Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þegar Zia ul-Haq hershöföingi tók völdin í Pakistan meö byltingu, sem gerö var undir slagoröinu „Fair play”, sætti meirihluti þjóöarinnar sig viö valdatöku hans, eftir að hann haföi lofað því að halda kosningar innan 90 daga. En þaö loforö var gefið fyrir nærri sex árum síöan og enn hafa engar kosningar veriö haldnar. Og hershöföinginn er orðinn óvinsælasti leiötogi sem Pakistanir hafa nokkru sinni átt. Þá sjaldan sem hershöföinginn nefnir kosningar núoröiö, er það ætíð meö því fororði aö ekki sé unnt aö halda frjálsar kosningar nú þar sem þær myndu ekki leiða til „jákvæðrar niðurstööu” undir þeim kringum- stæöum sem nú rikja. Hvaö Zia ul- Haq varöar þýöir „jákvæð niður- staöa” þaö að pakistanski þjóöar- flokkurinn (PPP) fái ekki stuðning. Pakistanski þjóöarflokkurinn var flokkur Zulfiqar Ali Bhutto sem var forseti þegar Zia ul-Haq gerði bylt- ingu áriö 1977 og sem Zia lét taka af lífi á hæpnum forsendum tveim árumseinna. Nú er málum svo komið í Pakistan aö allir viröast hafa gefiö upp vonina um aö Zia ul-Haq fari frá völdum ótilneyddur. Talsmaöur Hreyfing- arinnar fyrir endurreisn lýöræðisins (MRD), sem er fylking átta ólíkra stjórnmálaflokka, segir aö allar lýö- ræðislegar leiöir séu nú lokaöar og, tómt mál sé aö tala um aö endi veröi bundinn á þessa langlífustu her- stjórn í sögu ríkisins, án blóðsúthell- inga. Línudans Zia ul-Haq hefur sýnt þaö á valdatíð sinni að stjórn hans er lífseig. Á valdatíö hans hefur hann ekki hikaö við aö svíkja og banna alla þá stjórnmálaflokka og öll þau stjórnmálaöfl sem á einhvem hátt, einhvern tímann hafa virst geta ógnaö valdastöðu hans. En hann hefur einnig tryggt völd sín meö því að skipa liðsforingja úr hernum til starfa innan embættismannakerfis- ins og jafnvel til starfa í meiriháttar einkafyrirtækjum. Embættismaöur í Islamabad, ónefndur aö sjálfsögöu, segir aö líkt og í austur-evrópskum ríkjum hafi Zia nú skipaö menn, sér trygga, í allarmikilvægustustööuríríkinu og herinn stjómar nú flestum lykil- þáttum samfélagsins. Nú finnast jafn vel liösforingjar í dómarastétt. Þessi aðferð Zia ul-Haq viö aö tryggja sér völd er alveg ný í Pakistan. Fyrri hershöfðingjar hafa ætíö látiö embættismannakerfiö í friöi og aldrei skipt sér af rekstri einkafyrirtækja heldur. En þessi þróun hefur einnig leitt til þess, aö sögn margra pakistanskra stjórnarandstæöinga, að herinn er ekki neinn her lengur. Vegna stans- lausrar valdaaukningar Zia, þannig aö liðsforingjar einbeita sér að því að komast í velborgaöar stööur utan hersins, stöður sem gefa á einn eöa annan hátt mikla tekjumöguleika, hefur hemum veriö gjönspillt Pakist- önskum andófsmönnum ber saman um að herinn sé nú ekki fær um að verja Iandið komi til stríös. Og þeir nefna sérlega hættuna frá Sovétríkj- unum í því sambandi, en ekki Indlandi, en það er viö indversku landamærin sem meginhluti pakist- anska hersins er staösettur þrátt fyrir ástandið í Afghanistan. Oánægja innan hersins er mikil, sérlega meðal lægra settra foringja. Og talsmaöur Hreyfingar fyrir endurreisn lýöræöisins segir að stefni beinlínis í uppgjör milli hers og þjóöar en að í slíkum átökum muni stór hópur ungra liðsforingja skipa sér gegn yfirherstjórninni. Tálsýn Utan frá séö virðist sem ró ríki í Pakistan og ekki aö sjá mörg merki um óánægju. En þó hafa öfl andstæð stjórn Zia ul-Haq tekiö saman höndum og lagðar eru áætlanir fyrir mótmælaaögeröir gegn stjóm- völdum. Þaö er ljóst að nú þegar er pakistanskt þjóðfélag klofið djúpt og ólíkir hagsmunahópar finnast hvar sem er. Þessi klofningur er mjög djúpstæöur. Fyrst og fremst er þar að finna stéttaátök sem hafa ágerst þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um jafnrétti og samúö meö hinum fátæku og illa settu í þjóðfélaginu. Þá má nefna átök milli trúarhópa, þ.e. sunni- og shiamúslima, en sunni- múslimar eru í meirihluta innan Pakistan. Átök milli þessara hópa hafa leitt til fjölda uppþota í Karachi síðustu vikur og mánuöi, og kostaö mannslíf, þó ekki sé vitað meö vissu hve mörg. Stjórnvöld hafa ekki viljað gefa slíkar tölur upp en óopinberar heim- ildir í Karachi hafa nefnt allt að 40 látna. En tilraunir hemaöaryfirvaldanna til þess að beita íslamskri trú fyrir sig, í löggjöf, hafa einnig kostaö það aö til átaka hefur komiö meö hópum innan sunnimúslimahreyfingarinn- ar. Þessi átök standa um mismun- andi túlkun á Kóraninum og það hvemig skal unnið aö því að gera Pakistan aö íslömsku ríki. Ógn við ríkisheildina En alvarlegust er óeiningin milli hinna ýmsu landshluta og þaö er hún sem herforingjamir óttast mest og einnig bandalag andstööuflokkanna MRD. I stefnuskrá sinni hefur MRD þegar bent á þetta og þar segir m.a.: „Undir herlögum á tímum stjórnar Yahia Khan hershöfðingja kom að því að Austur-Pakistan sagöi sig úr ríkisbandalaginu. Nú ógnar herlaga- stjórnZia ul-Haqenn Pakistan.” Nánast öllum fréttaskýrendum ber saman um aö þetta sé alvarlegasta hættan sem blasir viö yfirvöldum í Pakistan nú. Liösforingjar í hernum eru aö langstærstum hluta frá Punjab og hin ótvíræða valdastaöa þeirra innan ríkisstjómarinnar hefur valdiö mikilli óánægju í Baluchistan og í Norðvesturhéruöunum. Þaö er einmitt í þessum hémðum sem flóttamennirnir frá Afghanistan setj- ast að og þaö hefur leitt til illvilja, ekki einasta gagnvart flótta- mönnunum, heldur einnig gagnvart ríkisstjórninni sem af pólitískum ástæðum hefur tekið flóttamönn- unum opnum örmum og veitt þeim ýmsan viðurgerning sem íbúar svæð- anna hafa aldrei notiö. Benazir, dóttir A!i Bhutto, situr ístofufangelsiiKarachi. Zia ul-Haq, hershöfðingi og forseti Pakistan. Zuifiqar Ali Bhutto, fyrrum forseti Pakistan, sem Zia lét taka af lífi 1979. Flóttamannavandamálið hefur einnig valdið stjórnvöldum óþæg- indum á annan hátt. Með sér hafa flóttamennirnir tekið mikiö magn vopna sem nú hafa komist í hendur annarra hópa, jafnt fylgjandi sem andstæöra stjóm Zia ul-Haq. Menn hafa jafnvel giskað á að allt aö þrír fjóröu hlutar þeirra vopnasendinga sem ætlað var aö fara til Afghanistan hafi komist í hendur hópa múslimskra ofsatrúarmanna sem styöja stjóm Zia. Þaö væri varla f jarri lagi aö ætla aö stjómvöld heföu þar átt einhvem hlut að máli. Þessir hópar em aö sönnu fámennir en mjög ofstækisfullir, samkvæmt öllum fréttum. Hluti vopnanna hefur einnig hafnaö hjá hinum ólíku ættbálkum sem búa á landamærasvæöunum í Norðvesturhéruðunum og í Baluchistan. Vopnaburöur var al- mennur meöal þessara ættbálka fyrir en nú hefur þeim m.a. áskotnast eigiö létt stórskotaliö. Eins og pakistanskir andófsmenn benda á er Zia nú aö reyna aö kúga vopnaö fólk. Þaö gæti sannarlega leitttilátaka. Zia ul-Haq hefur ekki látiö sér nægja aö banna öll pólitísk samtök. Pólitískum föngum f jölgar stööugt í Pakistan og hafa verið nefndar tölur um allt aö 3400 fanga sem haldið er vegna andstööu viö stjórnvöld. Frægust allra þessara fanga er án efa Benazir, dóttir Ali Bhutto, en hún situr í stofufangelsi í Karachi og nýlega var dómurinn yfir henni framlengdur um þrjá mánuði. Benazir kom nýlega fram sem vitni í pólitískum réttarhöldum í Karachi og í vitnisburöi sínum gagn- rýndi hún stjórnvöld harölega. Hún er enn hörð í afstööu sinni gegn stjóm Zia ul-Haq þó aö þess sé vand- lega gætt að gagnrýni hennar komist ekki á almannavitorð. Þessi innanríkisvandamál í Pakistan hafa áhrif út fyrir landa- mæri ríkisins. Þannig hljóta þaö að vera slæmar fréttir fyrir þjóðfrelsis- baráttumenn í Afghanistan, hvílík óvissa ríkir í þessu eina ömgga hæli sem þeir hafa átt til þessa. SAMHELDNI RÍKISINS ÓGNAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.