Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Spánn: Breytmg, ekki bylting Þegar sósíalistar háöu kosninga- baráttu fyrir síðustu kosningar á Spáni, gerðu þeir það undir slag-; orðum um breytingar. Nú, þegar þeir hafa setið við völd í rúmlega hundrað daga, hafa breytingarnar í spænsku þjóðlífi ekki orðið miklar á yfirboröinu. Að ýmsu leyti má jafnvel segja, að ríkisstjórn Felipe Gonzales hafi reynst íhaldssöm. En stærsta breytingin er kannski sú, að nú situr ríkisstjóm sósíalista aö völdum, meö hreinan meirihluta þings að baki sér, og þrátt fyrir allt, virðist sem ekki muni koma til upplausnar eöa átaka milli hægri sinnaðra herforingja og ríkisstjómarinnar, sem margir ótt- uðust. Efnahagsástand 1 efnahagsmálum, hafa sósíalist- ar gengið fram af varfæmi, og hafa beitt sér fyrir aðgerðum, sem stjórn-: málamenn sem íhaldssamir teljast,1 gætu eins talið sínar. Gengi pesetans I hefur verið lækkað, bensínverð hækkaö, og rekin hörð aðhaldsstefna, í peningamálum, meðan óbeinl skattheimta hefur verið hækkuð. Þetta eru aðferðir, sem víðast hvar í Evrópu fengju sósíalista til þess að gnísta tönnum. óbreyttu hefðu Spánverjar alls ekki verið í stakk búnir til þess að ganga í Efnahagsbandalagið. F járhagsstaða þeirra. og lélegt ásigkomulag í fram- leiðslugreinum hefði gert sam- keppnisaöstööu þeirra innan banda- lagsins vonlausa. Því er það, aö ríkisstjórnin rekur stranga aðhalds- stefnu, og fjármálaráðherrann, Boyer, segir að fyrst um sinn, verði þær einar breytingar gerðar, sem kosta litla sem enga peninga. Utanríkismál I utanríkismálum, sem innan- lands, fara sósíalistar varlega. Utan- ríkisráðherrann, Moran, hallast aö nokkuð sjálfstæðri stefnu í utanríkis- málum, gagnvart Evrópuríkjunum. Hann hefur lýst því yfir að Spán- verjar geti ekki úttalað sig endan- lega um alþjóðamál, meðan þau eru einfölduö svo, að þau snúist eingöngu um spennu milli austurs og vesturs. Mest virðist spænska stjómin hafa einbeitt sér að því aö ná fram lausn- um á eldri deilumálum. Þannig vilja nú Spánverjar ræða við Frakka um vandamál, svo sem þau sem snerta skæruliða ETA. Sem og auðvitaö aðild Spánverja að EBE en frönskum vinbændum, ásamt ítölskum stéttarbræðrum þeirra, sú sem fyrirhuguö er á spænska hernum. Á tímum Franco gegndi herinn lögregluhlutverki, en nú ætlar ríkisstjómin að fækka í hemum, og gera þær breytingar aðrar sem leiða til þess að herinn verður fær um að taka það hlutverk sem honum er undir eðlilegum kringumstæðum ætlað, að sinna landvömum. Helstu herbúðir hersins hafa hingaö til verið nærri stórborgum, fjarri landa- mærunum, þar sem auðvelt hefur verið fyrir hermenn að grípa inn í ef til ókyrrðarkom. I öllum viðskiptum við herinn, hafa þó sósíalistar þurft að fara mjög varlega, minnugir þess, að allir æðstu yfirmenn hersins voru skip- aðir á tímum Franco, og flestir grun- samlegir í augum lýðræöissinna. Vamarmálaráðherrann Narcis Serra hefur þurft að rata þröngan stíg, við skipan liðsforingja í æðri stöður, þar sem hann þarf aö finna til þess menn, sem ekki eru beinlínis andstæðir lýðræðinu, en þó ekki svo frjálslyndir, að æðstu yfirmenn hersins geti ekki sætt sig við þá. Enn hefur ríkisstjórnin ekki þorað að skipa að nýju liðsforingjana sem vom reknir úr hemum fyrir það að styöja endurreisn lýðræðisins á Spáni, skömmu fyrir dauða Francos. nauðgun hefur valdið þungun, og þegar ljóst er að heilsu móður er stefnt í hættu með meögöngu. Vinnutími ríkisstarfsmanna Sú breyting, sem mesta athygli vakti, og umtal, var eflaust þegar ríkisstarfsmönnum var gert að vinna allan sinn vinnutíma, mæta stund- víslega, og segja upp aukastörfum. Á Spáni, eins og t.d. á íslandi héfur það lengi viðgengist, að menn drýgðu tekjur sínar með því aö vinna tvö störf, eöa jafnvel fleiri. Hjá ríkis- starfsmönnum varð þetta til þess að þeir flestir sinntu sínu opinbera starfi ekki sem skyldi og em til margar hryllingssögur um þá erfiöleika sem menn hafa ratað í sem hafa þurft að eiga samskipti við spænska embættismenn. Og enn má nefna að ríkisstjórn sósíalista hyggst beita sér fyrir endurskoðun á refsilöggjöfinni, sem þeir telja löngu kominn tíma til. Þjóðnýtingaráform Spænsku sósíalistarnir kalla sig ekki lengur marxíska. Og í kosninga- baráttu þeirra var ekki mikið talað um hefðbundin sósíalísk markmiö, svo sem þjóönýtingu. Þó greip ríkis- Kosningaloforðin Það er nú ljóst, að f jölda kosninga- loforða sinna hefur ríkisstjórnin ekki efnt, og litlar.líkur til þess að hún geri það. Að vísu hefur viðræðum um fulla aðild Spánar að Nato verið slegið á frest, en fáir telja að ríkis- stjómin muni segja Spán úr Nato, eins og lofað var í kosningunum. Að ofan hefur verið sagt frá því, hvernig kaupmáttur launa hefur rýmað á' stjórnartímabilinu, og aö auki er atvinnuleysi mikiö nú, 17% vinnu- færra manna hafa ekki atvinnu, og litlar líkur til þess að ástandið batni á þeim vígstöðvum á næstunni. Manuel Fraga Iribame, fyrmm ráðherra í stjómartíð Franco for- dæmir ríkisstjórnina og segir: „Hermdarverkamenn leika enn lausum hala. og nú ætlar ríkisstjórn- in að sleppa tugthúslimum út. Peset- inn rýrnar og skattar þyngjast. Þetta er breytingin sem orðið hefur”. Innri mótþrói Gonzales þarf auðvitað ekki sér- staklega að hafa áhyggjur af þvi, hvað hægri sinnaður stjómarand- stæðingur segir, en innan Sósíalista- flokksins hafa einnig heyrst gagn- rýnisraddir. Gonzales svarar þeim á MMmm Fatipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, i sæti sínu á spœnska þinginu. Hægra megin við hann situr Alfonso Guerra, varaforsætisráðherra og nánasti vinur og ráðgjafi Gonzales. , Enda hefur komið til mótmælaað-; gerða gegn ríkisstjóminni, þrátt fyrir það að samkvæmt skoðana-! könnunum njóti hún fylgis um helm- ings þjóðarinnar. En enn sem komið er a.m.k. eru slíkar mótmæla- aðgerðir hrein undantekning. Þó væri stefna ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum eflaust launafólki létt- bærari, ef til „félagslegra aðgerða” hefði verið gripið. En efnahagssér- fræðingar stjórnarinnar miða allar sínar aðgerðir við það, að draga úr halla á fjárlögum, og engar slíkar aðgerðir hafa komið til tals. I kosn- ingabaráttunni lofuðu sósíalistar því, aö kaupmætti launa yrði haldiö við. En kaupmáttur hefur verið, skertur á stjórnartímabilinu. Það er meðal annars fyrirhuguð aðild Spánverja að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, sem ræður efnahags- stéfnu ríkisstjómarinnar, því að öllu líst miður vel á það að ganga í félags- skap við Spánverja sem myndu hagnast á landbúnaðarstefnu EBE- ríkjanna. Þá vilja Spánverjar einnig leysa hið gamla deilumál við Breta, varð- andi Gíbraltar. Nýlega voru opnuö landamærin þar á milli, í fyrsta sinn ímörg ár. Hvað varðar stöðu Spánverja gagnvart Nato, hefur utanríkisráð- herrann Moran ekkiviljaöræöaþau mál formlega meðan deilur um kjamaeldflaugamar í Evrópu eru óleystar. Hann telur að spenna sú sem nú ríkir milli austurs og vesturs minnki svigrúm hans í slíkum viðræðum. Herinn Liklega er engin þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til mikilvægari eða líklegri til að draga dilkáeftirsér en endurskipulagning Varaforsætisráðherra Spánar, Alfonso Guerra hefur sagt, að um- fram allt megi stjómvöld ekki vekja andúð liinna hefðbundnu valdahópa í spænsku þjóðfélagi. Fóstureyðingar- löggjöfin Utan hersins, er hin kaþólska kirkja stærsta íhaldsaflið í spænsku þjóöfélagi. Nú liggur fyrir spænska þinginu löggjöf um fóstureyðingar, sem að vísu þykir ekki sérlega fr jáls- leg miðaö við það sem tíðkast annars staðar í Evrópu, en þó hefur heittrú- uðum kaþólikkum þótt nóg um. Það er hinsvegar eftirtektar vert, aö til þessa, hefur kaþólska kirkjan sem stofnun ekki tekið afstööu gegn frumvarpinu, þó einstakir biskupar og prestar hafi barist gegn því opin- berlega. Samkvæmt fi-umvarpinu skal fóstureyðing heimil, þar sem stjómin til þess að yfirtaka rekstur Rumasamsteypunnar, þegar ljóst var að fyrirtækið var aö fara á hausinn. Þá var reyndar löngu ljóst, að rekstur Rumasasamsteypunnar hafði verið mjög óvenjulegur, bókhald nánast ekkert, og grun- semdir um skattsvik og fals. Því er það svo, að pólitískri andstæðingar stjórnarinnar hafa ekki gagniýnt þessar aðgerðir, og spænska vinnu- veitendasambandiö hefur ekkert beitt sér gegn ríkisstjórninni. Það er enda yfirlýst markmið stjórnarinnar að eftir að rekstur fyrirtækisins hefur verið rannsakaður og því komið á réttan kjöl, skuli það áfram verða rekið sem einkafyrirtæki. Gonzales for- sætisráöherra lýsti því yfir, að það væri ekki ætlunin að nota almannafé til að bjarga einkafyrirtækjum, þó undantekning hefði verið gerð í þessu tilviki. þá leið, að ríkisstjórn hans hafi ekki lofað kraftaverkum. En henni hafi þó tekist að tryggja hið borgaralega, lýðræðislega kjörna vald ísessi. En spumingin, sem menn velta nú fyrir sér, er þessi: hversu lengi geta spænsku sósíalistamir haldið því áfram, að falla frá hefðbundnum sósíalískum stefnumálum, til þess að halda her og kirkju góðum? Vinstri vængur sósíalistaflokksins hefur þegar sýnt ókyrrð yfir ívarfærni ríkisstjómarinnar, og hún er þannig milli tveggjaelda. Bæjarstjórnarkosningar verða á Spáni 8. maí næstkomandi og þá; gefst kjósendum fyrst færi á að fella dóm sinn yfir frammistöðu sósíalista i ríkisstjórn. Sósíalistum er spáð velgengni. Til vinstri við þá eru kommúnistar klofnir, og enginn flokkur hefur helgað sér miðjuna. Þannig að útlitið er gott fyrir Gonzal- es og ríkisstjóm hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.