Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Page 26
34 DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Einn þátttakendanna, Alfa Regina, i kunnri stellingu. Eins og aðrir keppendur vakti hún mikla athygli. Enska stúlkan Caroline Chester var gestur mótsins, ásamt Engelito Lesta, einnig frá Engiandi. Stórglæsileg stúlka, Caroline. Margar stellingar vaxtarræktarfólkslns eru hinar listrænustu, eins og þessi mynd afAldisi Arnardóttur ber með sór. DV-myndir: Loftur. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið MEÐ SPENNT- AR GREIPAR Islandsmótið í vaxtarrækt var haldið í Gamla bíói laugardaginn 12. mars síöastliöinn. Fjöldi áhorfenda fylgdist meö keppninni sem þótti hin skemmti- legasta. Keppt var í tveimur flokkum ungl- inga, tveimur flokkum kvenna og fjórum flokkum karla. Dómarar í keppninni voru John Martin, Finnbogi Helgason og Þorlákur Karlsson, svo að nokkrir séu nefndir. Vaxtarræktarfólk hefur veriö nokkuð á milli tannanna hjá mönnum og sýnist sitt hverjum um gildi þess- arar íþróttar. Sérlega er þaö áberandi í þessum umræöum, aö kvenfólk fær meiri gagnrýni fyrir þátttöku sína heldur en karlmenn. Viö í Sviðsljósinu viljum ekki dæma neitt um þetta. En við mættum i Gamla •bíói á vaxtarræktarkeppnina og fylgd- umst meö vöövabúntuöum keppend- um. Viö birtum hér nokkrar myndir af stæltum líkömum keppenda og þaö verður nú að segjast eins og er að kvenþjóðin hefur vakiö öllu meiri áhuga hjá okkur í þetta skiptið — eins og svo oft áöur. -JGH. Og hór er Caroline enn á ferð. Hjarta- ásinn í Þórskaffi Ferðamiðstöðin hefur verið með kynningu á Benidorm- ferðum sínum undanfarin sunnudagskvöld í Þórskaffi, og hafa þessi kvöld þótt hin hressi- legustu. Á meöal þeirra, sem fram hafa komið á þessum kvöldum, er Þórskabarettinn, en í honum eru nokkrir landsþekktir grin- istar. Þá hefur danskeppni kynn- ingarinnar þótt takast sérlega vel, en Guölaugur Tryggvi Karlsson hefur haldið þar um stjórnvölinn. Stóra spurningin í keppninni hefur verið: „Hver verður hjartaásinn?” Ekki vitum við hver varð hann síðasta sunnudagskvöld, en eitt var víst, margir vildu hann verið hafa. Við látum hér með ásinn út og vonum að enginn sé ren. -JGH. DV-mynd: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.