Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL1983. Runólfur Guðjónsson hélt sýnikennslu í Síðumúlanum. i vólarhúsi bílsins er riðstraumsrafall fmá einnig setja i mælaborðið) sem framleiðir nægiiegt rafmagn fyrir öllþau tæki sem á myndinni eru. Allt fór igang samtimis. DV-mynd Bj.Bj. Orkustöð á hiólum Neytendur Neytendur Neytendur HVAÐ GETUR KVÖLDVORRÓSAROLÍAN GERT FYRIR ÞIG? Reynið sjálf og dæmið. Fæst / öllum helstu matvöruverslunum og sérverslunum með ho/lustumat. Heildsölubirgðir. ELMARO HF. s#m/ 21260. „Ég held að þetta tæki sé það eina sinnar tegundarogþað haf i aldrei áður verið hægt að nota bíl til að framleiða rafmagn með sama árangri,” sagði Runólfur Guðjónsson rafvirkjameist- ari og plastbátaframleiðandi. Hann hélt smásýnikennslu hér í Síöumúlanum á færanlegu rafstöðinni „Auto Arc” sem fyrirtæki hans Flug- fiskur suður í Vogum flytur inn. Riðstraumsrafallinn (alternator) er áströlsk uppfynding sem borist hefur víða um heim. „Fyrsti vísirinn að tækinu var framleiddur handa bændum í Ástralíu, sem höfðu ekkert rafmagn úti á víðavangi. Með frekari þróun hefur útkoman orðið þetta tæki, sem hægt er að tengja í hvaöa bíl sem er, einnig báta og traktora.” Rafallinn er í vélarrúmibílsRunóIfs og framleiöir 3 kw orku. Runólfur tengdi nokkur rafmagnstæki við „altematorinn” og allt fór í gang, hraðsuðuketill, sög, borvél og fleiri tæki. Orkustöð á hjólum hlýtur að vera notadrjúg við viðgerð á biluðum og straumlausum bíl fjarri manna- byggðum. Runólfur tók fram að það væri hægt að rafsjóöa hluti í bílnum sem rafallinn væri tengdur í. Hafi menn svo rétt tæki við höndina, er ekkert mál að fá sér heitan kaffisopa meðan á rafsuðu og annarri viðgerð stendur. Riðstraumsrafallinn kostar um Borgarnes: Fyrsti samningur á milli launþega- og neytendaf élags Borgarfjarðardeild Neytendasam- takanna var stofnuð fyrir réttum fimm árum. Var það fyrsta félagsdeild samtakanna sem stofnuð var utan Andrés önd á Akureyri Andrésar andar leikamir hefjast á Akureyri í dag ef veður leyfir. Þetta em miklir skíðaleikar ætlaðir bömum. Reiknaö er með að um 400 börn taki þáttí leikunum. Leikarnir hef jaa með athöfn í Akur- eyrarkirkju klukkan átta í kvöld. Ganga þá börnin f ylktu liði f rá Lundar- skóla aö kirkjunni undir nöfnum heimasveita sinna. Fyrir göngunni fara lúðrasveit og fánaborg. Sjálf keppnin hefst svo á morgun og verður líka á föstudag og laugardag. I keppn- inni taka þátt börn sem eru 12 ára og yngri. Keppt er í öllum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Vinningur í elsta flokknum er réttur til þátttöku í Andrésar andar leikum í Noregi á næsta ári. Reiknað er með um 340 aðkomubörn- um á Akureyri á meðan leikamir standa. Auk þess koma um 100 farar- stjórar og eflaust eitthvað af foreldrum. Það verður því mikið um að vera á Akureyri næstu dagana. DS Reykjavíkur. I dag em deildimar 14 alls. Á aðalfundi Borgarfjarðar- deildarinnar sem haldinn var 10. apríl sl. kom fram í skýrslu stjómar að félagið hafði á árinu 1982 afskipti af nokkrum kvörtunum frá neytendum. Á árinu var mikil áhersla lögð á fræðslu- og upplýsingastarf. Haldin vom nám- skeið um neytendamál í samvinnu við Menningar- og fræöslusamband alþýðu og stéttarfélögin á svæðinu. Gefin vom út f réttabréf þar sem birtar voru greinar og ýmsar upplýsingar, meðal annars verðkannanir. Á 30 ára afmælisdegi Neytendasamtakanna, sem var í síðasta mánuði, hélt Verka- lýðsfélag Borgamess aðalfund sinn og samþykkti þá samstarfssamning á sviði fræðslumála við Borgarfjarðar- deild Neytendasamtakanna. „Þetta er merkur áfangi í sögu neytendastarfs hér á landi, þar sem þessi samningur er sá fyrsti sem gerður er milli launþegafélags og neytendafélags og markar því vissulega tímamót.” Svo segir um þennan samning í fréttabréfi Borgarfjarðardeildarinnar (1. tbl.1983 6. árg.). Þar segir ennfremur. Vonandi er þessi samningur þó aðeins byrjunin á samstarfi milli neytenda- og verka- lýðsfélaga, því að vissulega hafa þessi félög verk að vinna í sameiningu. Helgina 9. og 10. apríl var haldið námskeið í Borgarnesi um neytandann og opinbera þjónustu á vegum þessara samstarfsaðila. -ÞG tuttugu þúsund krónur að sögn Runólfs Guöjónssonar. -ÞG ^Vxal'ð dvJtS^opa- a' u\ 20-30 r •úíwas ,09^" ^Tm*"**** löVt«' \\\a«A' Viosa" (\^asia’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.