Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. 11 Almennar tryggingar í tilefni 40 ára af mælis: Kosta endur- gerð á Reykja- víkurmynd Almennar tryggingar hf. ætla í til- efni 40 ára afmælis, sem var 11. maí, aö kosta endurgerð Reykjavíkurmynd- ar Lofts Guömundssonar. Áriö 1943 rit- aöi Loftur Bjama Benediktssyni borgarstjóra í Reykjavík bréf og bauöst til aö taka ljósmyndir og kvik- mynd af Reykjavík fyrir bæinn. Var þetta samþykkt og myndin gerð. Áriö eftir fór Loftur til New York með film- una til aö fá hana framkallaða. Kópia vár send tii Islands í október 1944 meö Goöafossi. Skipinu var sökkt 10. nóvember 1944 út af Reykjanesi og fórst fjöldi manns. Loftur sendi aðra kópíu í ársbyrjun 1945 meö Dettifossi en þaö fór á sömu leið, skipið fórst. Þriöja kópían komst loks til Islands í apríl 1945. Aldrei var þó endanlega gengið frá henni til sýningar og ekki settur við hana texti. Negatífið af kvik- myndinni var svo sent til Islands árið 1951. Meðal þess sem sýnt er í Reykja- víkurmynd Lofts er gatnagerð í bæn- um, götuvaltari og veghefill í notkun, grjótnám, holræsagerð, sjúkrahús í byggingu, leikvellir, sundlaugamar gömlu, þvottalaugarnar, borun eftir heitu vatni og gatnahreinsun. Stofnfundur Almennra trygginga hf. var haldinn á Hótel Islandi 11. maí 1943. Sat þann fund 21 hluthafi en stofn- endurnir voru 30.1 upphafi voru deildir félagsins aðeins tvær, sjódeild og bmnadeild, en starfsemin jókst þó fljótlega. Heildariðgjöld félagsins árið 1982 voru um 120 milljónir króna. Félagiö rekur aliar tryggingar nema líftrygg- ingar en þær annast dótturféiag þess Almennar líftryggingar hf. Umfangs- mesta deild félagsins er ökutækjadeild en alls skiptist fyrirtækið í 5 deildir eft- ir tryggingagreinum. Á þeim 40 árum sem félagið hefur starfað hefur það greitt um 2 milljarða í tjón, á verðlagi ársins 1982. Stærsta tj ónið sem félagið hefur greitt er vegna portúgalsks togara sem sökk eftir árekstur við íslenskt skip. Stjómarformaður Almennra trygg- inga nú er Guðmundur Pétursson hrl. en forstjóri er Ölafur B. Thors og fram- kvæmdastjóri Sigurður K. Sigurkarls- son. Starfsfólk í Reykjavík er um 50, auk starfsfólks á umboðsskrifstofum á Akureyri, Hafnarfirði, Selfossi og Akranesi. Auk þess eru umboðsmenn um allt land. Hluthafar félagsins em nú um 200 og hlutaféð er3 milljónir. JBH Efni í bogaskemmur með eða án gafla Hentugar fyrir véla- og verkfærageymslur, heyhlöður, gripahús o.fl Klæðning galvaneseruð eða með innbrenndri Ijósgrænni málningu. Útvegað með stuttum fyrirvara. Útvegum ennfremur klæðningar á boga- skemmur galv. eða m/innbrenndri máln- ingu, fyrir þá sem þurfa að endurnýja eldri klæðningar FJALAR HF. SNOEI bogaskemma við Sultartanga ÆgÍSgÖtU SÍmÍ 17975/76 Ályktun aðalf undar Vinnuveitendasambandsins: Lækkun verðbólgu er raunveruleg kjarabót — sambandið ætlar að halda kjaramálaráðstef nu síðla sumars Vinnuveitendasamband Islands ályktaði á aðalfundi sínum 3. maí síðastliðinn um efnahags- og kjara- mál. Þar segir meðal annars að frá því að almennir kjarasamningar voru gerðir á síðastliðnu sumri hafi orðið umskipti til hins verra í íslensku efna- hagslíf i. Og enn séu horfur á samdrætti þjóðarframleiðslu á þessu ári, meðal annars vegna lögboðinnar lengingar orlofs. Harmar fundurinn að verka- lýðshreyfingin skyldi við gerð síöustu kjarasamninga hafna því aö aðilar vinnumarkaðarins tækju sjálfir í samningum sínum á þeim vanda sem leitt hefur af minnkun þjóöartekna og fyrirsjáanlegur var. Vandi þjóöarbús og fyrirtækja hefði orðið stórum minni ef samist hefði um verðbótakerfi sem endurspeglar breytingar á þjóðartekj- um. Vinnuveitendasambandið telur að samdráttur þjóðartekna og sjálfvirkt víxigengi verðlags og launa haf i leitt af sér meiri verðbólgu en dæmi eru um. Verölagsþróun sé komin á það stig að við blasi rekstrarstöðvun fjölmargra fyrirtækja ef ekki verður að gert. Jafn- framt hafi kaupmáttur ráðstöfunar- tekna farið minnkandi og atvinnu og afkomu launþega verið stefnt í voða. Lækkun verðbólgu sé raunveruleg kjarabót launþegum til handa og til þess fallin að treysta atvinnuöryggi landsmanna. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bandsins lagði áherslu á mikilvægi þess að gengi íslensku krónunnar endurspegli á hverjum tíma raunveru- lega stöðu þjóðarbúsins gagnvart viðskiptalöndum okkar. Horfið verði frá forsjár- og styrkjakerfi því er stjórnarstefna liðinna ára hefur leitt af sér. Vinnuveitendasambandið lýsir vilja sínum til samstarfs við stjórnvöld og samtök launþega um lausn vanda efnahags- og atvinnumála. Samþykkti aðalfundurinn að fela framkvæmda- stjóm sambandsins að standa fyrir kjaramálaráðstefnu síðla sumars til að marka afstöðu Vinnuveitendasam- bandsins til endumýjunar kjarasamn- inga á hausti komanda, verði þeim sagt upp. JBH Félag raungreinakennara íframhaldsskólum: Efnir tiltveggja námskeiða í sumar Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum efnir til tveggja nám- skeiða fyrir kennara í sumar, dagana 20. júní til 1. júlí. Námskeiðin verða haldin í Verzlunarskóla Islands. Fyrra námskeiðið fjallar um rit- vinnslu og tölvunotkun almennings en hið síðara um tölfræði. Þetta er í fyrsta sinn í þr jú ár sem námskeiö er haldið á vegum Félags raungreinakennara og erþessaðvæntaaðmeðþessusé ráð- in nokkur bót á hinni brýnu þörf á endurmenntun kennara á framhalds- skólastigi. Námskeiðin eru ókeypis og þátttaka heimil öllum kennumm á framhalds- skólastigi, en þar sem takmarka þarf fjölda þátttakenda hafa raungreina- kennarar forgang. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Jóhannesson í síma 33857. BÍLASÝNING KVARTMÍLUKLÚBBSINS verður haldin dagana 21.—22. og 23. maí í nýju húsnæði Gúmmívinnustofunnar, Réttar- hálsi 2 Árbæjarhverfi. Sýningartími alla dagana kl. 14-22. Fjöldi sérútbúinna kvartmílu- bíla, glæsilegra götubíla, sögu- legra fornbíla, torfærubíla, keppnis- og götumótorhjóla. GÚMMÍVINNU- STOFAN HF. Hjólbarðaviðgerðir. Hjólbarðasala. Hjólbarðasólun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.