Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Síða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR25. MARS1983. DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. 25 íþróttir íþróttir íþrótt íþrótt íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt íþróttir „Stærsta stund í lífi mínu til þessa” ★ sagði Ríkharður Hrafnkelsson, Val, eftir að Valur hafði sigrað ÍR i úrslitum í bikamum 78:75 Þau keppa á EM Hér eru íslensku unglingarnir sem taka þátt í Evrópumóti unglinga í badminton, sem heist í Helsinki í Finniandi á mánudag. 17 þjóðir taka þátt i mótinu. tsland er i 5. riðli með Finnlandi, Sviss, Póllandi og Frakklandi. Á skirdag hefst einliðaleikur, síðan tvíliða- og tvenndarkeppni. Á myndinni eru frá vinstri: Ölafur Ingþórsson, Þórhallur Ingason, Elísabet Þórðardóttir, Inga Kjartansdóttir, Indriði Björnsson, Þórdís Edwald og Sigurður Kolbeinsson, fararstjóri. All England mótið í badminton: Þrír Danir í 8 manna úrslit „Ég vona að ég sigri, til þess kom ég. En það verður erfitt,” sagði Morten Frost, All England meistarinn í ein- iiðaleik karla í badminton, eftir að hann sigraöi Bong- park frá Suður-Afríku í gær í þessari mestu badminton- keppniheims. Keppendur frá Evrópu hafa staðið sig vel. I átta- manna úrslitin í karlaflokki komust nú fimm Evrópu- menn en þrír frá Asíu. í fyrra voru sjö frá Asíu ásamt Morten Frost, sem sigraði. I einliðaleik kvenna er hins vegar sama einstefnan og í fyrra. Þegar átta stúlkur eru eftir eru sex þeirra frá Kína, svo og Lena Koppen, Dan- mörku, og Karen Beckman, Englandi. Köppen er raðað í fjórða sætið en Beckman var ekki raðað fyrir keppnina. Hefur því leikið við sterka mótherja og komið mjög á óvart. I fyrra komst Lena Köppen í undanúrslit en féll þáúr. Morten Frost er ekki eini Daninn í karlaflokki sem staöið hefur sig veL Tveir aðrir komust í 8-manna úr- slitin. Helstu úrslit í 3. umferðinni í gær urðu þessi. Morten Frost, Danmörku, vann Joo Bongpark, Suður-Kóreu, 15— 4 og 15—10, Nick Yates, Eng- landi, vann CJien Changjie, Kína, 18-17 og 15-10, Prakash Padukone, Indlandi, vann Michel Kjeldsen, Dan- mörku, 15—3 og 15—6, Kenneth Larsen, Danmörku, vann Udom, Thailandi, 15—3 og 15—8, Jens-Peter Nierhoff, vann Misbun Sidek, Malasíu, 15-9, 5-15 og 15-10, Tian Bingyi, Kína, vann Sze Yu, Hong Kong, 15—10 og 15—2 en langmest hefur komið á óvart í keppninni þegar Kínverjinn sigraöi Icuk Sugiarto, Indónesíu, 15—8 og 15—11 í 2. umferð. Sugiarto var raðað í þriðja sætið fyrir keppnina. Þá vann Luan Jin, Kína, Gör- an Carlsson, Svíþjóð, 17—14 og 17—14 í 3. umferð í gær. hsím. Bretar, sem eru fast- heldnastir allra á gömul lög og reglur, hafa breytt reglum sinum um elstu golfkeppni heims, The British Open, til þess að einn maður geti verið með í henni. Þessi maður er Bandaríkjamaðurinn Arnold Paimer, sem nú er 53 ára gamall, en hann sigraði í breska opna mótinu 1961 og 1962. Hann er geysivinsæll meðal Breta og segja þeir að „the open” verði aldrei sama keppnin ef Palmer hætti að vera með. Hann hafði sagt að hann myndi hætta að mæta þar þegar hann næði ekki lengur að komast beint í úrslita- keppnina. Það tókst honum ekki síðast — varð í 27. sæti á Royal Troon — en 25 fyrstu frá árinu fá að fara beint í næstu lokakeppni samkvæmt hinum liðlega aldargömlu reglum The Royal and ísland — Færeyjar íblaki Island og Færeyjar leika þrjá karlalandsleiki og þrjá kvennalandsleiki í blaki hér á landi í næstu viku, 28. til 30. mars. Valdimar Jónasson þjálfar karlalið Islands en Leifur Harðarson kvennaliðið. Karlaliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Samúel örn Erlingsson, HK Jón Ámason, Þrótti Arngrimur Þorgrimsson, Vikingi Þórður Svanbergsson, IS Lárentsínus H. Ágústsson, Þrótti Sveinn Hreinsson, Þrótti Gunnar Árnason, Þrótti Sigurður Þráinsson, tS Jason ívarsson, Samhygð Þorvarður Sigfússon, IS Leifur Harðarson, Þrótti FriðbertTraustason, IS Kvennaliðið er þannig skipað: Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK Björg Bjömsdóttir, Þrótti Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, UBK Guðmunda Birna Kristjánsd., IS Auöur Aðalsteinsdóttir, ÍS Oddný Erlendsdóttir, UBK Jóhaana Guðjónsdóttir, Þrótti Máifríður Pálsdóttir, ÍS Margrét Aðalsteinsdóttir, IS Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þrótti Sigurlín Sæmundsdóttir, UBK ALDARGÖMLUM REGUIM BREYTT FYRIR PALMER Ancientgolf club. Nú hefur þessum reglum verið breytt í ár. Hér eftir fá allir sem komust í fjórða hring í keppninni aö vera meö næsta ár. Er það eingöngu gert til þess að sá gamli geti verið með. Eru Bretar mjög ánægðir með þetta og storma sjálfsagt þúsundum saman til að sjá hann og aðra þá bestu í íþróttinni keppa á mótinu í sumar. -klp- „Þetta er búinn að vera stórkostlegur vetur í alla staði fyrir okkur Valsmenn. Og þessi sigur í síðasta leik mínum fyrir Val er sá sætasti sem ég hef á ævi minni unnið. Þetta er stærsta stund í mínu lífi til þessa,” sagði Ríkharður Hrafnkelsson, Val, eftir úrslitaleikinn í bikar- keppni KKÍ, þar sem Valur sigraði ÍR 78—75 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 45—41ÍR í vil. „Við unnum alla titlana þrjá í vetur og það þarf gott lið til að ná þeim árangri. 1 þessum leik var það vendipunkturinn þegar Tim fékk sína 5. viliu. Þá vöknuðum við til lifsins,” sagði Ríkharður eftir leikinn. Leikurinn í gærkvöldi var fyrir margra hluta sakir vel leikinn af beggja liða hálfu en þó voru Valsmenn sterkari þegar á reyndi í lokin. Tim Dwyer fékk sína 5. villu strax í byrjun síðari hálfleiks og það var ekki fyrr en þá sem Vals- menn fóru að berjast fyrir sigrinum af viti. Fram að þeim tíma höfðu iR-ingar yfirleitt haft frumkvæðið í leiknum en strax og Tim fór af velli snerist blaðiö við, þvert á viö það sem margan grunaöi. Valsmenn börðust sem einn maður en iR-ingar misstu allt loft og fum og fát einkenndi leik iiðsins. Sigur Valsmanna var aldrei í hættu lokamínútumar og stórkostlegur árangur liösins í vetur var staðreynd. Þeir Rikharður Hrafnkelsson, Kristján Ágústsson og Jón Steingrímsson voru bestu menn Vals. Rikharður hittinn með afbrigðum og hélt knettinum vel í lokin. Kristján átti frábær- an leik eftir að Tim fór af velli og sama er að segja um Jón Steingrímsson, sem stóð sig mjög vel allan leikinn. Þá kom Leifur Gústafsson mjög vel frá erfiðum leik og sýndi og sannaði að hann er framtíöarmaöur hjá Hlíöarendaliðinu. Ríkharður skoraði mest eða 23 stig, Kristján skoraði 15, þar af 13 í siðari hálfleík, og þeir Torfi og Tim skoruðu 9 stig hvor. IR-Iiðið lék vel í fyrri hálfleik og leikmenn börðust þá mjög vel en í þeim síðari varð útlitið dekkra með hverri minútu sem af leiknum leið. Og það sem merkilegast var var það að þegar Tim fór út af var öll barátta úr leikmönnum liðs- ins. Pétur Guömundsson var einna bestur IR- inga í leiknum og skoraði 27 stig og að venju varði hann mörg skot Valsmanna og hirti mörg fráköst. Þeir Kristinn Jörundsson, Hreinn Þor- kelsson og Gylfi Þorkelsson komust þokkalega frá leiknum en þeir bræður lentu í miklum villu- vandræðum í leiknum og gátu því ekki einbeitt sér sem skyldi. Kristinn skoraöi 12 stig, Hreinn 14 og Gylfi 10 stig. Valsmenn lentu einnig í miklum villuvandræð- um og þess má geta að Tim Dwyer fékk tvö tæknivíti í leikhléi og hafði það sitt að segja fyrir bæðiliðin. Leikinn dæmdu þeir Kristbjörn Albertsson og Gunnar Valgeirsson og er víst best að segja sem minnst um frammistöðu þeirra í leiknum. -SK. Torfi Magnússon er orðinn nokkuð vanur því að hef ja verðlaunagripi á loft upp á siðkastið. Hann tók í gærkvöldi við öðrum bikarnum í sömu vikunni og hér er hann með bikarinn og sigurviman leynir sér ekki. DV-mynd Friðþjófur. SAGT EFTIR LEIKINN: • „Við sýndum það og sönnuðum þegar Tim fór út af að við erum bestir,” sagði Kristján Ágústsson, Val. „Ég fann það fljótlega eftir að Tim hvarf af velli að ég var að komast í gir. Við lékum vel i lokin og þegar við náðum forystu gáfust ÍR-ingar upp.” • „Við vorum baráttulausir í síðari hálfleik. Valsmenn tóku að berjast af krafti þegar Tim fékk 5. villuna. Og svo er það þetta venjulega með Pétur. Það er alltaf brotið á honum þegar hann fær boltann en ekkert dæmt. Við erum ekki með lakara lið en Valur, síöur en svo,” sagði Kristinn Jörunds- son, fyrirliði iR-inga. • ,JÞað verður að segjast eins og er að það er leiðinlegt að enda keppnis- timabilið svona. Ég er þokkalega ánægður með minn leik en maður er auövitað aldrei ánægður þegar maður tapar, sagði Pétur Guðmundsson að leik loknum. „Dvölin hjá IR í vetur hefur verið frábær og ég hef baft mjög gaman af henni. Það hefur verið mjög gott að vinna með Dooley þjálfara og yngri mennirnir í liöinu hafa mikið lært af honum,” sagði Pétur. • „A því er ekki vafi lengur hverjir eru bestir. Valsliðið hefur leikið vel í vetur og við eigum svo sannarlega skilið að hafa unnið aila þrjá titlana,” sagði Lárus Hólm, form. körfuknatt- leiksdeildar Vals. • „Ég er auðvitað mjög óánægður með að vlnna ekki þennan leik. Það kom mjög slæmur fimm mínútna kafli hjá okkur í síðari hálfleik sem gerði út um leikinn. Þá hittum við ekki úr mjög mikilvægum vítaskotum og gerðum fleiri dýrmæt mistök,” sagði Jim Dooley, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þessi leikur er stórkostleg reynsla fyrir leikmenn mína og einnig mig sjáifan. Pétur var góður i þessum leik og hann er frábær leikmaður. Þessi leikur var bæði jákvætt og neikvætt séð mikil reynsla fyrir okkur,” sagði Dooley. • „Fyrri hálfleikurinn í leiknum i kvöld sýnir það að þegar sterkustu leikmenn liðanna leika inni á þá getum viö vel unnið Valsmennina. Við iékum vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari gáfum við eftir og hættum að berjast. Það er að minu viti helsta ástæðan fyrir tapi ÍR hér i kvöld,” sagði Gylfi Þorkelsson, IR, eftir leikinn. -SK. KR varð bikarmeistari kvenna KR-ingar tryggðu sér í gærkvöldi I sigur i bikarkeppni KKt i meistara- flokki kvenna er KR-stúlkurnar sigruðu Njarðvik með 56 stigum gegn 47. Staðan í leikhléi var jöfn 23:23. Nú vann Lena Köppen þá ensku „Mér urðu ekki á eins mikil mistök núna,” sagði frægasta badmintonkona heims, Lena Köppen, Danmörku, eftir að hún sigraöi Sally Podger, Englandi, 11—6 og 12—11 á All England mótinu í gær, eftir að hafa komist í 8—3 í síðari lotunni. Fyrir sex vikum tapaöt Lena fyrir ensku stúlkunni á hollenska meistaramótinu. Meistarinn frá mót- inu í fyrra, Zhang Ailing, Kína, sigraöi Jane Webster, Englandi, 11—7 og 11—4 í gær. Átta stúlkur eftir í keppninni og í dag mætir Zhang Ailing löndu sinni Wu Dixi. Köppen leikur við Xu Rong, Kína. I 8-manna úrslitum í einliöaleik karla í dag leikur Morten Frost við Sutton, Englandi, Nierhoff leikur við Luan, Padukone við Larsen, og Bingyi leikur viðYates. hsím. Flosi með í Polar-cup — en ekki Pétur, Sfmon eða Þorsteinn Bjamason OM FRÁ SVÍÞJÓÐ ÍSLANDSMÓTIÐ Sundmeistaramótið hefst í Sundhöllinni íkvöld. S jónvarpað beint frá því á morgun í snóker Jón örn Sigurðsson varð meistari í snóker í 1. flokki íslandsmótsins, þeg- ar hann sigraði Guðjón Bragason 118— 99 á miðvikudagskvöld. Keppt var á billjardstofunni á Klapparstíg. Keppendur voru 35 og stóð mótið yfir frá 21.—23. mars. islandsmótið í meistaraflokki verður á sama stað 16.—17. apríl nk. Flosi Sigurðsson. Polar Cup karla verður að þessu sinni haldið í og við Karlstad í Svíþjóð dagana 14.—17. apríl. Þegar er búið að velja 14 manna hóp, sem hefja mun æfingar 26. mars og æfir síðan daglega þar til mótið hefst. Um páskana verður valinn sá 10 manna hópur sem leika mun á mótinu. Eftirtaldir hafa verið valdir til æfinga: Jón Sigurðsson Jón Kr. Gíslason Axel Nikulásson Rikharður Hrafnkelsson Pálmar Sigurðsson Björn V. Skúlason Jónas Jóhannesson Torfi Magnússon Valur Ingimundarson Kristján Ágústsson Hreinn Þorkelsson Viðar Þorkelsson Flosi Sigurðsson Þorvaldur Gcirsson Þjálfari liðsins er Jim Dooley og hon- um til aðstoðar Einar Ólafsson. Sem sjá má er Pétur Guðmundsson ekki I hópnum vegna túlkunar FIBA á áhugamennskureglum, en KKÍ mun fylgja því máli eftir á ársþingi FIBA nú í vor. I staðinn kemur Flosi Sigurðs- son frá Bandaríkjunum gagngert til að lelka með í Polar Cup, en hann hefur leikið meö University of Washington nú í vetur. Flosi kemur heim til ísiands nú í vikunni. Þá má nefna að Símon Ólafsson, Fram, er ekki í hópnum vegna veik- inda og að Þorsteinn Bjarnason, IBK, tók þá afstöðu í desember sl. að gefa ekki kost á sér i körfuboltalandsliðið í vetur, m.a. vegna knattspyrnunnar. Tryggvi Helgason, sundmaðurinn kunni frá Selfossi, er kominn frá Sví- Tryggvi Helgason, Selfossi. Spenna f 1. deildinni á Spáni: Fyrsti sigur Barce- lona f sex leikjum Peter Bames skoraði fyrir Betis í stórsigri á Bilbao 1 fyrsta sklpti í þrjú ár tókst Real Madrid að næla sér í stig í San Sebastian gegn Spánar- meisturam Real Sociedad á sunnudag og það RUSH HEFUR SKORAÐ MEST Welski landsliðsmaðurinn Ian Rush hjá Liverpool er nú markhæsti leik- maður 1. deildarkeppninnar I Eng-. landi. Rush, sem skoraði tvö mörk gegn Brighton á þriðjudagskvöldið, er búinn að skora 23 mörk. Liverpool á nú eftir að Icika tíu leiki í deildinni, þannig að Rush á möguleika að skora yfir 30 mörk en undanfarin ár hafa fáir leikmenn afrekaö það í Englandi. Þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörk í 1. deildarkeppninni eru: Rush, Liverpool 23 Bllssett, Watford 20 DalgUsh, Liverpool RoweU, Sunderland Latchford, Swansea Brian Stein, Luton Withe, Aston ViUa Wark, Ipswich Woodcock, Arsenal nægði Madrid-liðinu til að ná efsta sætinu á ný í 1. deildinni. Jaf ntefli varð 0—0 í hörðum leik. A sama tíma steinlá efsta liðið fyrir umferðina, Atletico Bilbao, fyrir Real Betis í Sevilla. Enski landsliðsmaðurinn Peter Barnes lék nú í annað skipti á leiktimabilinu heilan leik með Betis og stóð sig mjög vel. Skoraði fimmta markið í 5—1 sigrinum. Annað mark hans á leiktímabilinu. Barcelona vann stóran sigur á Celta í Vigo 0—4 og hefur enn möguleika á meistaratitl- inum. Fyrsti sigur Barcelona í sex leikjum og þeir Diego Maradona og Bernd Schiister léku báðir mjög vel. Francisco Carrasco skoraði fyrsta markið, síðan varnarmennirnir Jose Alesanco og Julio Alberto og framvörðurinn Miguel Alonso. Mikil spenna verður í lokaumferðunum því efstu liðin leika þá innbyrðis, m.a. Barcelona og Real Madrid í Barcelona um næstu helgi. I leik liðanna í Madrid í nóvember sigraði Barcelona 0—2. Staða efstu liða eftir umferð- inaumsíðustuhelgi. Komsjálfumsér mestáóvart Bandarikjamaðurinn Mike Nicolett varð öllum á óvart — honum sjáifum þó liklega hvað mest — sigurvegari í tíundu atvinnu- mannakeppninni á bandaríska túrnum i golfi á þessu ári. Var það í keppninni í Bat Hill í Oriando Florida, sem lauk um síðustu helgí. Nicolette, sem er 26 ára gamall, hefur aldrei áður slgrað í móti á bandaríska túrnum. Hafði hann uunið sér inn í goifkeppn- um á siðustu áram rétt um 47 þúsund dollara í ailt, en fékk fyrir sigurinn um helgina yfir 60 þúsund doliara. Nicolette og Ástralíumaðurinn Greg Norman, sem nú er kominn yfir tii Bandarikj- anna til að keppa þar, urðu jafnir eftir 72 holurnar. Vora þeir á 283 höggum en í „bráða- bana” um fyrsta sætið sigraði Nicolette strax á fyrstu holu. Bill Rogers varð i 3ja sæti á 284 höggum en þrem höggum þar á eftir og í 7. til 9. sæti komu þeir Severlano Ballesteros, Spáni, og Bandaríkjamennirnir Gii Morgan og Jack Nicklaus. -klp- þjóð til að taka þátt í islandsmótinu, sem hefst í Sundhöllinni í kvöld kl. 20. Mótið heldur svo áfram á laugardag kl. 16.45 og á sunnudag kl. 17. Keppendur á mótinu verða 137 frá 14 félögum, skráningar 340 í 24 greinar. Keppt verður fyrir hádegi í undanrás- um. Sjónvarpað verður beint frá keppninni kl. 17.30 á laugardag og er það í fyrsta sinn sem sjónvarpað er beint frá sundmóti. Allt besta sundfólk landsins verður meðal þátttakenda. Það er frá fimm Reykjavíkurfélögum — frá Isafirði, Bolungarvík, Akureyri, Akranesi, Sel- fossi, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Njarðvík og Keflavík. hsim. Þeir Merry Krimau, Metz, og Andrej Szarmach, Auxerre, eru markhæstir í 1. deildinni frönsku. Hafa skorað 20 mörk hvor. Síðan koma Vahid Halilhodzic, Nantes, og Bernard Lacombe, Bordeaux, með 17 mörk. KEPPNIFATLAÐRA — í íþróttahölinni á Akureyri Real Madrid Atl. Bilbao Barcelona Atl. Madrid 29 17 9 3 49-21 43 29 18 6 5 57-31 42 29 15 10 4 49-21 40 29 15 6 8 43-34 36 -hsím. Um síðustu helgi var haldið opið íþróttamót fatlaðra í íþróttahöllinni á Akureyri. Hátt í 30 manna hópur kom frá Reykjavík til að taka þátt í mótinu sem þótti takast mjög vel. Það var Lionsklúbburinn Hængur sem sá um framkvæmd mótsins og gaf einnig verðlaun. Úrslit urðu sem hér segir: Boccia — hreyfihamlaðir 1. Tryggvi Haraldsson IFA 2. Stefán Thorarensen IFA 3. Sigurrós Karlsdóttir Boccia — þroskaheftir 1. Kristjana Larsen HSK 2. Olafur Benediktsson HSK 3. Árni Alexandersson HSK Borðtennis — opinn flokkur 1. Hafdís Gunnarsdóttir IFA 2. Guðný Guðnadóttir IFR - 3. Elsa Stefánsdóttir IFR Lyftingar 90 kg flokkur 1. Guðmundur Guðmundsson IFR Lyftingar 82,5 kg flokkur 1. Sigurkarl Olafsson IFR Bogfimi 1. Snæbjörn Þórðarson IFA 2. Hafliði Guðmundsson IFA 3. Aðalbjörg Sigurðardóttir IFA Sveitakeppni í boccia — hreyfihamlaðir 1. A-sveit IFA 2. A-sveit IFR 3. D-sveit IFR Sveitakeppni í boccia — þroskaheftir 1. A-sveitHSK 2. A-sveit IFA 3. B-sveit IF A AB, Akureyri. Sæti geymt fyrir Robson Enski landsliðshópurinn fyrir Evrópuleikinn við Grikki 30. mars á Wembley er þannig skipaður: Peter Shilton, Southampton, Ray Clemence, Tottenham, Phil Neal, Liverpool, Alvin Martin, West Ham, Terry Butcber, Ipswich, Martyn Benn- ett, WBA, Derek Staham, WBA, Kenny Sansom, Arsenal, Mike Duxbury, Man. Utd., Gary Mabbutt, Tottenham, Sammy Lee, Llverpool, Gordon Cowans, Aston Villa, Grabam Rix, Arsenal, Ricky HU, Luton, Steve Coppell, Man. Utd., Mick Chamberlain, Stoke, Paul Mariner, Ipswich, Lutber Bliss- ett, Watford, Trevor Francis, Samdoria, Tony Woodcock, Arsenal og Alan Devonshire, West Ham. Eitt sæti er geymt fyrir Bryan Robson, Man. Utd., ef hann verður orðinn góður af meiðslum fyrir leikinn. hsím. Gomes stefnirá gullknöttinn Portúgalinn Gomes hjá Porto hefur tekið góða forustu í keppn- inni um gullknött ADIDAS. Gomes hefur skorað 27 mörk 123 leikjum í Portúgal. Annar á listanum er Ian Rush hjá Liver- pool, sem hefur skorað 23 mörk, og í þriðja sæti kemur Houtman h já Feyenoord með 22 mörk. Grikkinn Anastopoulos, sem leikur með AEK Aþena, hefur skorað 21 mark en siðan koma margir kunnir kappar með 20 mörk, eins og Luther BUssett hjá Watford, Pólverjinn Szarmach, sem leikur með Auxerre í Frakk- landi, -SOS Badmintonmót íGarðabæ Badmintomnót Ungmennasambands Kjalaraessþings var baidið fyrir skömmu f íþróttahúsinu Asgarði I Garðabæ. Þátttaka var góð og sigur- vcgarar vora úr Aftureldingu og Stjöraunni. (Jrslit urðuþessi: Einliðalcikur drengja 1. Jón Björn Friðgeirsson, UMFA (Afturelding) 2. Hörður Þórðarson, UMFA Tviliðaleikur drengja 1. Jón Gestsson/Marteinn Þórsson, UMFA 2. Jón Bjöm Friðgeirsson/Hörður Þórðarson, UMFA Einliðaleikur hnokka 1. Reynir ö. Pálmason, UMFA 2. Erlendur Kristjánsson, UMFA Einliðaleikurstúlkna. 1. Kristbjörg Jónsdóttir, Umf. Stjaman 2. Björg Pálsdóttir, Umf. Stjaman Tvíliðaleikur stúlkna 1. Kristbjörg Jónsdóttir/Björg Páls- dóttir, Umf. Stjarnan 2. Hulda Stefánsdóttir/Marin Hjörvars- dóttir, UMFA Kinliðaleikur karla 1. Kjartan Níelsson, UMFA 2. Heimir Barðason, Umf. Stjaman Tvíiiðaleikur karla 1. Steinar Haraldsson/Kjartan Nicls- son, UMFA 2. Gunnar Stefánsson/Grétar Snær Hjartarson, UMFA Hart baríst — um nafnbótina besta félagslið Evröpu Fjögur félög hafa hlotið ellefu stig i keppni ADIDAS um besta félagslið Evrópu. Það eru Aber- deen, Real Madrid, Hamburger SV ogLiverpool. Fjögur félög hafa hlotið tiu stig: Dundee Unlted, FC Nantes, Manchester United og Benfica. Juventus, Bayern Miinchen og Celtic koma með níu stig og Anderlccht og Standard Liege eru með átta stig ásamt Barce- lona. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.