Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 14
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. 14 Spurningin Ertu orðinn þreytt(ur) á vetrinum? Stefán Helgason, starfsmaður Ikea: Já, það er ég. Hann er orðinn ansij langur. i Hafdís Guðmundsdóttir, vinnur á bamaheimili: Aö sjálfsögðu. Þetta hefur verið iangur og erfiður vetur. Helga Þorleifsdóttir leiðbeinandl: Ég er orðin frekar þreytt á honum, já.: Voriðmættialvegfaraaökoma. i Guðmundur Gislason verkamaður, Neskaupstað: Nei, alls ekki. Veturinn! hefur verið mildur og góöur fyrir aust-1 an. Simon Wiium bíistjóri: Nei, nei, þetta hefurveriðgóðurvetur. j Guðrún Steinþórsdóttir búsmóðir: Já,' ég er orðin dauðþreytt á honum. Hann i hefur verið langur og leiðinlegur, sér- staklega síðan í desember. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fréttirísjónvarpi: „Hrúgur af líkum” Valgerður Helgadóttir skrifar: Fyrir nokkrum árum gaf að líta blaðagrein frá konu einni, sem átaldi sjónvarpiö fyrir aö sýna í fréttatíma myndir úr sláturhúsi. Þar var sauðfjárslátrun í fullum gangi, og kom það við hina viðkvæmu sál að sjá blessuöum litlu lömbunum slátraö. Ekki legg ég dóm á það, en tilefni þess- ara skrifa er sýning fréttamynda í sjónvarpinu á fómarlömbum villi- mannlegrar slátrunar á saklausu fólkL Það er aö verða yfirgengilegt að horfa á erlendu fréttimar. Þar virðist fátt annað fréttnæmt en það, sem er allra verst og andstyggilegast. Fólk, sem myrt hefur verið á hinn hroðaleg- I asta hátt, er að verða daglegir gestir á heimilum landsmanna. 1 gærkveldi (11. mars) birtist mynd af líkamsleif- um nokkurra manna sem skotnir höfðu verið og síðan brenndir. Fyrirbærið var myndað frá ýmsum hliðum til að við gætum sem best séð hauskúpumar og lærbeinin svo að eitthvað sé nefnt. Fjöldamorðin í Beirút hafa fengið ríflegan skammt af fréttatímum mánuöum saman. Okkur hefur veist sú vafasama „ánægja” að virða fyrir okkur hrúgur af líkum, sundurtættum og blóðugum, og iðandi flugnasvarm allt um kring. Á gamlárskvöld þegar landsmenn sátu í hátíöaskapi við skjáinn og sáu yfirlit ársfrétta, komust þeir ekki hjá að horfa á hermenn í Beirút sparka af alefli í nokkra dauöa er lágu viö fætur þeirra. Er ekki komiö nógaf svogóðu? Hins vegar virðast innlendu fréttirnar ekki vera í eins miklu uppá- haldi, ég tala nú ekki um fréttamyndir utan af landsbyggðinni. Ég sé ekki betur en þær séu oft á tíðum styttar rækilega. Lesendur i Sigurður Valgeirsson Reyndar hélt ég að sjónvarpið ætti að vera til menningarauka í staö þess að ala á sjúklegri ofbeldishneigð hjá þjóðinni. Ef einhverjir hafa gaman af aö horfa á þessar myndir, þykir mér trúlegt að það séu þeir undarlegu einstaklingar, sem brúka ýmiss konar ofbeldi gegn náunganum og þeim fer fjölgandi eins og dæmin sanna. Þessar myndir eru sjálfsagt kærkomið „fóður” handa þeim en að okkur hinum setur mikinn hroll svo að ekki sé meira sagt. Nú segir kannski einhver að þær hafi sitt fréttalega gildi, það sé aðeins verið að segja frá þvi sem er að gerast í heiminum. Það má vel vera, en því ekki að birta myndir af fómarlömbum íslenskra brjálæðinga? Er ekki óþarfi að sækja vatn yfir lækinn? Nei — líklega verður ástvinum hinna látnu hiíft viö því, en segiö mér þá annað. Þetta fóik, sem sífellt er verið að sýna okkur hvemig lítur út dautt, átti það ekki sína ástvini? Það mætti segja mér, því að þetta voru manneskjur rétt eins og ég og þú. Er eitthvað sem réttlætir það að sýna okkur sí og æ hvemig þetta fólk lítur út eftir skotárás og ýmiskonar ofbeldi? Var ekki einhver að tala um að réttast væri að banna ofbeldismyndir í videoleigum? En engum virðist það tiltökumál þó að ætlast sé til að öll f jöl- skyldan horfi á fórnarlömb þess í almennum fréttum. Ofbeldi er villimennska hvort sem leikið er fyrir kvikmyndatökuvél eða af pólitískum toga spunnið. Það er mín skoðun. Þess vegna get ég ekki setið þegjandi undir þessu öllu lengur. Ef þessu linnir ekki bráðlega, verður þulur að tilkynna: Fréttimar eru alls ekki við hæfi bama. „Tilefni þessara skrífa er sýning fróttamynda i sjónvarpinu á fórnaríömbum villimannlegrar siátrunar á saklausu fóiki, " segir Vaigerður Helgadóttir meðal annars í brófi sínu. „Dæmdur fyrir of hátt verð á ýsuflaki”: Kaupmaöur í raun að borga með fíökunum Bréf frá Kaupmannasamtökunum: Á baksiöu DV föstudag 18. mars 1983 er fréttakorn er ber yfirskrift: „Dæmdur fyrir of hátt verð á ýsu- flaki.” Af lestri greinarinnar verður naumast dregin önnur ályktun en sú, aö þar hafi kaupmaöur sá, er þar er tilgreindur, gerst sekur um að hafa vísvitandi áskiliö sér tólf af hundraði ofan á eölilega álagningu, og þannig haft ólöglega fé af viðskiptavinum sínum. Slík ályktun er hins vegar ekki rétt, og myndin, sem í fregninni er dregin, erröng. ! Mál þetta er til orðið vegna ágreinings viö Verðlagsstofnun um verðlagningu. 1 máli þessu liggur fyrir að innkaupsverð ýsuflakanna á umræddum tíma var kr. 23.65, pr. kg. en samkvæmt ákvörðun Verölags- stofnunar mátti smásöluverö þeirra vera kr. 24,10 pr. kg eða álagningin 1,9% (eitt komma níu af hundraði). Samkvæmt vottoröi Þjóðhagsstofnun- ar hefur meöikostnaöur matvöruversl- ana á árunum 1973—1981 inel. verið 17^—21,1% af útsöluverði, sem þýðir að álagning á innkaupsverð þarf að vera 21—26% til að mæta þeim kostnaði. Kaupmaðurinn lagði 14,1% á ýsuflökin og var því í raun að borga með þeim til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum þessa þjónustu. I I málinu var upplýst, að vægi ýsu- jflaka og þess fisks sem er undir verðlagsákvæðum er allmikið í vísitölu framfærslukostnaöar, en vægi þess |minnkaði á því verðtímabili sem mál þetta varðar. Osannað er í málinu aö kaupmaöurinn hafi átt kost á kaupum á lægra verði, enda sannað að út- flutningsverð fór hækkandi í dollurum, auk þess sem gengi krónunnar iækkaði gagnvart dollar á tímabilinu. Þá liggur fyrir viðurkenning Verðlagsstofnunar á því, að fiskverðs- ákvörðunin hafi ekki verið miðuð við neina ákveðna krónutölu- eða prósentuálagningu, og álit stofnunar- innar er að sala verslana á þessari vörutegund sé svo lítill hluti verslunar- rekstursins, að afar litlu máli skipti um hann, þó að álagning sé jafnvel engin. A þessi sjónarmið Verðlagsstofnun- ar vilja kaupmenn ekki fallast og telja að Verðlagsstofnun hafi meö ákvörðun sinni ekki farið að lögum, sbr. einkum 12. gr. verðlagslaga. Fyrir því var ágreiningi þessum skotið til dómstóla af ákæruvaldsins hálfu, sem prófmáli um embættistakmörk Verðlags- stofnunar. En með því sakadómur lét undir höfuö leggjast að virða fram komnar yfirlýsingar Verölags- stofnunar er fólu í sér viðurkenningu framanritaöra staðreynda, og aðrar varnarástæður, varð ekki hjá þvi komist að áfrýja máli þessu til Hæsta- réttar. Hvert stefnir íslensk pólitík? „Öll þessi litlu sérfram- boð ganga ekki lengur” 8743—4532 skrifar: Ein stærsta spumingin í dag er hvert íslensk póli- tík stefni. Fólk er búið að missa allt álit á pólitik og alþingismönnum. Ekki er það skrýtið þegar maður hugsar um hvað hefur verið að gerast í þingsölum. Þingmenn virðast áhugalausir. Þessir menn eru síðan duglegastir viö að koma þessum sljóleika yfir á andstæðinga er kosningar nálgast. Við þetta sjá Vilmundur Gylfason og kvennaframboð fram á batnandi atvinnuhorfur. Hér er þeirra tæki- færi komið til aö blekkja Islendinga. Vilmundur Gylfason stóð til dæmis upp einn daginn og gekk út úr flokkn- um, sem fætt hafði hann og alið, og lét alþjóö vita að hann yndi sér ekki lengur við slík trúðslæti sem hann líkti Alþingi við. Hann stofnaði síöan nýjan flokk, Bandalagið. Hver er ástæðan? Jú, hún er einfaldlega sú að hann var orðinn hræddur um sæti sitt á þingi þaö er ekki var víst að Alþýöu- flokkurinn myndi lifa af kosningarn- ar. öll þessi litlu sérframboö ganga ekki lengur. Ef af þeim verður og allir ná inn þingmanni verður um tugur mismunandi flokka og flokks- brota á þingi. Hver ætlar þá að mynda ríkisstjórn? Það verður gamanaðsjá. Mín lausn á málinu er sú að við veltum öllum þessum gömlu jálkum af þinginu og kjósum ungt og ferskt blóð á þing. Þá ætti að koma á tví- flokkakerfi á þingi með góðum og dugandi mönnum innanborðs. Þessi lausn er ekki í höndum þing-' manna. Nei, kjósandi góður, lausnin er hjá þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.