Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Qupperneq 42
42 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Er vínbann besta lausnin? Mannskæð drepsótt herjar á Evrópu, milljónir manna veröa henni aö bráö, sumir láta lífiö firrtir viti sínu og giftu, sumir tærast upp og harma þann dag er ógæfan ruddist inn í til- veru þeirra, en alia sem hún snertir meö hræðilegum fingri sínum særir hún voöalegu sári, unga sem aldna, karla semkonur. Hvað tekur nú eyöiþjóöin unga til ráöa, svo aö hún megi sneiða hjá þess- ari alþjóða hremmingu? Er ekki lík- legt aö Islendingar setji niöur vopnaða eftirlitsmenn í hverja höfn til þess aö fylgjast meö feröum landa sinna og útlendinga, aö þeir beri ekki meö sér hingaö í eyríkiö hinn voðalega sjúk- dóm? Er ekki líklegt aö ríkisstjórnin og Alþingi, gervallt embættismannakerf- ið, einstaklingar og félagasamtök taki höndum saman um aö bjarga þjóöinni og þá einkum og sér í lagi hinni ung- bornu tíö frá glötun? Er ekki líklegt aö sérhver Islending- ur sem ann sínu fólki leggi allt í sölum- ar sem hann hefur aflögu til þess að framtíöin verði ekki þrúguð skuggum hins geigvæna böls? Pestin erkomin En þessi drepsótt, þessi sjúkdómur, er raunverulega til og hann hefur geis- aö um löndin öldum saman, hann hefur fyrir löngu borist hingaö tii lands og lagt aö velli margan góöan drenginn, sundraö heimilum, eyöilagt vináttu, tortímt lífshamingju — þessi sjúkdóm- ur er áfengisbölið. Ég held að þjóðir Vesturlanda myndu neita allra bragða til þessa að bæla niður neyslu áfengis og tóbaks, ef þessi nautnalyf væru aö koma fram á sjónarsviöiö og mönnum væri ljós sá háski sem þeim fylgir. En því miður virðist of seint aö grípa til hinna breiðu spjótanna núna, skaðinn er skeöur, við verðum aö lifa meö þessum háskalyfj- um og reyna aö draga sem mest úr tjóninu með hyggilegu forvarnarstarfi. Bannerbesta lausnin Súluritið sem þessari grein fylgir sýnir hvaöa vopn gefur besta raun í orrustunni viö áfengisböUð. Þaö er vínbann, algert og undantekningar- laust vinbann. Það var reynt hér á landi frá 1. janúar 1915 og fram í nóvember 1917. Þetta súiurit tekur af alian vafa um aö allsherjar vínbann keyrir niöur áfengisneysluna meö þjóðinni þó svo aö aldrei sé hægt aö útiloka hana meö öllu, vegna þess aö hugvitssamir menn og konur munu finna leiðir til þess að brjóta þetta bann meö einhverju móti. Þaö er tiska að draga upp kátlegar myndir af dögum vínbannsins. Viö heyrum sögur af ofstækisfuUum sýslu- mönnum ríöandi um héruö með kaskeiti embættisvaldsins á höföi í linnulausri leit að bruggtækjum tU aö mölva og bruggurum til þess aö fleygja í dýflissur. Auövitað eru þessar sögur færöar mjög í stUinn svo sem vera ber meö gamansamri söguþjóö, en viö skulum hlýða eitt andartak á aöra rödd — þaö er enginn annar en Jón Sigtryggsson sem hefur orðið, sá maður sem einna gerst hefur þekkt til afbrotamála á þeirri tíö: ,,Árin 1916 og 1917 var því enginn islenskur maöur settur í fangelsi fyrir glæp eöa gróft afbrot. Fólk er beöiö aö festa þetta í huga. AFENGI ísland IMrtti r* Þessi umræddu ár eru líklega einstök í sögu íslenskra fangelsismála. Og hver er orsökin? Hún er tvímælalaust sú ein, aö þessi ár er landið „þurrt”. Þaö er algert bindindi í landinu — og aðeins þau tvö ár í sögu landsins.” Samk væmisklæ ddar vobeiður En hafi þetta bindindisskeið í sögu íslenskrar þjóðar veriö fagurt, þá var þaö lika aUtof stutt. 1 nóvember 1917 kom læknabrennivíniö til sögunnar, 1922 komu Spánarvínin, 1935 héldu brenndu drykkirnir innreiö sína og 1954 komu vínveitingahúsin. Gangi tímans veröur ekki við snúiö, áfengi og tóbak, þessar samkvæmisklæddu vo- beiður mannlifsins hafa tekið veislu- stjómina í sínar hendur, þær eru hrók- ar aUs fagnaöar hvar sem þær koma og þaö er ekki einu sinni til umræöu að varpa þeim á dyr, því hvað yröi þá um glauminn? Hvaö yrði þá um gleðina? Og þó — eru þessar vobeiður í raun- inni ómissandi tU þess aö fólk geti gert sér glaöan dag? Viö hér drengirnir í Dægradvöiinni skruppum á laugar- dagskvöldiö á baU í nýja Gúttó þar sem fjöldi karla og kvenna var kominn saman tUþess aðdansa,hlæja og njóta þess aö vera til og þaö sterkasta sem þama var framreitt held ég að hafi verið kaffisopinn sem hann Gunnar Þorláksson gaukaöi að mér mUU dansa. Islenskir umgtemplarar voru aö halda upp á aldarf jóröungs afmæli þess félagsskapar, en viö skulum gefa okkur á tal viö þrjá sem þama voru, Pál Sigurösson, Þóru Olafsdóttur og Asu Jörgensdóttur og forvitnast um viöhorf þeirra tU málanna. AFENGISNEYSLA A MANN MIOAO VIO 100 IU1 1(90 l(9J 19« 1901 1910 I9IJ 1930 |9JJ I9JÖ 1915 1044 19SC IS65 •9bO Í9AJ 1970 1974 Þetta súlurit sýnir hveraig áfengisneyslan dalaði þegar vínbannið var í gUdi. Hefði þaö verið tslendingum farsæl- ast aö halda fast i bannið? Er of seint að taka i taumana núna? „Hér er skemmti- legt að vera” —segir Páll Sigurðsson, sem þó hefur tvisvar sinnum dottið í það „Jú, ég hef tvisvar dottiö í þaö”, sagöi Páll Sigurðsson og kímdi við minninguna. „Ég var þetta 15—16 ára og ég dó í bæði skiptin! En svo gekk ég í Hrönn, sem heyrir undir IUT, ungtemplararegluna, og síðan hef ég ekki drukkið deigan dropa áfengis.” — Höfðu foreldrar þinir einhver áhrif á það að þú gekkst í bindindi? PáU Sigurðsson datt í það tvisvar sinnum og dó í bæði skiptin, en nú er hann kominn í regluna og unir sér vel. Mynd BH. „Nei, ekki nein. Ég efast um aö þau hafi vitað um þaö sem á undan var gengiö. En þaö var félagi minn einn og bernskuvinur sem hafði kynnst bindindishreyfingunni og hann kom mér í þetta svona í róleg- heitunum. Síöan fór ég aö starfa inn- an bindindishreyfingarinnar sjálfur og komst aö raun um aö þetta er virkilega skemmtUegt.” — Skemmtilegt segiröu, en varla hefurðu samt nægilega reynslu af hinu úr því aö þú dóst í bæöi skiptin? Langar þig aldrei tU aö detta í það aftur og s já hvemig þér lUcar? „Ojú, kannski stundum! Maður hugsar kannski sem svo aö nú sé vert aö prufa þetta og s já hvers maöur fer á mis, en ég óttast nú aö sá sopinn gæti oröiö upphafið aö einhverju meiru. Að minnsta kosti er hættan fyrirhendi.” — En finnst þér nauðsynlegt að vera í svona samtökum til þess að drekka ekki? „Ekki beinlinis nauösynlegt, og þó — það er aldrei aö vita. En þetta eru skemmtileg samtök og hér á ég mína kunningja og vini. Staöreyndin er sú aö langflestir sem hér em aö skemmta sér í kvöld þekkjast vel innbyrðis — þetta er oftast sami hóp- urinn. Þaö ber viö aö ég fer á aðra skemmtistaði, árshátíðir og þess háttar, en hér finnst mér skemmti- legastaðvera.” — Ertu hlynntur vínbanni? ,^Nei, ég held að bann myndi ekki gera gagn, þaö myndi aöeins gera áfengisr.eysluna enn eftirsóknar- verðari og leiða tU heimabruggs og vandræðaástands.” Æskan kunni vel aö meta skemmtiatriðin og kunni bara almennt vel að skemmta sér án áfengis. Mynd BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.