Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 18
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
18
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Fyrirtæki, einstaklingar
Erum að senda sölumenn okkar í hringferö um landið í júní-
mánuði. Getum tekiö að okkur vörur frá fleiri fyrirtækjum og
einstaklingum. Upplýsingar í síma 43969.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Jk KJARRHOIWAIO
SiAL~ORKA
VIIH;iltlHÞ40!VIST\N
VINNUVÉLAEIGENDUR
Tökum aö okkur slit- og viðgeröarsuöur á tækj-
um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni.
Ennfremur önnumst við hvers kyns járniðnaðar-
vinnu og verktakastarfsemi.
Föst tilboð eða tímavinna. SÍM| 78B00 A DAGINN
SÍMI 40880 Á KVÖLDIN.
Sölutjöld
17. júnííReykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóöhátíðardag-
inn, vinsamlegast vitji umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi
11, opiökl. 08.20—16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viður-
kenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæöis á sölutjöld-
um og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 1. júní.
ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Smyrlahrauni 10, bílskúr, Hafnarfirði, þingl. eign Harðar H.
Magnússonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni
sjálfri f östudaginn 20. maí 1983 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 54., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
cigninni Alfaskeiði 92, jarðhæð, Hafnarfiröi, þingl. eign Sverris Þor-
steinssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Hafnar-
f jaröarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 20. maí 1983 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 127. tölublaði 1982 og 4. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1983 á eigninni Holtsbúð 49,1. hæð, Garðakaupstað, þingl. eign
Eiðs Haraldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni
sjálfri föstudaginn 20. maí 1983 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Garöakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 127. tölublaði 1982 og 4. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1983 á eigninni Lyngmóum 2, 1. hæð t.v., Garðakaupstað,
þingl. eign Sigurðar Hallgrímssonar o.fl., fer fram eftir kröfu inn-
heimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri f östudaginn 20. maí 1983 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 127. tölublaði 1982 og 4. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1983 á eigninni Skógarlundi 6 Garðakaupstað, þingl. eign
Ragnhildar Jóbannsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands
og Líf eyrissjóðs verzlunarmanna á eigninni sjálfri f östudaginn 20. maí
1983 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 127. tölublaði 1982 og 4. tölublaöi Lögbirtinga-
blaösins 1983 á eigninni Espilundi 10 Garðakaupstað, þingl. eign
Óskars Mikaelssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Is-
lands, innheimtu rikissjóðs og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á
eigninni sjálfri f östudaginn 20. maí 1983 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Menning Menning Men
r
FORDÆMT FOLK
Birgir Sigurðsson.
Grasmaökur.
Leikrit í fjórum þáttum.
löunn 1983.
Ég hef ekki enn séð nýjasta leikrit
Birgis Sigurðssonar á fjölunura Hins
vegar rak texta þess nýlega á f jörur
mínar. Sannast sagna hvarfla stund-
um að manni efasemdir um gagn-
semi þess að gefa leiktexta út á bók
einsog nú er siður. Texta sem í mörg-
um tilvikum skortir dýpt til að geta
lifað sjálfstæðu lífi utan leiksviðs.
Texta sem öðlast fyrst merkingu í
myndrænni uppfærslu. Slíkum efa-
semdum er þó ekki til að dreifa hvað
snertir Grasmaðk. Vandaður og
táknvís texti þessa leikrits stenst
fyllilega sem sjálfstætt listaverk.
Lesandinn getur notið hans með
sama hætti og venjulegs bókmennta-
verks.
Hér verða málavextir leikritsins
ekki raktir enda hefur ítarleg um-
sögn um það birst í blaðinu. Einungis
verður fjallað um fáein athugaefni
sem komu upp í hugann við lestur-
inn.
Gamalkunnugt
söguefni
Nú má deila um það hversu tíma-
bær eða nýstárlegur texti Birgis er.
Söguefni hans er gamalkunnugt og
næsta þreytt: helvíti borgaralegs
fjölskyldulífs. Persónugerðimar eru
sömuleiðis auðþekktar: eigingjamt
karlrembusvín sem heldur framhjá
en er ósköp umkomulaust innst inni,
frústresaður konuvesalingur, upp-
reisnargjarn og ráðvilltur táningur,
góður og náttúraður strákur. Form
leikritsins og efniviður spretta af
hefð sem haft hefur undarlega mikil
tök á íslenskum leikritahöfundum
seinustu árin. Hver á fætur öðmm
skrifa þeir raunsæsisleg fjölskyldu-
drömu með stórum ádeilum á lífslygi
og félagslega kúgun. Flestir stefna
saman heimum samfélags og nátt-
úra þar sem sá siðarnefndi er val-
kostur við hinn fyrri. Vinsældir þessa
yrkisefhis eiga sér vafalaust félags-
legar skýringar. Tiltekin kynslóð
þarf að hleypa út tilteknum vessum
og notar til þess leikhúsið einsog
venjan hefur verið í gegnum tímann.
En þó þetta efni sé svo margtuggið
aö ný útgáfa þess nálgist farsa tekst
Birgi að semja sannfærandi texta
sem yfirleitt rís yfir tugguna. Það
stafar ekki síst af því að hann leitar
sálfræðilegra skýringa þar sem
margir láta sér nægja félagslegar
formúlur. Söguefni hans „storknar”
ekki einsog stundum hendir heldur
lifir þaö sem „veruleikans mynd” í
huga lesanda að lestri loknum.
Leikritið er þó ekki aðeins raunsæis-
leg spegilmynd af borgaralegu fjöl-
skyldulífi nú á timum því höfundur
spinnur úr efnivið sínum almennt
dæmi eða göðsögn um líf ið yfirleitt.
Gálghangar og
flóttamenn
Mér er næst að halda að lítið ljóð úr
seinustu ljóðabók Þorsteins frá
Hamri lýsi best heimi Grasmaðks.
Það heitir Golgata og hlj óðar svo:
Þú kaupir þér ekki nagla
til að krossfesta sálir —
þú þarft einúngis
að hnykkja rétt á orðunum.
Hafðu ekki áhyggjur
af handvömm á ytra borði.
Það er jarðveginum að keuna
ef krossarnir hallast,
og ekki nema mátulegt
á þögul vitni.
Víst er líf fólksins i leikriti Birgis
helvíti líkast. örvænting og öryggis-
leysi búa því vítiseld hið innra svo
öll samskipti loga. Persónumar
reyna að staðfesta sig með því að
meiða aðra, brjóta niður og eyði-
leggja aðra — en þegar allt kemur til
alls era þær sjálfum sér verstar,
spjótalögin hitta þær sjálfar fyrir.
Þessar persónur hengja sjálfar sig á
kross um leið og aðra, svo líkingu
Þorsteins sé haldið. Sjálfsblekkingin
er þeirra stærsta böl og stafar af
djúpstæðri sjálfsfyrirlitningu. Þær
hafa eytt lífinu ífeluleik, flótta, reynt
að ljúga á sig högghelda grímu sem
reynist svo brothættari en gler þegar
á reynir. Haraldur finnur sig í hlut-
um og arfteknum karlmennskuhug-
myndum. Líf hans allt er klofið að
rótum, tvöfalt og falskt. Honum
verður um seinan ljóst að hann hefur
alla tíð búið í húsi föður síns. Grund-
völlurinn brestur. Unnur nærir eigin
eymd á hatri í garð Haralds. Hjóna-
band þeirra er vítahringur og virðist
ekki eiga sér viðreisnar von, enda
era tákn þess byssa og veiðibjalla! I
Á sína vísu er leikritið heimsslita-
skáldskapur, heill heimur hrynur í
rúst. Hver skyldi bera ábyrgðina á
slíkum ósköpum? Hugmyndir verics-
ins um það eru heldur óljósar. Má
varpa aUri sök á föðurveldið sem
mótaði Harald, lagði honum lífsregl-
umar — og kenndi honum að ljúga?
Er ástæðuna að finna í kynferðisleg-
um uppákomum utan hins eiginlega
sögusviðs? Eða Uggur sökin endan-
lega í persónunum sjálfum, hræðslu
þeirra við að axla ábyrgð á eigin lífi,
flótta þeirra, hugleysi og sjálfsvork-
unn? Heldur þykir mér höfundur
hallast að kynferðislegum og félags-
legum skýringum. I það minnsta
virðist sökinni velt af persónunum
sjálfum. Það vekur ýmsar spurning-
ar um siðgUdi verksins. Er einhver
lífsvon fólgin í þeirri hugmynd að
ytri ástæður búi einstaklingnum ör-
lög og stýri hans lífshlaupi? Drepur
hún ef til vUl ábyrgð og frelsi á dreif ?
' 1 lokaatriði verksins kemur
Haraldur auga á sjálfan sig án þess
þó að hann viðurkenni sig til fulls því
hann varpar allri ábyrgð á því sem
komiö er á fööur sinn dauðan: „Það
var pabbi. Hann lét mig ljúga.”
(Hann lét mlg myröa! sagði her-
maðurinn). Nauðhyggja af þessu
tagi er í sjálfu sér neikvæð og and-
stæð líf s vUjanum sem þó er að finna í
leikritinu. Engu að síður virðist hún
ein af forsendum þess. Grasmaðkur
orkar tvímæUs sem siöferðUegt
dæmi og ber að sumu Ieyti vitni um
úrkynjun „félagshyggjunnar”. Því
má þó ekki gleyma að persónur
leikritsins eru ekki óvirk fórnar-
lömb. Sumum þeirra tekst jafnvel að
komast langleiðina til sjálfra sín
þrátt fyrir aUt.
Grasgef nar útskæf ur
slegnar að hausti
Gunnar M. Magnúss:
Ingimundur fiðla og fleira fólk.
Heimildaþættir um menn og örlög.
Útgefandi: Vaka.
Einhvers staðar las ég það, að
bækur Gunnars M. Magnúss losuðu
nú hálft hundrað. Það eru mikil rit-
höfundarafköst, og víða hefur Gunn-
ar boriö niður um dagana. Þessi bók
er ekki heldur eingrasa. Hún er sett
saman úr einum fimm þáttum, og
liggja lönd þeirra lítt saman. Satt að
segja minnir hún fremur á útskæfur í
heyskaparlok en miðsumarhirðingu,
en góður bóndi lét grasgefnar út-
skæfur ekki liggja eftir á hausti — að
minnsta kosti ekki á fyrri tíð. Þaö bú-
skaparlag hefur Gunnar í heiðri og
ber upp smákuml.
Þessir þættir sæta svo sem engum
stórtíðindum. I þeim er flest kunnug-
legt lesendum Gunnars, og hlustend-
um Magnúsar sögu Hjaltasonar í út-
varpi ekki fyrir margt löngu. En þeir
standa þó fyrir sínu, auka við en eru
ekki upptugga svo að heitið geti,
fylla myndir og bregða upp nýjum.
Þetta eru fyrst og fremst myndir,
skýrar og hugtækar lífsmyndir lið-
innar tíðar.
Fremsti þátturinn í bókinni heitir
Tónmeistarinn Ingimundur fiðla.
Hann er alkunn þjóösagnapersóna,
hann Ingimundur Sveinsson, bróðir
Kjarvals og listamaður af guðs náð
eins og hann; alþýölegur tónsnilling-
ur og hlaut kenninafn af hljóðfæri
sínu. Höfundur kemur að efni þessa
þáttar eftir minningagötu frá barns-
árum vestur á fjörðum, þegar Ingi-
mundur fiðla og Tobba fylgikona
hans breyttu snauðu og lágu fiski-
mannaþorpi í ævintýraveröld eina
kvöldstund, og síöan fer hann að
rekja slóð þessa manns og fólksins í
kringum hann á lífsleiöinni og nýtur
til þess ýmissa heimilda og minna,
ekki síst sögu Þorsteins bróður Ingi-
mundar og sögukvers Ingimundar
sjálfs, Huldudrengurinn. Einhvers
staöar sá ég í blöðum, að rengdir
væru einhverjir smámunir í frásögn
Gunnars af lífshlaupi Ingimundar og
Tobbu, en ekki reyni ég að skera úr
því. Þátturinn er hins vegar
skemmtilegur lestur og sýnir glögg-
ar myndir merkilegs fólks í lífi og list
liðinnar tíðar.
Annar þátturinn nefnist Tunnu-
stafurinn og alþýðufræðarinn og vík-
ur að Guðmundi Hjaltasyni, einum
mikilhæfasta og stórvirkasta alþýðu-
rræöara hér á landi og sendiherra
Andrés Kristjánsson segir bókina
Ingimundur fiðla og fleira fólk vera
læsilega vel en líklega sé ofrausn að
kalla hana heimildaþætti um þjóðlif.
þjóðarinnar í útlöndum. Gunnar tek-
ur sér í hönd gamlan tunnustaf og
gæðist sagnaranda hans, setur þarna
á blöð seiðmikla frásögn af sönnum
kennara, íslenska farkennaranum á