Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRÍL1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaflurog úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarrítstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarveröá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. , Kurteisleg umbúðagerð Kosningabaráttan hefur verið kurteisleg, ef miðað er við fyrri tíma, þegar málgögnin gengu berserksgang í til- búnum uppljóstrunum, óheiðarlegu skítkasti og vondum ljósmyndum af frambjóðendum andstæðinganna. Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Þjóðviljinn og önnur málgögn eru að vísu sneisafull af áróðri, sem er yfirleitt ómerkilegur, en sjaldan beinlínis óviðurkvæmi- legur. Að þessu leyti fer kosningabarátta batnandi með hverju tækifæri, sem gefst. Um leið hefur minnkað áhugi frambjóðendanna á þess- um áróðri í eigin málgögnum. Hann er stundaöur með hangandi hendi, enda telja áróðursmenn réttilega, að vettvangur málgagnanna sé ekki hinn heppilegasti, sem völer á. Frambjóðendur leggja mesta áherzlu á sjónvarpið sem áróöurstæki. Hápunktar kosningaundirbúningsins felast í vinnu fyrir sjónvarpsþættina, sem sýna andlit frambjóð- enda. Önnur undirbúningsvinna hverfur í skugga s j ónvarpsundirbúnings. Alþjóðleg reynsla sýnir, að sjónvarpið er ekki miðill til að koma skoðunum á framfæri, heldur persónum. I sjón- varpi er torvelt að selja stefnu eða afrekaskrá, en auðvelt að selja meintan persónuleika frambjóðenda. Stundum mistekst auglýsingastofunum. Barnið fór að gráta, þegar það hélt, að Steingrímur ætlaði út úr sjón- varpstækinu inn í stofu. Og menn hlógu, þegar þeir sáu Guðmund í gömlum frakka að kofabaki. En kannski var þar gáfumannafélagið að verki. Yfirleitt tekst sérfræðingunum þó að láta líta svo út, sem frambjóðendur séu góðviljaðir. Þar með næst sá árangur, sem mögulegur er í sjónvarpi, þegar frambjóð- endur eru ekki meiri bógar, meiri landsfeðraefni, en raun erá. I þessari sölu á persónum verður kosningabaráttan að keppni auglýsinga- og fjölmiðlamanna um nýjar og betri umbúðir. Innihaldið skiptir sáralitlu máli, enda er það nánast ekki neitt í miklum hluta kosningasjónvarpsins. Frambjóöendur segja okkur, hvað þeir'vilja okkur vel, á hversu ótal mörgum sviöum þeir vilja umbætur. Sumar ræöurnar eru eins konar efnisyfirlit óskhyggjunnar. En þær segja okkur ekkert um fyrirhugaðar aðgerðir eftir kosningar. Einstaka sinnum þykjast frambjóðendur gera sérstak- lega vel og segjast geta fundiö peninga til að fjármagna góöviljann. En almenna reglan er samt sú, að talað er um góðverkin eins og þau kosti ekki túskilding með gati. óskhyggjuruglið bylur á daufum hlustum vaxandi fjölda kjósenda, sem sættir sig ekki við slíka meðhöndlun. Þess- ir kjósendur vilja vita, hvernig góðverkin verði fram- kvæmd, hvaðan peningarnir eigi að koma og hvaðu áhrif þetta hafi á önnur sviö. Þeim finnst ekki nóg að heyra, að til dæmis til vega- gerðar og íbúðalána eigi aö fara peningar, sem nú séu látnir í annað. Þeir vilja vita, hvað þetta „annað” sé og hvað gerist á þeim póstum við slíka millifærslu fjár- magns. Frambjóðendum á að vera kunnugt um, að þessir kjós- endur eru til og að þeir valda því, að verra en nokkru sinni fyrr er að spá um úrslit kosninga. Þeir vita þetta af skoðanakönnunum og af heimsóknum sínum á vinnustaði kjósenda. Sums staðar á vinnustöðum hafa kjósendur spurt í þaula og ekki tekið undanbrögð sem svar. Þess vegna eru vinnustaðafundirnir merkasta nýjung kosningabarátt- unnar. Smám saman geta slíkir fundir afklætt frambjóð- endur úr umbúðunum og þvingað þá til að leita að inni- haldi, þótt það hafi ekki tekizt enn. Jónas Kristjánsson. Sú sérkennilega staöa hefur kom- iö upp aö eitt framboð til alþingis — Kvennalistinn — hefur þurft aö verja nokkru af tíma sínum og kröftum í að útskýra tilveru sína. Þegar nánar er aö gáö er þaö þó eðlileg afleiðing af stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þær þurfa sífellt aö vera aö útskýra eitt og annaö: Hvers vegna þær vinni úti, hvers vegna þær vinni ekki úti, hvers vegna þær leggi í langskólanám, hvers vegna þær leggi ekki í lang- skólanám, hvers vegna þær séu aö berjast fyrir hærra kaupi, hvers vegna þær séu ekki að berjast fyrir hærra kaupi! Nú, þegarkonurvilja fara aötaka þátt í stjómmálum, bara af því þær em konur er viö því aö búast aö sami söngurinn upphefjist. Hvaö eiga kon- ur sameiginlegt? Við þekkjum þetta allt. Ekki síst þegar veriö er reyna aö etja saman heimavinnandi konum og útivinnandi konum. Flestar konur þekkja hvort tveggja af eigin raun og em orönarþreyttará söngnum. Hingað til hefur ekki þótt neinn sérstakur mannkostur aö vera kona. Meö tækniframfömm svo sem þvottavélum, frystum mat, ryksug- um, ódýrum, tilbúnum fötum og upp- þvottavélum þykir ekki einu sinni duga að vera góöur kvenkostur leng- ur. Konur horfast nú í augu við áleitna spurningu: Hvaða hlutverki eiga þær aö gegna í þjóðfélagi fram- tíðarinnar? Náttúran hefur séö flest- um konum fyrir verkefnum meöan þær em á bameignaraldri og konur hafa engan veginn skorast undan því, heldur rækt það af stakri sam- viskusemi eins og annað sem þeim er falið. En þær hafa tekið eftir því að ýmislegt vantar upp á aö þeim sé gert kleift aö sinna þessu hlutverki. Eins og ástandiö er í augnablikinu er eiginlega skilyrði fyrir aö geta veriö ástrík, heimavinnandi móöirannaö- hvort aö eiga eiginmann sem hefur langt umfram meöaltekjur, eöa þræla fyrirvinnunni út 14—24 tíma á dag og vera auk þess svo hund- heppinn aö eiga í ömggt leiguhús- næöi aö venda. Og allir þekkja Kjallarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson tryggja bömum sínum ömgga dag- vistun. Samt heldur fólk áfram aö reyna aö leysa öll þessi mál, aö tryggja fjölskyldum sínum nægar tekjur, öruggt húsnæöi, ala börnin upp eftir bestu getu og tíma og tryggja þeim góða gæslu meðan báöir foreldrar em viö vinnu. Það er staðreynd aö 70% giftra kvenna vinna úti. Þessar konur eiga flestar böm, en lítinn ef nokkum rétt á barnagæslu. Til þess aö leysa vandamál einnar f jölskyldu þarf mikla útsjónarsemi , f jármála- vit, skipulagsgáfu, hugkvæmni og samviskusemi. Vandamál fjöl- skyldna þarf konan oft aö leysa ein, þau em hennar mál. Og hún leysir þau mál sem henni em falin. Viö hvaö em þeir „háu herrar” (leiöin- leg lýsing en sönn) á Alþingi hrædd- ir? Hvers vegna vilja þeir ekki konumar í liö meö sér þar eins og A „Við hvað eru þeir „háu herrar” (leiðin- ^ leg lýsing en sönn) á Alþingi hræddir? Hvers vegna vilja þeir ekki konurnar í lið með sér þar eins og annars staðar?” ástandið þar. Nú, eöa bíða meö barneignir þar til búiö er að sjá til þess að fjölskyldan sé komin í eigið húsnæöi og að einföld laun dugi til aö standa undir afborgunum. Þeim kosti fylgir þó sá galli aö fæst heimili standa undir skattbyröi af tvennum launum meö einum launum. Sjálf- sagt væri hægt aö finna einhverja niðurtalningarleiö til aö mæta þessu vandamáli, en ætli fólk yrði ekki orö- ið afhuga bameignum eftir allt um- stangiö? Ekki spurt um vilja Hvergi er spurt um vilja fólks. Vilja feöra til að umgangast böm sín, vilja mæðra til að nýta þá menntun eöa starfsreynslu sem þær hafa aflaö sér, vilja beggja foreldra til að skipta meö sér verkum og annars staðar? Varla getur ástandiö versnað. Skyldu þeir vera hræddir um eitthvað annaö en hag þjóðarinn- ar? Sætin sín kannski? Ekki lán út á nöfn barnanna Konur eru nú reiöubúnar til aö bjóða fram liösinni sitt viö heimilis- reksturinn á þjóðarbúinu. Þær em reiðubúnar til aö bæta þessu starfi ofan á önnur störf sem þær þegar sinna. Konur eru vanar vinnuálagi og ef vinna kvenna væri reiknuð í mannárum eöa stööugildum kæmi án efa ýmislegt athyglisvert fram. Konur eru uppfullar af nýjum hug- myndum, úrræðum sem aldrei hafa veriö notuð, því miður. I fjármálum vilja þær fyrst og fremst að skyn- Helgi H. Jónsson og „pólitíska deildin” á Morgunblaðinu Margir hafa orðið til þess á undan- förnum árum að benda á þá breyt- ingu sem varð á islenskri blaða- mennsku, þegar Dagblaöið sá dagsins ljós. Þá var úr sögunni ein- okun misjafnlega heiðarlegra flokks- blaða á íslenskum blaðamarkaöi. DV hefurfylgt þessari stefnu. Síöan hafa sum þessara blaða reynt að bregöast viö vaxandi út- breiðslu Dagblaðsins og nú DV með því að reyna að breiða yfir flokks- litinn og þykjast vera óháð og heiðvirð fréttablöð. Þarna ber fyrst að nefna Morgunblaöiö. önnur flokksblöð eru að því leytinu til heiðvirðari en Mbl., að þau draga ekki dul á að þau eru flokksblöð. Þau reyna ekki aö leyna því aö þau hræri saman fréttum og flokkspólitík. Að þessu leyti er til dæmis tjóðviljinn heiðarlegri en MbL A Þjóðviljanum kannast menn við hvaö þeir eru og þykjast ekki vera annað. Oheiöarleiki Mbl. í þessum efnum er dag hvem ljós öllum sem vilja sjá, en skýrast kemur hann þó fram þeg- ar kosningar eru í aðsigi. Þá tekur póltíska deildin á Mogganum öll völd affréttadeildinni. Einn þátturinn í þessu er að Helgi H. Jónsson Morgunblaðiö er þessa dagana i miklum eltingaleik við fram- bjóðendur annarra flokka en Sjálf- stæðisflokksins, sem reynt er að hrdkja út í hom með yfirheyrslum um einstaka málaflokka. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja ef menn gætu treyst því að orð þeirra væru ekki tekin og slitin úr samhengi og notuð til þess að reyna að sverta þá. Frambjóðendur Samtaka um kvennalista hafa til dæmis orðið rækilega f yrir baröinu á þessari sér- stæðu fréttamennsku Morgunblaðs- ins. _ Skipun frá pólitísku deildinni Fyrir fáum dögum gerðist það svo að í mig hringdi einn ágætur blaða- maður á Morgunblaðinu og sagði að sér hefði verið faliö að forvitnast um afetöðu mína til vamar-, öryggls- og utanríkismála. Ég spurði á móti — hví þessi skyndilegi áhugi Mbl. á af- stöðu minni í þessu efni og engu öðru. Ja, sagði blaðamaðurinn hikandi, það kom um þetta skipun frá pólitísku deildinni. Meö öðrum orðum — á hinu heiövirða frétta- blaði, sem Mbl. þykist vera, þegar það er að mikla ágæti sitt í augum íslenskra blaðalesenda, er það pólitíska deildin sem stýrir frétta- deildinni. Hver er tilgangurinn? Er hann sá að koma á framfæri á hlutlausan máta skoðunum pólitískra andstæðinga? Auðvitað ekki — hann er sá og sá einn að slíta úr samhengi orð andstæðinga til þess að geta svert þá í augum kjósenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.