Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG RITSTJÓRN SÍMI 84611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 \ | I \ í DAGBLAÐIЗVISIR 110 TBL. — 73. og 9. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1983. Togarinn Sjóli RE18: r TEKINNI LANDHELGI Lögregluvörður um skipið Togarinn Sjóli RE 18 var tekinn aö ólöglegum veiöum út af Garöskaga síö- degis í gær. Færöi varðskip Landhelg- isgæslunnar togarann til Hafnarfjarð- ar þar sem lögreglan tók á móti hon- um. Fyrirhugað var aö hefja rannsókn í máli togarans í morgun, lægju öll gögn fyrir. Þaö var um klukkan 16 í gær sem áhöfnin á TF-Rán, þyrlu gæslunnar, varö vör feröa togarans. Þyrlan var stödd yfir Miðnessjó, vestur af Garð- skaga, þegar sást til Sjóla aö veiðum um 20 mílur innan svæöis þar sem veiö- ar eru aöeins leyföar togskipum undir 39 metrum aö lengd. Sjóli var, sem kunnugt er, styttur á sínum tíma niöur fyrir þessi mörk, en vegna vélastæröar er honum ekki taliö heimilt aö veiöa á umræddu svæöi. Áhöfnin á Rán reyndi strax aö hafa samband viö togarann en hann svaraöi ekki. Var þá varðskipinu Þór, sem statt var skammt undan, gert viövart og færöi þaö Sjóla til hafnar í Hafnar- firöi. Þar tók lögreglan á móti togaran- um og var staðinn lögregluvöröur viö hann í nótt og í morgun. Málið hefur veriö kært til bæjar- fógetaembættisins í Hafnarfiröi. Var gert ráö fyrir aö rannsókn þess hæfist kl. 10 í morgun ef tilskilin gögn heföu borist fyrir þann tíma. -JSÍj Lögreglan var á vakt viö Sjóla, þar sem hann lá bundinn íHafnarfiröi imorgun. DV-mynd GVA. Tvöfalt lokunargjald og fyrirvaralausar lokanir Um 20 aðilar í Grundarfiröi fengu tvöfalt lokunargjald á síöasta raf- magnsreikningi, jafnvel þó aldrei hafi komið til lokunar hjá þeim. Raf- magnsveiturnar leggja lokunar- gjaldið á þá sem ekki hafa greitt raf- magnsreikninga tveim dögum eftir að farið er aö auglýsa lokun vegna vangoldinna reikninga. Asgeir Þór Olafsson rafmagnsveitustjóri í Stykkishólmi sagði í samtali við DV aö þá þegar væri kominn kostnaöur vegna lokunar. Talsverðrar óánægju hefur gætt vegna þessa í Grundarfirði og meö harkalegar innheimtuaðgeröir Raf- magnsveitunnar sem hefur lokað fyrir rafmagn fyrirvaralaust, hafi reikningarekkiveriðgreiddir. JBH — sjá nánar á bls. 2 Hestamótinhafin — sjá bls.4 Víkurbæjar- keppninígolfí Sigurðursetti vallarmet — sjá íþróttir bls. 20-21 Blóðprufan hargPálibitli — sjábls.37 Sænskirbílar vinsælir ÍN-Ameríku - sjá erl. grein bls. 10 Grílltíminnað rennaupp — sjá neytendur bls.6-7 Kynsjúkdómurinn AIDS: Hvað gera Blóðbankinn oglandlæknir? — sjá lesendur bls. 17 • Erfittaðgera góðagrínmynd — sjá bls.31 Sagðistheita Ingólfur — sjá Sandkom bls. 31 . Byggðastefna ískák — Dægradvöl bls. 34-35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.