Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Urvalskartöflurnar þurfa bæði að vera stðrar og alveg gallalausar. „Þrisvar sinnum strangari kröfur gerðar til kartaflna í úrvalsflokki” — segir Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins „Þetta er að þróast,” sagði Gunn- laugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunar landbún- aöarins, er við spurðum hvað liði því máli að úrvals kartöflur kæmu á neytendamarkað. „Það eru gerðar þrisvar sinnum strangari kröfur til kartaflna sem flokkast eiga í úrvalsflokk en í fyrsta flokkinn. Það er meiri vinna við flokkun úrvals kartaflna og ekki vist að menn hafi sérlega mikinn áhuga á aukavinnunni meöal annars vegna þess að verðmismunur er ekki nægilegur á milli 1. flokks og úrvals- flokks að mati sumra. Annað í þessu máli er aö kartöflur í úrvalsflokki verða að fara í gegnum bragðprófun. I bragðprófun getur verið álitamál hvað séu góðar kartöflur. Það er þaö mikiö selt af siðustu uppskeru að sjálfsagt er að fara hægt í sakirnar. Þegar verið er að setja vöru á markað í fyrsta sinn er líklegt að menn vilji fara varlega. Það hafa komið fram einhverjar óskir frá framleiðendum um að kartöflur væru flokkaðar í úrvals- flokk, en ekki hafa þær verið margar.” Gunnlaugur Björnsson var einnig spurður um kartöflur í eins kílós umbúðum, hvers vegna þær væru ekki komnar á neytendamarkað, en nokkuð er um liðið síðan það var samþykkt af y firvöldum. „Það hefur tekið tíma að hanna umbúðir og pökkunaraðferðir eru aðrar með þessum nýju umbúðum. Við þurftum að breyta hér að nokkru vélakosti og hefur þetta sem sagt tekið sinn tíma. En við áætlum að kartöflur í kílós-umbúðum fari á markað í næsta mánuði. Sömu sögu er að segja um parísarkartöflur og perlukartöflur.” -ÞG „Hárvemd” er einn þátturinn í því að fólk haldi heilsu sinni og heilbrigði. Dagar hársins 1983 hófust í gær og standa fram á næstkomandi miöviku- dag. Þá daga munu hárgreiðslu- meistarar standa fyrir kynningarher- ferð, meðal annars varðandi hárgreiðslugreinina. Lögð verður áhersla á að fólk skipti við raunverulegar hárgreiðslustofur þar sem veruleg kunnátta er fyrir hendi um rétta meöferö hárs og efna. Að leita til viöurkenndra fagmanna sem reka og eiga hárgreiðslustofur er trygging neytenda fyrir góðri þjónustu. Þótt þessari kynningarherferð sé fyrst og fremst ætlað að ná til hins al- menna neytanda þá beinist hún einnig inn á við, það er að félögunum sjálfum og að stjómvöldum. Þannig verður eftir því leitað að stjómvöld reyni að takmarka svarta atvinnustarfsemi og fúsk í hárgreiðslu eins og þeim raunar ber að gera lögum samkvæmt. Telur stjórn Hárgreiðslumeistara- félags Islands að neytendur, sem leita til aðila sem stunda hargreiðslustarf- semi í heimahúsum, oft réttindalausra aðila, geti ekki verið öruggir um þjón- ustu sem svarar kröfum tímans, bæði hvað varðar meðferð hárs og efna. „Hárgreiðslugreinin sem atvinnu- grein stendur mjög vel hér á landi frá faglegum sjónarhóli séð. Félagar í Hárgreiðslumeistarafélagi Islands hafa oft tekið þátt í alþjóölegum keppnum í hárgreiðslugreininni. Hafa þeir ætíð staðið sig með mikilli prýði og margoft unnið til verðlauna. Er skemmst að minnast stórglæsilegs árangurs Sólveigar Leifsdóttur á dögunum þar sem ekki munaði nema liársbreidd að hún hreppti heims- meistaratitil í greininni.” Þetta og margt fleira kom fram hjá stjómar- mönnum á fundinum þegar herferðin var kynnt. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræöslu- og kynningamámskeið á vegum félagsins og grannt fylgst með öllum nýjungum sem varða hár- greiðslugreinina íheild. Meðan Dagar hársins standa er hárþvottur hjá hárgreiðslustofum þeim, sem em í félaginu, ókeypis. -ÞG FÖSTUDAGSKVÖLD Lampar tií fermingargjafa Verð frá kr. 298,- PASKAEGGI ÞÚSUNDATALI Á MARKAÐSVERÐI OPIÐ DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála A A A A A A □ l-Uu- Zj Elo íTlJ EjEapaa uuaj;^ lj i— ^ i—. [ZJ1—H-1 i-i l j | y, Jon Loftsson hf. □ Hringbraut 121 riHUuaiHHlíiain Simi 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRA KL. 9-12 Ráðgjafi frá MandeviHe of London verður þessa viku hér á landi á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Rakarastofan Klapparstig, sími 12725, föstud. 25. mars, laugard. 26. mars og mánudag 28. mars. AKUREYRI: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 29. mars. KEFLAVIK: Klippótek, Hafnargötu 23, simi 3428, miðvikudag 30. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.