Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
, ERTU
FLODHESTUR?
Skapgerö manna birtist mjög
greinilega í skákstíl þeirra rétt eins
og skapgerö rithöfunda opinberast
almenningi í skáldverkum þeirra.
Tal, Bent Larsen, Botvinnik,
Kasparov — hver þessara manna
hefur sinn sérstaka stíl, svo ótrúlega
meitlaðan og skýran, og hann er
lykillinn aö lyndiseinkunn þeirra,
hafi menn á annaö borö áhuga á því
að kynna sér hana frekar og mér
hefur alltaf fundist skemmtilegt að
sjá hvemig nákvæmlega sama yfir-
bragð einkennir jafnan skákir Bent
Larsens, skrif hans um skákir og
skákmálefni og reyndar viömót
mannsinsalls.
Islenskir skákáhugamenn hafa
löngum fengist við að flokka menn
eftir skapgerö og styrkleika, og þó aö
þessi flokkun sé hvergi nærri einhlít
er hún bæöi fróðleg og bráöskemmti-
leg og læt ég til gamans fylgja nokk-
ur alkunn atriði þessarar þjóðlegu
sálfræöigreiningar hér á eftir.
Flóðhestarnir
Flóöhestar eru bara flóðar eru þeir
menn kallaöir sem aldrei ná því al-
mennilega að komast upp úr eðjunni,
ef svo mætti segja; þeir klóra i bakk-
ann árum saman, sækja mót og
æfingar og tileinka sér hrafl í byrjun-
um og endataflstækni en komast
samt aldrei almennilega upp á bakk-
ann þar sem aðrir sitja. Flóðhestana
skortir vissa snerpu, sem er bráö-
nauðsynleg í keppnisskák, þá vantar
oft hnitmiðun í miðtaflinu og skiln-
ingur þeirra á sjálfri herfræði skák-
listarinnar er alltof grunnfær. Þaö er
til siös að skúta flóða og hafa þá í
skimpi, en það er ámælisvert því að
þessir menn eru unnustar skákgyðj-
unnar ekkert síöur en hinir þótt ekki
hafi þeir erindí sem erfiði.
Ýsurnar
Ýsur eru þeir skákmenn kallaðir
sem tefla jafnan yfrið gætilega,
sneiða hjá höröum sviptingum og
sækja mjög í jafnteflisfarvegi gagn-
vart sterkum andstæðingum. Ysum-
ar eru hægfara mjög, þær leitast við
að þoka peðakeöjunum áleiðis og
foröast iöulega uppskipti í lengstu
lög og það er borin von að ýsa fórni
manni fyrir sóknarfæri eða betri
stöðu. Vsumar þykja oft vandaðir
menn en frekar leiðinlegir og það má
nærri geta hve dauflegt þaö er að
tefla gegn þeim, enda draga þeir
óspart ýsur sem það hlutskipti
hreppa og af því er nafngiftin dregin.
Sá er reginmunur á flóðhestum og
ýsum að þeir fyrrnefndu ylja jafnan
botnsætin en ýsumar ná oft að mjaka
sér með leiðindunum uppeftir stiga-
töflunni svo að lítið ber á, en sjaldn-
ast hreppa þær þó sigursætin.
Járnhausar
Jámhausar eða járaskallar eru
þeir skákmenn nefndir sem búa yfir
meiri þrautseigju og seiglu en aðrir
og stundum er eins og bókstaflega
ekkert bíti á þessa einkennilegu
manntegund, ekki einu sinni ellin, og
það er vel því að oftast em þeir aldri
orpnir og gamalreyndir í fræðunum
aö sama skapi. Járnhausunum
bregður ekki við neitt, hvorki góðar
fregnir né slæmar, þeir eru
þéttingsgóðir skákmenn en s jaldnast
afburðamenn. Járnhausunum hættir
til að tefla lokaðar stöður og þungar
og lenda þarafleiðandi iðulega í
tímahraki, en það er mesta furða
hvað þeir sieppa oft fyrir hom á siö-
ustu minútunum. Járnhausamir era
ekki allra, þeir hugsa ýmislegt en
segja fátt, snússa sig og fara með
kviðlinga þegar best lætur, njóta
vissrar virðingar yngri manna og
þykja oft eflast með áranum.
Hákarlar
Hákariarnlr eru bardagafúsir
menn, harðvitugir og miskunnar-
lausir í höggorrustum kóngssóknar-
innar. Þeir leika yfirleitt mjög hratt
og ákveðið, leita linnulaust að veik-
leikum andstæðinganna, fóma
gjarnan liði fyrir sóknarfæri og loft
er ævinlega lævi blandið þar sem
hákarlar sitja að tafli. Hákarlar era
manna slyngastir í hraðskákum en
mega sín oft lítils gegn lærðum og ró-
lyndum andstæðingum sem draga úr
þeim höggtennurnar með hægðinni
og herpa síöan að þeim öryggisnetið
hægt og bítandi og þá koma brellur
hákarlanna fyrir lítið. Þetta er ekki
sérlega geöfelld manntegund að
allra dómi og margir efast um dýpri
skilning þeirra á skáklistinni. Þeir
eru oft hranalegir í viðmóti og berja
klukkuna af meiri harðýögi en gott
þykir á mótum.
Pappírstígrisdýr
Pappírstígrisdýrin kunna skák-
fræðina öllum mönnum betur, þau
lesa nærfellt hvert snifsi sem út er
gefiö varðandi skák og bera kennsi á
flestar stöður sem upp hafa komið i
skákum meistaranna á liðnum ára-
tugum og það eina sem þau vantar
verulega er hæfileiki til þess aö moða
úr ailri þekkingunni sem þau hafa
viðað að sér. Þau eru dáh'tið ófrjó og
hljóta stundum hroöalega útreið
fyrir framlegri mönnum, en í krafti
kunnáttu sinnar tekst þeim yfirleitt
að hreiðra um sig á efra helmingi
stigatöflunnar. Pappírstígrisdýrin
eru kurteisir menn og tillitssamir
eins og iærdómi þeirra sæmir, þeir
eru góðgjarnir menn og hjálpsamir
og taka oft að sér aö leiðbeina lakari
keppendum á mótsstað án þóknunar.
Fleiri dæmi væri gaman að tína til
úr skáksáifræðinni en þessi upptaln-
ing verður að duga að sinni og getur
nú hver maður hugsað fyrir sig hvort
heldur hann muni veröa flóðhestur
eða járnhaus, ýsa eða pappírstígris-
dýr!
Gamia kempan síunga, Benóný Benediktsson, hreppti öldungaverðlaun mótsins og tefldi oft listilega. Hér etur
hann kappi við ungan Hólmara, Björgvin Áskelsson aö nafni, en Jóhann Þórir horfir hugsandi á viðureignina.
Byggðastefna í skák
Góð byggöastefna — hvað er nú það?
Það er sú vænlega byggðastefna í skák
semJóhann Þórir JónssnogSkáksam-
band Islands hafa bryddað upp á og
gengur mest út á það að gefa skákunn-
endum hvarvetna um byggðir landsins
tækifæri til þess að leiða saman hesta
sína, kynnast hver öðram í drengilegri
keppni og gleðjast saman að loknum
mannvígum. Þetta er holl og góð
byggðastefna og vitrir stjómmála-
menn eiga að taka hana sér til eftir-
dæmis hið snarasta, því ekkert er eins
til þess fallið að giæöa vinskap og út-
rýma tortryggni eins og kynni manna i
leik og keppni.
, jSkáklíf iö hefur heldur verið í dæld
héma,” sagði Ellert Kristinsson, odd-
viti í Stykkishólmi, „en svona helgar-
mót eru einmitt svo heppileg til þess að
glæða áhugann. Það kemur líka til
greina, held ég, að fá hingað mann aö
sunnan með haustinu til þess að halda
námskeið, jafnvel í samvinnu við
Skákskólann.”
Eysteinn Gíslason Skáley jabóndi fær
ekki yfrin tækifæri til þess að spreyta
sig við spánska leikinn, en þeim mun
skemmtilegra fannst honum að taka
þátt i helgarmótinu, þótt atvikin bönn-
uðu langan stans í þetta skipti. Eg innti
hann eftir því svona í gamni hvort
hann væri nú ekki til með að halda
bara næsta mót úti í eyjum, en hann
hló við og sagði aldrei að vita hverju
s varað y rði ef eftir yrði leitað.
,,Ég stefnu nú ekki ýkja hátt í þessu
en mér finnst gaman að vera með,”
sagði Leifur Kr. Jóhannesson búnaðar-
ráöunautur. Hann er fæddur á Saurum
í Helgafellssveit og lærði ungur mann-
ganginn af fööur sínum og þeir
bræðurnir en síðar meir varð bridgeið
yfirsterkara og spilar hann nú einu
sinni í viku yfir vetrartímann.
„Skákin er heilbrigð og góð dægra-
dvöl,” sagði Leifur, „og mér sýnist
þessi helgarmót tilvalin aö vekja áhug-
ann í fólki. Það hafa allir menn þörf
fyrir einhverja tómstundaiðju sem
veitir þeim ánæg ju. ”
Helgi Oiafsson, alþjóðlegur skák-
kappi, sigraði á mótinu og kom það fá-
um mönnum á óvart því hann hefur
teflt á öllum helgarmótunum til þessa
og unnið í tíu skipti. En hvers vegna
sækir drengurinn þessi mót svona
stíft? Er honum þjálfun í skákunum
eða finnst honum bara s vona gaman að
ferðast og slá sér upp?
„Mér finnst bara svo rosalega gam-
an að þessu,” sagði Helgi og bjó sig
undir að fóma riddara fyrir sóknar-
færi á kóngsvængnum. „Eg fer þama á
staði sem ég ætti aldrei kost á að sjá
annars og svo er nú eitt atriði: ég sæki
mikið í að ganga um bryggjur þar sem
égkem.”
— Hvað segirðu? Ganga um bryggj-
ur?
„Já, það hef ég frá þvi í gamla daga
þegar ég átti heima í Vestmannaeyj-
um og fór þá ævinlega með foreldrum
mínum niður á bryggjuna þar. Eg er
búinn að fara minnst tvisvar á dag
niður á bryggju hér í Stykkishólmi og
ég hreinlega nýt þess.”
— En græðirðu eitthvað á þessum
helgarmótum sem skákmaður?
„Það skiptir engu máli,” sagði
Helgi, hleypti í brýnnar og fórnaöi
riddaranum ánþessaðhika.
HARDASTUR HEIMAMANNA
— varBjarniEinarsson, tvítugurHólmari
Bjarni Einarsson hét sá heimamanna
sem skeinuhættastur varð komumönnum
að sunnan. Hann er tvítugur að aldri,
stundar nám við Fjölbrautaskólann á
Akranesi og er reyndar formaður taflfé-
lagsins þar í bænum og teflir á öðru borði i
deildakeppninni.
Bjarni vakti mikla athygli á mótinu fyrir
áberandi hvassan stíl og þróað stöðuskyn
og þó að hann yrði að lúta í lægra haldi
fyrir öflugustu sunnanmönnunum tókst
honum þó að fella Sturlu Pétursson og ná
jafntefli við sjálfan Hort norðurhjarans en
það er ekki heiglum hent eins og kunnugt
er.
„Eg hafði hvítt gegn Sævari í Sikileyjar-
vörn,” sagði Bjarni. „Mér tókst að vinna
af honum peð sem ég skilaði aftur fyrir
stöðuyfirburði. Ég reyndi að tefla til vinn-
>ngs, en ég missti af vænlegri leið og lenti
út í hróksendatafl með peð yfir og bauð þá
jafntefli að lokum, sem Sævar þáði. Eg hef
ekki fengið neina skólun eða tilsögn í skák-
inni og mér finnst alveg ómetanlegt að fá
þetta tækifæri til þess að tefla gegn sterk-
ari og reyndari mönnum.”
Sem betur fer mun Bjarni og félagi hans
annar, Björgvin Áskeisson, fá annað
tækifæri til þess að spreyta sig, því forseti
Skáksambands Islands, Gunnar Gunnars-
son, sem einnig tefldi meðal einherja að
þessu sinni, ákvaö að verðlauna þá svein-
ana með ókeypis þátttöku í helgarmóti því
sem haldið verður á Reykhólum í sumar.
Að lokinni keppni voru menn leystir út
með gjöfum og hlaut hver nokkuð við sitt
hæfi, sumir f jármuni, sumir bækur, sumir
launfyndnar ferskeytlur en allir orðstír
góöan.