Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Bogdan þjálfari Breiðabliks Handknattleiksþjálfarinn Bogdan Kowalczyk sem hefur háð frábærum árangri með Víking undanfarin ár, hélt til Póllands i morgun til við- ræðna við forustumenn pólska handknattleikssam- bandsins. Bogdan mun leggja fyrir þá tilboð það sem HSÍ hefur gert honum í sambandi við þjálfun is- lenska landsliðsins. í samningi Bogdan við HSÍ kveður á að hann megi taka að sér þjálfun 2. deildarliðs ásamt þjálfun landsliðsins. Það eru miklar líkur á að Bogdan þjálfi 2. deildarUð Breiðabliks næsta vetur. -SOS. Foster ekki í úrslitaleiknum Steve Foster, miðvörður Bríghton, mun ekki leika í úrslitum FA-bikarkeppninnar á laugardag. Dóm- stóU tók mál hans fyrir í gær og taldi dómarinn að lögfræðingur Foster hefði ekki fært fyrir því rök að leikbann, sem enska knattspymusambandið setti hann í, væri ranglátt. Auk þess væri það ranglátt gagnvart öðram leikmönnum og Man. Utd. ef Fost- er fengi að leika úrsUtaleikínn. Reme Moses hjá United er í leikbanni og getur þess vegna ekki leikið í úrslitunum. Foster vUdi ekkert segja um niður- stöðu dómarans í gær en mun nú í samráði við lög- fræðing sinn athuga hvort rétt sé að áfrýja dómn- um. hsim. Ósk Fulham ekki tekin til greina Nefnd enska knattspyrausambandsins vísaði í gær frá ósk frá Fulham að leikur liðsins við Derby yrði endurtekinn vegna þess að dómarinn hætti leiknum einni mínútu og 18 sekúndum of fljótt þegar áhorfendur ruddust inn á vöUinn. Leikurinn var á laugardag í Derby og sigraði heimaUðið 1—0. Þetta þýðir að Leicester leikur í 1. deUd næsta keppnis- tímabU. hsím. Sexton rekinn f rá Coventry Coventry hefur rekið Dave Sexton framkvæmda- stjóra. Gamli knattspyraukappinn Bobby Gould, sem hefur verið framkvæmdastjóri Brístoí Rovers, mun taka við starfi Sexton. Coventry náði ekki góð- um árangri í ensku 1. deUdarkeppninni sem lauk um helgina — félagið var ekki langt frá því að faUa. ■SOS Snjall árangur hjá Vésteini — kastaði kringlu 62,60 m. Vésteinn Hafsteinsson SeUossi, sem stundar nám í Alabama í Bandaríkjunum, stórbætti árangur sinn í kringlukasti á móti í Kentucky á laugardag. Kastaði 62,60 metra og sigraði með yfirburöum á mótinu. Hann átti best 60,70 áður. -hsím. Kona formaður ífyrstasinn Þórdis Kristjánsdóttir var um helgina kosin for- maður Körf ukna ttleikssambands íslands og er það í fyrsta isinn í sögu sambandsins sem kona er kosin tU forystuhlutverks fyrir körfuknattleiksmenn. Þetta 23. ársþing sambandsins var annars fremur dauft ef frá era skUdar nokkrar umræður sem urðu á laugardag er tUlagan um bannið á erlendu leik- mennina var lögð fram. -SK. Lokastaðan á Ítalíu Lokastaðan í 1. deUdinnf í knattspyraunni á Italíu varð þannig. Roma 30 16 11 3 47—24 43 Juventus 30 15 10 5 52—27 40 Inter 30 11 15 4 41—26 37 Verona 30 11 13 6 37—31 35 Fiorentina 30 12 10 8 36—25 34 Udinese 30 6 20 4 25-29 32 Sampdoria 30 8 15 7 31—30 31 Torino 30 9 12 9 30-28 30 Avellino 30 8 12 10 29—34 28 Napoli 30 7 14 9 22—29 28 Pisa 30 8 11 11 27—27 27 Genúa 30 6 15 9 34-38 27 Ascoli 30 9 9 12 32—37 27 Cagliari 30 6 14 10 23—33 26 Cesena 30 4 14 12 22—35 22 Catanzaro 30 2 9 19 21—56 13 Keppninni lauk á sunnudag. Þrjú neðstu liðin féUu niður í 2. deUd. -hsím. Hér á myndinni má sjá unga stúlku með hið glæsUega SONY útvarps- og kassettu- tæki sem er í verðlaun. ***** Víkurbæjarkeppnin ígol SIGURÐUR! NÝTTVALLA islandsmeistarinn í golfi, Sigurður Pétursson, GR, varð sigurvegari í meistaraflokki karla á Víkurbæjar- mótinu í golf i, sem háð var á veUi Golf- klúbbs Suðuraesja um helgina. Sigurður lék 36 holuraar á 146 högg- um, þar af síðari 18 holuraar á 70 höggum eða tveim höggum undir pari vaUarins. Er það nýtt vaUarmet af öftustu teigum á HólmsveUi í Leira. Methjá Tryggva Sundkappinn Tryggvi Helgason setti islandsmet í 200 m bringusundi (50 m sundlaug) á opnu sundmóti sem var í Oulu í Finnlandi um helgina. Tryggvi varð í öðra sæti, á eftir ungverskum sundkappa, og fékk tímann 1:10,77 mín. Þar með sló hann tíu ára gamalt met Guðjóns Guðmundssonar frá Akranesi semvarl: 10,90 mín. -sos. Sigurður og Björgvin Þorsteinsson, GA, háðu harða keppni um fyrsta sætið í meistaraflokki karla. Var Björgvin einu höggi á eftir honum þegar upp var staðið — eða á 147 höggum (74—73). I þriðja sæti kom svo Hannes Eyvinds- son, GR, á 150 höggum (75—75). Keppt var í þrem öðrum flokkum karla á mótinu, en þar voru leiknar 18 holur í hver jum f lokki. Urslit urðu þessi: 1. flokkurkarla: Jónas Ragnarsson, GK 79 ÞorsteinnGeirharösson.GS 80 GuðmundurVigfússon, GR 80 Harry Hillsman.GK 80 2. flokkurkarla: Sigurður Hólm, GK 81 Ásgeir Nikulásson, GK 82 GuðbrandurNikulásson.GK 83 3. flokkurkarla: ElíasKristjánsson,GS 89 Lúðvík Gunnarsson,GS 92 GETRAUNALEIKUR DV OG JAPIS: HVAÐA LEIKMAÐUR VERDUR FYRSTUR TIL AÐ SKORA MARK? — Glæsileg verðlaun frá Japis eru í boði fyrir þann leikmann sem verður fyrstur til að skora og lesenda DV sem spáir rétt um markaskorarann Bayernrak Pal Csernai Bayern Miinchen rak Pal Cseraai, þjálfara og stjóra liðsins, í gær. Þetta kom á óvart þvi í siðasta mánuði endur- nýjaði félagið samning við hinn 51 árs Ungverja. Slakur árangur liðsins að undanförnu leiddi til þeirrar ákvöröun- ar sem stjóra félagsins tók í gær. Csernai var f jögur og hálft ár hjá Bay- ern. Á þeim tíma vann félagið þýsku meistarakeppnina tvívegis og auk þess bikarkeppnina einu sinni. Meðan Ásgeir Sigurvinsson var hjá Bayern var samkomulag milli hans og Csernai slæmt. Reinhard Safting, sem veriö hefur aðstoöarstjóri hjá Bayera, mun annast liðið næstu vikur meðan leitað er að nýjum manni. Udo Lattek, sem rekinn var nýlega frá Barcelona, virðist hafa mikla möguleika á aö fá starfið. -hsím. Knattspyrnumenn taka fram skot- skóna nú í vikunni, þegar 1. deildar- keppnin í knattspyrnu hefst á morgun með leik KR-inga og Þróttara. Eins og hefur komið fram í DV þá hefur DV og JAPIS ákveðið að veita þeim leik- manni, sem verður fljótastur að skora mark í leikjum fyrstu umferðarinnar, vegleg verðlaun. Það er glæsilegt út- varps- og kassettutæki frá SONY. Einnig fær sá lesandi DV, sem spáir því rétt hvaða leikmaður verður fljót- Baldvin fór holuíhöggi Baldvin „Ballesteros” Jóhannsson úr GK vann það afrek á Hvaleyrar- holtsvellinum í Hafnarfirði að slá holu í höggi á sjöundu braut vallarins sem er 169 m löng. Baldvin notaði fimm- jára. Gísli íHauka? Hinn kunni körfuknattleiksmaður, Gísli Gislason, sem lék með ÍS í 1. deildinni i vetur og hefur reyndar gert það undanfarin ár, mun ekki leika fleiri leiki fyrlr IS. Gísli hefur ákveðið að skipta um fé- lag en hvaða félag vcrður fyrir valinu er enn ekki ákveðið. Þau félög sem helst era talin koma til greina eru KR og Haukar en meiri líkur era þó taldar á því að hann leiki með Haukum og myndi hann vissulega styrkja Iiðið mikið enda kappinn vel knár og hefur leikið landsleiki í íþrótt- inni. -SK astur að skora, sams konar tæki frá SONY. Aliir leikmenn 1. deildarliðanna hafa jafna möguleika á að vinna sér inn hið glæsilega tæki því aö það verður tekinn tími á öllum fimm leikjunum, sem fara fram í 1. umferöinni. Leikirnir eru: Þróttur—KR, Þór Ak.—Akranes, Keflavík—Valur, Víkingur—Breiða- blik og Vestmannaeyjar—Isafjörður. Sendið inn getraunaseðlana Lesendur DV, sem ætla aö vera með í getraunaleiknum, verða að vera bún- ir að senda inn seðil sinn fyrir kl. 18.00 á miðvikudaginn. Þeir seðlar sem koma eftir þann tíma eru ekki gildir. Lesendur eiga að skrifa þá mínútu sem þeir spá að fyrsta markið veröi skoraö á og einnig eiga þeir að segja til um sekúndu. Það má skrifa nöfn þriggja leikmanna á getraunaseðilinn eins og sést á seðlinum hér á siöunni. Glæsíleg verðlaun Sá leikmaður sem verður fljótastur til að skora og sá lesandi, sem spáir rétt um markaskorarann, fá glæsileg verðlaun frá JAPIS. Það er SONY út- varps- og kassettutæki sem er að sjálf- sögöu með stereo. Tækið er með þrem- ur bylgjum — FM stereo, M og L. Tveir mígrafónar og tveir öflugir hátalarar eru í tækinu. Þá er lagaleitari og tón- stillir í tækinu sem gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum. Tækið er mjög hentugt ferðatæki og er verð þess kr. Guðmundur Guömundur Þorbjörasson, landsliðs- maöur í knattspyrau og fyrirllði Vals- liðsins undanfarin ár, er byrjaður að æfa með Valsmönnum af fullum krafti. Guðmundur er nýkominn frá Banda- F Strákai bestaái Vormót Kópavogs, fyrsta frjáls- íþróttamót sumarsins, fór fram sl. sunnudag á Kópavogsvelli. Keppt var í fimm greinum karla og fimm grein- um kvenna. Aðalgrein mótsins var langstökk kvenna en hún var til minn- ingar um látinn félaga, Rögnu Ólafs- dóttur, þar sem keppt var um mjög vegleg verðlaun, sem er forkunnarfag- ur bikar, gefinn af félögum úr frjáls- íþróttadeild Breiöabliks. Mótið fór vel fram í alla staði og fara úrslitin hér á eftir. 200mkonur: sek. 1. Valdís Hallgrímsdóttir KR 26,5 2. Eva Sif Heimisdóttir Á 27,5 3. Unnur Stefánsdóttir HSK 27,7 200mkarlar: sek. 1. Jóhann Jóhannsson IR 23,5 7.300. GETRAUNASEÐIU Ég undirritaðurapái því að þeási leikmaöur veröí fljótastur tíl að skora mark í 1. deildarkeppninni: 1)........................................................... 2)........................................................... 3)........................................................... Mínúta:............................................ Nafn:........................................................ Heimílisfang:................................................ Sími:.............................:..........,............... Sendið atkvæðaseðiiinn tU DV Síðumúla 12—14 merktan Knatt- spymugetraun. Seðlinum verður að skila fyrir 18. maí. l>eir seðlar eru ógíldir sera koma eftir þann tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.