Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 31
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Föstudagur 25. mars 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guö- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 „Vegurinn aö brúnni” eftir Stefán Jónsson. Þórhallur Sigurðs- cnn lpc 15.00 Miðdegistónleikar. Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. Wil- helm Kempff leikur á píanó „Fiir Elise” / Fílharmóníusveit Vínar- borgar leikur Sinfóníu nr. 5 í c- moll op. 67; Leonard Bernstein stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvitu skipin” eftir Johannes Heggland. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka; þýddi. Anna Margrét Björnsdóttirles(7). 16.40 Litli barnatíminn. Stjómandi: Dómhildur Siguröardóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum. Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Um- sjónarmenn: Ragnheiður Davíðs- dóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýút- komnar hljómplötur. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 ICvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.10 Lög ungafólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar. a. Tokkata úr Orgelsinfóníu nr. 5 í f-moll eftir Charles-Maria Widor. Höfundur- inn leikur á orgel Saint-Sulpice kirkjunnar í Paris. b. Smálög eftir Pablo de Sarasate, Jean Sibelius, Frédéric Chopin, Richard Strauss o.fl. Gidon og Elene Kremer leika á fiðlu og píanó. c. Fagottkvart- ett í F-dúr op. 19 nr. 6 eftir Carl Stamitz. László Hara leikur með félögum í Tátrai-kvartettinum. d. Tríó í F-dúr eftir Friedrich Wil- elm Zachow. Gyula Czelényi, László Hára og Csaba Végvári leika á flautu, fagott og sembal. e. Haustljóö, Melódía og Vals eftir Pjotr Tsjaíkvoský. Daniel Shafran og Nina Musinian leika á selló og pianó. 21.40 Svipasi um á Grænlandi. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Ingólf Guðmundsson á Miðfelli í Þing- vallasveit. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Paunksónata”, smásaga eftir Hallgrím H. Heigason. Helgi Skúlason les. 23.00 Kvöldgestir — Þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni — Sigmar B. Hauksson — Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. Föstudagur 25. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk. Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Sigurveig Jónsdóttir og ögmundur Jónasson. 22.25 John Chapman snýr við blaðinu. (The Secret Life of John Chapman). Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1976. Leikstjóri David Lowell Rich. Aðalhlutverk: Ralph Waite, Susan Anspach, Pat Hingle og Elaine Heilwell. John Chapman er miöaldra skólameistari, sem finnur ekki lengur gleði í starfi sínu. Eftir deilu við son sinn ákveður hann að taka sér leyfi frá störfum. Hann hyggst leita gæf- unnar í gjörólíku umhverfi sem óbreyttur verkamaður meöal alþýðunnar. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok. 39 Útvarp Sjónvarp Útvarp klukkan 9.30 í fyrramálið: Óskalög sjúkiinga sívinsæll þáttur Veðrið Kveðjur frá sjúklingum hafa verið lesnar í útvarpi í meira en þrjátíu ár. Bjöm R. Einarsson hljóðfæraleikari hafði fyrstur manna umsjón með óska- lagaþætti sjúklinga, en það var árið 1952. Á þeim árum spilaði hann með út- varpshljómsveitinni undir stjórn Þór- arins Guðmundssonar. Um helgar var leikin lifandi tónlist, engar islenskar poppplötur voru til, en það heyrðist í danshljómsveitum bæjarins eftir hádegi á laugardögum. Bjöm hafði áhuga á að hafa umsjón meö föstum þætti í útvarpi og ræddi um það við Pétur Pétursson, sem fannst tilvaliö að Bjöm sinnti nýjum þætti. Breytingar vom litlar í útvarpi og var Pétur stundum upp á kant við kerfið. Vildi hann hafa áhrif á tón- listarvalið sem var allt í föstum skorð- um. Til dæmis sagði Pétur, í samtali við DV, aö lengi vel hafi alltaf sama lagið verið leikið á undan hádegisfrétt- um. „Síðasta lag fyrir fréttir er argentínskur tangó, Canaró og hljóm- sveit leika,” sagði Pétur án þess að hika, því að setningu þessa varð hann að segja daglega í langan tíma. Pétur hafði heyrt óskir frá hlust- endum um að ýmis lög yrðu flutt í út- varpi sem aldrei heyrðust. Hann kom þeirri tillögu á framfæri að sjúklingum gæfist kostur á að velja lög í útvarp. Þessi uppástunga náöi fram að ganga. En svo sagði Pétur: ,,Seinna runnu á mann tvær grímur vegna þessarar þáttatillögu, þegar Halldór Laxness hafði það um tónlistarval sjúklinga að segja, að liklega væri aldrei neinn lag- viss maður lagður inn á sjúkrahús ef marka mætti tónlistarsmekkinn.” Sjúklingaþátturinn náði miklum vinsældum, Ingibjörg Þorbergs tók viö af Bimi, þá Bryndis Sigurjónsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og lengst af Kristín Sveinbjömsdóttir sem las kveðjur sjúkiinga í 15 ár og Ása Finnsdóttir á sama tíma, annan hvem þátt. Lóa Guðjónsdóttir er nú umsjónar- maður óskaiagaþáttar sjúklinga sem er sendur út á laugardagsmorgnum og hefst klukkan 9.30. Lóa tók við þættin- um í nóvember á síðastliðnu ári, en hún hefur starfað á tónlistardeild Ríkisútvarpsins síðastliðin 4 ár. Bréf koma frá öllúm sjúkrahúsum á Pétur Pétursson útvarpsþulur átti hugmyndina að óskalagaþætti sjúklinga fyrir rúmum þrjátiu árum. landinu, en þegar þátturinn hóf göngu sína vom það einungis langlegusjúkl- ingar sem sendu kveðjur. Flest bréfin komu þá frá Vífilsstöðum, Kristnes- hæli og Reykjalundi. Nú berast marg- ar kveðjur sem jafnvel aðstandendur sjúklinga senda einnig. Lóa sagði að aldreikæmustailarkveðjumar sem þættinum bæmst hverju sinnL Hún hefur beðið fólk um að stytta kveðjurnar og að gleyma ekki að dag- setja bréfin, því að eftir dagsetningu komast þau inn. Það er þó stundum breytilegt hve fljótt bréfin berast út- varpinu eftir að þau eru póstlögð. Fer það eftir því hvaðan þau em send. Lóa kom með þá hugmynd að óska- lagaþættir sjúklinga ættu að vera tveir í viku hverri. Annar þátturinn væri með kveðjum frá sjúklingum, en hinn tiiþeirra. Þá má til gamans geta þess að í spjalli við Pétur Pétursson, sem átti hugmyndina að sjúklingaþættinum, kom hann með tillögu að þætti sem ef til vill mun einhvem tíma hef ja göngu sína í útvarpi. Sagöi Pétur að þátturinn mætti heita „Skip mitt er komið að landi”. Um- sjónarmaður hans myndi þá fara um borð í eitt millilandaskip í viku hverri, ræða þar við áhöfnina, fá ferðasögu hjá henni og jafnvel leika lög af nýj- ustu plötum sem hún hefði keypt í síð- ustu ferð. Þessir þættir gætu án efa verið iíflegir og við landkrabbamir myndum verða einhvers visari um at- vinnu þessara manna og ýmislegt sem ber fyrir augu þeirra í erlendum höfn- um. -RR Björa R. Einarsson hljóðfæraleikari, fyrsti umsjónarmaöur óskalagaþátta sjúklinga. Lóa Guðjónsdóttir, núverandi ums jónarmaður óskalagaþáttarins. Meðánótunum — útvarp klukkan 17.00 ídag: Umskíðamót á ísafirði og öryggistæki íbílum Allir reyna aö vera með á nótun- um; þáttur Ragnheiðar Davíðs- dóttur og Tryggva Jakobssonar, Meö á nótunum, hefst í útvarpi klukkan 17.00 ídag. Fluttur verður stuttur pistill frá kennara á Akureyri, Braga Berg- mann, sem hefur sýnt umferðar- málum mikill áhuga. Sagt verður frá landsmóti skíða- manna á Isafirði sem haldiö verður um páskana. Rætt verður við lög- regluna á Akureyri um tilstandið vegna þessa móts, en hún tók ný- lega þátt í alþjóðlegu lögreglumóti á Italíu og stóð sig frábærlega vel aðsögnRagnheiðar. Þá verður einnig rætt um öryggistæki sem nauðsynlegt er að hafa í bílum, svo sem sjúkratösku og slökkvitæki. Æöi menn í iang- ferð um páskana geta þeir án efa fengið einhverjar ábendingar við aðhlustaáþáttinn. -RR John Chapman skólameistari — sjónvarp klukkan 22.25 íkvöld: Breytt lífsviðhorf Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1976 er á skjánum í kvöld kl. 22.25 og ber heitið John Chapman snýr við blaöinu (The Secret Life of John Chapman). John Chapman er 50 ára gamall skólameistari meö doktorsgráöu og aðrar viðurkenningar úr heimi há- skólaborgara. Eftir deilu við Andy, son sinn sem vill hætta háskólanámi, fer Chapman að hugsa um eigið líf og lifs- viðhorf. Hann tekur þá ákvörðun að taka sér leyfi frá störfum um tíma, yfirgefa sitt velskorðaða líf og leita gæfunnará öðrum vettvangi. Hann fær sér fyrst verkamanna- vinnu og síðar vinnu við matreiðslu á skyndibitastað þar sem hann kynnist Wilmu, óskólagenginni konu og verður ástfanginn af henni. Hvort þessi tvö, með mjög svo ólíkan bakgrunn, eiga samleið er svo önnur saga. Efni myndarinnar ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvort það er ánægt með lífið og tilveruna og ef ekki hvað er til úrbóta. Aðalhlutverk eru í höndum Raiph Waite, Susan Anspach, Pat Hingle og Elaine Heilwell. Leikstjóri: David Lowell Rich. -RR. Veðríð: Á Norður- og Austurlandi verður ncröanátt með dálitlum éljum fram eftir degi, lægir og léttir heldur til með kvöldinu. Sunnan- og vestanlands verður bjart veður fyrri hluta dagsins en þykknar upp í kvöld og fer jafnvel að snjóa, heldur dregur úr f rosti. Veðrið hér og þar: Klukkan 6 í morgun: Akureyri snjókoma —5, Helsinki aiskýjaö 0, Kaupmannahöfn léttskýjað 2, Osló skýjað 1, Reykjavík léttskýjað —1, Stokkhólmur frostrigning 0, Þórs- höfn léttskýjað — 1. Klukkan 18 í gær: Aþena skýjað 15, Berlín skýjað 9, Chicagó snjó- koma —2, Feneyjar rigning 11, Frankfurt rigning 8, Nuuk skaf- renningur —6, London skýjað 5, Luxemborg rigning 5, Las Palmas léttskýjað 20, Mallorca þokumóöa jl5, Montreal skýjað —8, París rigning 4, Róm skýjað 15, Malaga jléttskýjað 10, Vín skýjað 12,’ Winnipeg snjókoma 0. Tungan Sagt var: Fundi var frestað, þegar málinu hafði verið gerð skil. Rétt væri: Fundi var frestað, þegar málinu höfðu verið gerð skil. (Ath.: skil höfðu verið gerð.) Gengið NR. 58 - 25. MARS 1983 KL 09.15 Etngingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 21,050 21,120 23.232 1 Sterlingspund 30,754 30,856 33,941 1 Kanadadollar 17,144 17,201 18,921 1 Dönsk króna 2,4502 2,4583 2,7041 1 Norsk króna 2,9206 2,9303 3,2233 1 Sœnsk króna 2,7940 2,8033 3,0836 1 Finnsktmark 3,8518 3,8646 4,2510 1 Franskur franki 2,9027 2,9124 3,2036 1 Belg. franki 0,4407 0,4421 0,4863 1 Svissn. franki 10,1826 10,2165 11,2381 1 Holionsk florina 7,7447 7,7704 8,5474 1 V-Pýskt mark 8,7032 8,7321 9,6053 1 ítölsk líra 0,01460 0,01465 0,01615 1 Austurr. Sch. 1,2357 1,2398 1,3637 1 Portug. Escudó 0,2159 0,2166 0,2382 1 Spánskur peseti 0,1547 0,1552 0,1707 1 Japansktyen 0,08900 0,08929 0,09821 '1 írsktpund 27,491 27,583 30,341 SDR (sórstök 22,7457 22,8213 dráttarróttindi) - Simsvari vegna gengisskráningar 22190. Tollgengi fyrir mars 1983 SKÓiameistarinn er leikinn af Ralp Waite. Hann snýr við biaðinu, hættir skólastjórastörfum á miðjum aldri og fær sér vinnu við annað. Bandarikjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Seensk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissneskur franki Holl. gyllini Vestur-þýzkt mark (tölsk llra Austurr. sch Portúg. escudo Spónskur peseti Japanskt yen Irsk pund SDR. (Sérstök dróttarróttindi) USD GBP CAD DKK NOK SEK FIM FRF BEC CHF NLG DEM ITL ATS PTE ESP JPY IEP 21,040 31,055 17,192 2,4522 2,9172 2,8004 i 3,8563 2,9133 0,4437 10,1569 . 7,8455 8,7354 0,01457 1,2417 0,2147 0,1552 0,08768 I 27,604 22,7487

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.