Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR25. MARS1983. 13 „Dönsk tímarlt ern t.d. allt að því tvöfalt dýrari hér á landl en í Danmörku enda þótt þau séu tollfrjáls, flutt til landsins með skipi og innkaup gerð fyrir allt landið í einu af Innkaupasambandi bóksala, sem ákveður útsöluverðið...” aðrir en fyrirtækin sjálf ráði verðlagningu á vöru og þjónustu”. I viðtalinu segir meðal annars, að það sé „mesti misskilningur, að frjáls álagning mundi leiða til hærra vöru- verðs. Samkeppnin mundi aukast og halda verðinu í skef jum”. Frjáls verðmyndun er án efa æski- leg en það er regin-munur á frjálsri verðlagningu og frjálsri verð- myndun. Það er frjáls verðlagning, þegar t.d. gleraugnasalar misnota frjálsa álagningu með því að bindast samtökum um verðlagningu, en það er ekki frjáls verðmyndun. Það er því engan veginn augljóst, að fyrir- tækin sjálf eigi ein að ráða verðlagn- ingu á vöru og þjónustu. Það er markaðurinn, sem á að ráða verð- lagningunni. Frjáls álagning er á nokkrum vöruflokkum. Má þar t.d. nefna bækur, blöð og gleraugu. Það frjáls- ræði hafa kaupmenn því miður misnotað með því að bindast sam- tökum um að halda uppi ákveðnu lágmarksverði, sem í sumum tilvikum er óhóflega hátt. Þetta frjálsræði hefur því ekki leitt til lægra vöruverðs og hefur útilokað samkeppni. Ef kaupmenn ætla að ná árangri í að koma á frjálsari verð- myndun, er ekki nægilegt að halda því fram í fjölmiðlum, að það sé „mesti misskilningur, að frjáls álagning mundi leiða til hærra vöru- verðs” og að „samkeppnin mundi aukast og halda verðinu í skefjum”. Þeir þurfa fyrst af öllu að sýna, að hægt sé að treysta þeim fyrir frelsinu og að þeir noti það til að stuöla að frjálsri samkeppni. Frjáls álagning skapar ekki lægra vöruverð nema því aðeins að henni séu búnar eðlilegar og nauðsynlegar aðstæður. Sú litla reynsla af frjálsri álagningu, sem fyrir hendi er hér á landi, hefur staðfest það. Eðlilegar aöstæður eru þær, að framboð og eftirspurn fái aö ráða verðlagningu en að ekki sé bundist samtökum um lágmarksverð. Nauðsynlegar aðstæður eru þær, að tryggt sé meö löggjöf, eftir því sem kostur er, að ekki séu myndaðir einokunarhringar í því skyni að halda uppi vöruverði. I löndum, þar sem frjáls verðmyndun er í hvað mestum blóma, svo sem í Bandaríkjunum er slík „andhringa- löggjöf” áhrifamikil. Misnotkun frjálsrar álagningar Þar sem kaupmenn hafa hér að framan veriö bomir sökum um mis- notkun á frjálsri álagningu, veröur ekki hjá því komist aö rökstyðja þá ásökun. Einokunaraðstaða sú, sem bók- salar hafa komið sér upp, er vel kunn. Er þar skemmst að minnast baráttu þeirra gegn því, að stór- markaður einn hér í bæ seldi bækur með lægri álagningu en þeirri, sem samtök bóksala hafðu ákveðið. Dönsk tímarit eru t.d. allt að því tvöfalt dýrari hér á landi en í Danmörku enda þótt þau séu tollfrjáls, flutt til landsins með skipi og innkaup gerð fyrir allt landið í einu af Innkaupa- sambandi bóksala, sem ákveður útsöluverðið. Fyrir rúmum tveimur árum fengust þær upplýsingar hjá Innkaupasambandinu, að heildar- álagning þeirra og bóksala væri 92%. Góð álagning það fyrir umboðssölu því aö blöðum, sem ekki seljast, má skila aftur til Danmerkur og í sumum tilvikum er nægilegt að endursenda kápuna. Frjáls álagning á erlendum tímaritum hefur svo sannarlega ekki leitt til lægra vöru- verðs né frjálsrar samkeppni. Eðlileg viðbrögð stjómvalda við slíkri græðgi væri að setja hámarks- álagningu á erlend tímarit. Til þess hafa samtök bóksala svo sannarlega unnið. Nefna mætti fleiri dæmi um það, hvemig kaupmenn hafa bundist samtökum um að halda uppi lág- marksverði á vörum, sem frjáls álagning er á, en til þess er ekki rúm í grein sem þessari. Þess í staö skal að lokum sagt frá heildsala, sem neitaöi að selja smásala ákveðna vöm vegna of lágrar álagningar hans. Heildsali neitar að selja smásala vöru vegna of lágrar álagningar Sem betur fer eru meðal kaup- manna mjög margir, sem virkilega leggja sig fram um að halda niðri vöruverði og um að brjóta niður alla viðleitni til aö halda uppi lágmarks- verði með samtökum. En þessir kaupmenn eiga ekki alltaf upp á pall- borðið hjá stéttarfélögum sínum eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Smásöluverslun hér í bæ selur tölvuspil, sem hún kaupir af heild- sala. Dag einn skömmu fyrir siðustu jól hringdi heildsalinn í kaupmann- inn og kvartaði undan því, aö hann seldi tölvuspilin of ódýrt. Sagði hann aðra kaupmenn, sem keyptu af sér þessi tölvuspil, hafa kvartað. „Tekur þú undir slíka kvörtun,” varð kaup- manninum að orði og varð heildsal- anum þá svarafátt. Það næsta, sem gerðist í málinu, var það, að þegar birgðir kaupmannsins voru aö þrotum komnar, pantaöi hann meira. Þá fékk hann það svar, að honum yrðu ekki seld fleiri tölvuspil. Kaupmaðurinn leitaði þá til verð- gæslustjóra, sem fór í málið með þeim árangri, að kaupmaðurinn fékk sina vöru og gat áfram selt hana svolítið ódýraraenaðrir og taldi sig engu að síður bera hæfilegan hagnað. Þessi saga kann aö þykja ósennileg en þeir sem ekki trúa henni eru hvattir til að fá hana staðfesta hjá verðgæslustjóra. Lokaorð Sjálfsagt er það svo um kaupmenn sem aðra, að mest ber á svörtu sauð- unum. Sú ádeila, sem hér hefur verið sett fram á kaupmenn, á vonandi ekki við um meginþorra þeirra. Sé kaupmannasamtökunum annt um aö stuðla að frjálsari verslunarháttum og að frjálsri verðmyndun, sem telja verður, ættu þeir að byrja á því að ráðast á eigin mein, þ.e. þá kaup- menn, sem misnota það litla frelsi, sem nú er til verðlagningar og þá kaupmenn, sem reyna að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni með viöskiptaþvingunum. Geri þeir þaö og takist þeim að vinna traust almennings, verður eftirieikurinn auöveldur. Að lokum skal hér varpað fram hugmynd, sem hugsanlega gæti stuðlað að bættum skilningi milli kaupmanna og viðskiptavina og aukið samstarf þessara aðila í baráttunni fyrir sem lægstu vöru- verði. Kaupmenn hafa sín samtök og reyndar tvenn. Viðskiptavinirnir hafa líka sín samtök, Neytendasam- tökin. Sá er munurinn á þessum sam- tökum að þau síðarnefndu eru fjár- vana. Hvernig væri nú að samtök kaupmanna hefðu frumkvæðið að þvi að halda viðskiptaráðstefnu kaup- manna og viðskiptavina, þar sem báðir aðilar gætu skýrt sín sjónarmiö og skipst á skoðunum? Gísli Jónsson prófessor. • „Þegar t.d. gleraugnasalar misnota frjálsa álagningu meö því aö bindast sam- tökum um verölagningu er það ekki frjáls verð- myndun,” segir Gísli Jónsson í grein sinni. fólgin að tengja sem flest og helst öll orkuveitusvæði landsins sam- an í eitt orkuveitukerfi, lands- kerfi, og virkja síðan stærri og hagkvæmari virkjanir (100—200 MW) og þá helst aðeins eina í senn. Með því að ráðast í bygg- ingu byggðah'na á sinum tíma var í raun einnig tekin ákvörðun um það að fara frekar þessa leið í virkjanamálum landsins. Eins og áður sagði eru línur, sem byggðar hafa verið hér á landi fyrir 220, 132, 66 og 33 kV spennu ætlaðar til þess að flytja raforkuna frá virkj- unum og til aðveitustöðva víðs vegar um landið. Þar er raforkan spennt niður á 6—22 kV spennu og þar hefst dreifingin. Eins og staðan er í dag er heildarlengd stofnlina á landinu um 3100 km, og þar af eru 132 kV byggða- línur824km. Hlutverk byggðahnanna, sem reistar hafa verið á undanförnum 10 árum, hefur verið að tengja saman hin mörgu orkuveitusvæði landsins, útrýma raforkuframleiðslu með ohu- rafstöðvum, og síðast en ekki síst að stuðla að betri nýtingu á nýjum virkjunum. Þannig eykst hagkvæmni þess að ráðast í stærri virkjanir, sem undantekningarlaust eru ódýrari á framleidda kWh. Eins og byggðalínukerfið er rekið í dag er aðeins eitt úttak frá hinu svonefnda Landsvirkjunarsvæði. Það er að segja, aö viöBrennimel íHvalfirði er eini staöurinn þar sem raforkan er mötuö inn á 132 kV byggðalínur. Ef bilun verður á byggðalínum veröa þeir landshlutar, sem eru lengra frá Brennimel en bilunin sjálf, meira eða minna ra&nagnslausir í mis- munandi langan tíma og keyra verður dísilvélar o.fl. með æmum til- kostnaði. Hafa raforkunotendur úti á landi ekki fariö varhluta af þessu ástandi á undanfömum ámm. Á tímum mesta álags voru flutningar inn á byggðalínur um 100 MW vetur- inn 1982—83 og fara vaxandi með ári hverju um ca 10 MW. Með þessu fyrirkomulagi er viðbúið að veturinn 1983—84 þurfi aö framleiða raforku með dísilvélum, ekki aðeins í bilana- tilvikum, heldur einnig á þeim tímum sem byggðalínur verða þungt lestaðar. Það er því ljóst, að brýn þörf er á því að styrkja flutningana á raforku frá virkjunum Landsvirkj- unar á SV-landi og út á land. Það verður best gert með Suöurlínu og hafa tæknimenn Landsvirkjunar og Rafniagnsveitna ríkisins verið á sama máh um það og að rétt tíma- setning á henni sé haustið 1983. Dreifikerfin Eins og áður var vikið að hefst dreifing raforkunnar í aðveitu- stöðvum og þá á 6—22 kV spennu með loftlínum eða jarðstrengjum. I sveitum landsins eru háspennu- dreifilínur samtals nær 7000 km langar. I þéttbýli eru mest notaðir jarðstrengir, bæði á háspennu og einnig á lágspennu. Ekki verður nánar farið út í þennan þátt raforku- kerfisins hér og nú. Rétt er þó að geta þess, að þessi þáttur vill oft gleymast í kostnaðarskiptingu og f jármögnun. Ef leggja á gróft kostn- aöarmat á hina þrjá aöalþætti raf- orkukerfisins má segja, að ekki sé fjarri lagi að kostnaðurinn við upp- byggingu og rekstur þeirra skiptist nokkuð jafnt. Það vih segja að orku- öflunin kosti 1/3 af öhu raforku- kerfinu til almenningsnota, stofn- línur l/3ogdreifikerfil/3. Staða framkvæmda við Suðurlínu I dag er búiö að festa kaup á öllu e&ii til línunnarsvo og aöveitustööva við Hóla í Homafirði og við Sigöldu- virkjua Það sem verið er að q>ara með því að skera niður 125 Mkr. í lánsfjárlögum til byggðahnufram- kvæmda 1983 er innlend vinna eingöngu, þ.e. vinna innlendra sér- fræðinga, verktaka og starfsmanna Rafmagnsveitna rikisins og Lands- virkjunar. A þennan hátt er verið aö vega aö atvinnulifinu í landinu og gera fjárfestingar í efni og öðru við Suðurlínu gagnslausar í eitt ár sem hækkar vaxtakostnað á byggingar- tímanum um rúmlega 40 Mkr. Að auki er niðurskurður úr 285 Mkr. í 160 Mkr. óraunhæfur þar eð þegar er búið að skuldbinda framkvæmdir við byggðalínur 1983 fyrir 190 Mkr. Það er því raunhæft að tala um niður- skurð á 95 Mkr. á móti því, að auka- kostnaður vegna frestunar Suðurlínu um eitt ár er vart undir 70 Mkr. ef tekiö er tillit til aukinna vaxta á byggingartíma, óhagræðis af því að stoppa verkið í ár og byrja aftur á næsta ári, svo og kostnaðar af dísil- keyrslu vegna flutningstakmarkana, bilana og eðlilegs viðhalds á byggða- línum. Um gagnsemi Suðurlínu efast ekki þeir aðilar, sem hafa unnið við það á undanförnum árum að gera ýmsar rafmagnsfræðilegar athuganir á raf- orkukerfinu með og án Suðurhnu. Ekki er kannski að búast við bvi. að 1 /i ií \J 7» ! stjómmálamenn og aðrir sem með fjármál fara eigi gott með að átta sig á nytsemd hinna ýmsu framkvæmda nema gerð sé grein fyrir þeim. Það hefur verið gert varðandi Suðuriínu, og nytsemd og gagnsemi hennar hvað eftir annað túlkuö í greinar- gerðum og bréfum frá Landsvirkjun og þó sér í lagi Rafmagnsveitum ríkisins. Niðurstöður 1. Meö tilkomu byggðalína hefur reynst unnt aö útrýma að mestu raforkuframleiðslu með ohuraf- stöðvum í landinu. Einnig hafa hin mörgu orkuveitusvæði lands- ins verið tengd saman, sem gerir stærri virkjanir enn hagkvæmari en áður. 2. Astandið í raforkuöflun lands- manna er nokkuð gott og er ekki að sjá annað en að svo verði a.m.k. næstu 2—3 ár, því á að vera óhætt að slaka á þessum þætti í ár, sérstaklega að minnka fé til framkvæmda, sem ekki komast í gagnið fyrr en eftir mörg ár. 3. Með niðurskurði á 125 Mkr. í láns- fjárlögum til byggðalínufram- kvæmda 1983 er m.a. veriö að fresta því að Suðurhna verði tek- in í notkun um a.m.k. eitt ár. Þar með er verið að fresta mikilvæg- um hlekk í stofnhnukerfinu, sem hefur það hlutverk að koma raf- orkunni frá virkjunum í átt til notenda. Einnig er það aðeins innlend vinna, sem verið er að spara í ár og fjárfestingar í efni o.fl. við línuna falla dauðar í heilt ár með tilheyrandi aukakostnaði vegna vaxta á byggingartíma og óhagræðis við f ramkvæmdir. 4. Það er ekki nóg að virkja og virkja til að framleiða raforku, ef ekki er hægt að koma henni skammlaust til notenda. Stofn- hnukerfin og dreifikerfin verður einnig að byggja upp. 5. Það er köld kveðja, sem starfs- menn raforkufyrirtækjanna fá frá stjórnvöldum á lokastigi stórrar framkvæmdar. Vitur- legra væri að slá einhverjum öör- um framkvæmdum á frest, sem styttra eru á veg komnar eða sem eru til minni nota í þjóðarbúinu. 6. Vonandi tekst ríkisstjórninni að útvega fé til þess að ljúka megi framkvæmdum við Suðurlínu á haustmánuðum 1983. Sparnaður við að fresta línunni um eitt ár er óverulegur en hins vegar frestar það því að það fjármagn, sem þegar hefur verið sett í línuna, nýtist. Einnig verður bið á þvi að notendur og aðrir njóti þess aukna öryggis og hagræðis, sem hlýst með tilkomu Suöurhnu inn á landskerfið. Steinar Friðgeirsson verkfræðingur. • „Á þennan hátt er verið að vega að at- vinnulífinu í landinu og gera f járfestingar í efni og öðru við Suðurlínu gagnslausar í eitt ár, sem hækkar vaxtakostnað á byggingar- tímanum um rúmlega 40 milljónir króna...” / L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.