Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. 19 ■ng Menning Birgir Sigurftsson rtthöfundur. „Vist er llf fólksins í leikriti Birgis helvíti lik- ast. Orvænting og öryggisleysi búa því vítiseld hið innra svo öll samskipti loga,” segir Matthías Viðar Sæmundsson. Blómálfar og grasmaðkar I Grasmaðki lýsir hafundur aðstasð- um sem mætavel gætu átt sér stað. En þetta „venjulega” efni tekurá sig „óvenjulega” stærð í meðförum hans. Skáldskapur leikritsins er speglun og umsköpun í senn, samof- inn goðsögn eða dæmi af lífinu al- mennt. Myndstef sem leikið er hvað eftir annað safnar frásagnarefninu í eina frumlikingu sem endanlega fel- ur í sér boðskap verksins. I fyrra atriði fjórða þáttar segir Bragi viö Unni: „Kannski mistekst Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson mér flest. En ég missi aldrei allt því ég á iífið eftir til að þykja vænt um. Þér þykir ekki vænt um það. Þess vegna hefur þú misst ailt. örvænt- ingin hefur tekið það og búiö til hehúti inni í þér sem þú kemst ekki út úr.” Vísast er það rétt aö tortíming sé þeim búin sem ekki þykir vænt um sjálfan sig og lífið, hann eyðileggi sjálfan sig innan frá og leiði tor- tímingu yfir umhverfi sitt. Sjálfsagt — en óttalega er hið náttúraöa sak- leysi sem höfundur stefnir gegn lífs- firringunni rjómalegt. „Draumsjón lífsins” birtist hjá honum i mynd sakleysingja, blómálfs, sem minnir i mörgu á fávita og skáldmenni stórra bókmennta. Bragi er hreinn, saklaus og klár svo jaðrar við fullkomnun. Hann er dæmi um gálghangann sem trúir á lífið i snörunni, ljósið góða í svartnættinu sem umlykur hann. Hann einn tekur ekki þátt í „felu- leiknum” enda skrautlegur einsog grasmaðkur á aö h'ta svo það þýddi lítið. Bragi er boðberi lífsmyndar sem merking verksins felst endanlega í: mannlegt líf er líkast blindri moldar- veru sem í raun er fiðrildi og flýgur einhvem daginn upp úr grasinu verði hún ekki tröðkuð niður. Einkennileg árátta margra nútímahöfunda sem fjalla um nútímalegt borgarlif að sækja ætíö lfkingaefni sitt og goð- sagnir í náttúruna, ber það ekki ákveðinn vott um uppgjöf? I sjálfu sér er þessi rómantíska mynd gamalkunn, benda má til dæmis á þangið og fuglana i Helmþrá Jóhanns Sigurjónssonar sem eins konar hliðstæðu. — Þangið losnaði hins vegar aldrei við upphaf sitt og blæddi um síðir út í örvæntingarþrá! Flugið varð aldrei annað en ósk. Eins eru menn og verða "grasmaök- ar” með fiðrildi í maganum. Draum- ur um upprunalegt líf, trúnað og heil- indi, færir þeim engan lokasigur i þvi endalausa striði sem er lífið sjálft. En án draumsins væri engin von og fáumlíft. MVS fyrstu áratugum aldarinnar, í heill- andi mynd. Þessi tunnustafur, með ævintýri heimsins vaxin í við sinn, varð stafrófskver í höndum mynd- skurðarmannsins, og er vafaiítið eitthvert merkilegasta námsgagn sem til er á Islandi, færi vafalaust vel sem merki Námsgagnastofnunar Islands. Þessi þáttur Gunnars segir sögu Guðmundar auðvitað aöeins á stikl- um, en kannski sýnir hann þennan verkamann í víngarði íslenskrar Bókmenntir Andrés Kristjánsson alþýðumenningar í skýrara ljósi en löng og nákvæmari ævisaga. Þvf valda vængir skáldskapar. Þriðji þáttur þessarar bókar heitir Karlmenniö Guðný og skáldið á Þröm. Þar lýsir „ástarsambandi” kraftakonunnar Guðnýjar Magnús- dóttur „sem gekk í karlmannsfötum daglega við vinnu á sjó og landi, bar í vasa sínum pontu úr nautshorni og tók í nefið” og Magnúsar Hjaltason- ar Ljósvíkings. Gunnar tekur þarna smáskika af hinni miklu sögu og eyk- ur við hana af eigin kynnum og vett- vangsskoðun, skýrir línur hans og yfirbragð svo að hann öölast nokkurt sjálfstæði, einkum í því skyni að Guðný og vildarhugur hennar til skáldsins komi betur í ljós, og þá stendur okkur fyrir hugarsjónum merkileg og svipmikil kona með sterkar mannlegar kenndir og heitan hug og hendur. Þá tekur við stuttur þáttur af minnilegum atburði sem víöa hefur verið frá sagt áður — komu Græn- landsfarsins til Isafjaröar í ágúst 1925. Gildi hans þarna er helst það, að þar segir sjónarvottur og þátttak- andi í móttökunum frá og lýsir sam- skiptunum með nákvæmni og skiln- ingi. Bókinni lýkur með þættinum Guða- veigar lífga sálaryl. Þetta er saman- tekt um brjóstbirtuna á nítjándu og tuttugustu öldinni eins og hún kom i ljós í söngvum, hjali og sagnaritun. Þetta er lipurleg frásögn og tínt til sitthvað til hýrgunar og brosa, en auðvitað ekki reynt að segja alla sög- una. Þátturinn er nokkuð lauslegur og honum virðist ekki ætlað að mynda samstæðu með sama hætti og fyrri þáttunum. Þessi bók Gunnars M. Magnúss er læsileg vel og margt hnýsilegt tínt til, en líklega er ofrausn að kalla hana heimildaþætti um þjóölíf, eins og gert er á kápu. Til þess skortir könnunarsjónarmið. Þættirnir virð- ast augsýnilega fremur skrifaðir til þess að skemmta, en skýra auövitað margt um leið og lýsa mörgu. Þetta er umfram annað notaleg og skemmtileg lesning þeim sem hafa hug til liðinnar tíðar en vekur ekki færri spurningar en hún svarar. I því er skemmtun hennar kannski öðru fremur fólgin. Andrés Kristjánsson. VIKUFERÐ TIL 6 Vinarborg, \ Takr oln fegursta borg í heimi, býður forþega okker velkomna með mikilli N. ■ listahátið, Wiener Festwochen. Á þessari hátið gefst tækifæri til að sjá Rigoletto, Ástardrykkinn, \ Sigaunabaróninn og My Fair Lady i Vinaróperunni, Svanavatnið, \ Romeo og Júlíu, o.fl. m^ð Bolshoi ballettinum rússneska, hlýða é Vinardrengjakórinn flytja hámessu, saskja kammertónleika, sinfóníutónleika, og margs konar leikhús, jassklúbba og kaffihús. ÁSKRIFENDAÞJONUSTA DV í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Farandi býður beint flug til Vínarborgar 2. júní á niðursettu verði fýrir áskrifendur DV. VERÐ KR. 11.160 Innifalið er flug, gisting og morgunverður, akstur til og frá flugvelli í Vín og hálfs dags skoðunarferð um Vínarborg. íslenskir fararstjórar. Verðið gildir fyrir DV-áskrifendur eingöngu. Takmarkað sætarými. NÁNARI UPPLÝSINGAR: ífarandi OPIÐ í DAG FRÁ9-4. Vesturgötu 4 - sími: 17445. Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.