dagskrárlok og gefa .
mönnum tækifæri tii að finna út
hvaðan hún er, segir bréfritari.
aö þessu veröi haldið áfram. Um leið
vil ég nota tækifærið og þakka sjón-
varpinu fyrir þáttinn „Frá Uðnum
dögum” sem sýndur var 26. febrúar.
Oftar mætti nota gamalt íslenskt sjón-
varpsefni, í staö þess að klína á dag-
skrána gömlum erlendum myndum
sem þóttu spennandi fyrir 30 árum en
þykja ekki í dag. Eitt enn, þýsku- og
frönskukennsla yrði vel þegin á skján-
um.