Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. Earth, Wind and Fire—Powerlight Earth, Wind and Fire er mikil hljómsveit. Allt frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðiö 1971 hefur hún veriö leiðandi hljómsveit á sínu sviði, sem er nokkurs konar bland af jazz, funk og soul og hefur notið mikilla vinsælda. Mörg eru lögin orðin sem þeir hafa gert vinsæl og allar plötur þeirra hafa selst í miklu upplagi. Þótt meðlimir hljómsveitarinnar séu ekki nema átta, þá hafa þeir alla tíð haft mikið af aðstoðarhljóðfæra- leikurum sér til aðstoðar og hef ég oft hugsað um þá sem eina alvöru ,,big-bandið” í poppinu, enda er mikið blásið í lögum þeirra og kraft- urinn mikill. Aöalmaður hljómsveitarinnar frá upphafi hefur verið Maurice White, en hann er aðallagahöfundur Earth, Wind and Fire, sér að mestu um sönginn og stjómar upptökum á plöt- um þeirra. Earth Wind and Fire hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera stórkost- leg á hljómleikum og sumir vilja halda því fram að plötur þeirra sýni aldrei allt sem þeir eru færir um. Víst er að þrátt fyrir mikla hæfiieika þeirra sem tónlistarmanna hafa síðustu plötur flokksins verið nokkuð keimlikar og í rauninni þekkir maður þá félaga yfirleitt á fyrsta tóni lags sem þeir flytja. Á þetta vel við um síðustu plötu þeirra, Power- light. Þrátt fyrir mikil gæði tónlistarlega séð sverja lögin sig nokkuö í ætt hvort við annað og í rauninni er ekk- ert lag á plötunni sem sker sig sér- staklega úr. Flutningurinn er óað- finnanlegur, en það er eins og eitt- hvert líf, sem maöur fann fyrir á EARTH, WIND AND FIRE um. Eins og þeir leika í dag virðist þeim vanta meiri f jölbreytni í útsetn- ingar og betri nýtingu í þann ógnar- kraft sem býr í þeim og kemur svo vel f ram hjá þeim á tónleikum. Það má geta þess að lokum að á meðal fjölmargra aðstoðarhljóð- færaleikara á Powerlight er einn Is- lendingur. Er það hinn ágæti bassa- leikari okkar Ámi Egilsson, sem bú- settur er í Hollywood og er þar eftir- sóttur stúdíóhljóðfæraleikari. HK. | EllenFoley—Another Breath: | í LEIT AÐ PERLUM Dagblöðin leitast við af fremsta megni að gera ástamálum fræga fólks- ins viöhlítandi skil í þar til geröum þáttum og f jölmiðlakannanir hafa sýnt að áhugi fyrir soddan fréttaefni er mikill að vöxtum og í réttu hlutfalli við frægð þeirra sem um er fjallað. Vera kann að mér hafi einhvern tíma yfir- sést smáklausa á þá leið að söngkonan Ellen Foley og Clash-istinn Mick Jones séu skilin að skiptum; alténd þykir mér það nú heldur lakara þegar mér er ljóst að svo er í pottinn búið. Forsagan er þessi: Fyrir tveimurár- um sendi Ellen Foley frá sér úrvals- plötu, Spirit Of St. Louis, sem var „pródúsemð” af ,,my boyfriend” eins og það var orðað á plötuhulstri. Þá var það ekkert leyndarmál að kærastinn var enginn annar en Mick Jones, helmingur laganna á plötunni var aukinheldur eftir þá Stmmmer & Jones. Það þarf ekki að orðlengja það að þessi plata var framúrskarandi, lögin hæfðu rödd Ellenar einkar vel og fáar plötur hafa veriö í eins miklu uppáhaldi hjá mér og þessi. Af þeim sökum var ég auðvitað að vænta fram- halds af samstarfinu, sem hafði gefið góða raun tónlistarlega séð — en með þessari nýju plötu Ellenar Foley er deginum ljósara að það er fyrir bí. Ellen Foley er að minni hyggju ein besta söngkona rokksins um þessar mundir. Hún hefur sérkennilega fall- ega og fyllta rödd sem þegar best lætur er beinlinis hrífandi; hins vegar nýtur hún sín misvel einsog vænta má og því miður sýnist mér á nýju plötunni að þar séu alltof fá lög þar sem rödd Ellenar Foley fær virkilega að njóta sín. Ogþað er synd. Þessi mjóslegna stúlka með stóm augun vakti fyrst á sér athygli sem söngkona þegar hún söng á móti Meat Loaf inn á plötu hans, „Bat Out Of Hell”. Á eftir fylgdi sólóplatan Nightout og það var ekki um að villast: í þessari stúlku sló rokkhjarta. Þetta var hratt millirokk, ákaflega fag- mannlega útsett en einhæft, og lögin áttu að því er mér fannst ekki alls kost- ar við hana. Sönnun þess að Ellen væri í raun miklu fínni söngkona fékkst á annarri sólóplötunni: „Spirit Of St. Louis. Þar var að sönnu rokkað en á miklu persónulegri, hlýlegri og mér liggur við að segja gáfulegri hátt. Nýja platan er afturhvarf til fyrstu plötunnar með nokkmm góðum undan- tekningum. Ellen semur mörg laganna í félagi við kunningja sína og tekst hvergi sérlega vel upp, Holland- Dozier-Holland og Robert Palmer eiga hvort sitt lagið, hvorugt eftirminnilegt, en perlur plötunnar eru titillagiö „Another Breath” eftir Bob Riley og „Come To Me” eftir Karen Brooks og Randy Sharp. Frísklegustu rokklögin af hraðara taginu eru „Boys In Attic” og ,Jlightline” og þætti mér ekki ósennilegt að annað hvort þeirra fengi að spreyta sig á vinsældalistunum. ,,Another Breath” er alls ekki vond plata, sjálfur hefði ég kosið að hún væri dálítið öömvísi, en Ellen Foley er alténd söngkona sem er þess virði að hlustað sé á — jafiivel þótt forsjáin sé ekki einlægt í takt við kappiö. -Gsal MIKILL KRAFTUR fyrstu plötum Earth, Wind and Fire, vanti á á Powerlight. En þrátt fyrir þetta er platan aö mínum dómi þess virði að hlustað sé vel á hana, því krafturinn er sá sami. Hvergi heyrir maður blásara betur nýtta og soundiö er sérlega gott. NÝJAR PLÖTUR Það er enn sem áður Maurica White, sem semur megniö af lögun- um og er einnig við stjórnvölinn í tæknideildinni. Ferst honum það vel úr hendi en þó er ég ekki frá því að betur hefði tekist til ef utanaðkom- andi pródúser hefði stjórnað upptök- Valsmenn fjölmennið!!! Spennan verður í hámarki. I kvöld kl. 20.30 í Höllinni ÚRSLIT í ÚRVALSDEILD VALUR - KEFLAVÍK 1 HðLLyWOOD * V Þeir styðja Valsmenn í körfunni. HITACHI 0 HITACHI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.