Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
Prentari óskast
Oskum að ráða prentara í smáverkefnaprentun.
Uppl. gefur Ölafur Brynjólfsson.
HILMIRH/F
SÍÐUMÚLA 12.
Tónlistarskóli Dalasýslu
Oskum eftir aö ráða tónlistarkennara til starfa næsta vetur.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma (93 )-4228.
SKÖLANEFND.
HJÓNAMIÐLUN OG KYNNING
Svarad í síma 26628
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Kristján S. Jósefsson.
Offset — skeyting
Óskum að ráða vanan mann í offsetskeytingu og ljósmyndun.
Uppl. gefur Olafur Brynjólfsson. HILMIR H/F SÍÐUMULA 12.
Lausar stöður
Við Menntaskólann á Isafirði eru þrjár kennarastööur laus-
ar til umsóknar. Um er að ræða stöðu kennara í stærðfræði,
íþróttum og dönsku (1/2 staða).
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavík, fyrir 7. júní nk. — Sérstök umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
10. maí 1983.
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
SELTJARNARNESS
Auglýst er til umsóknar lán úr íbúðalánasjóöi Seltjarnarness.
Umsóknir skulu sendast bæjarskrifstofu fyrir 1. júní nk.
Lán úr sjóðnum eru bundin við lánakjaravísitölu.
Vextir eru breytilegir samkvæmt ákvæðum Seðlabanka
Islands.
Umsóknareyðublöö fást á bæjarskrifstofunni.
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi.
AUGLÝSINGADEILD DV
biður lesendur velvirðingar
á auglýsingu frá
sem birtist í D V laugardaginn 14. maí sl.
Ársgömul filma með ársgömlum verðum birtist i
misgripum.
• Trúlofunarhringar •
Kúptir, allar breiddir.
H vít agull-demants-
skornir og rned
hvítagullsbandi.
Sendum nýjan
litmyndalista.
Jón og Óskar
PÓSTSENDUM.
Laugavegi 70 Reykjavík.
Sími 24910.
ÓFEIGUR í SKÖRDUM
REIÐIR HNEFANN
í ÞRIÐJA SINN
Seint mun fólki úr minni falla sú
kvöldstund á liðnum vetri þegar
framsóknarkempa nokkur, gránuð í
vöngum og aldri orpin, líkti liössafn-
aði Vesturlanda við Ofeig þann Járn-
gerðarson sem hnefann setti í borðið
fyrir framan Guðmund ríka á
Mööruvöllum og rak hann úr rúmi
meöheitingum.
Eins og vonlegt má teljast setti
fréttamann sjónvarpsins undur
hljóðan viö þessa samlikingu, enda
lærður lítt á fomar bækur þótt fróður
sé aö ööru leyti, en það var miklu
fleiri en hann sem rak í rogastans við
þessi ummæli og ekki að ófyrirsynju,
því að Ofeigur í Skörðum hefur áður
komið mjög við sögu Framsóknar-
flokksins þótt á annan hátt væri.
Annað mál er svo það, að samlík-
ing sú sem framsóknarkempan ald-
urhnigna seildist til við þetta tæki-
færi til þess að útmála varnarstefnu
lýðræðisríkjanna gegn uppivöðslu
Sovétmanna var kannski ekki alls
kostar viðeigandi, því að rúm það
sem Guðmundur riki sat í og Ofeigur
vildi sjálfur skipa tilheyrði reyndar
hvorugum þeirra, heldur ótilgreind-
um bónda nokkrum skillitlum á Tjör-
nesi sem söguritari hefur ekki hirt
um að nafngreina og er það miður.
Enþaðertilönnursaga af skiptum
þeirra tveggja en sú sem rakin er í
Ljósvetningasögu; í Ofeigs þætti
stuttum er frá því greint að bændum
nyrðra stóö hallæri mikiö af heim-
sóknum Guðmundar ríka, sem reið
oft um byggðir meö þrjá tigu manna
og sat víöa sjö nætur og hafði jafn-
margahesta.
Má nærri fara um hvílíkar búsifjar
bændur höfðu af þessari yfirskipan
og báðu Ofeig í Skörðum að rétta
sinn hlut fyrir ofureflismanninum og
veikst Ofeigur vel undir erindi þeirra
og gerði Guðmundi þá heimsókn sem
hann rak lengi minni til síöan.
Ófeigur reiðir hnefann
íannaðsinn
Þegar framsóknarmenn réðust
gegn réttum skapara sinum, honum
Jónasi frá Hriflu, og hröktu hann
með háðung úr liði sínu, þá brá sá
gamli á þaö ráð að gefa út blað eitt
eða ritling sem hann kallaði einmitt
Ófeig eftir bóndanum byrsta í Skörð-
um, sem ekki lét kúgast af stórhöfð-
ingjum og glúpnaði aldrei fyrir nein-
um. Það er víst engum manni ljóst
hvað Jónasi bjó í hug er hann valdi
nafnið — Guömundur ríki þótti
ágjam maður og gráöugur, metnað-
arfús en heldur vitgrannur enda er
þess víöa getið er ráðsnjallir menn
lækkuðu í honum rostann þótt minna
ættu undir sér.
Jónas frá Hriflu gjörþekkti sína
menn, sem voru, og honum fannst
því tilhlýöilegt að líkja Framsóknar-
flokknum við hinn gáfnatrega ríkis-
bónda, en sjálfur þóttist hann standa
í sporum Ofeigs bónda í Skörðum, og
þaö er mál hinna eldri manna aö sá
hinn seinni Ófeigur hafi oft og tíðum
rekið þann hnefa fyrir bringspalir
framsóknarforsprökkum sem þeim
þótti betra án að vera.
Ófeigur reiðir hnefann
íþriðja sinn
23. apríl síðastliðinn lagði Ofeigur
bóndi söðul á graðhest sinn og reiö
eins og leiðir liggja norður á Möðru-
völlu og setti þann hinn mikla hnefa
sinn í þriðja skipti í borð Guðmundar
ríka og rak hann úr sæti rétt eins og
fyrrum.
Það var hinn almenni borgari Is-
lands sem þarna stóð að verki. Lang-
þreyttur var hann á ríki Framsókn-
arflokksins og einráöinn var hann aö
aflétta því hallæri sem hann hefur
leitt yfir gervallt landið.
Á þessum gæfudegi Islands rann
Framsóknaráratugurinn á enda,
þetta hörmulega tímaskeið sem
reyndar fyllir nú orðið tylft en ekki
tug og hefur orðið okkur öllum svo
þungt í skauti, því illar búsifjar höf-
Ófeigur í Skörðum hefur áður greitt framsóknarforsprökkum þung högg og nú
kærir þjóðin sig ekki um að þeir stjórnendur, sem hún fól að koma á nýrri
skipan og efla betri tíð í landinu, taki það óráð að skjóta stoöum undir hnign-
andi veldi Guðmundar ríka,” segir greinarhöfundur.
i
Verkalýðshreyfingin:
Uppbygging og pólitík
an verkalýðssamtakanna verður
Að undanfömu hefur farið fram
nokkur umræða um skipulagsmál
verkalýðshreyfingarinnar og hefur
umræðan beinst í þann farveg aö
breytinga sé þörf á uppbyggingu og
skipulagi hreyfingarinnar. Þessi um-
ræða er ekki ný af nálinni því hún
upphófst reyndar fyrir liðlega
tuttugu árum þó þær umræður hafi
ekki leitt til breytinga. Með frum-
varpi Vilmundar Gylfasonar til
breytingar á lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur, sem fram kom á Al-
þingi 1980, tók máliö aftur nokkurn
fjörkipp því með þessu frumvarpi
var leitast við að hneppa í lagabók-
stafi innri uppbyggingu og skipu-
lagsmál hreyfingarinnar. Þessari
utanaökomandi afskiptasemi um
málefni samtakanna var afdráttar-
laust hafnað af hálfu Alþýöusam-
bandsins á þeim forsendum að eðli-
legra sé að samtökin sjálf njóti til
þess frelsis, líkt og önnur félagssam-
tök sem í landinu starfa, aö ákveða
sjálf sín innri málefni.
Um svipað leyti og frumvarp Vil-
mundar kom fram á Alþingi hóf Guð-
mundur Sæmundsson aö fjalla á
opinberum vettvangi um málefni
samtakanna og beindi einkum spjót-
um sínum aö valdi pólitísku flokk-
anna innan íþróttahreyfingarinnar
og ýmissa kvenna- og karlaklúbba og
félaga.
Bætt Irfskjör og
pólitískt afl
A fyrsta þingi Alþýðusambands-
íns, sem haldið var haustið 1916, var
sámbandinu sett stefnuskrá og sam-
kvæmt henni skyldi það berjast fyrir
bættum lífskjörum og jafnframt því
skyldi það vera stjórnmálaflokkur
sem hefði jafnaðarstefnu að mark-
miöi. Því voru Alþýðusambandið og
Alþýðuflokkurinn í öndveröu skipu-
lagslega ein samtök. Þetta fyrir-,
komulag varð tilefni til mikils
ágreinings áður en langt um leiö þar
sem þetta fyrirkomulag varð til þess'
að einungis þeir sem undirritað
höfðu stefnuskrá Alþýðuflokksins
höfðu rétt til setu á þingum Alþýðu-
sambandsins. Því fóru að koma
raddir um aö sambandið ætti einung-.
is að vera stéttarsamband og óháð
öllum stjómmálaflokkum. Slík
breyting náði svo fram að ganga árið
1940 og frá þinginu 1942 hafa þingfull-
trúar ekki þurft að vera áhangendur
neinnar sérstakrar stjórnmála-
stefnu. Það fyrirkomulag aö Alþýðu-
sambandið skuli einnig vera pólitískt
afl hefur eflaust verið sótt til frænd-
þjóða okkar á Norðurlöndum, þar
sem þetta fyrirkomulag hefur veriö
með þessum hætti frá upphafi, og
óhætt er að fullyrða að það hafi skil-
að launþegum þar góöum kjörum.
Þegar rætt er um vald flokkanna inn-
mér jafnan hugsað til þess hvemig
þessum málum er háttað hjá frænd-
þjóöum okkar, en þar er hluta af
fjármagni hreyfingarinnvar varið í
pólitískan áróður og svo langt er
gengið í þessum efnum að innan
vinnustaöa er pólitískur trúnaðar-
maður sósíaldemókrata, sem eru
einráðir innan hreyfingarinnar.
Aðskilnaður
Þó að aðskilnaður Alþýðusam-
bandsins og Alþýðuflokksins hafi
fariö fram 1940 þýðir það ekki að þar
með hafi öll pólitík verið gerð burt-
ræk úr hreyfingunni. Því fer vita-
skuld víðsf jarri og það er mín skoðun
að það sé raunar óframkvæmanlegt
og svo kannski ekki svo eftirsóknar-
vert þegar öllu er á botninn hvolft þó
vitaskuld sé full ástæða til að vera
vel á verði í þeim efnum. Mér hefur
reyndar aldrei skilist með hvaða
hætti þeir sem em talsmenn þess að
koma í veg fyrir áhrif flokkanna inn-
an hreyfingarinnar hafi hugsaö sér
þá framkvæmd. Eg fæ ekki annað
séð en ef slíkt ætti að ná fram aö
ganga yröi aö útiloka alla þá sem
hafa pólitiska skoðun frá störfum
innan hreyfingarinnar og þaö held ég
að hver maður sjái að er ófram-
kvæmanlegt. Fyrir það fyrsta væri
slíkt freklegt brot á stjórnarskránni