Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAI1983. 3 * „Stundarfriður” íKaupmannahöfn - búist við mikilli aðsókn Undanfarr.ar vikur hafa búninga- hönnuöir og saumafólk Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn verið í verkfalli. Þaö hefur þýtt stopular sýn- ingar og erfiöleika í uppfærslu leikrita. Gekk þetta svo langt aö þegar Mauno Koivisto Finnlandsforseti var í opin- berri heimsókn hér á dögunum og var boöiö í leikhúsiö af drottningunni, mættu leikarar og söngvarar í sunnu- dagsfötunum sínum og sungu fyrir hann 19. aldar óperu. Undir eölilegum kringumstæöum heföi uppfærsla óperunnar átt aö vera hápunktur starfsárs leikhússins — jafnt aö gæöum sem búningum. Þessir öröugleikar leikhússins hafa þó aftrað forráöamönnum þess frá aö setja upp íslenska leikritið „Stundar- frið” eftir Guömund Steinsson. Leikrit- iö var frumsýnt föstudaginn 6. maí, og bindur stjórn leikhússins miklar vonir viö stykkiö. Nokkrir bestu leikarar Dana fara meö hlutverk í leikritinu. Má þar nefna Holger Juul Hansen og Elin Reimer sem leika hin stressuöu og „tilvistartaugaveikluðu” foreldri. Karin Nellemose og Olaf Ussing — sem bæöi tvö eru reyndir og virtir leikarar hér í landi — fara meö hlutverk ömm- unnar og afans. Búist er viö mikilli aösókn aö leikrit- inu, sem er síðasta — en ekki sísta — leikritið sem uppfært er á vegum Kon- unglega leikhússins á þessu starfsári. Iðgjald bif reiðatrygginga: TTViljum minna fólk á okkur” — „í undralyfjaaug- lýsingaflóðinu” „Tilgangurinn meö þessu er fyrst og fremst aö minna á okkur og þá faglegu þekkingu sem lyfjafræöingar okkar búa yfir” sagði Benedikt Sigurösson, formaöur Apótekarafélags Islands. Hann var inntur eftir ástæðum fyrir sameiginlegum auglýsingum apóteka sem undanfarið hafa birst í fjölmiðl- um. „Viö höfumekki gert þetta áöur en okkur þótti rétt aö minna á okkur í þessu auglýsingaflóði um „undralyf” og allra meina bót. Viö höfum faglega þekkingu og getum leiðbeint fólki. Um það snýst þessi kynning.” ás Nánari upplýsingar í meginlandsdeildinni. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 Apótekarafélagsins: Nú hafa tvö ný lönd til viðbótar bæst í hóp reglubundinna viðkomustaða Eimskips. Siglt verður mánaðarlega til Lissabon og Leixoes í Portúgal og til Bilbao á Spáni. Sérstök þjón- ustuhöfn verður einnig starfrækt í Barcelona og um leiðeröruggog reglubundin flutnings- þjónusta milli íslands, Spánar og Portúgal orðin að veruleika. Þannig opnum við ís- lenskum inn- og útflytjendum stóraukin tæki- færi til nýrra og hagkvæmra viðskiptasambanda. Afborganir aukast mjög Iögjald bifreiöatrygginga hækkaöi um rúma 92 af hundraöi i síðasta mánuöi eins og flestum bif reiðaeigend- um ætti aö vera kunnugt um. Er nú svo komið aö upphæöir þær sem greiða á eru svo háar aö fólk á í erfiðleikum með að borga þær í einu lagi. I samtölum við allmörg trygginga- fyrirtæki kemur einmitt fram aö fólk fer nú í auknum mæli fram á aö fá aö borga iðgjaldið á nokkrum mánuðum. Greiösla iðgjaldsins meö afborgunum hefur vissulega viö- gengist á undanförnum árum, en hópur þeirra sem borgar þaö meö Formaður afborgunum hefur aldrei verið stærri en nú. Yfirleitt bjóða tryggingafyrir- tækin fólki upp á aö borga iðgjaldið i tvennu eöa þrennu lagi. Helmingur er borgaöur út en afgangurinn er á einum eða tveimur víxlum. Venjulegir víxilvextir eru á þessum víxlum. Eitt tryggingafyrirtæki vildi vekja athygli á þeim misskilningi, aö nóg sé aö borga trygginguna rétt áður en fariö er með bílinn í skoðun. Margir haldi þetta og verða þá fyrir því að umtalsveröir dráttarvextir hafa bæst ofan á iðgjaldsupphæðina þegar þeir ætla aö borga. Sé því best að borga strax eða semja viö tryggingafyrirtæk- iö um afborganir. -SþS Umboðsmenn í áætlunarhöfnum Lissabon Leixoes Bilbao § Keller Maritima Lda., Burmester & Co. Lda., Centramares S.L., Pranca D. Luis, Rua da Reboleira, 49, J. Ajuriaguerra, 9-6, * 9 - 3, P'B. 2665, Porto. Bilbao. Lisbon. Leixoes. Þotan sem flutti undirbúningsliðið fyrir væntanlega komu varaforseta Bandarikjanna. Myndina tók Heiðar Baldursson á Keflavikurflugvelli i gær. GERA KLÁRT FYRIR KOMU GEORGE BUSH Undirbúningur heimsóknar vara- forseta Bandaríkjanna, George Bush, til Islands 5. til 7. júlí næst- komandi er þegar hafinn. Til Keflavíkurflugvallar kom í gær þota á vegum forstaembættisins meö fimmtán menn um borö sem hafa þaö hlutverk aö ky nna sér aðstæður. Þetta undirbúningsliö fer einnig til Bretlands, Vestur-Þýskalands, Iriands og hinna Noröurlandanna, en Bush varaforseti mun einnig heimsækja þau á ferðalagi sínu í sumar. -KMU. Ný lönd og nýjar hafnir í beint samband við ísland Siglingaáætlun frá frá frá Lissabon Leixoes Bilbao M.s. MULAFOSS 14/5 16/5 18/5 M.s. MÚLAFOSS 9/6 10/6 06/6 M.s. SKEIÐSFOSS 11/7 12/7 14/7 M.s. SKEIÐSFOSS 18/8 19/8 22/8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.